Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
25
Reykjavík - Búdapest
„I Reykjavik leggur bíllinn allt undir sig. Göturnar, gangstéttirnar, og
ef því verður við komið, grasið líka.“
Eg hef lengi vitað að DV væri
útbreitt blað á íslandi. En að það
væri lesið í Ungverjalandi vissi ég
ekki fyrr en mér barst bréf á dög-
unum frá þarlendum lesenda. Bréf-
ið var að mestu svar við grein sem
ég skrifaði og blaðið birti 3. des. sl.
undir fyrirsögninni: „Mín fótfúna
þjóð og bíllinn helgi“. Og þar sem
bréfið varðar minnst mína persónu
en á meira erindi við íslendinga
almennt og kannski Reykvíkinga
sérstaklega varð ég mér úti um
leyfi bréfritara til að koma efni
þess á framfæri við lesendur DV.
Bréfritari segist vera 36 ára fót-
gangandi, að nafni István Schutz,
og skrifar á íslensku því: „Ég er
mjög hrifmn af íslenskunni, hún
var ástin mín mikla,“ segir á einum
stað í bréfinu. En þó að meðferð
málsins beri vitni um ótrúlega gott
vald á íslenskri tungu, ef tillit er
tekið til þess að maðurinn segist
hafa dvalist hér í aðeins 50 daga
árið 1977, þá uppfyllir hún ekki
kröfur DV um gott mál og því fellur
það í minn hlut að endursegja texta
Istváns.
Bréf þessa ókunnuga manns ber
vott um þann einlæga áhuga eða
jafnvel ást sem erlendir ferðamenn
geta fest á íslandi þannig að þeim
stendur síðan ekki á sama um af-
drif þess. Og það sést strax að hon-
um hefur brugðið illa viö lýsingu
mína á þeirri umferðaróöld sem nú
ríkir í Reykjavík og loftmengun-
inni sem af henni leiðir, einkum í
miðborginni. Hann segist hafa orð-
ið mjög dapur.
hann segist áður hafa dregið þá
ályktun af kynnum sínum af ís-
lendingum að þjóðarsjúkdómurinn
héti pennaleti og athugunarleysi
væri hluti af íslenskri menningu.
Nú óttaðist hann að bílisminn væri
orðinn annar þjóðarsjúkdómur. En
þar væru íslendingar reyndar ekki
einir á báti því að umferðin valdi
Kjallariim
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
70% af loftmenguninni í heiminum.
Skyldleiki Reykjavíkur
og Búdapest
István telur augljóst að ég hafi
aldrei komið til Búdapest annars
hefði ég séð að umferðarvandamál-
ið væri af sama toga í þessum tveim
borgum. Hann vitnar í greinina um
bílinn helga: „Gangstéttirnar í
Reykjavík virðast ekki lengur ætl-
aðar gangandi fólki. Þær eru undir-
lagðar af bílum." Hann segir að það
vilji nú svo einkennilega til að þessi
setning gæti allt eins átt við um
Búdapest. Því séum við ekki eins-
dæmi. Og það er skoðun hans að
skynsemi, skilning og tillitssemi
skorti jafnt í Búdapest og Reykja-
vík, ef ég fari með rétt mál, og hann
endurtekur hversu dapran það geri
hann að frétta að þróunin í Reykja-
vík hafl orðið á þennan veg.
Hreina loftið
Hann segir að auðvitað sé erfitt
að gera samanburð á löndum eins
og íslandi og Ungverjalandi, svo
ólík sem lega þeirra er og sömuleið-
is íbúaljöldi. í Búdapest búa yfir
tvær milljónir manna og í Ung-
verjalandi öllu 10,3 milljónir. Ung-
verjar eiga 1,8 milljónir bíla sem
er hlutfallslega miklu minni bíla-
eign en á íslandi. Stóri munurinn
er samt sá að loftið á íslandi er
hreinasta loft í Evrópu á meðan
Búdapest þjáist af því versta, næst
á eftir Aþenu. Hann segir að stund-
um mælist svo mikil mengun í lofti
að útvarpið sendi út aðvaranir til
fólks um að hættulegt sé að vera á
ferli úti.
