Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991. IJtlönd Boris Jeitsín hélt velli sókn harðlínumanna. Teikning Lurie Jeltsínstóðaf sér vantraust Boris Jeltsín, forseta Rúss- lands, tókst að standa af sér sókn harðlínumanna á rússneska þinginu í gær. Þeir hafa um hríö ætlað sér að fella Jeltsín úr emb- ætti með tillögu um vantraust en henni var vísað frá. Mikil óánægja ríkir í Sovétríkj- uniun eftir verðhækkanir gær- dagins. Verð á sumun nauðsynj- um hefur allt að þvx þrefaldast. Stjórnin segir að nauðsynlegt sé að selja vörur á réttu verði til að koma atvinnurekstrinum i landinu á réttan kjöl. Efnahagsvandinn í Sovétríkj- unum fer stöðugt vaxandi. Hall- inn á fjárlögum þessa árs verður meiri en spáö var fyrr á árinu og um 300 þúsund námamenn eru enn í verkfalli. Reuter Hersveitir Saddams Hussein herða enn tökin á átakasvæðunum 1 írak: Kúrdar hertaka sendi- ráð íraks í Brussel - Frakkar vilja að ríki heims komi uppreisnarmönnum til hjálpar íraksher ganga milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum. Leiðtogar Kúrda hafa beðið ríki heims um að koma þeim til hjálpar. Ekkert hefur þó orðið úr aðgerðum en Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yflr miklum áhyggjum vegna bardaganna í írak. Þrátt fyrir að íraksher hafi náð helstu borgum í Kúrdistan á sitt vald þá hafa borist fréttir um bardaga í olíuborginni Kirkuk í nótt. Uppreisn- armenn segjast reyna ná borginni aftur á sitt vald en allt bendir til að stjórnarherinn hafi þar örugga stöðu. Bandaríkjastjórn leggur áherslu á að skipta sér ekki af uppreisninni í írak og að sögn talsmanns George Bush forseta er það vilji hans að írak- ar ákveði sjálfir örlög Saddams Hus- sein. í morgun staðfesti embætt- ismaður í Hvíta húsinu að ekki stæði til að breyta stefnunni þótt uppreisn- armennfæruhalloka. Reuter Hópur Kúrda hefur sest að í sendi- ráði íraks í Brussel í Belgíu og tekið öryggisverði í gíslingu. Kúrdarnir réðust til inngöngu í sendiráðið í morgun og hafa dregið fána þjóðar sinnar að húni. Lögreglan í borginni umkringdi húsið þegar í staö en ekki er vitað hvort nokkrir sendifulltrúar frá írak voru í húsinu nú í morgun. Taka sendiráðsins kemur í kjölfar þess aö Kúrdar fara nú halloka fyrir herliði Saddams Hussein í norðurhéruðum íraks eftir að hafa náð þeim á sitt vald fyrir páska. Fréttir hafa borist um mikla hörku íraska hersins og mikið mannfall bæði meðal skæruliða Kúrda og óbreyttra borgara. Kúrdar flýja nú til fjalla undan hernum og hafa orðið að láta af hendi allar helstu borgir í Kúrdistan: Á alþjóðavettvangi hafa Frakkar helst orðið til að taka málstað Kúrda en Bandaríkjastjóm situr undir ámæli fyrir að hafast ekki að og láta Fjöldi flóttamanna hefur komið frá írak til Tyrklands síðustu daga eftir að herlið Saddams Hussein hóf stórsókn gegn uppreisnarmönnum. íraksher hefur nú náð öllum helstu borgum á sitt vald. Simamynd Reuter „Og sigurvegarinn er ... “ George Bush Bandaríkjaforseti sætir nú ámæli fyrir að styðja ekki uppreisnarmenn gegn Saddam Hussein. Teikning Lurie Bush sakaður um að hlífa Saddam Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Bíldshöfði 12, hluti C, þingl. eig. Stein- tak hf., föstud. 5. aprfl ’91 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Fjárheimtan hf. og Steingrímur Eiríksson hdl. Goðaland 19, þingl. eig. Eyþór Ólafs- son, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðandi er Búnaðarbanki Is- lands. Nesvegur 45, kjallari, þingl. eig. Hall- grímur S. Hallgrímsson, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Armann Jónsson hdl. Suðurhólar 20, hluti, þingl. eig. Guð- bjöm Vilhjálmsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Þórólfur Kr. Beck hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Valgeir Pálsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTŒ) í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Breiðholtsvegur, Sjónarhóll, þingl. eig. Sigríður Christiansen, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Deildarás 19, þingl. eig. Valgerður M. Ingimarsdóttir, föstud. 5. apríl ’91 kl. 13.45. Uppboðsþeiðendur eru Stein- grímur Eiríksson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Fellsmúh 18, hluti, þingl. eig. Hreinn Steindórsson, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. og Ólafur Ax- elsson hrl. Ferjubakki 12, íbúð 01-02, þingl. eig. Hjálmtýr R. Baldurss. og Hanna Steingrímss., föstud. 5. aprfl ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka Islands. Frakkastígur 13, tal. eig. Bjami Björg- vinsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ásgeh' Thoroddsen hrl., Fjárheimtan hf. og Búnaðarbanki ís- lands. Grettisgata 52, hluti, þingl. eig. Magn- ús Ingólfsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Sigur- mar Albertsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Ólalur Gústafsson hrl. Gyðufell 4,3. hæð t.v., þingl. eig. Est- er Anna Áradóttir, föstud. 5. apríl ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em ís- landsbanki og Fjárheimtan hf. Haðaland 6, þingl. eig. Ásgeir Hjör- leifsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Landshanki íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Hagamelur 33, kjallari, þingl. eig. Lára Hanna Einarsdóttir, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 10.45. Uppboðsþeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Ólíifur Gústafsson hrl. Iðufell 8,4. hæð t.v., þingl. eig. Auður Jónsdóttir, föstud. 