Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 17
16
MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1991.
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
17
Iþróttir
íþróttir
Sport-
stúfar
Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi:
&
Skagaraenn, sera leika
í 2. deildinni í knatt-
spyrnu í sumar, hafa
heldur betur gert þaö
gott í æfingaleíkjura aö undan-
förnu. Skagaroerm unnu íslands-
meistara Fram í tvígangum helg-
ina, fyrst 2-1 og síðan 4-0. Akur-
nesingar unnu stórsigra i sl. viku
á 1. deildar liðum KA, 8-2, og
Víði, 9-1.
Leik Grindvíkinga
frestað vegna landsleiks
Kristján Bembuig, DV, Belgíu:
Grindvíkingar, sem eru á
keppnisferðalagi í Belgíu, lentu í
spaugilegu atviki sl. miðvikudag.
Þá áttu þeir að leika æfmgaleik
gegn Berchem en knattspyrnu-
samband Belgíu lét fresta leikn-
um vegna þess að belgíska lands-
iíðið átti að leika sama kvöld gegn
Wales í Evrópukeppni landsliða.
Skýring Belganna var sú að æf-
ingaleikurinn gæti dregið úr að-
sókn á landsleikinn og því hefði
orðiö að fresta honum! Grindvík-
ingar eru væntanlegir heim á
morgun en þeir töpuðu fyrsta ieík
sínum í feröinni, 1-3, fyrir ungl-
ingaliði Beveren.
Stjarnan lék á
„billjardborðinu“
Kristján Bemburg, DV, Belgiu:
1. deildar lið Stjömunnar úr
Garðabæ er einnig á keppnis-
ferðalagi í Belgíu. Stjörnumenn
iéku flóra æfingaleiki og stóðu sig
prýðilega. Fyrst töpuöu þeir, 2-1,
fyrir 1. deildar liði Lierse og
mættu síðan 1. deildar liði Ekeren
sem hefur staðið sig mjög vel i
belgísku deiidinni. Ekeren vann
öruggan sigur, 3-0, og kom það
ekki á óvart. Stjaman gerði síðan
jafntefii gegn Heraesgent sem er
lítið utandeildarhð. Loks varð
jafntefli, 2-2, gegn Karelmintjens
sem er sterkt utandeildarlið í eigu
milijónamærings. Leikið var. á
einum besta grasvelli Belgíu sem
er í eigu þessa liðs og er völlurinn
jafnan kallaður „billjardborðið“
vegna þess hve grasið þar er slétt
og gott.
Skin og skúrir
hjá Vikingum
1. deildar iið Víkings fer utan síð-
ar í þessum mánuði en lék
nokkra leiki hér heima um pásk-
ana. Tapaöi fyrst 0-5 fyrir KR, þá
1-3 fyrir ÍK en vann loks Víði,
5- 0, á gervigrasvellinum í Kópa-
vogi. I síðasta ieiknum skarst
Atli Einarsson illa á enni og var
fluttur á sjúkrahús þar sem gert
var að sárum hans. Helgi Bjama-
son er byijaöur að spila með Vík-
ingum eftir nokkurra mánaöa
hvíld vegna fótbrots.
FH-ingar komnir
frá Jamaíka
FH-ingar komu til landsins í gær-
morgun eftir keppnisför tii Jama-
íka. Þeir léku þar fjóra leiki gegn
innlendum félögum, unnu þrjá
en töpuðu einum. Halldór Hall-
dórsson markvörður meiddist á
hné eftir hálftíma í fyrsta leikn-
um og var ekki meira með en
meiðsli hans era ekki talin alvar-
leg.
ÍBV gerði jafnteflí
víð Fortuna Köln
Eyjamenn eru komnir heim frá
Þýskalandi þar sem þeir dvöldust
í Koblenz umpáskana. Þeir gerðu
jafntefli, 1-1, viö Fortuna Köln en
hinir lelkimir voru við lægra
skrifúð lið. ÍBV vann tvo þeirra,
6- 0 og 7-1, en tapaöi einum, 3 4.
Þriðja sæti á Möltu
og Pálmi setti met
íslenska unglingalandsliðið i
knattspyrnu skipað leikmönnum 16
ára og yngri hreppti bronsverðlaun
á alþjóðlega mótinu sem lauk á Möltu
í gær. íslendingar léku við Möltubúa
um þriðja sætið og sigruðu með
tveimur mörkum gegn engu. Helgi
Sigurðsson úr Víkingi skoraði bæði
mörk íslenska liðsins úr vítaspyrn-
um, það fyrra á 10. mínútu og það
síðara á 77. mínútu.
