Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
31
_____________________Menning
Þú skalt ekki
Sennilega er það ekki fyrir tilviljun aö'Ragnar
Stefánsson heldur sýningu á Biflíumyndum sín-
um í Gallerí einn einn akkúrat yfir páskahátíð-
ina (lýkur 4. apríl), þegar boðskapur ritningar-
innar er ofarlega í huga æði margra, jafnvel
þeirra sem taka hann ekki ýkja alvarlega. Hins
vegar eru tengslin milli ritningarinnar og
þriggja vélmiðaðra kassa eða strendinga Ragn-
ars, ekki öldungis augljós, en með góöum vilja
og náinni íhugun má ímynda sér hvað hann er
að fara.
Efni og efnistök Ragnars hljóta að vekja
nokkra athygli. Hann gengur í smiðju tii vcl-
smiða, notar ál, stál, plexígler og önnur
hita/kuldaþolin gerviefni, enda stundaði hann
húsgagna-, stoðtækja- og gervilimasmíði áður
og meðfram myndlistarnámi sínu. Hann leitast
heldur ekki við að grafa undan eða gera lítið
úr þessum efnivið í þágu „æðri“ efna og mynd-
listarlegra markmiða, heldur leyfir honum að
njóta sín eins og hann kemur fyrir af vélinni.
Þar með setur hann spurningarmerki við þær
hugmyndir sem hérlendir listunnendur - málið
er útrætt annars staðar - gera sér um „tilhlýði-
legan“ efnivið og meðhöndlun hans í myndlist. ■
Vélsmíði
Það er ekki ólíkiegt að þessi trúnaöur hsta-
mannsins við gerviefni og ópersónuleg vélsmíð-
uð form ráöi mestu um yfirbragð verka hans.
Engu að síður verður ekki horft framhjá þeim
margháttuðu merkingum sem formgerð og efni-
viður af þessu tæi hafa hlaðið utan á sig í tímans
rás. Annars vegar höfum við súrrealísku hug-
myndina um kassann sem „sálarkirnu" eða
umgjörð um dulin öfl og/eða hræðilegan sann-
leik.
Hins vegar er kassinn, hið fullkomna, ósnerta
form, notaður sem eins konar platónskur (eða
hegelskur) hlutgervingur æðri sanninda, en sá
skilningur er hrygglengjan í naumhyggju síðari
ára, sjá myndverk Donalds Judd, Carls André
og fleiri listamanna. Líkur benda til að Ragnar
hafi markað sér starfssvið einhvers staðar mitt
í millum þessara skauta. Til að mynda stafar
sérkennilegri ógn af háreistum strendingum
hans, ekki síst vegna hálfgegnsærra litglerflat-
anna sem þekja efri hluta þeirra, en burtséð frá
hugsanlegu trúarlegu tákngildi þeirra (rautt
hlóð ást & hatur; gult sól & guðdómur, einnis
svik & prettir) virðast þessir glerfletir ýja að
innra lífi með hinum vélsmíðuðu kassaverkum.
Hið kyrra og hljóða
Um leiö virðist stærð og lögun þessara mynd-
verka einnig vera til minnis um ýmislegt sem
okkur er æðra, og þar með er væntanlega kom-
in sú biblíulega skírskotun sem höfundur vill
að við séum meðvituð um. Kassaverkin eru
þrenning, sem kann að hafa þýðingu. Á neðra
palli eru tvö þeirra og kallast á. Á öðru, strend-
ingnum „Þarna“, er markaður fingur sem bend-
ir upp á efri pall, þar sem kassaverkið „Hug-
boð“ er fyrir, eins og margskipt altaristafla.
Gegnt „Þarna“ er strendingur sem ber áletrun-
ina „Þú skalt ekki girnast konu nágranna þíns“,
en virðist taka til allra boðorðanna (samanber
heitið „Þú skalt ekki“).
