Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 13
r MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991. 13 Menning „Ein ég sit og krauma“ Fyrir jólin kom út ljóðabókin Silfurstrá eftir Aðal- heiði Sigurbjömsdóttur og er þetta fyrsta bók höfund- ar. Bókin hefur að geyma 35 ljóð og í þeim flestum svíf- ur svipaður andi yfir vötnunum, þ.e. tjáning sárra og nístandi tilfinninga. Margir titlar ljóðanna gefa til kynna söknuð og eftir- sjá svo og erfiöleika við staðsetningu manneskjunnar í veröldinni s.s „Heimþrá", (bls. 7), „Sorgarviðbrögð“, (bls. 18), „Ánauð“, (bls. 42), „Martröð", (bls..45) og „Barnlaus móðir", (bls. 52) svo dæmi séu tekin. Hræðsla, ótti og einmanakennd umlykur ljóðmæ- landa í heimi þar sem engum er treystandi og þar sem allar leiðir virðast lokaðar. í „Dead End“ (bls. 14-15) er á örvæntingarfullan hátt lýst skelflngu konunnar gagnvart ástandi sem enginn getur upplifað nema hún, óttanum við breytingar og hvað tekur við í nán- ustu framtíð: Opið sár er ég á göngu í mannþröng ekkert má mig snerta útblásin blaðra komin að því aö springa svífandi úti í óvissu engmn er að treysta speki læðist yfir hálan ís á leiöinni til þin þess óþekkta láta blæða oft leka og um þig visku hnjóta vera eitt með þér í blindgötu Allt er í heiminum hverfult og þess bera ljóð Aðal- heiðar glöggt vitni. Ástin kemur og fer (sbr. „Minning 1“ bls. 12-13), „tilfmningarnar stranda á litlum skerj- um“ (bls. 43) og dauðinn er eilífiega nálægur: Stundum sé ég eldri mann á götu hann hefur þessi ungu augu þín og ég harma að þú skyldir ekki fá að eldast („Ljóð“ bls. 21). í hverju ljóðinu á fætur öðru er ljóðmælandi einn á ferð. Hann er einungis fórnarlamb aðstæðna og fær engu um ráðið þótt hann reyni af fremsta megni að streitast á móti og snúa örlögunum sér í hag. Fjöregg hans er í annarra höndum og lítið annað hægt að gera en bíða og sjá: Þeir leika sér með boltann sparka á milli sín kúlunni tveir klæddir miklum efnum konungar í margtoldum skikkjum storka náttúrulögmáli og jörðinni („Ljóð“ bls. 55). Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir í einstaka ljóði bregður ljóðmælandi fyrir sig orða- leikjum eins og t.a.m. í ljóðinu „Stund“ (bls. 44) þar sem snúið er út úr þekktu barnalagi: Ein ég sit og krauma inni í heitu homi enginn kemur að tjá sig úti á svölum Starri Hér er áherslan lögð á einsemdina eins og svo oft áður og ennfremur biðina sem er eitt sterkasta þemað í ljóðum Aðalheiðar. í hverju ljóðinu á fætur öðru er ljóðmælandi að bfða eftir að eitthvað gerist, að eitthað eða einhver komi til bjargar og snúi lífinu í annan farveg. Óvirkni og örvænting eru sterk einkenni og ljóðmælandi brýst um eins og fugl í búri, langar út en kemst hvergi. En þrátt fyrir þessar þungu undiröld- ur er ekki annað hægt en halda áfram að vona því einhvers staðar kúrir fegurðin í líki ljóðs eða lítils barns. Einhvers staðar situr gleðin við völd tilbúin að bjóða ljóðmælanda heim: , vindurmn blæs í hári mínu og ég fmn eftirvæntinguna (Úr „Vitjunartíma" bls. 57-58). Ljóð Aðalheiðar eru mörg hver vönduð og vel úr garði gerð, sérstaklega styttri ljóð bókarinnar þar sem höfundur leggur sig fram við að segja sem mest í sem fæstum orðum. Þetta eru persónuleg ljóð og greinilegt er að höfundi er mikið niðri fyrir, svo