Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 47
iLAUGARÐAOUR 6. APRÍLJ591. 59 ( Afmæli l Jóhann Guðbjartsson Jóhann Guðbjartsson húsgagna- smiður, Vesturbraut4, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði í foreldrahúsum. Hann lærði húsgagnasmíði við Al- mennu húsgagnavinnustofuna við Vatnsstíg. Eftir sveinsprófið stundaði Jóhann húsgagnasmíði og starfaði m.a. við iðnina eitt ár í Danmörku. Þá fór hann til Noregs þar sem hann var i farmennsku á norskum milli- landaskipum, auk þess sem hann var til sjós hér heima, m.a. á strandferða- skipinu Esju og rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. Jóhann kom í land árið 1974 og sneri sér þá að vinnslu með ryðfrítt stál. Hann starfaði um skeið hjá Ofnasmiðjunni og síðan hjá Kletti hf. en stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Eðalstál árið 1986 sem hann hefur starfrækt með öðrum síðan. Jóhann starfaði mikið með Félagi óháðra borgara í Hafnarfirði og sat í stjóm félagsins. Hann átti sæti í um- ferðarnefnd Hafnarfjarðar, varfor- maður náttúruverndarnefndar Hafn- arfjarðar og á nú sæti í stjórn Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar. Auk þess sat hann í stjórn Iðju um skeið. Fjölskylda Jóhann kvæntist 8.2.1976 Jó- hönnu Þorgeirsdóttur, f. 14.6.1945, húsmóður, en hún er dóttir Þorgeirs Daníels Lúðvíkssonar og Kristínar Jóhannsdóttur sem búsett eru í Hafnarfirði. Börn þeirra Jóhanns og Jóhönnu eru: Ragnhildur Jóhannsdóttir, f. 6.3.1977, og Þorgeir Daníel, f. 22.4. 1981. Jóhanna átti fyrir soninn Stef- án Pétur ísfeld, f. 27.9.1962, kvæntan Kristínu Sveinsdóttur, f. 17.4.1958, en sonur þeirra er Bjarki Stefáns- son, f. 31.8.1988. Faðir Stefáns Pét- urs er Tómas ísfeld, matsveinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar Jóhanns eru þau Guð- bjartur Jóhannsson, f. 26.7.1907, verkamaður, og Ragnhildur Bjarna- dóttir, f. 25.9.1906, húsmóðir. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Jóhann Guðbjartsson. Jóhann verður að heiman á af- mælisdaginn. Málfríður Stefánsdóttir Málfríður Stefánsdóttir húsmóð- ir, Hrafnistu í Hafnarfirði, er 85 ára ídag. Starfsferiil Málfríður fæddist í Æðey í Ísaíjarö- ardjúpi en ólst upp í Súðavík í Álfta- firði. Hún hefur auk húsmóðurstarfa verið í fiskvinnu, aðallega í Hafnar- firði, og starfað hjá Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar. Hún veitti heimilishjálp Hafnaríjaröarbæjar forstöðu um nokkurt skeið og var í tuttugu ár formaður Mæðrastyrks- nefndarþaríbæ. Málfríöur hefur alla tíð verið virk í félagsmálum, m.a. verið félagi í Slysavarnafélaginu, Verkakvenna- félaginu Framtíðinni og í Soroptim- istaklúbbi Hafnaríjaröar og Garða- bæjar. Fjölskylda Málfríður giftist, 4.8.1928 Axel Schi- öth Gíslasyni, f. 16.10.1896, d. 28.1. 1976. Axel var sonur Gísla Gíslason- ar sjómanns og Kristínar Þórðar- dótturhúsmóður. Málfríður og Axel eignuðust sjö börn, þau eru: Sigríður Oddný, f. 21.1.1925, d. 14.7.1990, var gift Baldri Jónssyni, lækni á Akureyri, og átti með honum sex börn en þau skildu; Stanley Ágúst, f. 17.1.1927, ógiftur og barnlau's; Magnús Axel, f. 28.10. 1929, d. 1930; Kristjana Stefanía, f. 22.7.1930, d. 1931; Garðar Þór, f. 23.12.1933, hafnsögumaður í Stokk- hólmi, kvæntur E vu Mariu og á með henni fjögur börn; Kristín Björk, f. 11.6.1944, gift Matthíasi Einarssyni kaupmanni og eiga þau fjögur börn, og Brynja, f. 3.7.1946, gift Birni Halldórssyni kaupsýslumanni. Málfríður á tvö hálfsystkini, þau eru: Petrína Stefánsdóttir, fluttist til Ameríku 1907, og Haraldur Stefáns- son, búsettur í Bolungarvik. Foreldrar Málfríðar vom þau Málfríður Stefánsdóttir. Stefán Pétursson sjómaður og Kristjana Pálína Kristjánsdóttir, húsmóðir og verkakona. Þau voru búsettáísafirði. Fósturforeldrar Málfríðar voru Magnús Guðbrandsson sjómaöur og Sigríður Oddný Hagalínsdóttir hús- móðir. Þau bjuggu í Súðavík. Til hamingju með afmælið 7. apríl 90 ára Ingvar Brynjólfsson, Lönguhlíð 19, Reykjavík. Guðfinna Jónsdóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Bjarni Fansson, Engjavegi 20, ísafirði. 70 ára Haildóra Sigurjónsson, Ásvallagötu 1, Reykjavik. Ebba Bergsveinsdóttir, Fellsmúla 18, Reykjavik. 60 ára Elín Tómasdóttir, Austurvegi 21, Mýrdalshreppi. Árni Valur Viggósson, Skarðslilíð 4H, Akureyri. 50 ára Magnús Jónsson, Borgarholtshraut 52, Kópavogi. 40 ára Birgir Kjartansson, Arnarhrauni 15, Hafharfiröi. Þórdís Rögnvaldsdóttir, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavik. Pétur Þ. Jóhannesson, Urriðakvísl 13, Reykjavik. Rebekka B. Þráinsdóttir, Fiskakvísl 26, Reykjavik. Georgia Kristmundsdóttir, Hringbraut 31, Hafnarfirði. Valur Ingvarsson, Faxatröö 2, Egilsstöðum, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Efstahrauni 27, Grindavík. Ólöf Maria Eiríksdóttir, HáafeUi III, Fellahreppi. Vilberg Sigtryggsson, Kambsvegi 28, Reykjavík. Guöfinna Þorsteinsdóttir, Miðengi 14, Selfossi. Edda ösp Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi 63, Kópavogi. Örn Ingvarsson, GrenivöUum 28, Akureyri. C V O R HJA TITAN HF 5. - 15, APRIL Opið: Mánud. - föstud. kl. 9 - 18 og laugard. - sunnud. kl. 10-17 COMBIGAIVIP TJALDVAGNAR 0 isec. *"fFEAX„iiv Nýju COMPI CAMP tjaldvagnarnir eru komnir í sýningarsal okkar, af því tilefni veitum við 4% afsláttaf staðfestum pöntunum fyrir 15. apríl TRAUSTUR OG UktJeanneau seglskútur sillinger gúmmíbátar GOÐVR FEIAGI ÍFERÐALAGIÐ TÍTANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 84077 % snekkjur áttavitar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.