Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 51
LAIPGAR’DAG'UR 6. APRÍL 1991. 63 Meniung Mynd þessi er tekin á æfingu hjá Óperusmiðjunni fyrir tónleikana á morgun. ’-mynd BG Operusmiðjan heldur tónleika á sunnudag í Óperusmiðjunni sinnum við brenn- andi áhugamálum - segir Jóhanna Þórhallsdóttir, einn aðstandenda Óperusmiðjunnar Óperusmiðjan er hópur söngvara sem hafa starfað með hléum í nokk- um tíma og flutt meðaí annars óper- una Systur Angelíu. Fyrirhuguðum trúartónleikum Óperusmiðjunnar, sem áttu að vera á fóstunni, varð að fresta af ýmsum ástæðum en hafa nú verið ákveðnir annað kvöld í Kristskirkju. Munu þar koma fram yfir tuttugu söngvarar ásamt jafn- stórri hljómsveit og flytja fjölbreytta dagskrá. Einn aðstandenda Óperu- smiðjunnar er Jóhanna Þórhalls- dóttir söngkona og var hún fengin í stutt spjall um Óperusmiðjuna og tónleikana annað kvöld: „Á tónleikunum á sunnudags- kvöldið eru flutt tónverk úr ýmsum áttum. Fyrir hlé verður fluttur páskaþátturinn úr Messíasi eftir Hándel. Eftir hlé verða svo flutt verk úr óperum eftir Puccini, Belhni, Rossini, Verdi og Bizet.“ - Hvað er Óperusmiðjan? „Óperusmiðjan er stór hópur söngvara sem reynir að setja upp prógramm eins oft og hægt er og þá það sem hentar hveiju sinni. Við höfum verið að með hléum frá því viö komum saman nokkrar söng- konur í fyrra og ákváðum að gaman væri að setja upp söngprógrömm af ýmsum gerðum. í þetta skiptið ráð- umst við í þetta kirkjuprógramm og þaö er mikið verkefni aðJcoma þessu saman og kostnaðarsamt. Ætlunin var að vera einnig í vetur með Mozartuppfærslu en viö fengum ekki hús íslensku óperunnar eins og kunnugt er. Við óskuðum eftir hús- næði Operunnar en fengum aldrei fullnægjandi svör. Við störfum þann- ig að við viljum geta stefnt að ein- hverjum ákveðnum dögum til sýn- ingar og þegar svar við óskum okkar um hús er dregið jafnlengi og ís-' lenska óperan gerði getum við ekki haldið upphaflegri áætlun. Við höf- um einnig gagnrýnt skipulagningu íslensku óperunnar. Þar virðist eng- inn vita hvort það á að vera sýning eða ekki og af hverju ekki var hægt að úthluta okkur lausum kvöldum skiljum við ekki.“ - Er Óperusmiðjam mikið áhuga- mál? „Óperusmiðjan er okkur öllum, sem við hana störfum, brennandi áhugamál og um leið metnaður. Við erum öll búin að vera að læra söng og flest okkar búin að vera lengi er- lendis. Við erum nánast öll með tíu ára nám að baki og við viljum láta í okkur heyra. Okkur þykir skemmti- legt að syngja og teljum okkur hafa eitthvað fram að færa.“ - Þið í Óperusmiðjunni hafið áöur fært upp sýningu: „í fyrra vorum við með Systur Angelíu í litlu húsnæði Frú Emelíu í Skeifunni. Það var allt öðruvísi uppfærsla heldur en Mozartupp- færsla á að vera eða hljómleikarnir annaö kvöld verða. Systir Angelía gekk að okkar dómi vel og fjárhags- lega gekk dæmið upp en þá reikna ég ekki með launum fyrir söngvar- ana.“ - Er ekki mikill áhugi hér á landi á óperu og óperusöng? „Það er gífurlegur áhugi á söng hér á landi og tónleikar eru yfirleitt mjög vel sóttir. Starfandi eru margir kórar sem Halda af og til tónleika og þessir tónleikar eru oft vel sóttir. Þaö er til mikill íjöldi góðra söngvara og mik- ill fjöldi er í námi og því er starfsemi Óperusmiðjunnar einn þáttur í að kynna fyrir áhugafólki söngvarana, auk þess sem sú starfsemi veitir söngvurunum aukna reynslu." -HK György Sebök heldur tónleika og leiðbeinir nemendum Breyting á Saunum listamanna Verulegar breytingar hafa verið