Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991. Afmæli Sigurður Þ. Sigfússon Sigurður Þ. Sigfússon, bóndi í Staf- holtsey í Andakílshreppi, varð sex- tugurígær. Starfsferill Sigurður fæddist í Blönduhlíð og ólst upp í Dalasýslu og Snæfellsnes- sýslu til 1946 er hann flutti með for- eldrum sínum tii Keflavíkur. Hann stundaði sjómennsku og fiskvinnslu í Keflavík á unglingsárunum og keyrði síðan hjá Essó á Keflavíkur- flugvelli í tæp tvö ár. Sigurður flutti svo alfarinn í Borgarfjörðinn 1953 og hefur stundað búskap í Stafholtsey síðan. Fjölskylda Kona Sigurðar er Sigríður P. Blön- dal, f. 17.2.1932, bóndi, en hún er dóttir Páls J. Blöndal, b. í Stafholts- ey, og Pálfríðar Pálsdóttur hús- freyju Börn Sigurðar og Sigríðar eru Sigfús Blöndal Sigurðsson, f. 16.4. 1953, bóndi; Jóhanna Blöndal Sig- urðardóttir, f. 28.7.1954, búsett í Færeyjum og er sambýlismaður hennar Knút P.I. Gong en börn hennar eru Sigríður Huld Guð- mundsdóttir, f. 8.4.1982, og Kári Blöndal L Gong, f. 15.9.1989; Jón Páll Blöndal Sigurðsson, f. 8.11.1959, húsasmiður; Pálfríður Blöndal Sig- urðardóttir, f. 28.10. l$ll. Systkini Sigurðar: Friðrik Sigfús- son, f. 9.4.1923, yfirtollvörður í Keflavík, nú látinn; Jakob Sigfús- son, f. 20.3.1929, verkamaður í Reykjavík; Guðni Sigfússon, f. 8.7. 1932, húsasmiður í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Sigfús Einarsson, f. 18.3.1893, d. 1974, b. í Dalasýslu og síðar verkamaður í Keflavík, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 21.9.1889, d. 3.9.1978, húsfreyja. Ætt Sigfús var sonur Einars, b. í Blönduhlíð, Guðmundssonar, b. í Dunk í Hörðudal, Guðmundssonar. Móðir Einars var Kristín Einars- dóttir. Móðir Sigfúsar var Björg, systir Kristínar, móður Halldórs Finns, fyrrv. b. á Dýrastöðum í Norðurárdal. Bræður Bjargar voru Sigurður Þ. Skjaidberg, kaupmaður í Reykjavík, og Kristjón, faöir Há- konar Heimis lögfræðings. Björg var dóttir Þorvarðs, hreppstjóra á Leikskálum í Haukadal, Bergþórs- sonar, b. á Leikskálum, Þorvarðs- sonar, b. á Leikskálum, Bergþórs- sonar, b. á Leikskálum, Þorvarös- sonar, bróður Finns, langafa Guö- laugs, langafa Jóhannesar úr Kötl- um. Móðir Þorvarðs hreppstjóra var Björg Hallsdóttir. Móðir Bjargar Þorvarðsdóttur var Kristín Jónas- dóttir, b. á Innra-Leiti á Skógar- strönd, Þorsteinssonar. Jóhanna, móðir afmæhsbarnsins, var dóttir Jóns, b. á Kirkjuhóli í Sigurður Þ. Sigfússon. Skagafirði, Nikulássonar, og Þor- bjargar Steinsdóttur frá Stóru-Gröf. Joakim Snæbjömsson Jóakim Snæbjörnsson, plötu- og ketilsmiður, Meistaravöllum 7, Reykjavík, er sextugur í dag. t Starfsferill Jóakim fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk prófum frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1947, stundaði nám í plötu- og ketilsmíði hjá Stálsmiðjunni og lauk þaðan sveinsprófi í árslok 1952. Jóa- kim starfaði hjá Stálsmiðjunni til 1955, síðan hjá Sindra og vann við ýmsar aðrar smiðjur. Hann hóf störf við Melavöllinn í Reykjavík og starf- aði við merkingar á íþróttavöllum