Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991.
7
Sandkom
á
kjuklingabu!
Stjórnmála-
mcnnirnir
fundastíft um
þessarmnndir.
Ekkiallsfyrir
loiH'tihcidu
kratarfundá
Selfossiogvoru
þeir Ámi Stefánsson og Össur Skarp-
héðinsson mættir þar. Á fundinum
voru landbúnaðarmál mjög til um-
ræðu þar á meðal kj úklingarækt.
Hélt Össur tölu um að það þyrfti að
kynbæta ísicnskakjúklinga, því þeir
hænsnastofnar sem væru til í
landinu væru ekki nægjanlega góðir.
Bóndi nqkkur reis þá úr sæti sínu og
sagðí að Össur ætti ekki að vera að
tala um hænsnarækt þar sem hann
hefði greinilega ekkert vit á henni.
Össur var ekki seinn til svars og upp-
lýsti hann fundarmenn um að hann
væri fajddur og uppalinn á kjúklinga-
búi þar sem faðir hans hefði rekíð
eitt slíkt um árabil. Það væru því fáir
sem hefðu meiri þekkingu á þessum
málum en hann. Bóndann setti hljóð-
an og gagnrýndi hann Össur ekki
frekar.
Hann kann að lesa
Fundursáer
Davið Oddsson
hélt ekki alls
fyrirlönguá
Akureyrihefur
vcriðmjögtil
umræðuenda
varþarmættur
múgurog margmcnni, bæði skoðana-
bræður og andstæðingar. Davíð
mætti með skrifaða ræðu á fundinn
og flutti hana skörulega. Bónda
nokkrum, sem mun til skamms tíma
hafa verið stuðningsmaður Fram-
sóknarflokksins, varð þá að orði: Það
er hörmung að hann Ðavíð skuli vera
á þeysireið um landið til þess eins að
sýna landsby ggðarfólki að hann
kunniaðlesa.
Sölumiðstöð sunn-
lenskra hrossa
Já.þvíckki
hrossasala.jvtt
einsogbílasala
■ 'gvclasala.
spyr Bamda-
blaðið. Blaðið
upplýsirsvoað
núsébúiðað
stofna eina slika á Suðurlandi og beri
hún nafmð Sölumiðstöð sunnlenskra
hrossa og mun fyrirtækíð rekið á
Kjartansstöðum í Hraungerðis-
breppi. í stað þess að hrossaprangar-
ar úr vonda staðnum, það er aö sunn-
an, fari um sveitir og taki með sér
hesta til að seija fólkinu á höfuð-
borgarsvæðinu koma bændurnir
með hestana að Kjartansstöðum þar
sem þeir eru seldir. Þar munu bænd-
m- einnig fá aðstoð við að verðleggja
hrossm og hrossasalan sér um að
sýna þá og halda þeim í þjálfun þann
tíma sem tekur að koma þeim út
Aprílgabb
Útvarps- og
sjónvarps-
stöövarnarlétu
landann
hlaupa apríi
með ýtnsu
muti.Kona
___nokkursemer
hins vegarnokkuð hugmyndarik
ák vað að láta bónda sinn hlaupa apríl
með ettirminnilegum hætti. Hann
kom seint heim aðfaranótt l. aprfl og
þaö líkaöi frúnni illa. Hún ákvað því
að hefna sín á honum svo hann mætti
lengi muna. Konan sem býr í blokk
byrjaði á því að fá húsráðendur í
næstu íbuö i lið með sér og síðan
flutti hún mest af innbúi þeirrahjóna
þangað með aðstoð nágrannanna og
faldi að því búnubílinn. Svo skrifaði
hún bónda sinum lítið bréfkorn og í
því k vaðst hún vera orðin þreytt á
því að vera stöðugt blönk og því hefði
hún gripið tO þess ráðs að selja inn-
búið og bílinn. Að þvi loknu heföi hun
ákveðið að fara út að skemmta sér.
Þegar hún kom svo heim aftur nokk-
uð seint að kvöldi ánnars dags páska
sat bóndi hennar í tómri íbúðinni og
beið. Um leið og hún var kominn inn-
fy rir krafðist hann þess að fá nánari
skýringar. Eina s varið sem hann fékk
var hvort hann hefði virkilega trúað
henni, hvort hann vissi ekki að það
værifyrstíapríl.