mikið að stund- um verður útkoman helst til flöt og yfirborðskennd (t.a.m. í „Bamlaus móðir"). En oftar tekst vel til, orða- notkun er hnitmiðuð og skýr og tilfinningar ljóðanna djúpar og sannfærandi. Aðalhelður Slgurbjörnsdóttlr, Sllfurstrá, Skákprent 1990. Nauðungamppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum eignum: Einigrund 9.02.01, þingl. eigandi Har- aldur Hjaltason, fer fram á eignixmi sjálfri fóstudaginn 5. apríl 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Akra- neskaupstaður, Lögmannsstofan Kirkjubraut 11, Veðdeild Landsbanka íslands og Sigríður Thorlacius hdl. Skólabraut 14, þingl. eigandi Stjömu- kaffi hf., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 5. apríl 1991 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Ólafur Axels- son hrl., Ólafur Garðarsson hdl., Sig- ríður Thorlacius hdl., Landsbanki Is- lands, Lögmannasstofan Kirkjubraut 11 og Ingólfur Friðjónsson hdl. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI AUKABLAÐ TÆKNI DV-Tækni er sérstakt aukablað sem er fyrirhugað að fylgi DV miðviku- daginn 10. apríl nk. í blaðinu verður Qallað um tækni og vísindi á breiðum grundvelli, sérstaklega nýjustu tækni dagsins í dag í atvinnurekstri, í daglegum störfum og leik, á heimilum o.fl. Sérstöku Ijósi mun verða beint að almennum einkatölvunotendum. Leitast verður við að upplýsa um tölvur, jaðartæki, hugbúnað og annan búnað sem fólk, sem notar tölvur, þarf á að haida. Eins og í DV-Tækni í fyrra mun áhersla verða lögð á stuttar, hnitmið- aðar greinar á mæltu máli sem notendur skilja eins vel og tækni- menn. Auk tölva, prentara, hugbúnaðar og þess sem fylgir er ætlunin að Qalla um Ijósritunarvélar, fax- og símatækni alls konar, þjófavarna- kerfi og annan búnað sem tengist tölvunotkun og skrifstofuhaldi. Auglýsingum í DV-Tækni þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 4. apríl. Ath.I Símafaxnúmer okkar er 91-27079 og sími auglýsingardeildar 91-27022 Mosfellsbær Nýr umboðsmaður í Mosfellsbæ frá og með 1. apríl. Unnur Guðrún Gunnarsdóttir Merkjateigi 2 sími 666858 UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJALFSTÆDISFLOKKSINS VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, 3. HÆÐ. SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof- una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. Auglýsingar. Þverholti 11 - sími 27022. FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN VESTURLANDSKJÖRDÆMIS Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Vesturlands- kjördæmi 20. apríl 1991 rennur út föstudaginn 5. apríl nk. kl. 12 á hádegi. Framboðum skal skila til formanns yfirkjörstjórnar á skrifstofu hans, Borgarbraut 61, Borgarnesi. Einnig tekur yfirkjörstjórn á móti framboðum í Hótel Borgar- nesi kl. 11-12 föstudaginn 5. apríl 1991. Á framboðslista í Vesturlandskjördæmi skulu að lág- marki vera 5 nöfn og eigi fleiri en 10 nöfn. Fjöldi meðmælenda er að lágmarki 100 og eigi fleiri en 1 50. Fylgja skal tilkynning um hverjir eru umboðsmenn framboðslista. 27. mars 1991 Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis Gísli Kjartansson Steinunn Ingólfsdóttir Sveinn Kr. Guðmundsson Páll Guðbjartsson Gunnar Elíasson Venjum unga hestamenn strax á að N0TA HJÁLM!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.