Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991. 5 Fréttir Könnun á aðbúnaði sjúklinga og annarra þjóðfélagshópa: Sjúklingar búa við verri ef nahag Sjúklingar, sérstaklega þeir sem eru meö langvinna sjukdóma, búa viö mun verri efnahag en aðrir þjóöfélagshópar. Þeir búa einnig í minna húsnæði og eldra og bif- reiðaeign þeirra er mun minni en annarra hópa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu frá Landlæknisembættinu sem út kom nýlega. Samanburður á aðbúnaði sjúklinga og annarra þjóðfélagshópa 1967 - 76 og 1979 - 87 Hlutfall % 100 H Sjúklingar 67-76 □ Sjúklingar 79-87 Aðrir þjóðfh. 67-76 V7Á Aðrirþjóðfh. 79-87 íbúð <20 fm/íbúa Bifreiðaeigendur Eigendur húsnæðis Einbýlishús ___________________ Taflan sýnir samanburð á aðbúnaði sjúklinga og annarra þjóðfélags- hópa á árunum 1967-1976 og 1979-1987. Það var á árinu 1967 að hóprann- sókn hófst hjá Hjartavernd og voru sendir út spurningalistar þar sem spurt var um heilsufar og ýmis ein- kenni langvinnra sjúkdóma, fé- lagslegan og efnahagslegan að- búnað fólks og lífshætti. Skýringa á því hvers vegna sjúkl- ingar búa við verri aðbúnað hvað varðar húsnæði og bifreiðaeign má meðal annars leita til þess að öror- kulífeyrir dugir ekki vel til fram- færslu og því síður til að bæta að- búnað. Þá vinna sjúklingar einnig minna en aðrir hópar. Hvað varðar lífshætti þá stunda sjúklingar minni líkamsrækt en aðrir. Líkur má leiða að því að léleg þátttaka í líkamsæfingum tengist lélegu heilsufari en hins vegar verður að líta á það að sjúkdómar draga án efa úr möguleikum sumra sjúklinga til líkamsræktar. Sjúkl- ingar reykja frekar sígarettur en aðrir þjóðfélagshópar. Þá hafa sjúklingar í mun færri tilfellum en aðrir lokið öðrum prófum en grunnskólaprófum. í niðurstöðu landlæknis segir því að félags- og efnahagslegur að- búnaður sjúklinga með langvinna sjúkdóma sé mun erfiðari en ann- arra þjóðfélagshópa og að sjúkling- ar hafi að mestu orðið út undan í velferðþjóðarinnar. -ns ...................... ........7" Þeir höfðu fengið þessa sjóbirtinga á rækjuna nokkrum minútum áður en DV kom á staðinn, þeir Hannes Guðmundsson, Haukur Haraldsson og Ólaf- ur Þór Hauksson. En um morguninn veiddu þeir vel af fiski ofar í Varmá. DV-mynd G. Bender Varmá í Hveragerði fyrsta veiðidaginn: Vel veiddist af sjóbirtingi - sástærstivar6pund „Þetta er feiknalega gaman og ekki spillir gott veðurfar fyrir veiðinni," sagði Gunnar Sigvaldason er við hitt- um hann við Varmá í Hveragerði 1. apríl en þá voru fyrstu sjóbirtings- árnar opnaðar. En mjög góð veiði var þennan fyrsta dag í Varmá og veidd- ust margir vænir sjóbirtingar og regnbogasilungar. „Ég veiddi þetta hérna miðs vegar í Varmánni og fiskarnir tóku allir maðkinn hjá mér en ég veiddi 10 fiska,“ sagði Gunnar og hélt heim með fiskinn. „Veiðin gekk vel snemma í morgun og við veiddum þá marga væna fiska, sá stærsti var 6 pund,“ sagði Haukur Haraldsson sem var nokkru neðar að veiða en Gunnar. Með Hauki voru sonur hans og tengdasonur. „Byrjunin lofar