Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Bush styður Saddam Bush Bandaríkjaforseti ber ábyrgð á íjöldamorðum hers Saddams Hussein á Kúrdum og sjítum. Hann lét stöðva landhernaðinn í írak of snemma og leyfði íraks- her að sleppa úr herkvínni með hergögn sín. Þetta gerði hann til að vernda stjórn súnníta á landinu. Til að bæta gráu ofan á svart gaf Bush í skyn, að bandamenn teldu æskilegt, að uppreisnarmenn í írak steyptu stjórn Saddams Hussein af stóli. Þar með leiddi hann uppreisnarmenn til slátrunarinnar, sem nú stend- ur yfir á vegum skjólstæðings hans i írak, Saddams. Er uppreisnarmenn voru komnir fram í dagsljósið, kippti Bush að sér hendinni. Hann keyrði yfir ákvarðan- ir Schwarzkopfs, herstjóra síns, og leyfði Saddam Hus- sein að beita þyrluher sínum að fullu gegn uppreisnar- mönnum. Þannig leiddi Bush Kúrda og sjíta í gildru. Þetta er eins og DV spáði í leiðara fyrir rúmum mán- uði, þegar lauk landhernaði bandamanna í írak. Þá var enn einu sinni ítrekað hér, að Bush vildi ekki treysta lýðræði í löndum við Persaflóa, heldur styðja við bak miðaldaemíra og harðstjóra gegn íransklerkum. Komið hefur í ljós í liðnum mánuði, að Bush er hætt- ur að þiggja ráð evrópskra ráðamanna og hallar sér eingöngu að konungsættinni í Saúdí-Arabíu. Miðalda- prinsarnir og Bush eru sammála um, að einhver herfor- ingi úr röðum súnníta eigi að ráða fyrir írak. Að vísu telja Bush og miðaldaprinsarnir, að betra sé, að Saddam Hussein haldi ekki völdum, heldur verði steypt af einhverju öðru óargadýri úr röðum herstjóra súnníta. Að mati Bush og prinsanna má ólgan í Irak ekki leiða til, að völd Kúrda og sjíta aukist. Ennfremur er prinsum Saúdí-Arabíu og furstadæm- anna við Persaflóa mjög illa við, að vestrænir lýðræðis- straumar hafi áhrif á svæðinu. Þeir vilja til dæmis alls ekki, að lýðræðislegra stjórnarfari verði komið á í Kú- veit eftir að landið var unnið úr höndum írakshers. Flest bendir til, að emírsættin í Kúveit ætli að halda fast í fyrri miðaldavöld sín, jafnvel þótt hún geti, vegna uppljóstrana í fjölmiðlum, ekki framkvæmt áætlanir sínar um dauðasveitir gegn lýðræðissinnum. Hún fer að öðru leyti sínu fram í skjóli Bush Bandaríkjaforseta. Bush er ekki einn um þessa stefnu. Hann er studdur af stofnun, sem Bandaríkjamenn kalla Þokubotna, það er að segja utanríkisráðuneyti landsins. Þar hafa verið elduð mörg mistökin í utanríkisstefnu Bandaríkjanna á síðustu áratugum og þetta mál er eitt þeirra verstu. Komið hefur í ljós, að utanríkisráðuneytið studdi Saddam Hussein alveg fram að fyrsta degi stríðs hans gegn Kúveit. Það studdi hann til árásarstríðs gegn íran, lokaði augum fyrir notkun hans á efnavopnum gegn Kúrdum og rosalegu vígbúnaðarkapphlaupi hans. Utanríkisráðuneyti og forsetaembætti Bandaríkjanna hafa skipulega hunzað lýðræðisöfl meðal írakskra út- laga og jafnvel kerfisbundið neitað þeim um áheyrn. Þetta gilti fyrir innrásina í Kúveit, sem útlagarnir höfðu réttilega spáð, og gildir enn þann dag i dag. Bush Bandaríkjaforseti var fyrir rúmum mánuði sig- urvegari stríðsins við Persaflóa. Frá þeim tíma hefur hann notað aðstöðu sína sem sigurvegari til að hjálpa hinum sigraða við að kveða Kúrda og sjíta í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Hans ábyrgð er þung sem blý. Það eru fleiri en Saddam Hussein, sem hafa gerzt sekir um hrikalega glæpi gegn mannkyninu. Bush Bandaríkjaforseti er einn af verra taginu. Jónas