Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Alþingiskosningar: Reyknesingar haf a úr mestu að velja Sjö flokkar bjóða fram framboðs- lista til alþingiskosninga í öllum kjördæmum landsins. Þeir eru Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Frjálslyndir, Sjálfstæðisflokkur. Al- þýðubandalag, Samtök um kvenna- lista og Þjóðarflokkur - flokkur mannsins. Heimastjórnarsamtökin bjóða fram í öllum kjördæmum nema á Vestfjörðum. Flestir listanna bárust í Reykja- neskjördæmi en auk ofangreindra flokka munu Verkamannaflokkur- inn, Grænt framboð og Öfgasinnaðir jafnaðarmenn bjóða fram lista í kjör- dæminu. í Reykjavík bárust 9 listar fyrir klukkan 12 á hádegi í gær en þá rann framboðsfrestur út. Það voru sömu listar og í Reykjanesi, að undanskild- um Öfgasinnuðum jafnaðarmönnum sem einungis bjóða fram þar. Verka- mannaflokkurinn skilaði sínu fram- boði sjö mínútum of seint en formað- ur kjörstjórnar, Jón G. Tómasson tók við framboðinu og verður úr- skurðað um lögmæti þess i dag ásaml öðrum framboðslistum sem borist hafa vegna alþingiskosninganna. -J.Mai Slegist um bréf Dagsbrúnar í íslandsbanka LOKI Þaðer einsgott a.ð- . maður erskölióttur. Gróft líkamsárásarmál í Reyðarfirði í rannsókn: Skilinn eftir beinbrot inn og krúnurakaður lá eftir rænulaus í tólf tíma og síminn slitinn úr sambandi Lögreglan á Eskifirði rannsakar nú mál vegna mjög grófrar líkams- árásar tveggja aðila á karlmann á fimmtugsaldri sem var skilinn eftir meðvitundarlaus í blóði sínu, rif- brotinn, nefbrotinn, krúnurakaður og með fleiri áverka á andliti. Fóm- arlambið er talið hafa legið rænu- laust í hálfan sólarhring á heimili sínu á býli í Reyðarfirði eftir árás- ina. Þegar maðurinn komst loks til meðvitundar, eftir hálfan sólar- hring, sá hann að árásarmennirnir höfðu slitið símann úr sambandi. Málsatvik eru þau að tveir menn, annar um fertugt en hinn rúmlega tvítugur, komu á bíl að heimili mannsins að Framnesi. Þetta var aðfaranótt skírdags. Sátu þre- menningarnir síðan við drykkju fram eftir morgni. Þegar ábúand- inn vildi hindra mennina í að keyra ölvaðir heim til sín kastaðist í kekki með þeim. Aðkomumenn undu ekki afskipt- um heimamannsins sem kastaði þá hlut í framrúðu bíls þeirra þannig að sprungur komu í hana. Veittust þá aðkomumenn að honum og barst leikurinn inn i íbúðarhús aft- ur og kom til mikilla átaka. Menn- irnir nefbrutu ábúandann, veittu honum áverka í framan og spörk- uðu í kvið hans þegar hann lá eft- ir. Þegar maðurinn hafði misst meðvitund klipptu mennirnir allt hár af höfði Irans og slitu símami úr sambandi til að hindra að hami hringdi í lögregluna þegar hann vaknaöi. Árásarmennirnir munu hafa yfirgefið Framnes klukkan níu á skírdagsmorgun. Tólf klukku- stundum síðar hringdi ábúandinn að Framnesi heim til lögreglu- manns. Sagðist hann hafa skríðiö nokkurn spöl í annan síma sem var í útihúsi. Þarna búa engir í ná- grenninu. Sjúkrabíll flutti síðan manninn á sjúkrahúsið í Neskaup- stað. Lögreglan hefur þegar yfirheyrt annan árásarmanninn. Frásögn hans ber nokkum veginn saman við frásögn fórnarlambsins. Vitað er um dvalarstað hins. Hann hefur ekki verið handtekinn ennþá en gert er ráð fyrir að bráðlega náist til hans gefi