5. apríj ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Ámi Pálsson hdl., Veðdeild Landsbanka ísjands, Gjaídheimtan í Reykjavfk og Ólafur Axelsson hrl. Kleifarsel 18, hluti, þingl. eig. Hjálmar Eyjólfur Jónsson, föstud. 5. ajxrfl ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Islands- hanki. Kringlan 61, hluti, tal. eig. Ásbjöm Ketill Ólafsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki Islands. Kringlan 87, íb. 034)1, þingl. eig. Hall- grímur Magnússon, föstud. 5. apríl ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Guð- jón Ármann Jónsson hdl., Róbert Ámi Hreiðarsson hdl., Búnaðarbanki Is- lands og Ásdís J. Rafaar hdl. Laugarásvegur 24, þingl. eig. Þrepið, líknarfélag, föstud. 5. apríl ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Möðrufell 11, hluti, þingl. eig. Guðný Óladóttir, föstud. 5. apríl ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Njálsgata 112, hluti, þingl. eig. Þórir Halldór Óskarsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Rauðalækm- 22, íb. 014)1, tal. eig. Ein- ar Nikulásson, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Rauðai-árstígur 34, kjallari t.h., þingl. eig. Fanney Þorsteinsdóttir, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Óiafur Gústafsson hrl. Skildinganes 28, þingl. eig. Þorsteinn Guðnason, föstud. 5. apríl ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landshanka íslands, Steingrímur Eiríksson hdl., Fjárheimtan hf., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Landsbanki Islands, Baldur Guðlaugssón hrl., Jón Sigfus Sigmjónsson hdl., Tryggingastofaun ríkisins og Sigmundur Hannesson hdl. Skólavörðustígur 6b, hluti, tal. eig. Guðmundur Franklín hf., föstud. 5. apríl ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Ingólfur Friðjónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Skólavörðustígur 38, hluti, tal. eig. Eggert Ólafar Jóhannsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Iðnlánasjóður, Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Spóahólar 14, 3. hæð A, þingl. eig. Haraldur Þorsteinsson og Ánna Guð- mundsd., föstud. 5. apríl ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Tryggingastofaun ríkis- ins. Torfufell 33, hluti, þingl. eig. Jóhann Ingi Reimarsson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Skúli J. Pálmason hrl. Völvufell 50, íb. 024)1, þingl. eig. Hulda Dóra Friðjónsdóttir, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Þangbakki 8, íb. 07-08, þingl. eig. Bjöm Steinar Hauksson, föstud. 5. apríl ’91 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Þórufell 10, 4. hæð t.v., þingl. eig. Guðrún Bjamadóttir, föstud. 5. apríl ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Þverás 33, þingl. eig. Hallfríður Am- arsdóttir, föstud. 5. aprfl ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ár- mann Jónsson hdl., Eggert B. Ólafs- son hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐIREYKJAVÍK „Eg hef áhyggjur af ástandinu í írak og öllu mannfallinu þar. Að öðm leyti vil ég ekki ræða þetta mál nánar,“ sagði George Bush Banda- ríkjaforseti við fréttamenn þegar hann og Bicholas Brady fjármálaráð- herra komu af veiöum í Flórída. Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá stefnu sína að skipta sér ekki af bardögunum í írak þótt mikið bandarískt herlið sé enn á svæðinu og flugherinn hafi öll völd í lofti. ír- akar hafa síðustu daga notað bæði herþotur og þyrlur gegn uppreisnar- mönnum þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjamanna um aö þeir ætli að skjóta niður allar þotur sem írak- ar senda á loft. Bush sagði að í veiðiferðinni hefði hann talaö lengi í síma við Ozal, for- seta Tyrklands, um ástandið en vildi ekki segja hvað þeim hefði farið á milli. Tyrkir hafa mikilla hagsmuna að gæta því að uppreisn Kúrda í írak gæti einnig náð til Tyrklands þar sem ríflega helmingur kúrdísku þjóöar- innar býr. Tyrkir standa fast að baki Banda- ríkjamönnum f að skipta sér ekki af bardögum i írak en vilja fá aðstoð til að geta sinnt öllum þeim fjölda flótta- manna sem kemur til landsins. Kúrdar vilja stofna sjálfstætt ríki í Kúrdistan í norðurhluta íraks en bæði Tyrkir og Bandaríkjamenn líta svo á að nýtt ríki þar raski valdajafn- væginu á svæðinu. Afstaða Bush hefur orðið til þess að stjórnmálaskýrendur telja að hann hafi ekkert á móti því þótt Saddam Hussein haldi völdum enn um sinn nú þegar hann getur ekki lengur ógnað nágrönnum sínum. Allt frá því átökin hófust við Persa- flóa hafa Bandaríkjamenn látið í veðri vaka að þeir vildu helst að ír- aksher steypti Saddam af stóli og þeir gætu stutt nýja leiðtoga úr röð- um herforingjanna. Þetta virðist ekki ætla að ganga eftir og ekkert bólar á uppreisn í hernum. Næsti kosturinn sé því aö halla sér að Saddam sjálfum því að hann þurfi ekki að vera Bandaríkja- mönnum óþægur ljár í þúfu þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt viðræður við fulltrúa uppreisnar- manna í írak eftir Persaflóastríðið og virðist hafa tekið upp sömu stefnu og áður gagnvart írak. Fyrst um sinn ætlar stjórnin að bíða og sjá til hverju fram vindur rétt eins og gert var þegardeilanumKúvæthófst. Rcuter /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.