Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 25 David Lynch: Geggjað góðmenni Langar þig til þess aö sjá eitthvað skrýtiö? Eða kannski beinlínis af- brigðilegt. Þá er tilvaUð að gerast aðdáandi leikstjórans David Lynch. Lynch er í tísku um þessar mund- ir. Hann og hans hugarheimur er eitthvað sem allir vilja kynnast nán- ar. Hann er heilinn bak við kvik- myndir eins og Eraserhead, Dune, Fílamaðurinn, Blue Velvet og nú síð- ast Wild at Heart eða Tryllt Ást. Það sem tryggði þó endanlega vinsældir hans voru sjónvarpsþættirnir um Tvídranga sem er trúlega sérstæð- asta morðgáta sem sést hefur í sjón- varpi. Þættirnnir hafa alls fengið 14 Emmy verðlaun og breytt Lynch á örskömmum tíma úr listrænum sér- vitrum leikstjóra sem fáir dáðu í heimsfrægan listamann. fjórar mínútur á lengd og sambland af brúðuleik og hefðbundinni kvik- myndagerð. Sú mynd tryggði honum styrk frá Amerísku kvikmyndastofn- uninni sem gerði honum kleift að gera kvikmynd sem hét The Grand- mother og sú var heilar 34 mínútur. Sú mynd varð hans aðgöngumiði að Beverly Hills Center for Advanced Film Studies. Hann flutti þá til Los Angeles 1970 og hefur búið þar æ síð- an. ■ Meðan hann lagði stund á listnám einbeitti Lynch sér að listmálun og hefur kvikmyndum hans oft verið líkt við málverk og þeim lýst með tilvísunum í Ustasöguna. Þannig er Dune sem hann gerði eftir sögu Frank Herbert líkt við bar- okkmálverk en Fílamanninum við silfurætingu. Blátt flauel er sagt líkj- ast Salvador Dali og Gustav KUmt og Egon Shiele hafa verið nefndir sem áhrifavaldar. Lynch málar enn í dag í frístundum sínum þó hann sé á kafl í kvikmyndagerð og teiknar ennfremur teiknimyndaseríu sem heitir The Angriest Dog in the World eða heimsins reiðasti hundur og birt- ist í nokkrum dagblöðum vestra. Það er allt nýtt „Það er allt nýtt,“ segir Lynch. , ,Það verður alltaf að horfa á heiminn eins og þú hafir aldrei séð hann áður Sérvitur, geggjaður, snillingur. Þetta eru orð sem hafa verið notuð til þess að lýsa David Lynch og verkum hans. og þá kannski sérðu hann í nýju Tryllt ást þegar hún segir: „Heimur- ljósi.“ inn allur er villtur i hjarta og veikur „Þetta er skrýtinn heimur,“ segir í huga.“ unglingurinn Jefírey í Blátt flauel. -Pá Við þetta mætti bæta orðum Lulu í Hieronymus Bosch Ameríku Lynch hefur verið kallaður Hieronymus Bosch Ameríku nútím- ans eða sambland af Norman Rock- well og Francis Bacon. Persónulega er hann góðmennskan uppmáluð og hefur oft verið sagður nauðalíkur Jimmy Stewart. Hann er skælbros- andi vanafastur íhaidsmaður hið ytra og hefur m.a. pantað sér súkku- laðihristing á sama veitingastaðnum á hverjum degi í sjö ár samfleytt. En það er ekki þessi hlið á persónu- leika Lynch sem hefur aflað honum þeirrar frægðar sem hann nú nýtur. Það er hin hliðin sem gat áf sér Blátt flauel, kvikmynd sem hneykslaði bíógesti fyrir nokkrum árum með lýsingunum á kvalalostasambandi tveggja einstaklinga og afskiptum saklauss borgarpilts af hinum dekkri hiiðum mannlífsins. í sumar gerði hann síðan Tryllta ást þar sem annað hálfgeggjað par lék lausum hala á tjaldinu og enn var það raunveru- leikaskynjun Lynchs og túlkun hans og viðhorf til ofbeldis og kynlífs sem olli því annars vegar að myndin var verðlaunuð á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hins vegar því að erfitt reyndist að koma henni framhjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu. David Denby, kvikmyndagagnrýn- andi við The New York Magazine, líkti myndinni við hroðalega, sjálfs- eyðandi vúdúbrúðu. Eins og kaþólskur kórdrengur En þó Lynch sé upptekinn af kyn- lífi hafa margir bent á að hans við- horf til þess sé eins og viðhorf ka- þólsks kórdrengs sem er bæði heill- aður og óttasleginn í senn. Flestir eru sammála um að það sé fyrst og fremst hæfileiki Lynch til þess að gera hversdagslega hluti óhugnanlega sem gerir hann að listamanni ásamt auga hans fyrir því óraunverulega. Sumir hafa sagt að kvikmyndir hans gerist í „Lynchlandi" þar sem engin leið er að greina ímyndun frá raun- veruleika. Þar verður hversdagleik- inn líkastur martröð þar sem ekkert er eins og það sýnist vera. Sjálfur segir hann að kvikmynd sé eins og tilfinning, þ.e. erfitt að lýsa henni. Andrúmsloft myndarinnar skiptir þannig meira máli en hin ytri umgjörð. Bjó í Twin Peaks David Lynch fæddist árið 1946 og ólst upp á hálfgerðu flakki með for- eldrum sínum. Faðir hans var skóg- arstarfsmaður og starfið útheimti búsetu í ótal smábæjum í Bandaríkj- unum, þar á meðal Missoula, Sand Point og Spokane. í þessa reynslu sækir hann margt í þáttaröðinni um Twins Peaks því þó sá bær sé aðeins til í hans hugarheimi þekkir hann hliðstæðurnar af eigin raun. Eftir menntaskóla stundaði hann nám við listaháskóla í Boston og Philadelphiu. Við skólann í Phila- delphiu gerði hann sína fyrstu kvik- mynd sem hét The Alphabet og var ÞJÓÐARSÁTTIN ENDURGREIDD Frjálslyndir hafa mótað tillögur um breytt staðgreiðslu- kerfi tekjuskatts, sem gerir ráð fyrir breytilegum persónuafslætti. Skattleysismörk hækka í 90.000 krónur á mánuði, og þeir sem hafa tekjur innan við 150.000 krónur á mánuði greiða minni tekjuskatt, en í núverandi kerfi. Með kerfi Frjálslyndra eru, að hluta til, endurgreiddar þær fórnir sem þjóðarsáttin lagði á þá sem lægst hafa launin. FRJÁLSLYNDIR Ef þú vilt vita meira um þetta skattkerfi eða önnur stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við kosningaskrifstofur okkar, eða óskaðu eftir að frambjóðendur heimsæki vinnustað þinn. ATKVÆÐI GREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.