Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 6
LAUGARDAGl/R.e. APRÍL 1J99J. 6 Útlönd Gagnrýni linnir ekki á Bush Bandaríkjaforseta vegna málefna Kúrda: Verstu mistökin frá árásinni á Svínaflóa írakar skjóta á kúrdíska mótmælendur við sendiráðin í Prag og Istanbúl Gagnrýni linnir ekki í'Bandaríkj- unum og víöar um heim á George Bush Bandaríkjaforseta fyrir aö- gerðaleysi meöan hermenn stjórnar- innar í Bagdad ganga á milli bols og höfuös á uppreisnarmönnum Kúrda í Noröur-írak. í bandarískum blööum er stefnu Bush líkt viö mistök Johns F. Kennedy forseta þegar hann hvatti til innrásar á Kúbu viö Svínaflóa eft- ir byltingu kommúnista en hikaöi síöan viö aö styöja innrásarliðið úr lofti. Afleiðingarnar uröu mikill álitshnekkir fyrir forsetann. Saddam Husseinhét Kúrdum í gær sakaruppgjöf í von um að stöðva straum flóttamanna frá írak. Taliö er að nú séu um tvær milljónir Kúrda á flótta í áttina að landamærum Tyrklands og Irans. Þegar eru nokk- ur hundruð þúsund flóttamenn komnir yfir landamærin. Fulltrúar uppreisnarmanna í Dam- askus í Sýrlandi svöruðu þegar í staö meö því að segja að Saddam væri ekki treystandi. Hann heföi síðustu daga látið hermenn sína skjóta á varnarlausa borgara úr þyrlum. Til mótmæla hefur komið við sendiráð Iraka víða um lönd. í Prag og Istanbúl hafa sendiráðsmenn gripið til þess ráðs að skjóta af skammbyssum á mótmælendur til að hrekja þá frá sendiráðunum. í Ist- anbúl lét einn maður lífið og tveir særðust í skothríðinni en í Prag sluppu allir ósárir. Reuter Sextíu mönnum bjargað með þyrlum Sextíu manna áhöfn franska verk- smiðjutogarans Capitaine Pleven II var bjargað með þyrlum eftir að tog- aranum var siglt í strand nærri Gal- way á vesturströnd írlands. Capitaine Pleven II er 2435 tonn að stærð. Mikill leki kom að togaranum við strandið og var flogið með dælur um borð í von um aö takast mætti að halda honum á floti. Skipstjórinn neitaði í fyrstu að fara frá borði en þegar tvísýnt þótti að togaranum yrði bjargað var öll áhöfnin flutt til lands. Stórar björgunarþyrlur frá Bret- landi og Irlandi voru notaðar við björgunina. Enn er ekki ljóst hvort unnt reynist að draga Capitaine Ple- ven á flot en til stendur að reyna þaö. Dráttarbátur er kominn á stað- inn og á að freista þess að forða togar- anum frá að eyðileggjast yið strönd- ina. Engin slys urðu á mönnum við strandið. Björgunarmenn hafa mik- inn viðbúnað í landi til að aðstoða við björgunina. Flóðljósum hefur verið komið fyrir á klettum nærri strandstaðnum til að auðvelda skip- Capitaine Pleven II er 2435 tonna verksmiðjutogari frá Frakklandi. Hann strandaði í gær við vesturströnd irlands. um aö athafna sig. Reuter Simamynd Reuter [úxushás og íbúðirí Þýskalandi Feriendorf Hostenberg Verðdæmi í júní: Flug og lúxushús í tvær vikur, 2 fullorðnir og 2 börn, 2 til 12 ára, kr. 31.430,- Flug og íbúð í 2 vikur, 2 fullorðnir, kr. 38.100,- Flug og bíll, Þýskaland Verðdæmi í júní: Flug og bíll í 2 vikur miðað við 2fullorðna og 2 börn, 2 til 12 ára, kr. 26.300,- Flug og bíll í 1 viku, 4 fullorðnir, kr. 24.900,- Bergman stýrir PétriGaut Þrátt fyrir að Pétur Gautur, leikrit Henriks Ibsen, hafi verið sýndur í öllum helstu leikhúsum heims hefur þessi óstýriláti skúrkur aldrei farið á fjalirnar í Dramaten í Stokkhólmi fyrr en nú í lok mánaðarins. Ætlunin er að frumsýna verkið þann 27. apríl. Ingmar Bergman leikstýrir verk- inu. Hann hefur oft sett þaö á svið áður, t.d. árið 1957 í Málmey með Max von Sydow í aðalhlutverkinu. Hann verður ekki með núna en hins vegar