Mengunin stafar vissulega ekki
bara af útblæstri bíla því að Ung-
verjar kynda enn með kolum og
olíu og hafa ekki komið upp „lauga-
hitun“ þótt 80 hverir séu í landinu!
Austur-evrópskt
andvaraleysi
Bréf Istváns Schutz staðfestir að
eitt af því sem erlendir ferðamenn
sækjast eftir á íslandi sé að anda
að sér hreinu lofti. Það sýnir líka
að þeir geyma mynd landsins lengi
í huga sér og mynda sér skoðanir
á þjóðinni og menningarástandi
hennar og bera saman við það sem
þeir þekkja fyrir. Og það veldur
Ungverjanum þungum áhyggjum
að skynja líkindin í afstöðu íslend-
inga og Austur-Evrópubúa til
náttúrunnar. Hann sér sama kæru-
leysið og grunleysið um afleiðingar
hins óhefta útblásturs eiturefna,
hvort sem er af völdum geggjaðrar
bílaumferðar eða verksmiðju-
reyks.
I Ungverjalandi er flest það sem
aflaga fer skýrt með fjörutíu ára
flokksræði kommúnista. í Reykja-
vík á sú skýring náttúrlega ekki
við, nema það sé sama hvert flokks-
ræðið er og 60 ára nær óslitin
íhaldsstjórn sé orsök þess að á
lognkyrrum degi er nær ólíft fyrir
gangandi mann, eða segjum konu
með barn í vagni, í miðborg Reykja-
víkur. Bensínfnykurinn mettar
loftið og koltvísýringurinn sest
eins og skán innan í öndunarfærin.
Skandinavía
Ég hef búið i Skandinavíu um
nokkurra ára skeið. Þar ríkir harð-
ur kapítalismi á mörgum sviðum
en frjálslyndi og félagshyggja hafa
þó náð að móta bæði samfélög og
hugsunarhátt manna, þar er einka-
bílisminn vissulega í hávegum
hafður en fólki er jafnframt gefinn
kostur á mörgum öðrum leiðum til
að flytja sig á milli staða. Þar að
auki virða menn þar rétt hver ann-
ars í umferðinni. Lestirnar hafa
teinana, bílarnir akbrautirnar,
hjólreiðamenn hjólastígana og
gangandi vegfarendur gangstétt-
irnar.
í Reykjavík leggur bíllinn allt
undir sig. Göturnar, gangstéttirnar
og ef því verður við komið, grasið
líka.
Steinunn Jóhannesdóttir
.. að auki virða menn þar rétt hver
annars í umferðinni. Lestirnar hafa
teinana, bílarnir akbrautirnar, hjól-
reiðamenn hjólastígana og gangandi
vegfarendur gangstéttirnar.“
Lýðræði til handa og fóta
Flestir stjórnmálamenn sem að
hyllast svokallaða félagshyggju eru
þeirrar skoðunar að lýðræðið
byggist eingöngu á því að fólk fái á
einhverra ára fresti að setja kross
við framboðsíista. Þetta viðhorf er
að vísu töluverð framför frá hinu
fræga „alræði öreiganna", þar sem
sjálfkjörnir leiðtogar áttu að leiöa
þjóðir heims á vit sósíaliskrar sælu
og allsnægta. - En betur má ef duga
skal. Fólk á ekki aðeins að geta
valið um menn til að setja lög held-
ur einnig um aðra hluti og þar
greinir frjálslynda menn á við fé-
lagshyggjusinna.
Ennþá forsjá
Það eru ennþá skörp skil í stjórn-
málum þar sem annars vegar eru
þeir sem telja það nægilegt að fólk
geti valið um menn til að ráðskast
með líf sitt og hins vegar þeir sem
vilja að lýðræðið og valfrelsið taki
til sem flestra þátta mannlífsins.
Félagshyggjusinnar hafa viður-
kennt nauðsyn þess að fólk eigi
þess kost að velja valdhafana en
þeir þráast enn við að viðurkenna
að best sé að hafa völd þeirra sem
minnst. - Félagshyggjusinnar telja
enn að hlutverk stjórnmálamanna
sé annað og meira en að setja leik-
reglur og sjá til þess að farið sé eft-
ir þeim. Þeir telja enn aö stjórn-
málamenn eigi að spila með. Það
sé með öðrum orðum ástæða til að
hafa vit fyrir lýðnum þegar t.d.
landbúnaðarvörur eru keyptar eða
sjónvarps- og útvarpsefni valið.