hann sig ekki fram. Árásarmennirnir búa báðir á Reyðarfirði. -ÓTT Í i Margir hafa sýnt áhuga á að kaupa hlutabréf Dagsbrúnar í í slandsbanka eftir að aðalfundur félagsins sam- þykkti að selja þau. Meðal annars vildi lífeyrissjóður Rafiönaðarsam- bandsins kaupa bréfin á 1,8 földu nafnvirði. „Það þykir okkur of lágt, við viljum að minnsta kosti fá tvöfalt nafn- verð,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, í . Þá kom ákveðinn verðbréfasali og auö 1,9 falt nafnverð og stað- reiðslu. „Við vorum nokkuð skotnir því tilboði en hann hætti svo viö á ðustu stundu,“ sagði Guðmundur . Hann bætti því við að margir heföu /nt áhuga og Dagsbrúnarmenn biðu álegir eftir rétta tilboðinu. lón Baldvin Hannibalsson, formaður Uþýöuflokksins, svárar spurning- im lesenda á Beinni línu DV á mánu- lagskvöld kl. 19.30 til 21.30. Síminn s:r 27022. Evrópska efnahagssvæðiö: I Sautján hagfræð- \ ingar sammála Sautján hagfræðingar í ráðgjafar- nefnd ríkisstjórnarinnar um áhrif Evrópska efnahagssvæðisins á ís- lenskan þjóðarbúskap urðu allir sammála um að íslendingar hefðu hag af því að laga leikreglur íslensks efnahags- og atvinnulífs að innri markaði Evrópubandalagsins. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, var formaður nefndarinn- ar. Nefndin hefur þann fyrirvara á að ekki verði endanlega skorið úr um efnahagsleg áhrif þátttöku íslands í Evrópska efnahagssvæðinu fyrr en ljóst verður hvaða samningar takast í yfirstandandi samningaviðræðum. „Það á ekki síst við um hversu langt verður komist í að tryggja hagsmuni íslands vegna sérstöðunn- ar sem skapast af mikilvægi fisk- veiða og fiskvinnslu fyrir íslenskan þjóðarbúskap,“ segir í áliti nefndar- innar. Hagfræðingarnir sautján í nefnd- inni eru: Þórður Friðjónsson, Ari Skúlason, Ásgeir Daníelsson, Bjarni Bragi Jónsson, Björn Arnórsson, Björn Rúnar Guðmundsson, Bolli Þór Bollason, Bolli Héðinsson. Finn- ur Sveinbjörnsson, Friðrik Már Baldursson, Guðmundur Magnús- son, Halldór Árnason, Kristján Jó- hannsson, Már Guðmundsson, Ólaf- ur' Davíðsson, Ólafur ísleifsson og Sigurður Guðmundsson. -JGH Þyrla Gæslunnar til Hvammstanga: Sótti hjartasjúkling Skíðalandsmótið á Isafirði stendur nú yfir og það voru Isfirðingar sem voru fyrstir til að vinna til verðlauna. Á myndinni er Haukur Eiriksson frá Akureyri “ a ■____: _^.1, : 4C bi’IAmnivo nnnm■ rom honn cinraAi í Tími Hanlrc t/ar dQ 20 að koma í mark í 15 kílómetra göngu sem hann sigraði í. Timi Hauks var 49,20 mínútur en næsti maður, Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði, fékk tímann 50,16 minútur. DV-mynd Brynjar Gauti Þyrla Landhelgisgæslunnar var” með kransæðastíflu. Einni og hálfri kölluð í sjúkraflug til Hvammstanga klukkustund eftir að útkallið barst laust eftir klukkan 15 i gær. Þar lenti hafði þyrlan lent við Borgarspítal- hún á íþróttavellinum og sótti mann ann. -kaa Veðrið á sunnudag ogmánudag: Þurrtfyrir sunnan en él fyrir norðan Á sunnudag og mánudag verð- ur norðankaldi eða stinnings- kaldi á landinu öllu. É1 verða norðanlands en þurrt syðra. Frost verður á þilinu 1 til 5 stig og kaldást fyrir norðan. 1 l STÓRKOSTLEG iSpiFIAI v. { n E22 Ertu þú með? - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.