Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
15
Ný stjórn
og börnin
KjáUarinn
„Við framleiðum mjög hreinar og hollar landbúnaðarvörur. Eini gallinn
er sá að framleiðslan er of mikil,“ segir í greininni.
Kvennalistinn á að taka upp þá
kröfu að öll börn á íslandi fái
myndarlega aö borða í skólanum.
Þetta er „mjúkt“ mál og kemur
bæði börnunum sjálfum og svo enn
frekar heimilum þeirra til góða.
Konumar og Kvennalistinn hafa
t.d. tekið á málum einstæöra for-
eldra. Hér er um hhðstæðu að
ræða. Börnin eiga að hafa forgang
og þjóðfélagið má ekki fórna þeim
i kapphlaupi um peninga og lífs-
gæði.
Lágmarkslaun
Kvennalistinn gerði á sínum tíma
kröfu um hærri lágmarkslaun að
úrslitaskilyrði um þátttöku í
stjóm, enda eru margar konur í
láglaunahópnum. Þetta var rangt.
Börnin eiga að hafa forgang fram,
yfir lágmarkslaunin.
Ég hitti fyrir nokkru karlmann
með góð laun sem hafði fyrir mörg-
um börnum að sjá. Hann sagðist
vera svo illa settur með heimil-
isútgjöldin vegna barnanna að
væri hann einhleypur þá væm
lægstu laun í dag „lúxus“ fyrir sig.
Þetta er á rökum reist. Kostnaður
við heimilin er of mikill. Það myndi
létta stórlega á bammörgum heim-
ilum ef bömin fengju góða og holla
máltíð í skólanum.
Landbúnaðarvörur
Við framleiðum fyrsta flokks
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
landbúnaðarvörur. Mjólkin, skyr-
iö, ostarnir, að viðbættu kindakjöt-
inu, eru aUt góðar vörur. Fyrir
nokkra var sýnd í sjónvarpinu
mynd þar sem því var haldið fram
að það kæmi fyrir að nautgripum
í Bretlandi væri gefinn að hluta
sem fóður skítur úr hænsnum.
Nautgripirnir melta þá og nota
þann hluta sem fór ómelt í gegnum
hænuna.
Með þessu móti er tekin mikil
áhætta. Margvíslegir sjúkdómar
smitast með slíkum vinnubrögð-
um. Nautakjötið verður þá hættu-
legt mönnum og eru talin dæmi
þess að fólk hafi orðið veikt við að
borða slíkan mat. Sem betur fer
þekkist ekkert þessu líkt hér á
landi. Við framleiðum mjög hrein-
ar og hollar landbúnaðarvörur.
Eini gallinn er sá að framleiöslan
er of mikil.
Börnin
Það er ekki hægt aö gera betri
hlut í þessu þjóðfélagi en bjóða
okkar fallegu og jnyndarlegu börn-
um upp á heilnæman og góðan mat
í skólanum. Við höfum mjólkina
og kindakjötið. Bæta má fiskinum
við. Hann er að vísu dýr og seldur
til útlanda fyrir gjaldeyri. Hvernig
væri að gefa börnunum þá síld að
borða í skólanum? Hún er holl
fæða. Svo er okkur líka sagt af
læknum að fiskifita komi í veg fyr-
ir að æðar okkar verði þröngar og
líf okkar styttist. Vilja ekki allir
lifa lengi?
Ný stjórn
Sjálfstæðisflokkurinn hefur kos-
ið sér nýjan formann, Davíð Odds-
son. Hann er boðinn velkominn
með þessum orðum í forystusveit
þessarar þjóðar. Honum fylgir
ágæt kona. Hvernig væri fyrir
Kvennahstann aö segja: Við vinn-
um með Davíð ef hann notar okkar
frábæra landbúnaðarafurðir til að
öll skólabörn, bæði fátæk og rík, fái
aö borða. Því miður er það stað-
reynd að í dag fara mörg börn í
skólann svöng og koma svöng heim
með lykil um hálsinn. Á heimilinu
er lítið að hafa þar sem peningam-
ir fara í annaö, svo sem greiöslur
af íbúð o.fl.