„Á heildina litið erum við nokkuð
sáttir með frammistöðu strákanna
hér á Möltu. Leikurinn gegn Grikkj-
um olli okkur aö vísu vonbrigðum
en okkur hefði nægt jafntefli í þeim
leik til að leika til úrslita á mótinu.
Við lítum á þetta mót sem góðan
undirbúning fyrir úrslitakeppni Evr-
ópumótsins sem hefst í Sviss 8. maí,“
sagði Sveinn Sveinsson, formaður
unglinganefndar 16 ára og yngri, í
samtali við DV í gær.
Mótið á Möltu var mjög sterkt en
í því tóku þátt fjögur af þeim liðum
sem tryggt hafa sér sæti í úrslita-
keppninni í Sviss, auk íslands voru
það Frakkar, Finnar og Grikkir.
Frakkar voru taldir eiga sterkasta
liðið í mótinu en þeir urðu að láta
sér nægja fimmta sætið eftir sigur á
Kýpur, 3-0, í gær.
Akurnesingurinn Pálmi Haralds-
son, fyrirliði, sló drengjalandsliðs-
met þegar hann lék sinn 19. landsleik
gegn Grikkjum en Rúnar Kristinsson
átti fyrra metið, sem voru 18 leikir.
Endanlegur hópur sem leikur i úr-
slitakeppninni í Sviss verður valinn
um næstu helgi.
Þess má geta að einn besti leikmað-
ur liðsins, Guðmundur Benedikts-
son, lék ekkert með liðinu á Möltu
en hann er að ná sér af meiðslum.
-JKS
Reykjavíkurmótið
hefst annað kvöld
Þegar knattspyrnumenn koma úr
híðum sínum er það merki um að
vorið sé á næsta leiti. Segja má aö
knattspyrnuvertíðin hefjist fyrir
fullri alvöru þegar Reykjavíkurmót-
ið fer af stað. Fyrsti leikurinn á mót-
inu veröur annað kvöld en þá ríða
Víkingur og Leiknir á vaðið og verð-
ur flautað til leiks klukkan 20. Allir
leikirnir á mótinu fara fram á gerv-
igrasinu í Laugardal eins og undan-
farin ár.
Á laugardaginn leika síðan Reykja-
víkurmeistarar KR og Ármann
Landsliðið í knattspymu undir 21 árs:
Mætir A-liði Færeyja
- og leikur einnig við 21 árs lið Færeyinga
Landsliðið í knattspyrnu, skipað
leikmönnum 21 árs og yngri, fer til
Færeyja um aðra helgi, dagana
12.-14. apríl, og leikur þar tvo leiki.
Sá fyrri er gegn A-landsliði Færeyja
á föstudagskvöldið, 12. apríl, en sá
síðari gegn 21 árs landsliði Færeyja
sunnudaginn 14. apríl og þar er því
um opinberan landsleik að ræða í
þessum aldursflokki.
Þessir leikir eru liðir í undirbún-
ingi íslenska liðsins fyrir leikina í ár
í Evrópukeppninni en það sækir Al-
bani heim 25. maí og mætir Tékkum
hér á landi 4. júní. Svíar koma hing-
að í vináttuleik 16. júní en í haust er
síðan leikið í Evrópukeppninni við
Spánverja heima og Frakka úti.
-VS
• Fimleikafólkið sem reyndi við HM-lágmörkin í Höllínni í gær.
DV-mynd S
Bryndís og Fjóla á HM
- Guðjóni mistókst að ná lágmarkinu
I gær fór fram fimleikamót þar sem
íslenskt fimleikafólk reyndi við lág-
mörk fyrir HM sem fram fer í Banda-
ríkjunum í haust. Fjórir strákar
kepptu á mótinu og fjórar stúlkur.
Keppendur völdu sér fjórar keppnis-
greinar.
Sigurvegari hjá strákum varð Guð-
jón Guðmundsson og hlaut hann
34,60 stig. Annar varð Jóhannes Ní-
els Sigurðsson með 31,60 stig, þriðji
Jón Finnbogason meö 30,40 stig og
fjórði varð Guðmundur Brynjólfsson
með 30,05 stig. Guðjóni tókst ekki að
ná lágmarkinu fyrir HM í gær en
vantar sáralítið á aö ná því. Enn er
ekki öll nótt úti því að fleiri mót
verða á næstunni og þar fá strákarn-
ir fleiri tækifæri.
