Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 28
28
MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1991.
Meiming
i>v
Misgóðar þýðingar
Þessi bók kynnir tvö ljóöskáld dönsk, þau sem einna
þekktust eru ungra skálda í Danmörku, komu fram
fyrir áratug. Mér finnst það vel til fundið að hafa þau
saman í bók, þau eiga mikið sameiginlegt, og spenn-
andi að bera þau saman. Hér eru tveir tugir ljóða eft-
ir hvorn. Þar er af mismiklu að taka. Sören Ulrik
Thomsen fæddist 1956, hefur sent frá sér þijár
ljóðabækur. Strunge fæddist 1958, sendi frá sér tug
bóka á átta árum, framdi sjálfsmorð 1986. Bækur hans
eru svo vinsælar að illmögulegt er að ná í þær á söfn-
um eða verslunum og hefi ég þvi ekki getað boriö
meira en þriðjung ljóðaþýðinganna hér saman við
frumtexta. En það fannst mér reyndar meira en nóg.
Ljóðaþýðingar
eru áreiðanlega vandasamari en aðrar þýðingar: Al-
mennt hljóta menn að kreflast nákvæmni, aö þýðingin
skih rétt merkingu orða og stílsvip þeirra, og að helst
komi atriðin í þeirri röö sem skáldið kaus að hafa. En
í ljóðaþýðingum þarf þar að auki að halda myndmáli
frumtextans hrynjandi, og helst hljómi hans líka. Því
hafa margir sagt að þetta sé óleysanleg þraut í heild,
þýðandi hljóti að velja úr þessum þáttum, hver eigi
að hafa forgang hverju sinni, og í rauninni sé þetta
svo snúið, að segja megi að ljóðaþýðandi yrki upp úr
frumtextanum.
Hvað sem þessu líður, er sjálfsagt að huga að því
hversu nálægt frumtextanum þýðing fer. Hér eru tveir
þýðendur, Þórhallur Þórhallsson þýðir ljóð Strunge,
en Magnús Gezzon þýðir Thomsen. Og þar skiptir
nokkuð í tvö horn. Það kemur fyrir að Þórhallur þýði
vel, t.d. í upphafi ljóðsins „Fall“, þar foröast hann
dönskuskotið orðalag og notar eðlilegt íslenskt orðalag
í staðinn:
Ég hef átt sólarhringa í borginni
í.misjöfnu veðri.
Ég hef verið óp ljósaskiltanna
í þreyttum augum þínum
En í sama ljóði stendur:
Ég hefi verið þungi hitans
sem sveipaði sér þétt um húsin
og hinn ljósi vindur upp undir
kjólum stúlknanna.
í frumtextanum segir: „den lystne vind“ sem þýðir
„lostafullur vindur" en ekki „ljós“. Nú mætti ætla að
þetta væri bara mislestrarslys, lyse í stað lystne, en
því miður er þetta alls engin undantekning. í „Ljóta
borgin“ segir:
Brotastykki enn frjálsrar meðvitundar
hanga sem þokubólstrar í loftinu
„Brotastykki“ heitir brot á íslensku, er tekið úr
dönsku „brudstykker", en er hér raunar þýðing á
„Fragmenter". Síðar segir:
í afkima
liggur hin deyfða hvöt
spennt föst við rennblautt rúm
Þetta er álappalegt, því þótt það sé eðlilegt hvers-
dagsmál á dönsku aö hafa fyrst lausan greini, svo lýs-
ingarorð og loks nafnorð, þá verður það hátíðlegt rit-
mál á íslensku; eins og í fyrsta dæminu: „hinn ljósi
vindur, hin fáu visnuðu blöð“. Þetta er alltof oft í þess-
um þýðingum, hér færi betur að segja: „deyfð hvöt“
eða „deyfð hvötin“, fyrir nú utan hitt, aö niður hefur
fallið orðið „stinkende", „rennblautt, daunillt rúm“,
þetta er bara ónákvæmni, það er ekki svo að hrynj-
andi krefjist þess.
Einna verst tekst til í „Næturvélin“ Þar segir m.a.:
Við erum lemstruö af hinu skarpa
dagsljósi
mjúkum, bleikum snjó,
stungin af blaðafyrirsögnum.
