Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1991.
Utlönd
Fimm f Ijúgandi f urðuhlutir
Margir íbúar borgarinnar Maracaibo í Venezuela sáu fimm fljúgandi
furðuhluti yfir borginni í fyrrinótt. Lýsti vel af loftförunum og reykur
fylgdi í kjölfarið. Fjöldi manna hringdi í staðarútvarpið og lögregluna og
sagði frá sýninni. Furðuhlutirnir sáust síðla nætur þar sem þeir stefndu
frá noröri til suðurs. Engin skýring hfur fengist á sýninni en heimamenn
telja fullvíst að þarna hafi geimverur verið á ferð. -
Lögreglustjóri neitar að segja af sér
Daryl Gates, lögregfustjóri í Los Angeles, neitar að segja af sér þrátt
fyrir að hart sé að honum lagt að víkja t kjölfar hneykslismála í lögregt-
unni. Simamynd Reuter
Tom Bradley, borgarstjóri Los Angeles, hefur krafist þess að lögreglu-
stjórinn í borginni segi af sér embætti í kjölfar mikilla deilna um meint
ofbeldi lögreglunnar. Daryl Gates neitar að hlýða boði borgarstjórans og
ætlar að sitja áfram i embætti.
Ofbeldi lögreglunnar í Los Angeles hefur verið mikið hitamál eftir að
hópur hvítra lögreglumanna misþyrmdi blökkumanni án þess að hafa
sýnilega ástæðu til verknaðarins. Barsmíðarnar voru teknar upp á mynd-
band og sýndar i sjónvarpi í Bandaríkjunum. Lögreglumennimir, sem
hlut áttu að máli, hafa verið leystir frá störfum en yfirmaður þeirra neit-
ar að víkja.
Málið hefur aukið spennu milli hvítra og svartra í borginni og vilja
blökkumenn meina að lögreglan beiti þá ofbeldi. Bradley borgarstjóri er
blökkumaður en Gates lögreglustjóri er hvítur. Borgarsfjórinn getur ekki
vikið lögreglustjóranum úr embætti sem segir að afsögn sín leysi engin
vandamál lögreglunnar.
Nauðgun á ættarsetri Kennedys
Blöð i Bandaríkjunum segjast hafa heimildir fyrir að konu hafi verið
nauðgað á ættarsetri Kennedy-fjölskyldunnar nærri Palm Beach á Flórída
um helgina. Lögreglan á staönum vill fátt segja um málið og talsmaður
hennar segir að engin kæra hafi boríst. Engu að síður er viðurkennt að
konan er um þritugt og málið kom upp eftir veisluhöld í húsinu. Af hálfu
lögreglunnar er þó tekið fram að engin ástæða sé til að tengja málið
Kennedy-fjölskyldunni.
Konan, sem hér á í hlut, segir að hún hafi sætt kynferðislegu ofbeldi
þegar hún var í heimsókn hjá Kennedy-fjölskyldunni. Orðrómurinn um
að einhver úr fjölskyldunni tengist málinu hefur orðið til að Edward
Kermedy öldungadeildarþingmaöur lét í gær frá sér fara yfirlýsingu um
að málið sé fjölskyldu hans óviðkomandi.
Stuðningsmenn Lýðræðisflokksins í Tirana í Albaníu hrópa slagorð gegn kommúnistum.
Símamynd Reuter
Vonsvlknir Albanir mótmæla kosningaúrslitum:
Skotnir
tilbana
Þýskir hryðjuverkamenn teknir í Wales
Lögreglan í Lundúnum hefur nú fimm Þjóðverja í haldi grunaða um
aö vinna með írska lýðveldishemum. Mennirnir voru handteknir í Wales
og er sagt að þeir séu félagar i Rauðu herdeildunum í Þýskalandi og
hafi unnið með ÍRA. Dagbiaðið The Daily Mail segir að Þjóðverjarnir
hafi verið teknir höndum þegar þeir komu af fundi með félögum úr IRA.
Sagt er að fundurinn hafi verið haldinn á írlandi en mennirnir teknir
þegar þeir komu með ferju yfir til Wales. Rauðu herdeildirnar hafa látið
aftur á sér kræla eftir nokkurt hlé og hafa nú lýst ábyrgð á hendur sér
vegna morðsins á Detlev Rohwedder, yfirmanni einkavæðingar í Austur-
Þýskalandi.
Bíða eftir lausn fleiri gísla
Roger Cooper var vel fagnað við komuna tll Lundúna. Hér sést hann
með dóttur sinni Gisu. Simamynd Reuter
Breska ríkistjórnin segir að eðlileg samskipti viö íran komist vart á
fyrr en búið verði aö láta alla gísla lausa í Líbanon. Þar eru þrír Bretar
í haldi hjá samtökum sem höll eru undir klerkasfjóraina í íran og sagt
að þeir fáist ekki látnir lausir fyrr en boð komi um þaö frá Teheran.