Kristjánsson Olíunni er bjargað, fólkið má farast Erlendir fréttamenn voru komnir tugum saman til íraska Kúrdistan áöur en her Saddams Hussein hóf leiftursókn til aö heimta svæðið úr höndum uppreisnarmanna Kúrda. Þeir fylgdu flóttamannastraumn- um aö landamærum nærliggjandi ríkja og var sleppt yfir landamæra- línur sem enn eru lokaðar Kúrdum þegar þetta er ritað. Lýsingar þeirra á því sem þama er að gerast eru yfirþyrmandi. Fólkið hrekst um fjalllendið, víða snævi þakið, á hvers konar farar- tækjum, ógangfærum er jafnvel ekið í hjólastólum. Flestir eru þó fótgangandi. Fjölskyldur reyna eft- ir mætti að halda saman. Matur er af skornum skammti, skjólfatnað- ur sömuleiðis. Sjá má konur á sloppum einum sem þær brugðu yfir sig þegar flóttinn brast á. Fjöldi gengur berfættur. Ungbörn krókna í kuldanum og konur taka jóðsótt á sköflum. Stórskotalið og fall- byssuþyrlur Saddams halda svo uppi árásum á þessa varnarleys- ingja. Þarna er beinlínis um þjóðflutn- inga að ræða. Opinberar heimildir í Tyrklandi segja að íjórðungur milljónar íraskra Kúrda stefni þar að landamærunum. íranir segjast búast við hálfri milljón að sínum landamærum. Alls er talið að á þriðju milljón manna sé á hrakn- ingi um fjalllendið í Kúrdistan, meira en helmingur kúrdneska þjóðarbrotsins í írak. Kúrdar í Norður-írak og múslím- ar af trúflokki sjíta í suðri hófu allsherjaruppreisn gegn stjórn Saddams Hussein fyrir mánuði. Þá hafði George Bush Bandaríkjafor- seti heitið á íraka að velta af sér oki harðstjórans. Enginn vafi er á að uppreisnarmenn væntu stuön- ings, beins eða óbeins, frá herliði undir yfirstjórn Bandaríkjaforseta sem hefur sjötta hluta íraks á valdi sínu. En þegar á reyndi var öðru nær. Þriðjudaginn fyrir páska rýmkaði Bush meira að segja um hendur Saddams og herforingja hans við að brytja niöur landslýðinn þegar hann lét talsmann sinn tilkynna frá Hvíta húsinu að Bandaríkjaher í írak hefði fyrirmæli um að láta flug íraskra herþyrlna afskiptalaust meðan það ógnaði honum ekki beinlínis. Er þó í vopnahléssam- komulaginu ákvæði sem gaf fulla heimild til að láta bandaríska flug- herinn stöðva þennan hluta múg- morðanna því þar segir að her- þyrluflug sé írökum heimilt til stjórnsýsluþarfa. Kúrdar segja aö bandaríska herstjórnin láti Sadd- am meira að segja haldast uppi að beita árásarflugvélum í árásum á borgir en flug þeirra er skýlaust bannað í vopnahléssamkomulag- inu. Um svipaö leyti og Bush gaf Sadd- am frjálsar hendur til að beita fali- byssuþyrlum sínum gegn Kúrdum fór hann sjálfur til Flórída í páska- frí aö leika golf. Þaðan sendi hann þann boöskap á miðvikudaginn að neyð manngrúans í Kúrdistanfjöll- um kæmi Bandaríkjastjórn ekki við og írakar yrðu að leysa sín mál sjálflr. En geta Saddams til að berja nið- ur uppreisnir af þeirri fáheyrðu grimmd sem hann er löngu kunnur að stafar einmitt af því á hverri stundu George Bush ákvað að ljúka stríðinu. Komið er á daginn að Norman Schwarzkopf yflrhers- höfðingi lagðist gegn því aö stöðva sókn bandamannahersins 27. febrúar, áður en hringnum var lok- að um flýjandi hersveitir íraka, þar á meðal að minnsta kosti þrjár her- deildir Lýðveldisvarða, einvalaliðs Saddams. Þessi liðsafli slapp því með mikið af þungavopnum sínum yfir Efrat til Basra, um gatið á herkvínni sem yfirhershöfðinginn vildi fá sólarhring í viðbót til að loka. Ástæðan fyrir afstöðu Banda- ríkjástjómar, segir Josheph Fitch- ett