ákveðnar á launakerfi lista- manna. Þetta gerist samkvæmt nýjum lögum um listamannalaun sem samþykkt voru á Alþingi í lok þingsins. Sú tilhögun verður í framtiðinni að fjórir sj óðir verða starfræktir: Launasjóður rithöf- unda, Tónskáldasjóður, Starfs- launasjóður myndlistarmanna og Listasjóður sem er almennur sjóöur í þágu allra listamanna. Þar eru meðal annars framlög til þeirra sem hafa notið lista- mannalauna undanfarin ár og hafa náö 60 ára aldri. Starfslaun listamanna munu nema samtals 900 mánaðarlaunum en núver- andi listamannalaun, almenn starfslaun og starfslaun úr Launasjóði rithöfunda nema nú 764 mánaðarlaunum. í lögunum er síðan gert ráð fyrir því að bæta við um 60 mánaðarlaunum á ári næstu fimm árin. ingaSó.. Jærstyrk úr Evrópska kvik- myndasjóðnum Evrópski kvikmyndasjóðurinn, EURIMAGES, hefur ákveðið að styrkja tíu kvikmyr.dir í ár sem allar eru unnar í samstarfi fleiri en tveggja Evrópuþjóða. Meðal þessara kvikmynda er íslensk- finnsk-þýska kvikmyndin Ingaló á grænum sjó sem Ásdís Thor- oddsen mun leikstýra en upptök- ur á myndinni hefjast hér á landi í sumar. Upphæðin, sem rennur i hlut Ingulóar..., er um það bil átta milljónir íslenskra króna. Þess má geta að Kvikmyndasjóð- ur íslands veitti 14,3 milljónir króna til gerðar myndarinnar við síðustu úthlutun. Frá því Evr- ópski kvikmyndasjóðurinn hóf úthlutun styrkja árið 1989 hefur 77 kvikmyndum veriö veittur styrkur og má þar nefna sviss- nesku kvikmyndina Veg vonar- Innar sem fékk nýverið óskars- verðlaun sem besta erlenda kvik- myndin. Sú mynd verður sýnd á svissneskri kvikmyndahátið sem mun standa yflr í Regnboganum dagana 14.-20. apríl. Einn Islend- ingur á sæti í úthlutunarnefnd Evrópska kvikmyndasjóösins. Er það Þorsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndsjóðs ís- lands. Fimmta Úrvals- bókin komin út Á elleftu stundu eftir David Lang Dawson er flmmta bókin í bókaflokknum Úrvalsbækur. I bókinni kveður við nýjan tón þar sem sögupersónumar jafnt sem vettvangurinn eru mjög óvenju- legar fýrir spennusögu. Gerist sagan á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Áðalpersónan, Henry, þykist verða var einkenmlegra mannaferða um það leyti sem dauðinn ber að dyrum aUt í kringum hann. Honum þykir heldur ekki einleikið hvemig vistmennirnir týna tölunni einn af öðmm. Höfundurinn er kana- diskur sálfræðingur og fjaflar haxm hér af nærfæmi, kímni og spennu um fólk og aðstæður sem hann gjörþekkir. Prófessorinn, kennarinn og píanó- snillingurinn György Sebök er vænt- anlegur til landsins og mun dvelja hér þrjár daga á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Hann heldur tónleika í Gamla bíói þriðjudaginn 9. apríl. Opnir tíma verða svo í Gerðubergi dagana 10. og 11. apríl. Þar mun Sebök leiðbeina nemendum og er fólki frjálst að koma og hlusta og verður þátttökugjald i lágmarki. Sebök er einn allra eftirsóttasti gestakennarinn í tónlistarheimin- um. íslenskir tónlistarmenn eru meðal þeirra sem hafa komið í tíma til hans og þar á meðal er Hlíf Sigur- jónsdóttir sem segir að fara í tíma til Seböks hafl fyrir hana verið jafn- sjálfsagt og að leika fyrir kennara György Sebök. sinn, Franco Gulli. Sumarnámskeið Seböks í litla svissneska sveitaþorpinu Ernen í Wallis eru víðfræg og þangað streyma á hverju ári fjöldi hljóð- færaleikara og komast færri að en vilja. Um helmingur þátttakenda á þessum námskeiðum eru píanóleik- arar en hinn helmingurinn er strengjaleikarar, blásarar og söngv- arar. Um Sebök