Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 6. APRIL 1991. 9 Matgæðingur DV kynnir matgæðing vikunnar: „Mamma kenndi mér að elda" - segir Eyjólfur Kristjánsson söngvari „Mamma kenndi mér að búa til mat og það hefur reynst mér gott veganesti í eldhúsinu,“ sagði Eyjólf- ur Kristjánsson söngvari í samtali við DV. Eyjólfur féllst á að vera fyrst- ur í nýju uppskriftahorni sem hér með er hleypt af stokkunum. Þáttur- inn verður með því formi að hver matgæðingur skorar á þann næsta og þannig koll af kolli. Með þessu vill DV ná til þeirra fjöldamörgu óþekktu meistarakokka sem leynast í eldhúsum landsins og fá þá til þess að deila leyndarmálum sínum með lesendum. Orðið matgæðingur, sem hér er notað í stað sælkeraheitisins, þýðir skv. orðabók Menningarsjóðs: mat- maður, eða sá sem á mikinn matar- forða. í orðinu felst að sá sem er matgæðingur er jafnframt ósínkur á að deila honum með öðrum, gefa öðrum að borða. Matgæðingurinn Eyjólfur ætlar að kenna lesendum að elda einfaldan, fljótlegan og ljúffengan kjúkhnga- rétt. Kjúklingaréttur fyrir4-6 1 Vi til 2 kjúklingar 2 laukar ferskir sveppir, 6-10 stykki eftir smekk Krydd: Spicy Season All og Fried Chicken Seasoning Kjúklingurinn er hlutaður niður í átta hluta hver fugl en einnig er hægt að kaupa hann í hlutum. Kjúkl- ingahlutarnir eru settir frosnir í bakka og kryddaðir, fyrst létt með Fried Chicken Seasoning en síðan þaktir með Spicy Season All. Kjúkl- ingurinn er síðan bakaður í ofni við 225°C í um þaö bil 60 mínútur. Við það að setja bitana frosna í ofninn myndast ljúffengt soð sem síðan er hellt yfir bitana áður en þeir eru bornir fram. Laukurinn og sveppirnir eru brún- aðir á pönnu í smjörinu og hellt yfir kjúklinginn með soðinu. Borið fram með bökuðum kartöflum. „Sjálfur nota ég aldrei salat eða neitt þaðan af grænna með þessu en það er náttúrlega hverjum og einum í sjálfsvald sett,“ segir Eyjólfur. „Ég tel alveg „nauðsynlegt" að drekka með þessum sælkerarétti gott rauð- vín og eftir margar kannanir hefur Barolo 82 reynst mér einna best. Þetta er einfaldur réttur en gleður margan munn og maga. Með von um ljúffenga lífsreynslu/' sagði Eyjólfur. Undirbúningur fyrir for Eyjólfs og Stefáns Hilmarssonar til Ítalíu til kepnni fyrir íslands hönd í söngva- keppni sjónvarpsstöðva er kominn á fullan skrið. Nótur hafa verið sendar hljómsveitinni sem Jón Ólafsson BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR Borgartúni 3-105 Reykjavík - Sími 26102 Samkeppni um hönnun húsa yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur Sýning á öllum tillögum sem bárust í keppnina stend- ur yfir í Byggingaþjónustunni, Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. Sýningin stendur til mánudagsins 15. apríl og er opin frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga og 14.00 til 16.00 laugardaga og sunnudaga. Hitaveita Reykjavíkur Borgarskipulag Reykjavíkur BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR Borgartúni 3-105 Reykjavík - Sími 26102 Til íbúa í Folda- og Hamrahverfi Umhverfismótun við Sundabraut frá Gullinbrú að Hallsvegi Á vegum Borgarskipulags hefur verið unnið að hönn- un hljóðtálma, fyrirkomulagi gróðurs og legu göngu- stíga frá Gullinbrú að Hallsvegi. Hér með er íbúum í Foldahverfi og Hamrahverfi, sem telja sig málið varða, boðið að kynna sér uppdrætti og önnur gögn sem v^rða til sýnis á Borgarskipulagi frá 8.-19. apríl 1991. Ef íbúar vilja fá nánari skýringar er þeim boðið að hafa samband við Yngva Þór Loftsson á Borgarskipu- lagi, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, sími 26102 eða 27355, fyrir 19. apríl. mun stjórna og æfingar á sviðs- framkomu hefjast íljótlega. Sjálfur segist Eyjólfur vera í ströngum megrunarkúr vegna fararinnar og lifa mest á vatni og grænmeti um þessar mundir. En hvern vill hann skora á til að sjá um næstu uppskrift. „Ég skora á Gunnhildi Úlfarsdóttur flugfreyju sem ég veit að er snilldar- kokkur og matgæðingur.“ -Pá Eyjólfur Kristjánsson, söngvari og matgæðingur. DV-mynd BG Fermingargjöf - með framtíðina í hnga Allir vilja gefa góða fermingargjöf, en það er enginn leikur að hitta á einu réttu gjöfina. Það er hins vegar auövelt að finna gjöf sem sameinar ótrúlegt notagildi, þroskar einstaklinginn og hef- ur jákvæð áhrif á nám og starf um alla framtíð. Og það sem meira er- ótrúlega mörg fermingarbörn langar einmitt að fá slíka gjöf! FERMINGARTILBOÐ Verö er miðað við staðgreiðslu. VICT0R VPCIIc 30 VGA kr. 109.000,- VICTOR V86p 20 MB ferðatölva kr. 129.000,- VICT0R V286M 40 VGA kr. 169.000,- Mannesmann Tally MT 81 prentari kr. 16.900,- TA100 Gabriele skólaritvél kr. 19.800,- LetterPerfect ritvinnsluforrit kr. 16.900,- DrawPerfect teikniforrit kr. 29.900,- Microsoft Entertainment Pack kr. 4.900,- Windows 3.0 uppfærsla kr. 9.800,- Victor VPC tölva - Mannesmann Tally prentari - TA Gabriel 100 skólaritvél. Vandaður búnaður frá viðurkenndum framleiðendum. Gjafir sem fylgja fermingar- barninu langt, langt inn í framtíðina. Fermingartilboð sem vert er að kynna sér! Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.