síðustu fimm árin sem Melavöllur- inn var starfræktur. Jóakim fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum sem dró mjög úr starfsþreki hans en þó starfaöi hann um skeið við KR- völlinn. Fjölskylda Jóakim á tvær dætur. Þær eru Sigríður, f. 1964, verslunarmaður í Reykjavík, og Jenný, f. 1968, starfs- maður hjá Pósti og síma í Reykjavík. Jóakim á sex systkini. Þau eru Guðfinna, f. 1929, húsmóðir í Garðabæ, ekkja eftir Össur Sigur- vinsson húsasmið; Margrét, f. 1933, húsmóðir í Kópavogi, gift Birni Bimir teiknikennara; Helga, f. 1937, húsmóðir á Álftanesi, gift Birgi Guö- mundssyni tæknifræðingi og fram- kvæmdastjóra; Anna, f. 1939, hús- móðir á Álftanesi, gift Kristjáni Birgi Kristjánssyni vélstjóra; Guð- rún, f. 1941, húsmóðir í Garðabæ, gift Guðna Gústafssyni, löggiltum endurskoðanda; Ólafur, f. 1944, raf- virkjameistari og háseti á Ögra, búsettur á Álftanesi, kvæntur Oddnýju Sigurðardóttur húsmóður. Foreldrar Jóakims voru Snæbjörn Ólafsson, f. 1899, d. 1984, skipstjóri í Reykjavík, og kona hans, Sigríður, f. 1906, d. 1986, húsmóðir. Ætt Systir Snæbjarnar var Sigríður, móðir Ólafs Jenssonar, yfirlæknis í Blóðbankanum. Snæbjörn var son- ur Ólafs, útvegsb. í Gestshúsum, Bjarnasonar, útvegsb. á Hliöi, Stein- grímssonar, útvegsb. í Melshúsum á Álftanesi, Jónssonar. Bróðir Bjama var Ketill elsti, útvegsb. í Kotvogi. Móöir Ólafs var Sigríður Jónsdóttir, b. í Skógarkoti í Þing- vallasveit, Kristjánssonar. Móðir Jóakim Snæbjörnsson. Snæbjarnar var Guðfinna, dóttir Jóns, b. á Deild á Álftanesi, Jónsson- ar, b. á Deild, ogkonu hans, Guð- finnu Sigurðardóttur. Sigríður, móðir Jóakims, var dótt- ir Jóakims, útvegsb. á Heimabæ í Hnífsdal, Pálssonar, útvegsb. á Heimabæ í Hnífsdal, Halldórssonar, b. í Hnífsdal, Pálssonar. Móðir Hall- dórs vár Margrét Guðmundsdóttir, b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arn- ardal, Illugasonar, ættfóður Arnar- dalsættarinnar. Menning Laugarásbíó - Havana ★★ Pukur Havana er gott dæmi um ofhlaðna kvikmynd. Um- gjörð myndarinnar er nánast fullkomin og öll tækni- vinna og tónlist eins og best verður á kosið. Samt nær myndin aldrei almennilegu flugi, er eins og falleg eftir- liking af Casablanca og öðmm góðum rómantískum þrillerum. Eins og ávallt þegar þeir félagar Sidney Pollack og Robert Redford taka sig til og gera saman kvikmynd vekur það mikla athygli og kannski var athyglin enn meiri þegar spurðist að þeir ætluðu sér að gera Ha- vana eftir handriti sem lengi hafði velkst á milli kvik- myndaframleiðenda. í minningunni er góð samvinna þeirra ríð gerð Out of Africa. Ef einhverjir hafa búist ríð samskonar afreki verða þeir hinir sömu fyrir von- brigðum með Havana. Það verður þó að segja Havana til hróss að í myndinni eru nokkur góð atriði sem hrífa en falla svo inn í langdregna heild. Sögusríðið er Havana þegar stjóm einræðisherrans Batista er að líða undir lok á sjötta áratugnum. Red- ford leikur fjárhættuspilara sem lætur sig litlu skipta stjómmál og skærur. Áhugamál hans er eingöngu