• í keppni stúlkna í gær sigraði
Bryndís Guðmundsdóttir og hlaut
hún 35,575 stig. Önnur varð Fjóla
Ólafsdóttir með 35,15 stig og hafa þær
báðar tryggt sér rétt til þátttöku á
heimsmeistaramótinu. i þriöja sæti
varð Ásdís Björk Pétursdóttir með
34,15 stig og Ingibjörg Sigfúsdóttir
flórðameð 33,65 stig. -SK
klukkan 17 og á sunnudag á sama
tíma mæta ÍR-ingar íslandsmeistur-
um Fram. Síðan rekur hver leikur-
inn annan og lýkur riðlakeppninni
30. apríl. Á meðan utanferð landsliðs-
ins stendur yfir verður gert hlé á
mótinu en sjálf úrslitakeppnin hefst
9. maí og úrslitaleikurinn verður 14.
maí. íslandsmótið hefst síðan 19. maí.
Félögum á Reykjavíkurmótinu er
skipt í tvo riðla. í A-riðli leika Víking-
ur, Leiknir, KR, Þróttur og Ármann.
í B-riðli leika ÍR, Valur, Fram og
Fylkir. -JKS
Stjarnan með öf I
ugan Júgóslava
- hefur fengiö Zoran Coguric frá 1. deildar liði Sloboda Tuzla
Zoran Coguric, 29 ára gamall júgó-'
slavneskur knattspyrnumaður, er
genginn til liðs við 1. deildar lið
Stjörnunnar úr Garðabæ og leikur
með því í sumar. Coguric kemur frá
1. deildar liðinu Sloboda Tuzla og kom
til móts við Stjörnuliðið í Belgíuferð
þess um páskana og lék með því þar.
Coguric hefur leikið í tíu ár í 1. og
2. deild í Júgóslavíu. Tímabilið
1988-89 lék hann 20 leiki með Sloboda
í 1. deild og að sögn Páls Bragasonar,
formanns knattspyrnudeildar Stjörn-
unnar, hefur hann oftar en einu sinni
verið útnefndur besti varnarmaður í
2. deild í heimalandi sínu.
„Coguric er mjög öflugur varnar-
maður og ég reikna með að hann
styrki lið okkar verulega. Hann er
hár, 1,90 m á hæð, fljótur, sterkur og
sparkviss og á góðar sendingar þann-
ig að ég býst við að hann bindi vörn-
ina vel saman,“ sagði Páll Bragason.
Að sögn Páls verður Coguric lögleg-
ur með Stjörnunni í fyrstu umferð 1.
deildar en Stjarnan mætir þá Vals-
mönnum á heimavelli þann 20. maí.
-VS
• Teitur Örlygsson átti stórkostlegan leik með Njarðvíkingum í gærkvöldi og hér sækir hann að Kefivíkingnum
Albert Óskarssyni. DV-mynd Brynjar Gauti
Amar Bjarnason, sem hefur leikið með
KA í 1. deildinni í knattspymu undanfarin
ár, er genginn til liðs við Grindvíkinga og
spilar með þeim í 2. deildinni í sumar. Arn-
ar er 26 ára og hefur leikið 34 leiki með KA
í 1. deild og skorað eitt maik.
Hópurinn hjá Grindvíkingum hefur því
styrkst talsvert frá því í fyrra. Auk Arnars
hafa þeir fengið til sín fyrram landsliðs-
mennina Ómar Torfason og Þorstein
Bjarnason og einnig Ólaf Ólafsson úr Vík-
ingi.
• Tveir íslenskir leikmenn munu spila
með sænska 3. deildar liðinu Malmberget í
sumar. Það eru Róbert Haraldsson, sem
hefur leikið með Breiðabliki og KS í 2. deild,
og Jöhann Pálsson úr Volsungi.
• Sigurbjörn Hreiðarsson frá Dalvík, sem
Iék 4 leiki með drengjalandsliðinu í fyrra,
er genginn til liðs við 1. deildar liö Vals.
• Kristján Haraldsson, tvítugur piltur
sem lék alla leiki Leifturs í 2. deild í fyrra,
hefur tilkynnt félagaskipti í KR.