Nú eru þetta meira og minna getgátur. Við þær
get ég þó hætt ívitnun í tilskrif listamannsins,
Ragnar Stefánsson.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
sem liggur frammi á sýningu hans. Þar stendur:
„Inntakið er sprottið úr þeim neista sem er innsti
kjarni okkar allra. Þegar hann er tjáður á sem
einfaldastan og hreinastan hátt veröur til erting
milli hins ópersónulega og vélvædda annars veg-
ar og hins kyrra og hljóða hins vegar.“
Andlegar víddir
ívitnunin sýnist mér renna stoðum undir þann
skilning verkanna sem hér hefur verið viðrað-
ur, fremur en hitt. Umræddur „neisti" er því
vísast andleg kjölfesta mannskepnunnar, og
birtist umfram allt í hinu „kyrra og hljóða“.
Ekki kemur mér til hugar að halda því fram
að með þessum verkum vilji listamaðurinn boða
okur trú. Miklu fremur sýnist mér hann ítreka
að vélvæðing myndlistarinnar afmái ekki and-
legar víddir hennar.
Fjölmiðlar
Lélegt gabb
Eins og greint var frá í þessum
pistli í gær er undirrituö mjög á-
nægð með páskadagskrá sjónvarps-
stöðvanna. Þó skyggði lítillega á
dagskrá sem bar nafnið Söngkeppni
framhaldsskólanna í enda páskahá-
tiðarinnar. Þegar upp er talið allt
það jákvæða verður ekki hjá því
komist að minnast á það neikvæða
- eingöngu vegna þess að þáttur
þessi fyllti mælinn í ósmekkleg-
heitum.
Ekki veit ég hvort þátturinn átti
að vera aprilgabb en dettur það þó
helst í hug. Jafnvel þó svo hafi verið
þá veröur að segjast hreint eins og
er að það er ekki hægt að bera á
borð hvað sem er fyrir áhorfendur.
Fleiri orð á ég ekki um þessa svo-
kölluðu söngkeppni nema ef vera
skyldihroðalegt.
Spaugstofan brá undir sig betri
fætinum í fyrrakvöld og átti sem
fyrr míög góða spretti. Hins vegar
var þátturinn eins og út og suður,
samhengislaus, eða úr lausu lofti
gripinn. Þó er ekki að efa að mikil
vinna hefur legiö að baki honum.
En Ragnar Reykás, Kristján Ólafs-
son, Eiríkur og þeir félagar passa
betur í umhverfið hér á Fróni og
vona ég aö þeir haldí sig á heima-
slóðum í fVamtíðinni.
Þá er kominn tfmi til að losa frétta-
stofuna við Sigurð Vilbergsson eða
hvaö hann heitir en þreyttari per-
sónu er varla að finna meðal ís-
lenskraskemmtikrafta. Kannski
Stöðin hafi ekki áttað sig á að stríð-
iö er löngu búið og allir orðnir leið-
ir á því. Það sem einmitt hefur skort
á Stöðina eftir áramótin er fersk-
leiki. Þó gúrka sé talsverð þessa
dagana ætti ekki aö vera erfitt að
grínast meðýmsa venjulega frétta-
punkta. Og svo eru kosningar á
næstaleiti.
Þá má í lokin geta þess að aprílgabb
ríkissjónvarpsins var hundgamalt
og margnotað. Gúrkan þarf nú ekki
aöleynastígabbfréttinni... eðaer
það?
Elín Albertsdóttir
Veður
Norðan og norðaustanátt, víðast gola eða kaldi. Él
verða um allt norðanvert landið og einnig á suðaust-
urlandi en léttskýjað suðvestanlands. i nótt verður
vindur austlægari syðst á landinu og snjókoma suð-
austanlands og liklega einnig vestur með suður-
ströndinni. Hiti nálægt frostmarki yfir hádaginn allra
syðst á landinu en annars frost, viðast 6-10 stig.