f]ár- hættuspil og konur. Hann fellur kylliflatur fyrir glæsi- legri konu sem biður hann um hjálp. Síðar kemst hann að þrí að hún er gift háttsettum stuöningsmanni uppreisnarmanna. Framan af gengur söguþráðurinn upp. Spenningur myndast um samband þeirra tveggja og mannmargar og ríðburðaríkar senur af mannlífi og róstum í Havana em sérlega vel gerðar, en eftir þrí sem samband aðal- persónanna verður nánara leysist söguþráðurinn smám saman upp í melódramatíska atburðarás sem hefur sinn endapunkt um leið og Batista-sljómin fellur. Eins og gefur að skilja er hlutverk fjárhættuspilar- ans eins og klæðskerasaumað fyrir Robert Redford. Aldurinn er aðeins farinn að setja mark á andlit hans, en sem fyrr er hann karlmannleikinn uppmálaöur. Hlutverk Redfords hér er ekki ósrípað mörgum hlut- á Kúpu Robert Redford við spilaborðið í Havana. Kvikmyndir Hilmar Karlsson verkum sem hann hefur leikið áður. Munurinn er að nú er leikgleöin horfin og er þetta sérstaklega áber- andi í samleik þeirra Olins og er lítill tilfinningahiti í samleik þeirra. Þessi máttlausi leikur gerir persónum- ar ósannfærandi. Olin sem sló eftirminnilega í gegn í Hinn óbærilegi léttleiki er jafnvel enn glæsilegri hér, en sá kynþokki sem geislaði af henni er ekki til staöar í Havana. Alan Arkin og Raul Julia gera aukahlutverk- um góð skil og skapa eftirminnilegar persónur. Havana er að mörgu leyti dæmi um kríkmynd sem gengur ekki upp. Engum ætti þó beinlínis aö leiðast undir sýningu myndarinnar, en í lokin er manni efst í huga, hvað fór úrskeiðis? HAVANA Leikstjóri: Sidney Pollack. Handrit: Judith Rascoe. Aöalhlutverk: Robert Redford, Lena Olin og Alan Arkin. 95 ára Guðný Stefánsdóttir, Blómsturvöllum 8, Grindavík. 85 ára Guttormur Þorsteinsson, Löndum 2, Stöðvarfírði. 80 ára Jón S. Helgason, Lyngholti, Bárðdælahreppi. 75 ára Bjarni Guðmundsson, Ákursbraut 22, Akranesi. 70 ára Halldór V. Jóhannsson, Akraseli 15, Reykjavik. Hallgrímur Hallgrímsson, Túngötu2, Grindavík. 60 ára Viðar Þorsteinsson, Hjallalandi 16, Reykjarík. Garðar Sigurður Þorsteinsson, Drafnargötu 6, Flateyri. Gísli Guðmundsson, Skólagerði 41, Kópavogi. Sesselja J. Helgadóttir, Hjarðarholti3, Akranesi. Garðar Aðaisteinsson, Eyrarvegi 2A, Akureyri. Regína Vilhelmsdóttir, Sævarlandi, Skefilstaðahreppi. 50ára Erla Ellertsdóttir, Brúarflöt6, Garðabæ. Hörður Guðmundsson, Reynigrund 47, Kópavogi. Guðrún Sigurveig Jóhannsdóttir, Hörðalandi 16, Reykjavík. 40ára Mourits Mohr Vang, Víðivangi 5, Hafnarfirði. Sigrún Jóna Baldursdóttir, Ferjubakka 12, Reykjavík. Steinunn Sigurðardóttir, Jörundarholti 43, Akranesi. PállBiering, Eiríksgötu 11, Reykjavík. Matthías Hagvaag, Barmahlíð 34, Reykjavík. Stella Gunnarsdóttir, Ásbraut 17, Kópavogi. Guðjón Bergsson, Hamrafossi, Skaftárhreppi. Klara Sæland, Suðurengi 23, Selfossi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, síðdegis á afmælisdaginn. Þorsteinn Hauksson, Engjaseli 31, Reykjavík. ' RAUTT LJÓS RAUTT UOSf «1 UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.