í frumtextanum segir:
Vi er kvæstede af dagens skarpe lyde,
blodende lyserod sne
spiddet af avisoverskrifter
Hér hefur þýðandi ruglast á „bladende“ og „blod"
og á „lys“ og „lyde“, það ætti að standa eitthvaö á
þessa leið:
Við erum lemstruð af skerandi
hljóðum dagsins
blæðandi bleikum snjó,
Ég sé ekki ástæðu til að ræða frekar um þessar þýð-
ingar. Þær eru öldungis óboðlegar. Til hvers eru tveir
þýðendur saman um bók, ef þeir fara ekki hvor yfir
annars verk og benda á svona mistök? Þess vegna legg
ég til að Þýðingarsjóður krefjist þess að frumtexti fylgi
Bókmenntir
Örn Ólafsson
þýðingu í umsókn um styrk. Það er ekki margra tíma
verk að finna svona fingurbrjóta, sem ættu alls ekki
að komast á prent.
Magnús og Thomsen
í þýðingum Magnúsar koma einnig fyrir klaufavúlur
eins og rætt var um hér að framan, t.d. „enhver“ þýtt
sem „einhver“ (bls. 56) en þýðir auðvitað „sérhver".
í sama Ijóði er „morklagte'1 þýtt með: „þaktur myrkri",
sem er fáránlegt, hér á að standa: „myrkvaður, hljóð-
ir“, síðara orðið vantar.
Togaramir - þaktir myrkri, loða
þöglir við hafið.
Trawleme - morklagte, tyste
hænger pá havet.
Orðaröð er breytt að ástæðulausu (bls. 45), og íleiri
dæmi ónákvæmni mætti því miður frnna, en oftar
sýnist mér vel þýtt. Við getum að lokum htið á „Ástar-
ljóð“. Það mætti deila um hvort oröið „hreint“ sé
heppileg þýðing á „blankf‘, e.t.v. færi betur á að segja
„slétt“. En annars er þetta bæði nákvæmt og laust við
dönskulegt orðalag. Þetta er „sensúelf ‘ ljóð, snýst allt
um hkama viðmælanda, sem er þó alls ekki lýst. Það
er því ómögulegt að vita hvors kyns viðmælandi er,
svo dæmi sé tekið. Á sama hátt eru hreyfingamar all-
ar venjulegar, svo lýsingin gæti átt við nánast hvern
sem er. Samt verður persónan lifandi vegna áhuga
mælandans á hversdagslegustu hreyfingum hans, og
hreyfmgin er meginatriðið í að sýna líkamann. Fyrst
fallkenndin við að sofna, sem allir þekkja, hreyfing í
kyrrstööu. Frá því er stígandi, vagga, snúa, stökkva,
dansa. Ævinlega er þrítekning í hverri hreyfingu,
hvort sem hún er í lýsingu eða hvatningu.
Ástarljóð
Andlit þitt er hreint af svefni og
draumum
þreyttur og þungur hrapar líkaminn
gegnum nóttina
dettu núna, steyptu þér, dreymdu,
dreymdu, dreymdu
láttu líkamann liggja þarna á rúminu
með höfuðið og handleggina fram af
rúmstokknum
vaggaðu höfði þínu og vaggaöu
handleggjum þínum, vaggaðu þeim
þú snýrð líkama þínum undir
munni sturtunnar
sem kastar vatni sínu yfir hörund þitt
snúðu þér, snúðu þér, snúðu þér
þú stekkur út úr strætó, lestinni, af
hjólinu
stökktu aftur, stökktu aftur, stökktu
aftur
ekki færa þig úr ljósgeislanum
sem þrýstir sér gegnum rifu á
bakgarðinum
dansaðu fyrir mig, dansaðu fyrir mig,
dansaðu fyrir mig.
Likami borgarinnar
Úrval Ijóða eftir
Mikael Strunge og Sören Ulrik Thomsen
Sögusnældan 1990, 6Z bls.
Andlát
Jarþrúður Þorláksdóttir, Grænuhlíð
4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
að morgni 1. apríl.
Þorbjörg Þórarinsdóttir frá Austur-
görðum í Kelduhverfi andaðist í
sjúkrahúsinu Húsavík á páskadag,
31. mars.
Jónas Eggertsson bóksali, Heiðarbæ
4, lést í Landakotsspítala mánudag-
inn 1. apríl.
Sigurður Jónasson, Háagerði 57,
Reykjavík, andaðist í Landspítalan-
um að morgni 1. apríl.
Einar Einarsson fyrrverandi skip-
stjóri, andaðist í Bistbjærg Hospital
í Kaupmannahöfn föstudaginn 29.
mars.
Óli Markús Andreasson, Bólstaðar-
hlíö 42, lést í Landspítalanum laugar-
daginn 30. mars.
Jarðaicfarir
Ólafur Frímann Sigurðsson, Vestur-
götu 45, Akranesi, verður jarðsettur
frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4.
apríl kl. 14.
