Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991.
Fréttir
Hæstaréttardómur vegna gatnagerðargjalda flölda íbúa 1 Vogum:
Húseigendur greiði af
„þjóðvegi í þéttbýli“
- þrátt fyrir að hreppurinn fengi greitt fyrir lagningu slitlags úr vegasjóði
Hæstiréttur hefur dæmt 14 húseig-
endur í Vatnsleysustrandarhreppi til
aö greiða umtalsveröar fjárhæöir
vegna gatnagerðarframkvæmda i
Vogum áriö 1987. Hér er um að ræða
fjárhæðir frá á annað hundrað þús-
und upp í á aðra milljón króna.
''Níu af ofangreindum húseigendum
voru dæmdir til að greiða gatnagerð-
argjöld við Hafnargötu í Vogum þrátt
fyrir að hreppurinn hafi áður fengið
greitt fyrir lagningu slitlags á götuna
úr vegasjóði, þar sem gatan er talin
þjóðvegur í þéttbýli. Fimm manna
dómur Hæstaréttar klofnaði í af-
stöðu sinni til málsins. Bjarni K.
Bjarnason og Hjörtur Torfason skil-
uðu hvor sínu séráliti. Auk þeirra
dæmdu málið hæstaréttardómararn-
ir Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn
Bragason og Þór Vilhjálmsson.
Vatnsleysustrandarhreppur höfð-
aði mál og tapaði því í undirrétti þar
sem sýnt þótti að hann hafði ekki
gætt ákvæða laga við álagningu svo-
kallaðra B-gatnagerðargjalda þegar
bundið slitlag var lagt á götur í Vog-
um árið 1987. Húseigendur töldu
óréttmætt að meðalkostnaður yrði
reiknaður út án þess að óbyggðar
lóðir væru teknar með í reikninginn.
Undirréttur féllst á þau rök. Á þess-
um forsendum dæmdi fjölskipaður
héraðsdómur hreppinn til að bera
kostnað við framkvæmdirnar, svo
og málskostnað. Hreppurinn áfrýjaði
málinu og krafðist greiöslu fyrir
götuframkvæmdirnar auk vaxta og
vaxtavaxta frá 1987.
Niðurstaða Hæstaréttar var á þá
leið að umrædd álagningin hefði ver-
ið réttmæt og hnekkti þar með hér-
aðsdóminun. íbúum við Hafnargötu
. verður því gert að greiða gatnagerð-
argjöld við „þjóðveginn í þéttbýli“.
Dómurinn taldi einnig að í lögum sé
heimild til að reikna gatnagerðar-
gjald miðað við rúmmál bygginga,
eins og hreppurinn hafði gert í þessu
tilfelli. Niðurstaðan fólst einnig í að
hreppurinn hefði ekki farið út fyrir
þau mörk sem honum eru sett við
að reikna út meðaltalskostnað með
tilliti til álagningar á hvern húseig-
anda. Málskostnaður fyrir héraði og
fyrir Hæstarétti var felldur niður.
Húseigendurnir 14 voru hins vegar
ekki dæmdir til að greiða vexti nema
frá þingfestingardegi árið 1989.
Samkvæmt upplýsingum DV eru
fleiri hliöstæö mál frá öðrum stöðum
á landinu í umferð í dómskerfinu.
Umboðsmaður Alþingis hefur einnig
haft svipuð mál til umfjöllunar. -ÓTT
Hér sést hin umdeilda Hafnargata sem liggur frá bryggjunni i Vogum upp
á Reykjanesbraut. DV-mynd GVA
Hofsós:
Roskin hús-
móðir tók
saumastof-
una á leigu
- saumar íslenska fánann
Þórhallur Ásmundss., DV, Nl. vestra:
„Það kemur enginn til okkar
til að bjóða okkur góða vinnu
þegar við erum oröin fullorðin.
Það er þá bara h'tið eftirsótt
vinna og því er um að gera að
halda áfram eins lengi og mögu-
legt er," segir Svanhildur Guö-
jónsdóttir, roskin húsmóðir á
Hofsósi, sem tekið hefur
saumastofuna þar á leigu.
Kaupfélag Skagfirðinga hætti
starfrækslu saumastofunnar
um síðustu áramót.
Það verður því haldið áfram
að sauma íslenska fánann á
Hofsósi. Þorpið við austanverð-
an Skagafjörð er eini staðurinn
þar sem íslenski fáninn og þjóð-
fánar annarra þjóða eru saum-
aðir hér á landi. Hins vegar er
talsverður innflutningur á fán-
um.
„Ég mun einnig sauma vinnu-
sloppa og fatnað fyrir ýmsa
vinnustaði; mjólkursamlög,
sláturhús og vorkstæði. Maður
er að vona að gamlir viöskipta-
vinir saumastofunnar haldi
tryggð við hana og nýir bætist
við. Það væri gaman að geta
útvegað einni eða tveimur kon-
um til viðbótar hér vinnu eins
og verið hefur síðustu misseri
þegar verkefni hlaðast upp,“
sagði Svanhildur.
Fiskverkafólk:
Óttumst að
ekkert verði
efftir handa
okkur
- segir Aðalsteinn Baldursson
„Við óttumst að það verði ekkert
eftir til skiptanna handa fiskvinnslu-
fólki þegar kemur að því að semja
við það. Það hefur orðið framleiðn-
iaukning hér í frystihúsinu og hún
hefur orðið til vegna hagræðingar
innan fyrirtækisins. Okkur hafði
verið sagt að við ættum að njóta þess.