Vonir um að gislarnir fái frelsi hafa þó aukist mjög eftir að Roger Coo-
per var sleppt í gær öllum á óvart. Cooper var vel fagnaö í Lundúnum
þegar hann kom þangað 12 stundum eftir að íranar ákváðu að láta hann
lausan eftir fimm ára fangavist. Cooper var aldrei dæmdur í íran en
haldið þar að sögn vegna gruns um njósnir.
Jacques Parizeau, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Quebec, segir að allt bendi
til að fylkiö verði orðið sjálfstætt ríki árið 1993. Quebec-buar hafa lengi
barist fyrir sjálfstæði frá Kanada. íbúar Quebec eru frönskumælandi en
aðrir Kanadamenn tala ensku. læiðtoginn sagði að hið nýja ríki myndi
leggja áherslu á góða sambúð við Bandaríkin og Frakkland. Þá myndi
það gangast undlr alla þá samninga sem Kanada væri þegar aðíli að og
trúlega nota sama gjaldmiðil og áður. Reuter
Öngþveiti ríkti í bænum Shkoder í
Albaníu í gær eftir að öryggissveitir
skutu til baná þrjá menn sem mót-
mæltu sigri kommúnista í kosning-
unum á sunnudaginn sem voru
fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu
í yfir fjóra áratugi. Að sögn tals-
manna Lýðræðisflokksins skutu
hermenn og lögreglumenn á náms-
menn sem höföu safnast saman og
sest niður til friðsamlegra mótmæla
fyrir utan aðalstöðvar Verkmanna-
flokksins, flokks kommúnista, í gær-
morgun. Fimmtíu og níu manns eru
sagðir hafa særst. Meðal þeirra sem
létu lífið var leiðtogi Lýðræðisflokks-
ins i Shkoder, Arben Broxi. Flokks-
menn segja hann hafa verið skotinn
í bakið er hann hvatti mótmælendur
til að halda heim.
Mótmælendur, sem ekki trúa yfir-
lýsingum alþjóölegra eftirlitsmanna
um að ekki hafi verið viðhaft kosn-
ingasvindl, réðust að eigin sögn til
inngöngu í stöðvar kommúnista eftir
að skothríðin hófst. Skjölum og hús-
gögnum var fleygt út um glugga og
síöan var kveikt í byggingunni á
ýmsum stöðum. í ríkissjónvarpinu
var hins vegar greint frá því að grip-
ið hafi verið til aðgerða eftir að þús-
und mótmælendur hefðu farið að
kasta grjóti aö byggingunni. í frétt
sjónvarpsins sagði að tuttugu og þrír
hefðu særst, þar af tólf lögreglu-
menn.
Mótmælendur kveiktu einnig í her-
bílum og að sögn sjónarvotta minntu
breiðgötur Shkoders á vígvöll. í
Shkoder hefur löngum ríkt mikil
andstaða gegn kommúnistum. Þar
heyrðust fyrst háværar kröfur um
lýöræði í janúar í fyrra og í desemb-
er síðastliðnum var stytta af fyrrum
leiðtoga landsins, Hoxha, sprengd.
Samkvæmt opinberum tölum unnu
kommúnistar 162 af 250 þingsætum.
Lýðræðisflokkurinn hlaut 65 sæti og
fjögur sæti komu í hlut annarra
flokka. Kosið verður um þau 19 sæti
sem eru eftir á sunnudaginn.
í Tirana, þar sem Lýðræðisflokkur-
inn hlaut 19 af 29 sætum og sigraði
Arben Broci, 23 ára gamall leiðtogi Lýðræðisflokksins i Shkoder, var skot-
inn í bakið er hann hvatti mótmælendur til að halda heim. Símamynd Reuter
Alia forseta í hans eigin kjördæmi,
skaut lögreglan í gær upp í loftið til
að dreifa um fjögur hundruð mót-
mælendum sem safnast höfðu saman
nálægt aðalstöðvum lýðræðisfiokks-
ins og köstuðu grjóti. Óeirðalögregla
hafði dreift mörgum þeirra frá helsta
sendiráðshverfinu cif ótta við að þeir
reyndu að ráöast til inngöngu í er-
lend sendiráð.
íbúar í hafnarborginni Durres
kváöust óttast nýjan straum flótta-
manna úr landi og greindu frá því
að hermenn hefðu hert eftirlit við
höfnina. Frá því í júlí hafa fiörutíu
þúsund Albanir flúið land. í Kavaje,
þar sem lýðræðissinnar fengu meiri-
hluta, réðust íbúar í gær á bíla sem
þeir héldu að í væru stuðningsmenn
kommúnista. Um tuttugu þúsund
verkamenn efndu þar til verkfalla til
að mótmæla sigri kommúnista.
Reuter