Guðrún Margrét Andrésdóttir, sem
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 25. mars, verður jarðsett frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 4.
. apríl kl. 13.30.
Katrín Friðbjarnardóttir, Hallbjarn-
arstöðum, Tjörnesi, verður jarð-
sungin frá Húsavíkurkirkju fimmtu-
daginn 4. apríl kl. 14.
Útfor Guðrúnar Ágústu Halldórs-
dóttur, Reynimel 92, er lést 27. mars
sl„ fer, fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 4. apríl kl. 10.30.
Guðjón Angantýsson, sem lést á Elli-
og hjúkrunarheimihnu Grund 21.
mars, veröur jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju í dag, miðvikudaginn 3.
apríl, kl. 15.
Jón Bergmann Sturlaugsson lést
sunnudaginn 31. mars. Utförin fer
fram frá Fossvogskapellu föstudag-
inn 5. mars kl. 13.30.
Bjarni Sveinsson múrarameistari,
Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verður
jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 4. apríl kl. 15.
Jakob Indriðason, Norðurgarði 7,
Keflavík, sem lést 29. mars, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 6. apríl kl. 14.
Guðmundur Jónasson lést 25. mars.
Hann fæddist 16. maí 1903 á Bjarteyj-
arsandi í Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Foreldrar hans voru þau Guðfinna
Jósepsdóttir og Jónas Jóhannesson.
Ungur aö árum fór Guömundur til
náms að bændaskólanum á Hvann-
eyri. Að námi loknu tók hann við
búinu á Bjarteyjarsandi. Eftirlifandi
eiginkona hans er Guðbjörg Guð-
jónsdóttir. Þau hjónin eignuðust
fimin syni auk þess sem þau ólu upp
fósturdóttur. Útfór Guðmundar
verður gerð frá Hállgrímskirkju í
Saurbæ í dag, 3. apríl, kl. 14.
Tilkyimingar
Aukasýning á Bréfum
frá Sylvíu
Vegna mikillar eftirspurnar eftir fleiri
sýningum á leikritinu Bréf frá Sylvíu á
Litla sviðinu verður önnur aukasýning á
verkinu í kvöld, 3. apríl.
Tímarit Máls og menningar
komið út
Út er komið nýtt hefti af Tímariti Máls
og menningar og er það fyrsta hefti árs-
ins. Tuttugu höfundar skrifa í ritiö að
þessu sinni. Af efni þess má nefna viðtal
Vigdísar Grímsdóttur við Fríðu Á. Sig-
urðardóttur, greinar eftir Matthías Viðar
Sæmundsson, Árna Blandon, Torfa Tul-
inius og Áma Sigurjónsson. Að vanda
birtir tímaritið skáldskap eftir íslenska.
höfunda. Tímaritið er 112 bls. að stærð.
Kápu hannaði auglýsingastofan Næst og
er ritið prentað og bundið í Prentsmiðj-
unni Odda hf.
kunnur fyrir snilldarlegar þýðingar sín-
ar úr fomgrísku á Dafnis og Klói eftir
Longius og Grískum þjóðsögum og ævin-
týram. Fyririestrarnir era öllum opnir.
Tónleikar
Tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
arinnar
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í
gulri tónleikaröð verða haldnir í Há-
skólabíói fimmtudaginn 4. apríl og hefjast
kl. 20. Á efnisskrá verða þijú verk: Ró-
man Carnival forleikur og Harold á ítaliu
eftir Hector Berlioz og Sinfónia nr. 1 eftir
Tsjækovskí. Einleikari verður Helga Þór-
arinsdóttir víóluleikari og hljómsveitar-
stjóri Ivan Fischer. Helga Þórarinsdóttir
leikur nú í fyrsta sinn einleik á áskriftar-
tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í
verkinu Harold á Ítalíu, en áður hefur
hún leikið einleik á tónleikaferð og við
útvarpsupptökur. Hljómsveitarstjóri
verður Ungveijinn Ivan Fischer.
Tapað fundið
Gestur týndur
Hann er sjö mánaða svartur og hvitur
högni með svartan hökutopp og svarta
ól með gylltri tunnu. Hann týndist 18.
mars sl. frá Grettisgötu. Ef einhver hefur
orðið var við hann þá vinsamlegast hafið
samband í síma 17823.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Minna Skafte Jensen dr. phil., lektor í
klassískum málum við háskólann í Kaup-
mannahöfn, flytur opinberan fyrirlestur
í boði heimspekideildar Háskóla íslands
í dag, miðvikudaginn 3. apríl, kl. 17.15 í
stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn
fjallar um Hómer og munnlega geymd
Illíons- og Ódysseifskviðu; annars vegar
um það hvaða áheyrendur Hómer hafði
í huga forðum og hins vegar hveijir þeir
áheyrendur era sem Illíonskviöa og Ód-
ysseifskviða hafa átt frá upphafi vega.
Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku
og er öllum opinn.
Háskólafyrirlestur
Friðrik Þórðarson, dósent í klassískum
málum við Óslóarháskóla, flytur tvo op-
inbera fyrirlestra í boði heimspekideildar
Háskóla íslands nú í aprílbyijun. Fyrri
fyrirlesturinn nefnist „Þjóðemi og trúar-
brögð í Kákasuslöndum" og verður flutt-
ur fimmtudaginn 4. apríl kl. 17.15 í stofu
201 í Árnagarði. Síðari fyrirlesturinn sem
nefnist „Ossetíska, íranskt mál í Káka-
susfjöUum" verður fluttur þriðjudaginn
9. apríl kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði.
Hér á landi er Friörik Þórðarson einkum
Fundir
ITC deildin Gerður
heldur fund í Kirkjuhvoli, Garðabæ, í
kvöld, miðvikudaginn 3. aprfl, kl. 20.30. Á
dagskrá er m.a. fræðsla um EB (Efna-
hagsbandalagið). Bókmenntakynning:
Skáld-Rósa. Fundurinn er öllum opinn.
Upplýsingar gefur Helga Ólafsdóttir, s.
84328.
ITCdeildin Björkin
heldur deildarfund í kvöld kl. 20 að Sfðu-
múla 17. Fundurinn er öllum opinn. Nán-
ari upplýsingar gefur Ólafia, s. 39562.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 4.
aprfl kl. 20.30 í safnaðarheimfli kirkjunn-
ar. Sr. Ólöf Ólafsdóttir flytur erindi sem
hún nefnir „Líf í fullri gnægð“. Þá verður
borið fram kaffi. Að iokum flytur sr.
Karl Sigurbjömsson hugvekju.
ITC deildin Korpa
Mosfellsbæ
heldur sameiginlegan defldarfund með
ITC deildinni Fífu, Kópavogi, í kvöld,
miðvikudaginn 3. aprfl kl. 20.15 í Hamra-
borg 1, Kópavogi. Nánari upplýsingar
gefur Gunnjóna, sími 667169.
Leikhús
Líi-íllJ iiiiliil H Íiil/-ILI
InlrrlnlliifríiltFíl
fjhftlfflKir
Ln « «i“ ís.
Leikfélag Akureyrar
nim
ISLENSKA OPERAN
lllll GAMLA Bló INCÖLFSSTU4.T1
íslenska óperan
RIGOLETTO
eftir Giuseppe Verdi
Söngleikurinn
KYSSTU
MIG,
KATA!
eftir Samuel og
Bellu Spewack
Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter
Þýðing: Böðvar Guðmundsson
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Leikmynd og búningar: Una Collins
Tónlistarstjórn: Jakob Frimann
Magnússon
Dansar: Nanette Nelms
Lýsing: Ingvar Björnsson
Föstud. 5. apríl kl. 20.30. Uppselt.
Laugard. 6. april kl. 20.30. Uppselt.
Sunnud. 7. april kl. 20.30. Uppselt.
Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73.
Miðasalan er opin alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga
kl. 14-20.30.
MUNIÐ PAKKAFERÐIR
FLUGLEIÐA
Næstu sýningar
11. apríl. Næstsíðasta sýning.
13. apríl. Síðasta sýning.
Miðasalan er opin virka daga
frá kl. 16-18 og sýningardaga
til kl. 20.00.
Simi 11475.
Greiðslukortaþjónusta
VISA - EURO - SAMKORT
HUGLEIKUR
sýnir að
Brautarholti 8
ofleikinn
Sagan um Svein
sáluga Sveinsson
í Spjör og sam-
sveitunga hans
8. sýn. fimmtud. 4. apríl kl. 20.30.
9. sýn. laugard. 6. april kl. 20.30.
10. sýn. mánud. 8. april kl. 20.30.
Aðeins þessar 10 sýningar.
Miðasala i síma 16118 (sím-
svari) og frá kl. 19.00 sýningar-
daga i sima 623047
Athugið breyttan sýningar-
stað
FACDFACO
FACQFACO
FACCFACD
LISTINN Á HVERJUM
MÁNUDEQI
i STÓRKOSTLEG
||W
DV