Einnig verði að koma skipanir að
ofan um opnunartíma verslana,
hvaða áfengi og tóbak sé þóknan-
legt að selja í þar til gerðum rík-
issjoppum og hvaða verkstæði eigi
Kjallarinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi
með fótunum. Þ.e. að á milli þess
sem það kýs um menn til að setja
leikreglur eigi fólk þess kost að
velja og hafna vörum og þjónustu
án afskipta stjórnmálamanna.
Kosningafrelsi með fótunum felst
m.a. í því að fá að velja landbúnað:
arvörur í matinn, án þess að af-
skiptasamir stjórnmálamenn úti-
loki innfluttar vörur og beri fyrir
sig þjóðsögu um gjaldeyrissparnað.
Það felst í því að geta leitað annað
þegar vara eða þjónusta bregst.
Stéttarfélögin
Líklega birtist þó mest sláandi
dæmið um forsjárhyggjuna í því
hve margir eru skyldaðir í stéttar-
félög og eiga sér engrar undan-
komu auðið. Leigubílstjórar eru
„Líklega birtist þó mest sláandi dæmið
um forsjárhyggjuna 1 því hver margir
eru skyldaðir í stéttarfélög og eiga sér
engrar undankomu auðið.“
að athuga ástand ökutækja svo fátt
eitt sé nefnt.
Félagshyggjan gerir enn ráð fyrir
forsjá embættismanna yflr daglegu
lífi fólks. Fólkið má kjósa með
höndunum á nokkurra ára fresti
en þess á milli á það að halda sig
á mottunni.
Kosið með fótunum
Það sem frjálslyndir menn vilja
og greinir þá frá félagshyggjusinn-
unum, er að fólk fái einnig að kjósa
t.d. skyldaðir með lögum (sett að
frumkvæði Steingríms Sigfússon-
ar) til aö vera í Frama, félagi leigu-
bílstjóra, og greiða félaginu félags-
gjöld. Neiti þeir því eru þeir sviptir
leyfinu til leigubílaaksturs. Þeir
hafa sem sagt ekki tækifæri til að
ganga úr félaginu (kjósa með fótun-
um), jafnvel þótt stjórn þess geri
eitthvað sem þeir geta alls ekki fellt
sig við.
Mýmörg sambærjleg dæmi eru til
staðar. Stúdentar í Háskóla íslands
„Fyrirlitningin á einstaklingnum er algjör ef honum er skipað í félag
án þess að taka tillit til óska hans,“ segir m.a. í greininni.
eru t.d. skyldaðir til aðildar að
stéttarfélagi stúdenta og til að
greiða því félagsgjöld. Neiti stúd-
entar aö greiða félagsgjöldin fá þeir
ekki að stunda nám í háskólanum!
Ekki frekar en leigubílstjórinn að
stunda sína vinnu.
Sterkar andstæður
Allar þessar hindranir eru sama
marki brenndar, félagshyggjunni.
Þó er kvöð manna til að vera í
ákveðnum félögum mun verri en
hömlur á því hvaða vörur eða þjón-
ustu fólk fær að kaupa. Fyrirlitn-
ingin á einstaklingnum er algjör
ef honum er skipað í félag, án þess
að taka tillit til óska hans.
Mál eins og þessi munu áfram
skipta mönnum með skörpum skil-
um í frjálslynda menn og forsjár-
hyggjusinna. Það er mikill mis-
skilningur að ætla að stjómmálin
séu að leysast upp í eitthvert sam-
komulag og miðjumoö.
Félagshyggjusinnar hafa að vísu
leikið inn á miðjuna undan dómum
sögunnar en að mörgu leyti sitja
þeir fast við sinn keip. Og þó að
hrun félagshyggjunnar hafi átt sér
stað í A-Evrópu, höfum við síður
en svo losnað við hana - því miður.
Glúmur Jón Björnsson