Niðurstaða þessarar greinar er
sú að við verðum að efla frjálsan
rekstur og frjálst einkaframtak
sem skapar okkur auðæfi sem þjóð-
ar en við verðum einnig að bæta
við hugsjónum Kvennahstans um
börnin og heimiliö. Það verður best
gert með því að láta þá „ríku“
borga hæfilegan ókeypis málsverð
fyrir skólabörnin sem eru þó eftir
aht okkar auður.
Börnin sigra í nýrri ríkisstjóm
Kvennalistans og Sjálfstæðis-
flokksins. Vilja ekki allir sigra?
Lúðvík Gizurarson
„Hvernig væri fyrir Kvennalistann aö
segja: Við vinnum með Davíð ef hann
notar okkar frábæru landbúnaðaraf-
urðir til að öll skólabörn, bæði fátæk
og rík, fái að borða.“
Kosningaloforð krataforingjans
Hvorki bóndinn né sjómaóurinn eru lausir úr viðjum kvótans eins og
formaðurinn gaf í skyn við kjósendur sina að þeir myndu verða fengi
hann að ráða, segir greinarhöfundur.
Það var athyglisverð lesning sem
menn fengu í hendurnar nú á dög-
unum þegar „krataforingjar ís-
lands“ voru að kynna þau kosn-
ingaloforð sem þeir þóttust hafa
efnt á síðustu fjórum áram. Taldist
þeim svo til að efndu loforðin væra
nú orðin 33 að tölu, jafnt stór og
smá. Þar var til að mynda loforð
um Jafnræði kynjanna á vinnu-
markaði“ talið efnt, hvað svo sem
það þýðir.
Við þessa lesningu rifjaðist það
upp fyrir mér hvernig kratar
töluðu fyrir fjórum árum. Þá fóru
æðstuprestar þeirra um landiö og
kynntu póhtísku fyrirheitin. Nú
þegar líður aö kosningum á ný
ætti það að vera okkur öllum hollt
að rifja upp hvernig kratar töluðu
skömmu fyrir kjördag árið 1987
sem þá var 25. apríl.
Hvað sögðu kratar 1987?
Alþýðuflokkurinn gaf út einn
glæsilegasta glansbækling þeirrar
kosningabaráttu. Þar ritaði Jón
Baldvin Hannibalsson lokaorð sem
' báru yfirskriftina „Að velja sér
framtíð“. Þau áttu bersýnilega að
sýna hverjar voru helstu áherslur
þeirra krata í kosningunum. í-þess-
um lokakafla hinna fögru fyrir-
heita sagði Jón Baldvin: „Hvernig
verður umhorfs á íslandi árið 1991?
Tínúnn til aö hugsa um það er
NÚNA - eftir 25. apríl verður það
of seint. Verður launþegaíjölskyld-
an enn að borga skattana sína fyrir
lúxusliðið árið 1991? Verður unga
fjölskyldan laus úr skuldabaslinu
og flutt í kaupleiguíbúð - fyrir hóf-
legar mánaðargreiðslur? Munu
foreldrar okkar - og við sjálf - sitja
við sama borð í sameiginlegum líf-
eyrissjóði? Verður fólkið á lands-
byggðinni komið með heimastjórn
eigin mála - eða verður það flutt
suður á eftir fjármagninu? Verða
bóndinn og sjómaðurinn lausir úr
viöjum kvótans? Verðum við byrj-
KjaUarinn
Davíð Stefánsson
formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna og
stjórnmálafræðinemi í HÍ
uð að grynnka á erlendum skuld-
um? Verða smáflokkarnir orðnir
20?“ Lausnin á þessu öllu varð auð-
vitað Alþýðuflokkurinn.
Það er nauðsynlegt að rifja þetta
upp nú, sérstaklega fyrir þá sem
tóku þann kost að trúa alþýðu-
flokksmönnum á þeim tíma. Svör-
um stuttlega spurningum Jóns
Baldvins aö hætti formannsins
sjálfs:
Þegar glanspappírinn
þrýtur...
í fyrsta lagi þá er „iaunþegalið-
ið“, sem jafnaðarmannaforinginn
reyndi svo mjög að höfða til, senni-
lega enn „að borga skattana fyrir
lúxusliðið". Það hefur hins vegar
komið á daginn að lúxusliðið er
ráðherrarnir sjálfir og þeirra aft-
aníossar. Aukinheldur hefur kaup-
máttur launafólks lækkað um allt
að 16% á þeim tíma sem jafnréttis-
og félagshyggjustjórnin hefur ráðið
íslandi og skattar hækkað um
a.m.k. 16 milljarða frá 1988.
