Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 13 Mín fyrstu leikföng voru íslensk orð „í sáningu málsins í ungar sálir og ræktun þess til viðhalds kjamgresi tungunnar eiga ljóðin, er lærast með tungutökunum, þar á meðal lausa- vísur, bamagælur og alls konar þul- ur sinn ómetanlega þátt, bókstaflega talað ómetanlegan. Stundum era það vísur, sem fleygt er fram í gamni og gleymast á samri stund. Mikið af þessu er vitanlega léttmeti, eins og verða vill um rímþjáðan kveðskap, enda liggur þýðing alþýðuvísunnar oftast nær á öðru sviði en bstarinn- ar. Hún er jarðvegurinn. Skáld og ritsniilingar geta aldrei til lengdar viðhaldið máli sem eyðist og fólnar á vömrn alþýðu. Eigi sjálfstæði landsins að verða annað og meira en sýndargjöf tví- ræðra tíma til þjóðar, sem vart hefur á sér fulan andvara gegn þeim vand- sénu og vandráðnu hættum, er Vísnaþáttur Torfi Jónsson læðast að á mjúkum þófum óverð- skuldaðrar velgengni, verða íslend- ingar að gera sér ljóst hvar fjöregg þeirra er falið - og vernda það.“ Svo fórast Gunnari Gunnarssyni skáldi orð í grein sem hann nefnir „Þáttur tungunnar“, en hana er að finna í bók hans, Árbók 45. Halldór Laxness komst endur fyrir löngu svo að orði að: „málfar okkar fékk einkenni sem tekið hafa keim af villtum jurtum". Þær er víst helst að finna í sveitum landsins og þaðan er líkiegt að þessi gamla staka sé ættuð: Upp til sveita íslenskt mál á sér margan braginn. Raulaðu þá við rokk og nál, reyndu, það styttir daginn. Á gömlu blaðsnifsi í úrkhppusafni mínu, sem ég tel helst að sé úr Al- þýðublaðinu, er eftirfarandi ljóð eftir Eyjólf Wíum og nefnist Perlan dýra: Eina helst á arfleifð þér ég bendi, enginn sem að rændi, stal né brenndi, máhð, sem þér móðir og faðir kenndi, máttu aldrei láta það af hendi. Gegnum ár og aldir er sú dýra perla arfur árum frá, vér þá vorum kvaldir vissu fáir gerla hve dýr var sjóður sá. Finnst nú hvergi fegra mál í heimi, fegurð þess ég vona að enginn gleymi, þó um eilífð enska dýrð hann dreymi • og drottni yfir landsins mikla seimi. Ein er sú kona íslensk, sem skrifað hefur öðrum konum meira í blöð um íslenskt mál. Hún heihr Þórunn Guð- mundsdóttir og er Sóknarkona, að sagt er í viötali sem Kristín Marja Baldursdóttir átti við hana og birtist í Mbl. 15. okt. sl. Þessi kona gæti sem best kennt ailflestum kennurum við Háskóla íslands að tala móðurmálið, og væri satt að segja ekki vanþörf á því. Þann 9. júní 1961 birtist grein eftir hanal Tímanum og var fyrir- sögnin: Fáein orð um eitt orð. Þar fjallaði hún um þá meinlegu hugs- unarvillu sem framkemur í setning- unni: að forða slysi sem ahtof oft kemur fyrir í máh manna „alla leið ofan frá kamarmokaranum og niður til ráðherrans", eins og meistari Þór- bergur komst að orði í „Eldvígsl- unni“. Frá þeim degi hefi ég haldið til haga öllu því sem ég hefi fundið af skrifum hennar í blöðum og lesið aftur og aftur mér til hugarhægðar, og þá einkum grein sem birtist í Mbl. 30. maí 1969 og nefnist „Framtíð íslenskrar tungu“. Ég sting upp á því að greinar Þórunnar um íslenskt mál verði prentaðar eins og þær leggja sig og notaðar sem kennslugögn í skólum landsins, og þá ekki síst í Háskóla íslands. Og grein hennar, „Viðhorf th ljóðagerðar“, sem birtist í Tímanum 1960, mætti gjama fljóta þar með. í hinum fjölbreytta hópi skálda og hagyrðinga eru bæði snihingar og hreinir leirbullarar, og raunar allt sem rúmast þar á milli. Ekki veit ég hver orti, né heldur um hvern eftir- farandi vísa var ort, en heldur finnst mér einkunnagjöfin slök: Hálfdauður (N.N) í hungurskút skrækir, hugsanir sínar í málvihum flækir, hortittasmíðar og rassbögur rækir, röksemdir ahar th heimskunnar sækir. Sigmundur Guðnason frá Hælavík í Sléttuhreppi er öllu hógværari og hittir því betur í mark en sá nafn- lausi: Hér er tungan helst th frjáls, en hugsað nokkuð minna. Orðníðinga íslensks máls er allt of víða að finna. Séra Gunnar Pálsson skáld frá Ups- um á Upsaströnd, f. 2. ág. 1714, d. 2. okt. 1791, kvað svo í ljóðabréfi th glapyrðings: íslenskan er eitt það mál sem allir lærðir hæla og aldrei mun þín auma sál annað fegra mæla. Hitt er skaði meiri en má maður nokkur hyggja íslenskuna ef að má út úr heimi byggja. Og vestur-íslenska skáldinu Gutt- ormi Guttormssyni er vel ljóst ghdi ljóðsins til varðveislu íslenskrar tungu þar vestra: Vort fólk er ljóð, er frumort var á feðralandsins tungu, sem íslensk móðir bhtt fram bar og byggðir endursungu. Bílaleiga Flugleiða hefur tekið við Hertz umboðinu á íslandi Hertz er stærsta bílaleiga í heiminum. Þar eru gerðar afar strangar og miklar kröfur um öryggi, viðhald og um- hirðu bílanna svo og um þjónustu við viðskiptavinina. Aðeins erú boðnar til leigu bif- reiðategundir sem hafa áunnið sér traust og hylli almennings og enginn bíll er nokkru sinni afhentur án þess hafa gengið í gegnum nákvæma öryggis- og þj ónustuskoðun. Samvinna Bílaleigu Flugleiða og Hertz tryggir viðskiptavinum Flugleiða öryggi og þjónustu eins og best gerist á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hún stuðlar að bættri þjónustu innanlands og tengir Flugleiðir beint við alþjóðlegt bókunarnet Hertz. Síminn er 690500 og fax 690458.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.