Umsjón: Jóhanna Margrél Einarsdóttir
_________________________________________Fréttir
Séra Bemharður Guðmundsson:
Aðstoðar austur-
evrópskar kirkjur
- hefur störf hjá Lúterska heimssambandinu næsta haust
Séra Bemharður Guðmundsson,
fræðslu- og upplýsingastjóri Þjóð-
kirkjunnar, hefur verið ráðinn til
starfa hjá Lúterska heimssamband-
inu í Genf. Þar mun hann gegna
starfi yfirmanns ráðgjafarþjónustu
sambandsins sem þjónar á annað
hundrað kirkjudeildum víðs vegar
um heim. Hann tekur við nýja starf-
inu í september næstkomandi. Frá
sama tíma hefur hann fengið launa-
laust leyfi frá íslensku þjóðkirkjunni
til minnst tveggja ára.
„Ég hef starfað í ein 12 ár fyrir ís-
lensku þjóðkirkjuna og fannst því
tilvaliö að breyta aðeins til, þó ekki
væri nema í nokkur ár. Þetta er mjög
spennandi starf og það má segja að
öll veröldin verði undir. Ég mun
einkum fást við að aðstoða deildimar
við útgáfu- og fjölmiðlamál og efla
tengsl þeirra innbyrðis. Starfinu
fylgja mikii ferðalög og þó aðalstöðv-
arnar séu í Genf þá fylgja þessu starfi
mikil ferðaiög. Ég mun því fara víða
næstu misserin.“
Bernharður segir að í Lúterska
heimssambandinu séu samtök allra
lúterskra kirkna og að sér reiknist
til að til lútersdómsins heyri upp
undir 100 milljónir manna. Hann seg-
ir að á vegum Lútersku kirkjunnar
sé unnið mikiö hjálpar- og þróunar-
starf, enda hvað öflugust á þeim
svæðum heimsins sem helst eru af-
lögufær, «vo sem í Noröur-Ameríku,
Norður-Evrópu og á Norðurlönd-
unum.
„Meginstefið í lútersdómnum og
mótmælendasiðnum er að biðja og
vinna, þannig að kirkjurnar eru
mjög virkar og kraftmiklar í þessu
hjálparstarfi. Núna er mikil áhersla
lögð á að koma kirkjunum í Austur-
Evrópu til hjálpar og þaö verður
meðal annars í mínum verkahring
að taka þátt í því starfi.“
-kaa
Á að skrifa Krýsuvík eða Krísuvik? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Skilti sem vísar veginn frá Grindavik til „Krisuvíkur“ er skrifað með einföldu „í“.
Annað er uppi á teningnum á nýlegum vegskiltum við Reykjanesbraut - þar stendur „Krýsuvik". Samkvæmt nýlegri stafsetningarorðabók frá íslenskri
málnefnd og íslenskri orðsifjabók skal rita Krýsuvík. í orðsifjabókinni segir að orðið sé skylt krus þó svo að uppruninn sé óljós. Samkvæmt upplýsingum
frá Örnefnastofnun er Krýsuvik talið eldra í málinu. Þó ekki sé það öruggt er möguleiki talinn vera á að með breyttum framburði hafi Krísuvik verið
skrifað með „í“. DV-myndir GVA/Ægir Már
Skoðanakönnun Gallups um afstöðu almennings til kvótakerfisins:
Tveir þriðju eru
hlynutir kerfinu
Næstum tveir af hverjum þremur
eru hlynntir núverandi kvótakerfi,
eða 62%, en andvígir kerfinu eru 38%
ef litið er á þá sem afstöðu taka. Þetta
kemur fram í skoðanakönnun sem
Gallup gerði nýverið fyrir Sjávar-
fréttir.
Ef hins vegar er litið á svörin í
heild kemur í ljós aö 42% eru hlynnt
kerfinu, 26% eru andvíg, 13% eru
hlutlaus og 19% svara ekki.
Þeir sem voru andvígir kvótakerf-
inu voru spurðir hvers konar fisk-
veiðistjórnun þeir vildu heldur og
voru gefnir þrír valkostir. Þá kom í
ljós að af þessum 38%, sem voru
andvíg, vildu 13% byggða- eða fisk-
vinnslukvóta, 12% viidu samkeppni
um heildarafla, 6% vildu sölu veiði-
leyfa og 7% vildu eitthvert annað
óskilgreint kerfi.