Akureyri snjóél -9
Egilsstaðir skýjað -9
Keflavíkurflugvöllur skýjað -6
Kirkjubæjarklaustur snjókoma -5
Raufarhöfn snjóél -9
Reykjavík léttskýjað -7
Vestmannaeyjar léttskýjað -5
Bergen alskýjað 5
Helsinki þoka 5
Kaupmannahöfn þokumóða 7
Ósló alskýjað 7
Stokkhólmur léttskýjað 9
Þórshöfn snjóél 0
Amsterdam rigning 9
Barcelona þokumóða 6
Berlin léttskýjað 8
Feneyjar þokumóða 10
Frankfurt þokumóða 7
Glasgow úrkoma 5
Hamborg þokumóða 7
London léttskýjað 5
Malaga heiðskírt 9
Mallorka þokumóða 12
Montreal heiðskírt -3
New York heiðskírt 4
Nuuk snjókoma -9
Orlando hálfskýjað 16
Paris rigning 8
Róm þokumóða 8
Valencia mistur 13
Vin mistur 8
Winnipeg léttskýjað 10
Gengið
Gengisskráning nr. 62.-3.. apríl 1991 kl.9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 59.360 59.520 59.870
Pund 105,275 105,559 105,464
Kan. dollar 51.378 51,517 51,755
Dönsk kr. 9,2317 9,2566 9,2499
Norsk kr. 9,0834 9,1079 9,1092
Sænsk kr. 9,7800 9.8064 9,8115
Fi. mark 15.0032 15,0436 15,0144
Fra. franki 10.4351 10,4632 10,4540
Belg. franki 1.7191 1,7237 1,7219
Sviss. franki 41,8175 41,9303 41,5331
Holl. gyllini 31.3983 31,4829 31,4443
Þýskt mark 35,3965 35,4920 35,4407
It. líra 0.04750 0,04763 0,04761
Aust. sch. 5,0423 5,0559 5,0635
Port. escudo 0,4021 0,4032 0,4045
Spá. peseti 0.5711 0,5727 0,5716
Jap. yen 0,43135 0,43251 0,42975
írskt pund 94.798 95,053 95,208
SDR 80,6020 80,8192 80,8934
ECU 72,8466 73,0429 73,1641
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
2. april seldust alls 5.602 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Medal Lœgsta Hæsta
Þorskur 4,259 104,69 104,00 115,00
Ufsi 0,086 47.00 47,00 47,00
Rauðmagi 0,843 84,47 75.00 100,00
Karfi 0.082 50,00 50,00 50,00
Grásleppa 0,316 25,00 25,00 25,00
Faxamarkaður
2. april seldust alls 87.685 tonn.
Þorskur, sl. 43,458 113,05 105,00 119,00
Ýsa.sl. 5,498 127,64 116,00 159,00
Geirnyt 0,037 20,92 5,00 36,00
Háfur 0,034 5,00 5,00 5,00
Hrogn 0,605 , 127,07 105,00 210,00
Karfi 10.732 49,98 36,00 52,00
Langa 1,313 75,49 75,00 78,00
Langhali 0,054 10,00 10,00 10,00
Lúða 0,512 399,30 370,00 450,00
Rauðmagi 0,157 122,20 115,00 125,00
Skarkoli 0.212 75,00 75,00 75,00
Skötuselur 0.052 205,00 205,00 205,00
Steinbitur 0,098 51.00 51,00 51,00
Ufsi 24,923 54,57 46.00 57,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
2. april seldust alls 32,923 tonn.
Vsa, sl. 2,635 139,31 139,00 140,00
Þorskur, sl. 12,500 115,56 114,00 117,00
Þorskur, ósl. 9,796 105,46 75,00 118,00
Karfi 0,306 56,00 56,00 56,00
Lýsa 0,015 25,00 25,00 25,00
Blandað 0.202 47,00 47.00 47,00
Skata 0,033 83,00 83,00 83,00
Lúða 0,024 551,88 550,00 555,00
Langa 0,552 71,65 68,00 79,00
Hrogn 0,116 171,21 150,00 180.00
Ufsi 3,513 39,78 35,00 49,00
Keila 0,166 47,95 45,00 52,00
Skarkoli 0,972 78,16 72,00 79,00
Steinbitur 2,092 51,03 49,00 59,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI - 653900