Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Um hvað er kosið? Nú eru páskarnir um garð gengnir og kosningabarátt- an getur hafist fyrir alvöru. Hún verður stutt og er það vel. Það gerir engum gagn, hvorki frambjóðendum né heldur kjósendum, að standa í langri og strangri kosn- ingasennu enda er upplýsingaflæði í gegnum blöð, út- varp og sjónvarp með þeim hætti að stjórnmálaflokkarn- ir eiga þrautalaust að geta komið sínum stefnum og kosningamálum á framfæri á þrem til fjórum vikum. Svo er að sjá sem slagurinn muni enn og aftur standa á milli gömlu flokkanna, að viðbættum Kvennahstan- um. Mikill fjöldi smáframboða og nýrra flokka er í boði en það liggur nokkuð ljóst fyrir að enginn þeirra mun ná umtalsverðu fylgi á landsvísu. Öll hin nýju framboð gefa vísbendingu um þann óróa og þann jarðveg sem er til staðar fyrir breytingar í pólitíkinni. En meðan ekkert nýtt framboð nær sér á flug gera smáframboðin htið annað en skemma hvert fyrir öðru og ýta kjósend- um enn einu sinni yfir á gömlu flokkana. Það er jafnvel farið að fjara undan Kvennalistanum. En um hvað er þá tekist á í þessum kosningum? Hvar eru skilin milli flokkanna, hver eru ágreiningsmál- in? Lengi vel var haldið að atvinnumálin mundu verða átakapunkturinn. Uppstokkun í landbúnaðarmálum, ágreiningur um fiskveiðistefnu, álmáhð og atvinnulífið á landsbyggðinni. í þessum málaflokkum eru línur alls ekki skýrar. Ríkisstjórnin er nýverið búin að skrifa undir búvörusamning og stjórnarandstaðan hefur alls ekki skorið upp herör gegn þeim samningi. í kvótamál- um gengur ágreiningur þvert á flokka en ekki á milli flokka. í málefnum landsbyggðar og eflingu atvinnulífs á landinu öllu fer mest fyrir lýðskrumi og innantómum faguryrðum. Um tíma stefndi í grundvallarágreining um nýtt álver og stefnuna í stóriðjumálum en eftir að álverinu var ýtt útaf borðinu til ákvörðunar síðar á árinu tala flokk- arnir út og suður í því máli. Afstaðan til Evrópubandalagsins og EFTA var líklegt kosningamál en flokkarnir hafa forðast afdráttarlausa afstöðu í þeim málum og enn gætir misvísandi yfirlýs- inga innan flokkanna sjálfra um hversu langt skal geng- ið í átt til Evrópusamstarfs. Þar verður ekki hönd á fest- andi ef kjósendur hyggjast láta þau mál ráða atkvæði sínu. Einhvern tímann hefði það þótt tíðindum sæta að verðbólgan væri komin niður í eins stafs tölu og þótt gott veganesti í kosningabaráttu að hossa sér á þeim árangri. En það er eins og stjórnarflokkunum verði ekki kápan úr því klæðinu og að minnsta kosti er það htið nefnt til lofs eða lasts enn sem komið er. Stjórnmálaflokkarnir ganga óbundnir til þessara kosninga um hugsanlegt stjórnarsamstarf að kosning- um loknum. Líklegast er þó að óbeint muni það hafa áhrif á þá sem enn eru óráðnir hvern hug þeir bera til ríkisstjórnarinnar. Kannski endirinn verði sá að kosið verði um ríkisstjórnina, með henni eða á móti, enda þótt enginn frambjóðenda eða flokka gefi neinar yfirlýs- ingar um það hvort sóst sé eftir umboði til að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. Með öðrum orðum: ríkisstjórnin ræður mestu um fylgi flokkanna þótt hún sé hvergi í framboði! Og það sem kann að vera ennþá skrítnara: sumir stjórnarflokk- anna munu njóta þess meðan aðrir gjalda stjórnarþátt- töku sinnar. Hún er skrítin tík, pólitíkin! Ellert B. Schram Leikskóli: Nýlög-hvað tekur við? Ný lög um leikskóla voru sam- þykkt á síðustu dögum þingsins. Þar með úrskurðaði Alþingi í við- kvæmu og erfiðu deilumáli sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið: Hvar á forræði leikskólamála. að vera á íslandi? Staðið við fyrirheit stjórnarsáttmála Eins og kunnugt er var það ákveðið - aö tillögu Alþýðubanda- lagsins, reyndar aðallega fyrir áeggjan Hjörleifs Guttormssonar - að hafa í stjórnarsáttmála ríkis- stjómar Steingríms Hermannsson- ar ákvæði um að samin skyldi rammalöggjöf um forskólastigið. Ég skipaði nefnd í málið og hún skilaði tveimur frumvörpum. Fyrra frumvarpið var um leik- skólann almennt, starfsemi hans og forræði í menntamálaráðuneyt- inu. Hitt frumvarpið fjallaði um íjármál leikskólans og gerði ráö fyrir ríkisframlögum í stofnkostn- að og rekstur. Fyrra frumvarpið er nú orðið að lögum, með nokkr- um breytingum að vísu, en hið síð- ara hefur ekki fengist afgreitt. Úrskurður í mikilvægu máli Með úrskurði Alþingis er um að ræða afgerandi niðurstöðu í því máli sem helst hefur verið deilt um á undanförnum árum, það er um það hvar leikskólinn á að vistast