Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
9
Utlönd
Yfirvöld í Króatíu:
Verjumst með öllum
tiltækum ráðum
- serbneska þingið heitir Serbum 1 Króatíu aðstoð
Vopnaöir Serbar í Króatíu í Júgó-
slavíu héldu í gær áfram að koma
upp vegatálmum fyrir utan ýmsa bæi
í lýðveldinu og jókst þar með spenn-
an milli Serba og Króata enn frekar.
Yfirvöld í Króatíu hafa heitið því að
þau muni ekki láta af hendi land-
svæði til Serba og innanríkisráð-
herra Króatíu, Josip Boljkovac, tjáði
fréttamönnum í gær að Króatía
myndi veijast með öllum tiltækum
ráðum. Áttu króatískir ráöamenn
þar við yfirlýsingu leiðtoga Serba í
héraðinu Krajina í Króatíu frá því á
mánudaginn um að það yrði hér eftir
nluti af Serbíu. Serbar eru í meiri-
hluta í Krajina sem er í vesturhluta
Króatíu.
Serbneska þingið kom saman til
skyndifundar í gær vegna yfirlýsing-
ar Serbanna í Krajin?.. í yfirlýsingu
þingsins var ekki tekin bein afstaða
til málsins en þess krafist að júgó-
slavneski herinn kæmi í veg fyrir
frekari átök milli Serba og Króata.
Auk þess var því lýst yfir að Serbum
í Króatíu yrði veitt öll sú aðstoð sem
þeir þyrftu á að halda.
Júgóslavneski herinn var sendur
til ferðamannastaðarins Plitvice í
Krajina eftir skotbardaga þar á
páskadag milli Serba og króatiskra
lögreglumanna. Lögreglan í Króatíu
tilkynnti í gær að þrír menn hefðu
látið lífið í skotbardaganum.
í gær varð kona fyrir skoti við
vegatálma nálægt bænum Vukovar.
Sprengjur sprungu í bænum Knin
en enginn særðist.
Júgóslavneski herinn skipaði í gær
króatísku óeirðalögreglunni að fara
á brott frá Plitvice. Nokkrir í al-
mennu lögreglunni eru enn um kyrrt
á staðnum.
Búist er við að forsætisráð Júgó-
slavíu komi saman í dag til að reyna
að leysa kreppuna. Forsetum Króa-
tíu og Serbíu er boðið til fundarins
en króatískir embættismenn töldu
ólíklegt að forseti þeirra færi.
Reuter
Lögreglustjórinn í Kasmír í gærmorgun eftir lögreglunni í Sri-
Norður-Indlandi kvaðst í gær ekki nagar í Kasmír að Svíunum heíði
geta staðfest fréttina um að tvehn- veriö sleppt í bænum Beeru, sem
ur Svíum, sem rænt var þar á erekkilangtfráSrinagar.Ekkivar
mánudaghm, hefði verið sleppt. greint nánar frá málsatvikum. Sex
Svíunum var rænt er þeir voru á klukkustundum síðar hafði enginn
leið úr fríi frá skiðastaðnum Gul- orðið var viö Svíana.
marg til Uri þar sem þeir starfa. í Kasmír er fiöldi hreyfmga sem
Þrír vopnaðir menn stöðvuðu bíl heyja vopnaða baráttu fyrir að-
Svíanna. Einn mannræningjanna skilnaði héraösins frá Indlandi.
keyrði eiginkonu annars Svíanna Hreyfmgarnar hafa áður staðið
og dóttur til nærhggjandi staðar fyrir mannránum en þetta er í
þar sem þær gátu gert lögreglu við- fyrsta skipti sem útlendingum er
vart. ' rænt.
Fréttastofan Reuter hafði það í TT
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunarbank-
ans hf., Reykjavík, árið 1991, verður haldinn í
Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtudag-
inn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar 3.03
í samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins til
útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka, Kringlunni 7, dagana 3. og 4. ápríl nk.
Ársreikningur félagsins fyrír árið 1990, ásamt
tillögum þeim sem fyrír fundinum liggja, verða
hluthöfum til sýnis á sama stað.
Reykjavík, 12. mars 1991
Stjóm Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans hf. |
<N
í
Júgóslavneskir hermenn á skriðdreka á eftirlitsferð í Plitvice í Krajina í Króatíu.
Símamynd Reuter
Chile:
Morð á Kægri manni
ógnar stjórninni
Morðið á ráðgjafa Augustos Pinoc-
het, fyrrum leiðtoga Chile, ógnar
stöðu stjórnarinnar, að mati sér-
fræðinga og embættismanna. Ráð-
gjaflnn og þingmaðurinn Jaime Guz-
man var skotinn er hann var á ferð
í bíl sínum í Santiago á mánudaginn.
Hann lést skömmu síðar á sjúkra-
húsi.
Aylwin forseti, sem í mars í fyrra
tók við völdum af Pinochet, for-
dæmdi í gær morðið á Guzman og
hét því að grípa til harðra aðgeröa
gegn hryðjuverkamönnum. Fyrir ut-
an sjúkrahúsið þar sem Guzman lést
hrópaði hins vegar mannfjöldi: „Ayl-
win drap hann!“ og „Við viljum
valdarán!"
Herinn er sagður hafa sakað
stjórnina um að kynda undir and-
stöðu gegn honum og hvetja öfga-
menn með því að láta lausa pólítíska
fanga.
Að sögn lögreglunnar í Chile myrtu
byssumenn marxistahreyfmgar her-
lækni snemma í síðasta mánuði.
Hann var sakaður var um mannrétt-
indabrot í stjórnaruð Pinochets. Lög-
reglan sagði hins vegar hægri sinn-
aða öfgamenn bera ábyrgð á morði á
leynilögreglumanni sem einnig var
myrturísíðastamánuði. Reuter
Suzuki Vitara
LIPUR OG ÖFLUGUR LÚXUSJEPPI
• Aflmikill - bein innspýting
• Vökvastýri - rafmagnsrúður, SU2UKI VITARA
-læsingar og -speglar VISTVÆNN BÍLL
• Lúxus innrétting
• Grindarbyggður - auðvelt að
breyta
• Eyðsla frá 81 á 100 km
Til afgreiðslu strax.
Verð:
1.323.000,- beinskiptur.
1.406.000,- sjálfskiptur.
$ SUZUKi
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100