• Hinrik Þórhallsson, sá gamalkunni
sóknarmaður, hefur tilkynnt félagaskipti í
KA. Hinrik lék á árum áður með KA, Vík-
ingi og Breiðabliki í 1. deild en hefur síð-
ustu árin þjálfað og leikið í neðri deildunum,
síðast hjá UMSE-b í 4. deild.
• Jón Örvar Arason markvörður, sem
var í röðum Keflvíkinga i fyrra, er genginn
í Víði.
• Sigríður F. Pálsdóttir, sem hefur varið
mark KR í 1. deild kvenna síðustu ár, spilar
með KA í 1. deildinni í sumar. -VS
Meistarabragur
- á Njarðvlkingum sem gjörsigruðu Keflavík í fyrsta úrslitaleiknum, 96-59
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum:
Það var sannkallaður meistarabragur
á Njarðvíkingum í gærkvöldi þegar þeir
hreinlega rúlluðu Keflvíkingum upp í
fyrsta úrslitaleik liðanna um íslands-
bikarinn í körfuknattleik sem fram fór
í Njarðvík í gærkvöldi. Þeir sigruðu
nágranna sína með ótrúlegum yfir-
burðum, 96-59, og fóru á kostum í leikn-
um, sérstaklega í síðari hálfleik þegar
þeir fengu aðeins 22 stig á sig.
Njarðvík byrjaði glæsilega, komst í
32-8 eftir 10 mínútna leik og Keflvíking-
ar virtust hreinlega ekki með á nótun-
um. En þá lentu heimamenn í villu-
vandræðum, Keflvíkingar minnkuðu
muninn jafnt og þétt og í hálfleik mun-
aði einungis tveimur stigum, 39-37.
í byrjun síðari hálfleiks komst Njarð-
vík í 56-41 og eftir það átti Keflavík
ekki möguleika, aðeins var spurning
um hve sigurinn yrði stór.
„Við komum mjög ákveðnir til leiks
og vorum staðráönir í að vinna þennan
leik. Við erum orðnir þyrstir í meistara-
titilinn en það er mikið eftir og leikur-
inn í Keflavík á fimmtudaginn verður
miklu erfiðari en þessi. Eg vona að
stuðningsmenn okkar mæti og styðji
við bakið á okkur," sagði Friðrik
Rúnarsson, hinn ungi þjálfari Njarðvík-
inga, í samtali við DV eftir leikinn.
„Auðvitað er mjög erfitt' að vera 1-0
undir en við verðum bara að gera betur
á fimmtudaginn og koma þá tvíefldir til
leiks. Við vorum mjög óöruggir í leikn-
um og vörnin var mjög slök. Þeir beittu
svæðisvörn í síðari hálfleik sem við
réðum mjög illa viö,“ sagði Jón Kr.
Gislason, þjálfari og leikmaður Keflvík-
inga.
Njarövíkingar léku frábærlega ef
undanskilinn er síðari hluti fyrri hálf-
leiks. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga
að stöðva þá ef þeir verða áfram í þess-
um ham í úrslitaleikjum liðanna. Teitur
Örlygsson átti stórkostlegan leik, skor-
aði sex þriggja stiga körfur og ljóst er
að gengi Njarðvíkinga í leikjunum
framundan veltur mikið á honum.
Rondey Robinson lék líka frábærlega
vel og tók hvorki fleiri né færri en 21
frákast í leiknum og var gríðarlega
sterkur undir körfunni. Friðrik Ragn-
arsson var góður í síðari hálfleik og
ekki má gleyma leikstjórnandanum,
ísak Tómassyni, sem stjómaði sínum
mönnum eins og herforingi.
Það hlýtur að vera eitthvað meira en
lítið að hjá Keflvíkingum því að í hverj-
'um leiknum á fætur öðrum er þeim
rúllaö upp í byrjun hálfleikanna. Leik-
menn liðsins þurfa að taka sig verulega
saman í andlitinu eftir þessa útreið,
enda ollu þeir stuðningsmönnum sín-
um verulegum vonbrigðum í gær-
kvöldi. Tairone Thornton skilaði sókn-
arhlutverkinu sæmilega en sem stærsti
maður vallarins stóð hann sig afleitlega
í fráköstunum sem var liðinu dýrkeypt.
Lykilmenn ÍBK léku annars sillir
hörmulega og það þarf að fara langt
aftur í tímann til að finna leik þar sem
liðið skorar aðeins 59 stig.
• Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson
37, Rondey Robinson 24, Friðrik Ragn-
arsson 20, Kristinn Einarsson 6, ísak
Tómasson 4, Gunnar Örlygsson 3,
Hreiðar Hreiðarsson 2.
• Stig Keflavíkur: Tairone Thornton
25, Albert Óskarsson 7, Sigurður Ingi-
mundarson 6, Falur Harðarson 6, Jón
Kr. Gíslason 5, Guðjón Skúlason 4,
Hjörtur Harðarson 4, Júlíus Friðriks-
son 2.
Dómarar voru Kristinn Albertsson og
Helgi Bragason og í heildina skiluðu
þeir hlutverki sínu vel.
Áhorfendur voru eins margir og hús-
rúm mögulega leyfði eða um 800 talsins.
Eyjólf ur á bekknum
- þegar Stuttgart gerði jafntefli við Leverkusen
Eyjólfur Sverrisson missti sæti sitt
í liði Stuttgart og sat á varamanna-
bekknum þegar það gerði jafntefli
við Bayer Leverkusen á útivelli, 0-0,
í þýsku úrvalsdeildinni í knatt-
spymu í gærkvöldi. Það var
Maurizio Gaudino sem tók stöðu
Eyjólfs, sem hafði verið í byijunarliði
frá því Christophe Daum tók við sem
þjálfari fyrr í vetur.
Kaiserslautern náði tveggja stiga
forystu í deildinni með 1-4 sigri í
Núrnberg og skoraði Labbadia þrjú
markanna. Á meðan tapaði Bayern
Múnchen óvænt heima gegn
Dússeldorf, 0-1. Dortmund og Brem-
en skildu jöfn, 1-1, sömuleiðis Uerd-
ingen og Karlsruher, og Hertha tap-
aði, 2-4, fyrir Bochum.
Kaiserslautern er með 32 stig,
Bremen 30 og Bayern 29 stig á toppn-
um. Stuttgart er í 11. sæti með 23 stig.
Chapman markahæstur
í ensku 1. deildinni
Lee Chapman er orðinn markahæsti
leikmaður ensku 1. deildarinnar í
knattspyrnu eftir að hafa skorað tvö
mörk í 5-0 sigri Leeds á Sunderland
í gærkvöldi. Hann er þá búinn að
gera 23 mörk í vetur. Gary Speed
skoraði einnig tvö mörk og Carl
Shutt eitt.
• Brian McClair tryggði Manc-
hester United sigur á Wimbledon,
2-1, með marki tveimur mínútum
fyrir leikslok. Andy Clark skoraði
fyrir Wimbledon í fyrri hálfleik en
Steve Bruce jafnaði fyrir United með
sínu 17. marki á tímabilinu.
í 2. deild skildu Ipswich og
Portsmouth jöfn, 2-2.
Sjálfsmark Van Bastens
felldi AC Mílan
Roma sigraði AC Mílan, 1-0, í síðari
leik liöanna í undanúrslitum ítölsku
bikarkeppninnar í knattspyrnu í
gærkvöldi. Fyrri leikurinn endaði án
marka og Roma leikur því til úrslita
í keppninni. Hollenski markakóng-
urinn Marco Van Basten skoraði
markið sem réði úrslitum - varð þá
fyrir því að skora sjálfsmark!
-ÞS/VS
IBV hafnaði Kuprvic
Knattspyrnuráð ÍBV ákvað í gær-
kvöldi að ganga ekki til samninga
við júgóslavneska leikmanninn Jose
Kuprvic, sem hefur dvalið í Eyjum
undanfarnar vikur og æft og leikið
með liðinu. Að sögn forráðamanna
ÍBV reyndist hann ekki eins öflugur
og vonast hafði verið eftir og því
. ákveðið að ráða hann ekki til félags-
ins. -VS
Þannig skoruöu liöin stigin:
NJARÐVÍF
Vítaskot
KEFLAVÍK (59)
3
Hraöaupphlaup
Annaö
Árni til Dalvíkur
Árni Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið
ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Dalvíkinga og mun jafnframt leika með
því í sumar. Hann tekur við af Kristni Björnssyni sem hefur þjálfað
Dalvík síðustu tvö árin en er nú aðstoðarþjálfari Vals.