segir Hlíf enn fremur: „Hann notar tónhstina aldrei til að koma sjálfum sér á framfæri heldur er hann ávallt auðmjúkur þjónn listagyðjunnar. Sem píanisti er hann ógleymanlegur." -HK Vedur Á morgun verður norðanátt og frost um allt land, él norðanlands en þurrt og víðast léttskýjað syðra. Akureyri Egilsstaðir Keflavíkurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavík Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Berlín Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal New York Nuuk Paris Róm Valencia Vin Winnipeg léttskýjað -1 alskýjað -1 úrkoma 0 heiðskirt 0 snjókoma -2 léttskýjað -1 léttskýjað -3 rigning 10 þokumóða 10 þoka 8 rigning 6 þokgmóða 9 skúr 7 skúr 9 léttskýjað 15 skýjað 9 súld 13 skýjað 12 skúr 8 skýjað 12 skúr 10 heiðskírt 16 skúr 8 hálfskýjað 12 léttskýjað 17 léttskýjað 15 skúr 7 skýjað 9 snjóél -9 skýjað 10 rigning 14 léttskýjað 17 léttskýjaö 18 skýjað 9 Gengið Gengisskráning nr. 64. - 5. april 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,010 59,170 59,870 Pund 105,312 105.598 105,464 Kan. dollar 51,049 51,187 51,755 Dönsk kr. 9,2282 9,2533 9,2499 Norsk kr. 9,0939 9,1185 9,1092 Sænsk kr. 9,7780 9,8045 9,8115 Fi. mark 15,0057 15,0464 15,0144 Fra. franki 10,4516 10,4800 10,4540 Belg. franki 1,7204 1,7251 1,7219 Sviss. franki 41,9552 42,0690 41,5331 Holl. gyllini 31,3975 31.4826 31,4443 Þýskt mark 35,3766 35.4726 35,4407 It. líra 0,04758 0,04771 0.04761 Aust. sch. 5,0296 5.0433 5,0635 Port. escudo 0,4052 0,4063 0.4045 Spá. peseti 0,5727 0,5742 0,5716 Jap. yen 0,43366 0,43483 0,42975 írskt pund 94.534 94,790 95,208 SDR 80,4814 80,6996 80.8934 ECU 72.8803 73,0779 73,1641 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 5. apríl seldust alls 113,741 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meóal Lægsta Hæsta Ýsa. ósl. 0.044 102,00 102,00 102,00 Þorskur, ósl. 2,844 95,91 93,00 99,00 Rauðmagi 0,026 104,00 104,00 104,00 Lúða. fr. 0,424 208,03 150.00 255,00 Smárþorskur 2,644 83,00 83,00 83,00 Lúða 0.330 426,59 380,00 510,00 Keila 0,448 47,00 47.00 47.00 Ýsa 6,304 142.30 134,00 147,00 Ufsi 18,835 61,10 55,00 62.00 Þorskur 55,577 100,23 88.00 103,00 Steinbítur 15,199 49,08 48,00 65,00 Langa 0,728 70,63 70,00 71,00 Koli 3,249 69,82 35,00 107,00 Karfi 4,308 48.90 48,00 52,00 Hrogn 2,774 205,87 200,00 225,00 Faxamarkaður 5. april seldust alls 76,853 tonn. Blandað 0,119 53,00 53.00 53,00 Grálúða 0,072 55,00 55.00 55,00 Hrogn 0.029 95.00 95.00 95,00 Karfi 47.139 35.35 31.00 39,00 Langa 0,112 69,00 69,00 69,00 Rauðmagi 0.204 136,62 130,00 140,00 Saltfiskflök 0,100 310,00 310,00 310,00 Skarkoli 0.331 49,00 49,00 49,00 Steinbítur 11,442 45,78 40,00 66,00 Þorskur, sl. 8,571 109.24 109,00 111,00 Þorskur, ósl. 6.571 97,04 86,00 106,00 Ufsi 0,660 49,00 49,00 49,00 Ýsa.sl. 1,329 110,32 98,00 114,00 Ýsa.ósl. 0,373 133,00 133,00 133,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 5. apríl seldust alls 160,740 tonn. Hrognkelsi 0,015 5,00 5,00 5,00 Langa 1,066 64,02 49,00 65,00 Keila 1,478 39,48 39,00 43,00 Koli 0,161 80,00 80,00 80,00 Undirmál. 0,734 50,00 50,00 50,00 Skarkoli 0,109 68,35 50,00 90,00 Rauðmagi 0,019 123,00 123,00 123,00 Skötuselur 0,164 121,89 120,00 130.00 Ufsi, ósl. 15,819 41,52 35,00 48,00 Karfi 2,472 51,45 49,00 56,00 Ýsa, ósl. 19,492 129,42 110,00 133,00 Steinbítur, ósl. 10,314 41,15 15,00 49,00 Blandað 0,518 31,42 25,00 38,00 Þorskur, ósl. 108,363 93,72 65,00 116,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.