í stjómkerfinu. Það er ekki aðeins deila um að einhver skrifstofa eigi aö sjá um málin fremur en önnur skrifstofa. Þaö er um að ræða hug- myndafræðilega deilu sem snýst um grundvallarsjónarmið: Eiga börn og foreldrar að eiga rétt á leik- skóla sem almennu úrræði eða ber aö líta á leikskólann sem varakost handa þeim sem „sérstaklega stendur á fyrir“, það er einstæöum foreldrum eða námsmönnum o.s.frv.? Síðamefnda sjónarmiðið var vissulega hluti af frumvarpi félagsmálaráðherra um félagsþjón- ustu sveitarfélaga. En aö lokum tókst aö vinna fullan málefnalegan sigur í þeirri deilu. Á tímamótum ætti gjarnan aö þakka mörgum fyrir glæsilegt framlag til þess að leikskólafrum- varpið varð að lögum. Fremst þar í flokki fer þó tvímælalaust Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaður Fóstrufélags íslands, sem hefur unnið aö málinu með ótrúlegri þrautseigju og lagni. Hef ég sjaldan á mínum stjórnmálaferli séð jafn- markviss og traust vinnubrögð sem að lokum færðu henni fullan sigur. Ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar En hvað svo? Við höfum þegar KjaHarinn Svavar Gestsson menntamálaráðherra, 1. maður G-listans í Reykjavík ákveðið að setja af stað nokkur verkefni í beinu framhaldi af sam- þykkt leikskólalaganna: í fyrsta lagi munum við gera til- lögur um ráðningu umdæmisfóstra í tveimur eða þremur fræðsluum- dæmum á næsta ári. í öðru lagi verður að styrkja leik- skóladeild ráðuneytisins. í þriöja lagi hefur verið farið fram á það við foreldrasamtökin, fóstrur og Samband ísl. sveitarfélaga að tilnefna menn í nefnd til aö und- irbúa drög að reglugerð. Jöfnunarsjóður leikskóla - ? Síöast en ekki síst ber svo að nefna það sem er mest um vert: að tryggja aukið fjármagn til fram- kvæmda við leikskóla. Sveitarfé- lögin leggja þegar mörg hundruö miljóna fram í þessu skyni; en meira þarf til. Og fullvíst er að mörg sveitarfélaganna búa við knappan íjárhag. Við þetta bætist aö viljinn til átaks í þessum efnum er misjafn og þaö er slæmt því að krafan um leikskóla er krafa um jafnrétti og reynslan sýnir að leik- skólabörn eru að jafnaöi betur búin undir grunnskóla en önnur börn. Þess vegna mega foreldrar ekki líða sveitarfélögum - né ríki - slóöaskap í þessum efnum. Þess vegna hlýtur ein meginspurning kosningabaráttunnar til fulltrúa allra flokka að vera sú hvort þeir eru tilbúnir til þess að fjármagna leikskólann með sérstökum að- gerðum. Við höfum svarað fyrir okkar leyti; forystumenn verkalýsðhreyfingarinnar líka. Spurningin er um frambjóðendur flokkanna. - Hvað vilja þeir gera til þess að tryggja aukið fjármagn til leikskóla á næsta kjörtímabili þannig að við náum því marki að tvöfalda framboð á rými í leikskóla á næstu fjórum árum? Út af fyrir sig eru margar leiðir til; ein er sú sem gerð er tillaga um í frumvarpi um ríkisframlög til leikskóla. Onnyr gæti verið fólgin í því að stofna sérstakan tf mabund- inn jöfnunarsjóö leikskóla sem ein- göngu fjármagnaði stofnkostnaö. Margir munu þá gera athugasemd og benda á að rekstrarkostnaður- inn sé í rauninni þyngri en stofn- kostnaðurinn þegar allt er lagt saman og það er réttmæt ábending. En þá erum viö komin að öðru vandamáli, markalínu þeirri sem dregin var með lögunum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er gert ráð fyrir því að sveit- arfélögin hafi allan þennan kostn- að á sínum herðum. Og þess vegna veröur að breyta þeirri markalínu. Þegar málin eru skoðuð í heild væri skynsamlegasta niðurstaðan því vafalaust sú aö veita sveitarfé- lögum stuðning fyrir hvert barn sem fær vistun á leikskóla - eftir tímalengd vistunar auövitað - og að þau framlög ákveðist af fjölda þeirra barna sem komast í leik- skóla en sveitarfélögin ákveði hvað fer til rekstrar og hvað til stofn- kostnaðar. Þar með væri leikskól- inn orðinn sameiginiegt verkefni ríkis og sveitarfélaga og þvf vaknar enn sú spurning hvort ef til vill væri réttast aö fara grunnskóla- leiðina, semsé þá að sveitarfélögin beri allan kostnað annan en laun fóstranna. Það þarf líka að athuga. Allt þetta kallar á skoöun. En spurningin, sem verður aö bera fram viö alla frambjóðendur allra flokka í kosningunum, er þessi: Hvað svo? Hvernig ætla flokkarnir að fylgja eftir lögunum um leik- skóla? Svavar Gestsson „Þegar málin eru skoöuð í heild væri skynsamlegasta niðurstaðan því vafa- laust sú að veita sveitarfélögum stuðn- ing fyrir hvert barn sem fær vistun á leikskóla..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.