Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 5 Fréttir Vatnamót í SkaftafeUssýslu: Ein besta opnun í seinni tíð - veiddu 41 fisk og sá stærsti var 8 punda „Þetta var feiknalega skemmtileg opnun á Vatnamótunum og viö feng- um 41 fisk, sá stærsti var 8 pund,“ sagði Óskar Færseth í gærdag en hann var að koma við fjórða mann frá því að opna Vatnamótin. Þetta er ein af betri opnunum í ánni en mest hafa veiðimenn fengið 50 físka á þess- um tíma árs. „Við fengum 25 af þessum fiskum á flugu sem Jón H. Jónsson hafði hnýtt og heitir Viðbót. Fyrsti dagur- inn var frábær og veiðin var mjög góð. Það var fiskur um allt svæðið þá en svo kólnaði í veðri og fiskurinn hætti að gefa sig. Þegar við fórum heim í morgun var kominn ís yfir allt og ekki mikil veiðivon. í Geir-' Nýr bæjarstjórí ráðinn Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Kristinn Kristjánsson, skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum, verður næsti bæjarstjóri á Egilsstöðum og verður gengið frá ráðningu hans í næstu viku. Kristinn hefur verið skólastjóri á Eiðum í 18 ár. Kristinn og kona hans, Valgeröur Kr. Gunnarsdóttir, eru ættuð úr Árnessýslu. Kristinn Kristjánsson. landsá veiddist ekki eins vel og hjá okkur, þeir fengu aðeins 5 silunga og nokkra niðurgöngulaxa. Líklega hefur fiskurinn næstum allur verið kominn niður eftir til okkar,“ sagði Óskar og sagðist ætla í Geirlandsá í vikunni. G.Bender • Þeir voru vígalegir með hluta aflans seinni partinn í gær, Guðni Birgis- son, Óskar Færseth, Guðjón Þórhallsson og Jón H. Jónsson. Alls veiddu þeir 41 fisk í þessum veiðitúr. DV-mynd G. Bender ANITECH'óÖOl HQ myndbandstæki Árgerð 1991 ,,LONG PLAY" 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna „Euro Scart" samtengi ,,Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sértilboð 29.950 •" stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. GSS Afborgunarskilmálar (JD mm ...þýður, léttur í taumi, viljugur, reistur og... Arið 1988 var Peugeot 405 valinn bíll ársins í Evrópu, og nú þremur árum síðar, og eftir markvissa þróun, getum viö boðið jafnvel enn betri bíl. í Peugeot 405 eru sameinaðir helstu kostir vandaðs fjölskyldubíls; mýkt og þýðleiki, snerpa og lipurð, auk þess sem bíllinn er af mörgum kröfuhörðustu bílagagnrýnendum heims talinn á undan sinni samtíð hvað hönnun varðar - ekki síst vegna sérstakrar styrkingar farþegarýmis til öryggis fyrir farþega. Peugeot 405 býðst í þremur útgáfum og verðflokkum; GL 1.6 5 gíra með 1580 cc vél, GR 1.9 5 gíra með 1905 cc vél og GR 1.9 sjálfskiptur með 1905 cc vél, auk þess sem hægt er að fá bílinn með fjórhjóladrifi. • SPARNEYTINN • LÉTTUR í STÝRI • FJÖÐRUN í SÉRFLOKKI • GLÆSILEG HÖNNUN Verð frá kr. 989.600,- JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.