Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 11 Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri verksins og fékk því að þessu sinni að ráðskast með eiginmann sinn, Arnar Jónsson, sem lék Pétur Gaut eldri. Fagnað að leiks- lokum Það var ástæða til að fanga þegar frumsýningunni á Pétri Gaut lauk í Þjóðleikhúsinu enda stóð ekki á leik- urunum. Þeir lögðu allt sitt í verkið og árangurinn þótti mjög góður. Margir gestanna þustu baksviðs að leiksýningu lokinni til að samgleðj- ast þeim, jafnvel þó það væri komið langt fram yfir venjulegan háttatíma. Hjálmar Ragnarsson tónskáld óskar hér Ingvari E. Sigurðssyni til ham- ingju, en Ingvar lék Pétur Gaut þegar hann var yngri. Ása Richardsdóttir er með þeim á myndinni. DV-myndir Brynjar Gauti „Dagur harmóníkunnar" Harmóníkufélag Reykjavíkur stóð nýlega fyrir „Degi harmóníkunnar" í Tónabæ, þar sem eitthvað á milli 30 og 40 harmóníkuleikarar léku af fmgrum fram fyrir troðfullu húsi. Hátt í þrjú hundruð manns voru þar samankomnir til að hlusta á hljóm- sveitina og mátti sjá af gestunum að aðdáendur harmóníkunnar eru á öll- um aldri. Sextíu manns hafa nú gerst félagar í Harmóníkufélagi Reykjavíkur en alls eru 13 slík félög starfandi á öllu landinu. Félagarnir koma úr öllum Það var þéttsetið í Tónabæ, en hátt í 300 manns mættu þar til að hlusta á tónleikana. Um 60 manns hafa nú gerst félagar í Harmóníkufélagi Reykjavikur, en þeir héldu nýlega tónleika í Tónabæ fyrir troðfullu húsi. stéttum þjóðfélagsins og eru á mjög breiðu aldursbili. Harmóníkufélagið í Reykjavík var stofnað árið 1986 af Karli Jónatans- syni og nemendum hans en félagar þess hittast í Tónabæ tvisvar í viku og spila. Síðustu helgi í hverjum mánuði halda þeir svo tónleika fyrir almenning með það fyrir augum að útbreiða þessa tegund tónlistar sem þeir telja að hafi mikið til fallið í skuggann þegar Bítlatímabilið hófst í kringum 1960. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á Hafnargötu 1 í Sandgerði, þingl. eigandi Vélsmiðjan Hörður hf., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 10. apríl 1991 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Jón Finns- son hrl., Lögfræðistofa Suðurnesja, Ólafur Gústafsson hrl., Einar Ingólfsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Fjárheimtan hf., Skarphéðinn Þórisson hrl., Landsbanki íslands, Guðríður Guðmundsdóttir hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Eggert B. Ólafsson hdl. og Andri Árnason hdl. Bæjarfógetinn í Keflavik, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Vinningstölur laugardaginn 30. mars1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 7.045.206 2. Æsff 9 83.658 3. 4af5 244 5.322 4. 3 af 5 8.187 370 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 12.125.886 kr. I Ath. Vinningar undir Í2.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. verður haldinn íÁtthaga- sal Hótels Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 4. apríl 1991 oghefstkl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samrœmi við ákvceði greinar 4.06 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til stjómar félagsins um nýtt hlutafjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslands- banka, Kringlunni 7, Reykjavík, dagana 3. og 4. apríl nk. og á fundarstað. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 15. mars 1991 Stjóm Eignarhaldsfelagsins Alþýðubankinn hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.