Árni er 36 ára gamall og lék lengst af með Skagamönnum en hefur
undanfarin Ijögur ár spilað með Stjörnunni úr Garðabæ og fór með
liðinu úr 3. deild upp í þá fyrstu á þeim tíma. í haust fór hann til
Aris Bonnevoie í Lúxemborg en hætti þar eftir nokkrar vikur.
-VS
Sport-
stúfar
Aganefnd ítalska
knattspymusam-
//, bandsins úrskurðaði í
—* gær Diego Maradona í
bann frá „hvers konar ástundun
íþrótta" í ótiltekinn tíma, vegna
meintrar kókainneyslu. Nefndin
kemur aftur saman á laugardag
og ákveður þá hversu langt bann-
ið skuli vera en þaö gæti orðiö
allt að tveimur árum. Maradona
hélt í gær heim til Argentínu og
harðneitaði að ræða við frétta-
menn en lögfræðingur hans sagði
að Maradona þarfnaðist hvíldar
og myndi af þeim sökum dvelja í
nokkra daga í Argentínu. Um-
boðsmaöur hans sagði hinsvegar
við komuna til Buenos Aires að
Maradona myndi ekki snúa aftur
til ítaliu. Hann myndi taka sér
algera hvíld fyrst um sinn og sjá
til síðar hvort hann myndi leika
knattspyrnu á ný. Argentíska
þjóðin er harmi slegin yfir eitur-
lyfjanotkun átrúnaðargoös síns
en samkvæmt niðurstöðu skoð-
unarkönnunnar sem gerð var í
Argentinu í gær kom fram að
aðeins 8% aðspurðra telja Mara-
dona besta knattspymumann í
heiminum um þessar mundir.
Sanchez á förum
Hugo Sanchez mexíkanski knatt-
spyrnumaðurinn hjá Real
Madrid er á förum frá félaginu.
Sanchez á við meiðsli að stríöa
um þessar mundir og ríkir ekki
bjartsýni fyrir því aö hann nái
sér af þeim áður en tímabilið
verður á enda. Samningur hans
rennur út í júní og eru litlar sem
engar líkur á að samningur hans
verði framlengdur. Sanchez er 32
ára að aldri og hlaut gullskóinn
í fyrra en þá skoraði hami 38
mörk í spænsku deildinni. Félög
í Frakklandi, Sviss og á Ítalíu
hafa líst yfir áhuga aö fá Sanchez
í sínar raðir.
ísland í 15. sæti
íslenska landsliðið í
badminton 18 ára og
yngri er nú statt í
Búdapest í Ungverja-
landi og tekur þar þátt í Evrópu-
keppni unglinga. Liðakeppni
lauk i gær og ísland haftiaði þar
í 15. sæti af 22 þjóðum. Keppni
einstaklinga stendur síðan yfir til
6. apríl. Landsliðið skipa Gunnar
Petersen, Kristján Daníelsson,
Tryggvi Nielsen, Anna Steinsen,
Áslaug Jónsdóttir og Erna Niels-
en. ísland leikur í F-riðli keppn-
innar ásamt Sviss og Portúgal.
Hættir John McEnroe?
Svo er nú komið að bandaríski
tennisleikarinn John McEnroe er
að gefást upp á sjálfum sér og
íhugar aö leggja tennisspaöanum
endanlega. . Astæðan er endalaus
vandræði sem kappinn hefur lent
í á tennisvellinum en ósjaldan
hefur það komið fýrir aö hann
hafi misst stjórn á skapi sínu. „Ég
er mjög óánægður með sjálfan
mig og mig langar einfaldlega
ekki til halda svona áfram.“ Og
McEnroe bætti því viö að hann
íhugaði að hætta ef yfirvöld í
tennisheiminum myndu þá ekki
grípa í taumana áður og hrein-
lega láta hann hætta en það er
nefnilega ekki bara John
McEnroe sem er orðinn leiður á
sjálfum sér.
Örnólfursigraði
Samliliða svigmót Armanns var
haldið í Bláfjöllum um páskana.
í karlaflokki sigraöi Örnólfm-
Valdimarsson, Haukur Arnórs-
son varð annar og Egill I. Jónsson
þriðji. í kvennaflokki sigraði
frönsk stúlka Malgoerzata Mog-
one að nafni en hvin er heims-
meistari stúdenta í alpaþrí-
keppni. Öimur varö Theodóra
Mathiesen og Heiða B. Knúts-
dóttir í þriðja.