í öðru lagi hýgg ég að ungu hús-
kaupendurnir séu enn í skulda-
bashnu og verði það sennilega enn
um hríð. Varla er um „hóflegar
mánaðargreiðslur" að ræða - þökk
sé vaxtastefnu Jóns Baldvins og
þeirra framsóknarmanna. Kaup-
leigukerfið stendur á brauöfótum
og Jóhanna félagsmálaráðherra
hefur komið húsnæðiskerfinu í
þrot. Spurningin er bara hvort
henni hefur tekist að ganga af því
dauðu.
í þriðja lagi þá situr hvorki Jón
né ég „við sama borð í sameiginleg-
um lífeyrissjóði". Sjóðurinn er ekki
tíl nema sem fjögurra ára gamalt
kosningaloforð - sem betur fer -
nóg er nú miðstýringin samt.
í íjórða lagi þá fæ ég ekki séð að
fólkið á landsbyggðinni búi við
„heimastjórn eigin mála“. Fólkið
flytur enn í stríðum straumum
„suður á eftir fjármagninu“ sem
ríkisbáknið sogar til sín í síaukn-
um mæh, þökk sé framsóknarvist
alþýöuflokksmanna.
I fimmta lagi þá eru hvorki bónd-
inn né sjómaðurinn lausir úr viðj-
um kvótans eins og formaðurinn
gaf í skyn viö kjósendur sína að
þeir myndu verða fengi hann að
ráða. Þess í stað horfum við nú upp
á enn einn búvörusamninginn sem
á að ghda nokkurn veginn fram að
næstu aldamótum. Kvótakerfinu í
sjávarútvegi hefur aldrei liðið bet-
ur - það þekkja smábátaeigendur
sérstaklega.
í sjötta lagi eru íslendingar orðn-
ir æ skuldugri í erlendum bönkum.
Nú nema erlendar skuldir okkar
rúmlega helmingi af landsfram-
leiðslu íslendinga. Þetta er framtið-
arsýn íslenskra jafnaðarmanna
þegar glanspappírinn þrýtur og
veruleikinn tekur við.
í sjöunda lagi: Smáflokkakraðak-
ið hefur aldrei verið meira, þó svo
að einstaka fyrrum harðlínusósíal-
istar þykist allt í einu vera orðnir
frjálslyndir markaðshyggjumenn
og hafi flutt pólitískt heimhisfang
sitt yfir í Alþýðuflokkinn eftir að
rofa tók til í alræðismyrkri Aust-
ur-Evrópu. Jón Baldvin hvatti
raunar sjálfur th stofnunar Nýs
vettvangs fyrir árt síðan, svona
rétt til að prýða enn smáflokkaflór-
una.
Veljum okkur aðra framtíð
Höldum áfram lestrinum á speki
Jóns Baldvins í þessum fjögurra
ára gamla bækhngi: „Hvers konar
ríkisstjórn fáum viö næstu 4 árin?
... Hreint út sagt: Haldi stjórnar-
flokkarnir sínu fylgi þá er það ávís-
un á áframhaldandi framsóknar-
vist.“ Kjósendur hafa nú fengið að
sjá hvaöa ríkisstjórnir þeir fengu
þegar styrkur Sjálfstæöisflokksins
var ekki nægur á Alþingi. Reynslan
af fimm flokka ríkisstjórn er með
endemum.
Við skulum vona að íslendingar
þurfi hvorki að horfa upp á né þola
enn aðra vinstri stjórn í líkingu við
þá sem setið hefur að völdum síð-
ustu misseri. Fimm flokka fram-
sóknarvist þeirra krata ættu menn
að muna. Minnumst verka og fyrir-
heita annars af guðfeðrum þeirrar
stjórnar - Jóns Baldvins Hannib-
alssonar. Við veljum okkur framtíð
í vor. Tíminn th að hugsa um þaö
er núna - eftir 20. apríl verður það
of seint.
Davíð Stefánsson
„Nú nema erlendar skuldir okkar rúm-
lega helmingi af landsframleiöslu ís-
lendinga. Þetta er framtíðarsýn ís-
lenskra jafnaðarmanna þegar glans-
pappírinn þrýtur og veruleikinn tekur
við.“