Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. r FYLLINGAREFNI Hinhliðin Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu verði. Gott efni, lítil rýmun, frostþolið og þjappast vel. Ennfremur höfum við fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús sumarið 1991 Mánudaginn 8. apríl verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeirsem ekki hafa áðurdvalið í húsunum hafa forgang til um- sókna vikuna 8.-12. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skip- holti 50A frá kl. 9-17 alla daga. Ath. að ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 7.000. Félagiðá 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 2 á Húsafelli og 1 I Svignaskarði og íbúð á Akureyri, einnig 3 vikur á lllugastöðum. - Stjórnin Utboð Borðeyri 1991 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I lagningu 1,75 km kafla á Hólmavíkurvegi norðan Borðeyr- ar. Helstu magntölur: Fylling 8.000 m3 og neðra burðarlag 7.300 m3. Verkinu skal lokið 15. júlí 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkísins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 22. apríl 1991. Vegamálastjóri Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu leikmanna í 4. kjördæmi til kirkjuþings [ samræmi við samþykkt kirkjuþings 1990 hefur kjör- stjórn við kosningu til kirkjuþings samið kjörskrá vegna kosningar leikmanna í 4. kjördæmi til kirkju- þings. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu og hjá sóknarprestum kjördæmisins (Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæma) til 3. maí 1 991. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist formanni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu fyrir 4. maí 1991. Reykjavík, 4. apríl 1 991 Kjörstjórn Anna G. Björnsdóttlr Ragnhildur Benediktsdóttir Guómundur Þorsteinsson SJÁLPSTJEDISPLOKKURINN UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, 3. HÆÐ. SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof- una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa. „Dreymir um aðhitta30 punda laxinn' - Gunnar Ragnars sýnir á sér hina hliðina Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa, hefur sýnt áhöfnum frystitogara fyrir norðan skrápinn aö undan- fórnu en harðar deilur hafa staðið um launamál háseta á togurunum. Þeim ágreiningi hefur nú lokiö með samningum og togarar ÚA hafa haldið til veiða á ný. Gunnar hefur lengi verið áber- andi í athafnalíiinu á Akureyri en hann var til skamms tíma forstjóri Slippstöövarinnar sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis. DV fékk Gunnar til þess aö sýna lesendum á sér hina hlið- ina. Fullt nafn: Gunnar Sverrir Ragn- ars. Fæðingardagur og ár: 25. apríl 1938. Maki: Guðríður Eiriksdóttir. Börn: Ágústa 31 árs, Ólafur 28 ára, Ragnar 15 ára og Eiríkur og Gunn- ar 12 ára tvíburar. Bifreið: Audi 100 CD árgerð 1988. Starf: Framkvæmdastjóri ÚA. Laun: Bestu launin eru lifandi og skemmtilegt starf. Áhugamál: Skíðaiðkun ogferðalög. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef aldrei á ævi minni fyllt út lottóseöil. Hvað finnst þér skemmtiiegast að gera? Að sitja á bökkum Laxár í Aðaldal á fógru sumarkvöldi er lík- ast paradís og ég veit ekkert skemmtilegra. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Eins og er veit ég ekkert leið- inlegra en að þrefa um launamál. Uppáhaldsmatur: Gellur með kart- öflum og smjöri. Uppáhaldsdrykkur: Manhattatl kokkteill. Hvaða íþróttamaður fínnst þér standa fremstur í dag? Það er Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- water, sem er mig lifandi aö drepa í skokkinu. Hann er fremstur. Uppáhaldstímarit: Lesbók Morg- unblaðsins. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Mér fmnst þetta erfið spurning og best að segja áð það sé mamma. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Hún er svo vitlaus í vaxtamálunum að það er ekki hægt annað en að vera andvígur henni. Hvaða persónu langar þig mest til þess að hitta? 30 punda laxinn sem ég veit að á eftir að ganga í Laxá í Aðaldal i sumar. Uppáhaldsleikari: Þráinn Karlsson. Uppáhaldsleikkona: Sunna Borg, frænka mín. Uppáhaldssöngvari: Luciano Pava- rotti. . Uppáhaldsstjórnmálamaður; Sig- urður Björnsson, bæjarfulltrúi á Ólafsfirði. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég hef nú ekki mikið vit á því, Andrés önd stendur alltaf fyrir sínu. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir eru mitt eftirlætí. Ertu hlyimtur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er hlynntur henni. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Á heildina litið er það gamla Gufan, rás l. Uppáhaldsútvarpsmaður: Það eru umsjónarmenn morgunþáttarins á rás 2, þeir Leifur Hauksson og Ei- ríkur Hjálmarsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það eru veðurfræðingarnir. Uppáhaldsskemmtistaður: Það er Vökuholt, veiðiheimilí við Laxá í Aðaldal. Uppáhaldsfélag í íþróttum: íþrótta- bandalag Akureyrar, þar er ég for- maður, svo ég get ekki gert upp á milli einstakra félaga. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að brjóta niöur múra milli veiða og vinnslu í islenskum sjávarútvegi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Það er alveg óákveðið enn. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.