Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 24
4
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
Lífsstm
Kartöflur eru ekki fitandi
Húsmóðir i Arbænum heldur hér á bjúganu sem innihélt stóran bút af tússpenna sem notaður var til að merkja
pappakassa. DV-mynd Hanna
Hvernig sem á því stendur, þá er
þaö útbreiddur misskilningur aö
kartöflur séu íitandi matur. Sann-
leikurinn er sá að kartöflur eru ein-
mitt hið gagnstæða - mjög góð megr-
unarfæða. Fituinnihald í kartöflum
er nánast ekkert og hitaeiningar eru
ekki margar. Þær eru aftur á móti
mjög kolvetnarík fæða.
Samkvæmt rannsóknum manneld-
isráðs hér á landi er fæða íslendinga
ekki nægilega kolvetnarík og því til-
vahð að bæta úr því með því að auka
kartöfluneysluna. Stóri kosturinn
við kartöflurnar er sá að þær eru
mjög saðsamar. Auk þess er hægt að
matreiða kartöflur á ótrúlega marga
vegu. IS
Menn skyldu ávallt fara rólega í að
sóla sig og passa að ofgera ekki
húðinni.
Tíðni
húðkrabba
tvöfaldast
- á hverjum áratug
Tíðni húðkrabbameins hefur tvö-
faldast á hverjum liðnum áratug.
Þetta er niðurstaða krabbameins-
rannsóknarstofnunar í Bretlandi.
Ástæðuna er nær eingöngu að leita
til sólbaðsdýrkunar. Á undanfórnum
áratugum hefur það færst í vöxt að
fólk sækist eftir að verða sólbrúnt
og þá sérstaklega ungt fólk. Börn og
unglingar eru sérstaklega viðkvæm
fyrir skaðlegum geislum sólarinnar.
Það hefur af mörgum verið talið
hraustleikamerki að vera sólbrúnn,
en vera má að einmitt mikil sól-
brúnka geti bent til hins gagnstæða.
Rannsóknir bresku krabbameins-
stofnunarinnar benda einnig til þess
aö það fólk sem stundar sólböð af
miklu kappi í stuttan tíma, til dæmis
tvær eða þrjár vikur á ári hverju og
ekkert aðra hluta ársins - sé sérstak-
lega viðkvæmt fyrir skaðlegum geisl-
um. Þeir sem hyggja á sólarlanda-
feröir ættu að hafa það í huga að of-
bjóðaaldreihúðinni. ÍS
Tússpenni í bjúga
Konu í Árbænum brá aldeilis í
brún er hún hugðist sjóða sér bjúgu
í matinn á föstudaginn langa. Bjúgun
voru frá fyrirtækinu Goði h/f. Er hún
hugðist sneiða niður eitt hjúgað rakst
hnífurinn í merkitússpenna af stærri
gerðinni.
Tússpenninn var í endanum á
bjúganu og var penninn í sundur í
miðju. Blekið í tússpennanum hafði
smitað vel út frá sér í kjöthakkiö sem
var bláleitt í endann. Heimihsfólkið
hafði að vonum ekki mikla lyst á
bjúgum eftir þessa uppgvötvun og
hafði þess í staö samband við Neyt-
endasíðu DV.
Blaðamaður náði tali af Kristjáni
Kristjánssyni, framleiðslustjóra hjá
Goða og spurði hann hvemig svona
lagað gæti gerst. „Nokkrir starfs-
menn hjá fyrirtækinu ganga meö
merkitússpenna á sér. Þeir eru not-
aðir til merkinga á pappakössum
sem fara út til vörudreifmgar eða þá
sem fara í geymslu hjá okkur. Eftir-
litiö hjá okkur á að koma í veg fyrir
að svona lagað komi fyrir.
Kjötið í bjúgum er mjög grófhakkað
og fær, þess vegna ekki eins mikið
hnoð og margar aðrar unnar kjötvör-
ur. Ég gæti helst ímyndað mér aö
tússpenninn hafi leynst í kjötköggh
þegar hakkinu var sprautað í garnir.
Síðan hefur þetta komist í gegnum
reykingu og suðu án þess að nokkur
hafi tekið eftir þessu,“ sagði Kristján.
ÍS
Neytendur
ÞETTA ER FIMMTA
ÚRVALSBÓKIN.
HÚN ER KOMIN í
VERSLANIR OG
KOSTAR AÐEINS
790 KR.
ÁÐUR HAFA KOMIÐ ÚT: FLUGAN Á VEGGNUM,
í HELGREIPUM HATURS, LYGI ÞAGNARINNAR, LEIKREGLUR *