fer Bibi Anderson með hlut- verk Ásu. Hún var í smáu aukahlut- verki í sýningunni árið 1957. TT Karatekappar ætla að verja sjónvarpið Fyrsta óháða sjónvarpsstöðin í Tékkóslóvakíu ætlar aö heija útsend- ingar þrátt fyrir bann stjórnvalda. Stjórnendur stöðvarinnar segjast ætla að fá karatekappa til aö verja sjónvarpshúsið. Einkaleyfl ríkissjónvarpsins hefur verið afnumið en lög um fjölmiöla verða ekki tilbúin fyrr en í maí. Á meðan er öðrum en ríkissjónvarpinu óheimilt að senda út sjónvarpsefni en nýja stöðin fær líklega starfsleyfi í vor. Reuter EV Dallas hættir eftir þrettán ára sigurgöngu Ráðamenn á bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS hafa ákveðið aö hætta framleiðslu á fram- haldsþáttunum Dallas í vor. Síð- asti þátturinn verður frums>Tid- ur vestra þann 3. maí. Sá verður tveggja stunda langur og við sögu koma gamlar hetjur úr þáttun- um, þær sem enn eru á lífi. Þrettán ár eru nú siöan fyrsti Dallas-þátturinn var sýndur. Hann markaði tímamót og í heil- an áratug tóku velflestir fiöl- skylduþættir í bandarísku sjón- varpi á einn eða annan hátt mið af Dallas. Vinsældirnar hafa dvínað nokkuð hin síðari ár og nú er ákveðið að láta þetta gott heita. Rcuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÖVERÐTR. Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb VlSITOLUB. REIKN. 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar i SDR7.1 -8 Lb.lb Gengisb. reikningar í ECU8,1 -9 Lb.lb OBUNDNIR SERKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5,25-6 íb I Sterlingspund 11,5-12,5 Ib Vestur-þýskmörk 7,75-8 Ib Danskarkrónur 7,75-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN óverðtr. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf 7,75-8,25 Lb AFURÐALÁN Isl.krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10.5 Lb Bandaríkjadalir 8.8-9 Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.ib Vestur-þýskmörk 10,75-10,9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. mars 91 7.9 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 3035 stig Lánskjaravísitala mars 3009 stig Byggingavisitala apríl 580 stig Byggingavisitala april 181.2 stig Framfærsluvisitala mars 150,3 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun .-4pril VERÐBRÉFASJÓÐIR 'Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,478 Einingabréf 2 2,956 Einingabréf 3 3,592 Skammtímabréf 1,834 Kjarabréf 5,376 Markbréf 2,866 Tekjubréf 2,059 Skyndibréf 1,597 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,626 Sjóðsbréf 2 1,837 Sjóðsbréf 3 1.820 Sjóðsbréf 4 1.575 Sjóðsbréf 5 1,098 Vaxtarbréf 1.8641 Valbréf 1,7349 Islandsbréf 1.138 Fjórðungsbréf 1,069 Þingbréf 1.137 Öndvegisbréf 1,126 Sýslubréf 1.149 Reiðubréf 1.114 Heimsbréf 1.048 HLUTABRÉF Solu- og kaupgengi aö lokinni jofnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 Eimskip 5.27 5,50 Flugleiðir 2,62 2,72 Hampiðjan 1.80 Hlutabréfasjóðurinn 1,82 Eignfél. Iðnaðarb. 2,05 Eignfél. Alþýðub. 1.47 Skagstrendingur hf. 4,40 Islandsbanki hf. 1,54 Eignfél. Verslb. 1,36 Olíufélagið hf. 6,30 Grandi hf. 2,40 2,50 Tollvörugeymslan hf. 1,00 Skeljungur hf. 6.40 Ármannsfell hf. 2,35 Fjárfestingarfélagið 1.28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3.82 4,00 Olis 2,23 2,33 Hlutabréfasjóður VÍB 0,98 1,03 Almenni hlutabréfasj. 1,03 1.07 Auðlindarbréf 0.975 1.026 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,40 2,50 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb~ Búnaðarbankinn, ib= islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.