Þaö fáum við hins vegar ekki heldur
renna peningarnir beint út á sjó,“
segir Aðalsteinn Baldursson, trúnað-
armaður starfsfólks hjá Fiskiðju
Húsavíkur, um ummæli Tryggva
Finnssonar framkvæmdastjóra í fjöl-
miðlum þess efnis að ekki sé svigrúm
til að hækka laun fiskverkafólks hjá
fyrirtækinu.
Fiskverkafólk um allt land ræðir
nú um kjarabætur sér til handa til
samræmis við það sem sjómenn hafa
þegar fengið. Það er ljóst að víða
verður fundað á næstu dögum og í
kjölfarið verður tekin ákvörðun um
hvert framhaldið verður. Það er þó
ljóst að fiskverkafólk vill víðast hvar
ná fram 7 til 9 prósenta launahækk-
un nú þegar.
í liðinni viku skrifaði starfsfólk
Fiskiðjunnar á Húsavík undir bréf
þar sem það óskaði eftir viðræðum
við fyrirtækið um launahækkanir.
Beiðnin verður tekin fyrir á fundi í
næstu viku og eftir það verður fund-
ur með framkvæmdastjóra og starfs-
fólkí þar sem málin verða rædd.
„Við erum ekki á móti því að bol-
fisksjómenn fái launahækkanir, þaö
eru þeir sem við erum að tala um
þegar við ræðum um launahækkanir
til sjómanna en ekki rækjusjómenn
því þeir hafa orðið fyrir kjaraskerð-
ingu að undanfórnu. En okkur finnst
að við sem vinnum bolfiskinn meg-
um einnig njóta góðs af batanum,"
segirAðalsteinn. -J.Mar
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ:
Vörum við
sérsamning-
um í sjávar-
útveginum
- Það eru gildandi kjarasamningar 1 landinu
Það er ekki vist að hann búri mundi sigra i fegurðarsamkeppni fiska ef
slík keppni væri haldin. Þrátt fyrir það er hann mjög sérstakur fiskur og
afar sjaldgæfur. í Fiskbúö Hafliða kom einn búri i gær og vakti mikla at-
hygli, ekki síst fyrir sérstakan lit sinn en hann er eins rauður og risandi
sól. Það er Bjarni Þór Ólafsson sem heldur á búranum. DV-mynd Hanna
Kvenréttindafélag íslands:
Allar konur í
Kvenréttindafélag íslands hefur Það er sama í hvaða flokki eða lista
boöað allar konur, sem eru í fram- konumar eru, allar eru þær boðnar
boði til alþingiskosninganna í vor, til til fundarins til að ræða um konur í
fundar á Hótel KEA á Akureyri pólitík og fleira er tengist konum.
sunnudaginn 7. apríl. Fundurinnhefstklukkan 17.00. -ns
„Við vöram fyrirtæki í sjávarút-
vegi alvarlega við því að vera aö
semja sér við starfsmenn sína. Jafn-
framt vörum við verkalýðsfélögin
við því ef þau ætla að fara fram með
ólöglegum aðgerðum. Það eru gild-
andi kjarasamningar í landinu, -
hvort sem mönnum finnst það ljúft
eða leitt þá er það staðreynd," segir
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins.
- Samkvæmt nýrri þjóöhagsspá er
sjávarútvegurinn rekinn með hagn-
aði um þessar mundir. Hlýtur það
ekki að ýta undir þaö að fiskverka-
fólk krefjist hærri launa?
„Ég hef skilning á því að kjarabæt-
ur til handa sjómönnum komi undar-
lega við fólk. Sérstaklega þegar þær
eru kórónaðar með 20 þúsund króna
meðgjöf úr ríkissjóði á mánuði í
formi skattaafsláttar. Auðvitað er
þetta fullkomlega gahð.
Þó að þeir sjómenn, sem stunda
botnfiskveiðar og taka laun sem
hluta af aflaverðmæti, hafi fengið bót
núna gildir ekki það sama um aðra
sjómenn. Við horfum á loðnusjó-
menn, rækjusjómenn og þannig get-
um við talið fram fleiri svið þar sem
sjómenn hafa fengið verulegan skell
og þeirra kjör hafa rýrnað verulega.
Þjóðhagsstofnun metur það svo ;
veiöar og vinnsla hafi verið rek:
með um tveggja prósenta hagnaí
Þessi hagnaður er svo ómerkilegi
og svo lítUl að alls staðar annars sta
ar í heiminum hefðu menn veruleg;
áhyggjur af því aö hann væri óviðui
andi. I annan stað verður að horfa
þaö að hagnaðinum er misskipt. Þ;
er útgerðin sem hefur haft veruleí
bót en vinnslan hefur ekki haft har
að sama skapi. Greinin í heild er j
komin upp úr því aö tapa. Mer
mega ekki gleyma því aö fyrir tveir
ur árum þurfti að afla lánsfjár upp
tæplega 9 þúsund milljónir krór
erlendis og stofna hallærissjóði til;
halda fyrirtækjum í sjávarútve
gangandi. Um síðustu áramót vor
vanskil á vaxtagreiöslum af þessu:
lánum á íjórða hundrað milljónir e
þá voru menn ekki farnir að bor;
af lánunum sjálfum. Fyrirtæki, sei
hafa þurft á fyrirgreiöslu atvinm
tryggingar- og hlutaíjársjóðs ;
halda á síðustu tveimur árum, hljó:
aö láta það ganga fyrir að starida v
skuldbrndingar sínar áður en þa
fara aö gera sig góö út í frá með þ
að stofna til útgjalda sem þau gei
ekki staðið undir,“ segir Þórarinn,
-J.Mí