góðu hérna í ánni og fiskurinn er vænn,“ sagði Haukur og hélt áfram að renna. Nokkru ofar í læknum voru þeir Rósar Eggertsson tannlæknir og fieiri. Þeir höfðu líka veitt vel. Fleiri ár voru opnaðar fyrir sjóbirt- ingsveiði svo sem Geirlandsá og Vatnamótin. Eitthvað veiddist þar af fiski í opnuninni. -G. Bender Baðstrandaferðir í gæðaflokki og á gæðaverði Flogið alla þriðjudaga frá 28. maí-11. sept. Með þotuflugi Flugleiða/Balkan Airlines. Kef-Lux-Var (dagflug) Gistingar: 28. maí 18. júní-4. sept. 4. sept. Grand Hotel Varna 72.000 83.500 77.000 Dobrudsja Hotel 61.000 72.500 66.000 Slavianka Hotel 58.000 68.000 63.000 Bratislava Hotel 55.000 63.000 60.000 Villa Jug (sumarhús) 55.000 60.000 60.000 Innifalið flug, gisting, morgunmatur, leiðsögn, akstur frá flugv. á hótel fram og til baka. Verð miðað við 24. jan. '91. Augnlækningar, tannlækningar, heilsurækt. Skoðunarferðir innanlands og utan. Uppbót á gjaldeyri. Barnaafsláttur að 12 ára aldri. Tekið á móti pöntunum á skrifstofu okkar. Opið alla virka daga 8-17 og laugardaga 9-12. Seljum allar tegundir farseðla, útvegum hótel, lesta- og skipafarmiða. Viðurkennd I.A.T.A. skrifstofa - tölvuvædd. Lærið ensku í Englandi Við bjóðum upp á enskukennslu i Harrow House, Swanage, suðurströnd Englands, skammt frá Bournemouth. Hægt er að fara alla sunnudaga i flugi frá Keflavik - London. Nemendur eru sóttir á flugvöll. Gist er á heimilum eða í skólanum (heimavist fyrir unglinga). Boðið er upp á kennslu i ensku 30 tíma á viku. Verð í 4 vikur 107.870,- Enskukennslu til undirbúnings prófum i ensku, 15 vikur. Verð kr. 296.580,-. Enskunám og íþróttir (golf - tennis - veggbolti), ennfremur enskunám fyrir unglinga, yngri en 16 ára, á páskum og 22.06.-7.09. Hægt að dveljast eins lengi og hver óskar. Innifalið í verði: Flug, gisting. Fæði hálft frá mánudegi-föstudags. Fullt um helgar. Kennsla, námsbækur, þátttaka i íþróttaklúbbi Harrow House, tölvuað- stoð við nám. Úll umönnun og læknisþjónusta. Verð er miðað við gengi og flugverð 24. jan. 1991. Við sendum enska bæklinga og lánum myndbönd. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoöarvogi 44—104 Reykjavik - Sími 91 -68 62 55 Símnefni: Istravel - Telex 6504016294 MCI UW FAX-91 -688518 ★ Kanaríeyjar alla mánudaga- miðvikudaga-föstudaga alltárið. Flogið samdægurs um London með Flugleiðaþotu - Iberia Airbus. Koka Studio eða íbúðir. Verð: 3 vikur, 79.000 (studio), 88.500 (íbúðir) miðað v. 2. Hægt að vera allt að 2 mánuðum og stoppa í London. - Verð lækkar 1. apríl og 1. maí - eilíft sumar. ★ Tenerife Playa De Las Americas - ibúðir - allt árið. Hægt að dveljast eins og hver vill. ★ Frönskunám i Frakklandi (ELFCA-skólinn) í Suður- Frakklandi. Allt árið. ★ Þýskunám í Þýskalandi (DID) fyrir unga sem gamla, sumarskólar og ársskólar á 34 stöðum. ★ Jersey - Ermarsundseyjan veðursæla. Flogið um London allar helgar. Gististaðir, fjölbreytt úrval. ★ Kannið verðið hjá okkur - engar blekkingar i útreikningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.