Sé afstaðan skoðuð eftir kynjum
kemur í ljós að kvótakerfið nýtur
meira fylgis hjá konum en körlum.
Sé hins vegar litið á hópinn sem and-
vígur er kvótakerfmu reyndist
Skoðanakönnun
Gallups
Afstaðan til kvótakerfisins
Andvígir Hlynntir
stuðningur við samkeppni um heild-
arafla vera mun meiri meðal karla
en kvenna en á hinn bóginn kusu
hlutfallslega fleiri konur byggða- og
fiskvinnslukvóta. Hvað varðar sölu
á veiðileyfum skera karlar sig mjög
úr því að um 23% karlanna, sem
andvígir eru kvótakerfmu, vildu
slíka fiskveiðistjórnun en einungis
3% kvenna.
Hvað varðar afstöðu manna eftir
búsetu sést að þeir sem eru hlynntir
kvótakerfinu skiptast nokkuö jafnt
milli höfuðborgarsvæðisins og ann-
arra byggðarlaga. Þeir íbúar höfuð-
borgarsvæðisins, sem andvígir eru
kerfinu, vilja eindregið sölu veiði-
leyfa, eða 24%, en einungis 7% þeirra
sem á landsbyggðinni búa.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að hann sé ánægður
með hversu mikill meirihluti styðji
núverandi kvótakerfi.
„Þetta staðfestir það sem ég hef
haft á tilfinningunni að það sé engin
önnur stefna sem hugsanlegt er að
ná bærilegri sátt um í samfélaginu.
Auðvitað eru gallar á öllu sem gert
er.en mér finnst þetta-ánægjuleg nið-
urstaða í ljósi þeirrar ádeilu sem
hefur verið höfð uppi á undaníornum
mánuðum gagnvart núgildandi
stefnu, “ segir Halldór. -ns
Keflavíkurflugvöllur:
Bergþórshvoll:
Ekkibyggtá
gamlabæjar-
hólnum
„Þetta er allt eins vel gert og
verða má, Leifamar af húsunum
verða felldar ofan í grunnin af
íbúðarhúsinu og haughúsinu.
Það verður síðan sléttað yfir og
sáð í sárið,“ sagði Þór Magnússon
þjóðminjavörður þegar hann var
spurður hvernig gengiö yröi frá
bæjarhólnum þar sem gamla
íbúðarhúsið á Bergþórshvoli stóð
en nú er að mestu lokið við að
rífa það.
„Það verður ekki byggt aftur á
hólnum í framtíðinni, hánn verð-
ur friðaður. Sú hugmynd hefur
komið fram að reisa þar útsýnis-
skifu svo menn geti glöggvað sig
á helstu kennileitum í nágrenn-
inu. Það væri mjög smekklegt."
Það er dóms- og kirkjumála-
ráðuneytiö sem fer með Berg-
þórshvol en Þjóðminjasaínið hef-
ur einnig hagsmuna að gæta þar
sem staðurinn er sögustaður.
„Það eru ekki fyrirhugaöar
neinar fornminjarannsóknir á
Bergþórshvoli í framtiðinni.
Matthías Þórðarson gróf í gamla
bæjarhóhnn 1927 ogKristján Eld-
jám árið 1951. Við teljum að það
sé búið að rannsaka allt það
svæði sem máh skiptir,“ scgir
Þór. -J.Mar
0,2 prósent af nýja slitlaginu ónýtt
„Það hefur komiö í ljós að 0,2 pró-
sent af Ralumatic-laginu, sem er
bindiefni og lagt var á austur-vestur
braut og á annan endann á norður-
suðurhraut á Keflavíkurflugvelli, er
skemmt og það þarf að gera við
þaðsegir Asgeir Einarsson, skrif-
stofustjóri hjá Flugmálastjórn í
Keflavík.
„Það er talið að bindiefnið sé
skemmt vegna mistaka við lagningu.
Það vom þýskir imdirverktakar sem
voru fengnir til að leggja það.
Um leið og komið hafa í ljós
skemmdir á malbikinu hefur verið
gert við þær og á meðan hafa braut-
irnar ekki verið notaðar. Þetta hefur
ekki valdiö neinni hættu og engum
töfum eða •truflunum á flugi,“ segir
Ásgeir.............. -J.Mar