í Intemational Herald Tribune Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson 27. mars, er þannig vaxin aö hana er ekki hægt að gera opinbera held- ur aðeins orða í trúnaðarsamtölum og þá því aðeins að nöfnum heim- ildarmanna sé haldið leyndum. Þeir sem ferðinni ráða, hefur Fitch- ett eftir ónefndum, -bandarískum háembættismanni, „leggja enga blessun yflr það sem Saddam að- hefst eða hvernig hann fer að því en þeir eru ekkert hnuggnir yflr að horfa á hann þurfa að vinna „skítverkin" við að berja niður... uppreisnir eftir ósigur íraks“. Að því loknu er vonast til í þessum hundingjaherbúðum að hallarbylt- ing verði gerð í Bagdad og við taki ný herstjórn án Saddams sem Bandaríkin geti tekið upp samband við. Ljósar verður ekki sagt, bæði í orði og verki, aö það voru olíuhags- munirnir helberir og einir sem voru úrslitaástæðan til að George Bush fór í stríö við írak þótt annað væri látið í veöri vaka til að safna liði á alþjóðavettvangi. Nú er sigur unninn og ráðagerðir uppi um að koma á fastri herstjórnarstöð Bandaríkjanna í Bahrein og her- stöð í Saudi-Arabíu í hjarta olíu- svæðisins. En þegar meirihluti íraksbúa rís upp gegn Saddam, að beinni áeggj- an Bandaríkjaforseta, fer George Bush að leika golf og lætur sér fátt um finnast þótt þeir sem hann hef- ur ginnt út á blóðvöllinn gegn ofur- efli séu brytjaðir niður í óshólmum Millifljótalands eða krókni unn- vörpum á flótta um reginíjöll. Ásóknin í drottnunarstöðu á olíu- auðugasta svæði hnattarins knýr áfram stefnu Bandaríkjastjórnar á þessum hjara. En fylgifiskur þess hreyflvaka er andstaða við breyt- ingar í lýðræðisátt í ríkjunum á svæðinu. Akkeri bandarísku að- stöðunnar er bandalagið við Saudi konungsættina, einvalda ofsatrú- armenn sem eiga skammt að telja til eyðimerkurræningja. Þeir óttast lýðræðisbreytingar umhverfis sig og eftir að stríði lauk hlustar Bush ekki hót á bandamenn sína í Evr- ópu né löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni, bara Sauda. Fyrir liggur samkomulag allra helstu samtaka íraskra stjórnar- andstöðuhópa um að taka höndum saman við að koma á lýðræðisleg- um stjórnarháttum í írak þegar Saddam hefur hrökklast frá. Bandaríkjastjórn vill ekkert af því vita og hefur fram til þessa þver- skallast við að ræða við fulltrúa andstöðuhópanna gegn Saddam. Þó fengu fulltrúar súnníta og sjíta áheyrn í utanríkisráðuneytinu nú í vikunni í fyrsta skipti en fulltrúar Kúrda máttu ekki vera með svo ekki liti svo út sem Bandarikja- stjórn væri að viðurkenna banda- lag lýðræðisaflanna. En viðmæl- andinn var John Kelly aðstoðarut- anríkisráðherra, forn málvinur Saddams frá því Bandaríkjastjórn var sem ákafast að hlaða undir harðstjórann. Þrátt fyrir allt eru skilyrði í írak til að koma á frjálsu þjóðfélagi betri en víða annars staðar á þessum slóðum. Menntun og tækniþekking eru á tiltölulega háu stigi. Reynslan hefur sýnt að tilhliðrun er væn- legra ráð en drottnun eins hóps yfir hinum til aö halda landinu saman. Tilraun til að viðhalda yfirráðum hersins, sem hlutust af nýlendustefnu Breta, eru úr því sem komið er ávísun á land í upp- lausn sem hlyti aö verða bitbein nágrannaríkja. Væri þá skammt úr öskunni í eldinn. Magnús Torfi Ólafsson. Kúrdar á flótta, komnir að ánni Zap sem skilur að írak og Tyrkland. Fátæklegar reytur eru bornar í pinklum, barn situr á háhesti, konur eru margar. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.