Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Síða 16
i 16 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Skák DV Skákmenn á faralds- fæti um páskana Opna mótið í New York um páskana hefur síðustu ár verið með best skipuðu opnu mótum ársins, hvort sem um er að kenna háum verðlaunum eða seiðandi aðdrátt- arafli heimsborgarinnar. Nú er mesti ljóminn farinn af mótinu, því að auk þess sem verðlaunasjóður hefur rýrnaö verulega er það orðið að hraðmóti: Tefldar eru átta um- ferðir á fjórum dögum með skert- um umhugsunartíma. Þrátt fyrir þetta tefldu fjölmargir heimsfrægir stórmeistarar í New York í ár - mótið var í raun ótrú- lega vel skipað miðað við þau kjör sem í boði voru. Skákmeistarar frá Sovétríkjunum voru fjölmennir eins og jafnan á opnu mótunum en þeir virðast nota hvert tækifæri til að sleppa frá örbirgðinni í heima- landinu ef von er um ofurlitla verð- launalús. Svo fór að einn sovésku stór- meistaranna, Alexander Goldin, datt í lukkupottinn - varð einn efst- ur og fékk að launum dollarabúnt sem svarar til fimmtíufaldra árs- launa austur í Sovétríkjunum! Fyrstu verðlaun voru tíu þúsund dalir, eða tæplega 600 þúsund ís- lenskra króna. Goldin fékk 6,5 vinninga. Margeir Pétursson varð í 2. sæti ásamt 12 öðrum með 6 vinninga: Ehlvest (Eistlandi), Dreev, Novikov og Ep- ishin (Sovétríkjunum), Kamsky, deFirmian, Wolff, Ilja Gurevich, Kudrin og Remlinger (Bandaríkj- unum), Lautier (Frakklandi) og Utut Adianto (Indónesíu). Þeir urðu að sætta sig við 700 dala verð- laun en urðu sjálfir að standa straum af ferða- og dvalarkostnaði, þannig að útgerðin borgaöi sig ekki þrátt fyrir góða frammistöðu. Margeir slapp taplaus frá mótinu, vann tvær fyrstu skákirnar og síð- ar John Donaldson (bandaríska liðsstjórann) og Boris Gulko í góðri skák. Margeir er iöinn við að tefla á opnu mótunum og er óhætt að segja að hann hafi á því sviði mesta reynslu íslenskra skákmeistara. Hann er ævinlega í hópi efstu manna og virðist hafa einstakt lag á þvi að máta „minni spámenn- ina“ fyrirhafnarlaust. Helgi Ólafsson og Benedikt Jón- asson voru einnig meðal keppenda en áttu ekki jafnmiklu láni að fagna, Helgi fékk fimm vinninga, Benedikt fjóra. Svo óheppilega vildi til að þeir lentu saman í síðustu umferð og tókst Helga að vinna. Benedikt var með efstu mönnum í sínum stigaflokki og ef hann hefði unnið hefði hann fengið dágóð aukaverðlaun. Pia missti af stórmeistaraáfanga Það virðist býsna algengt að standa að skákmótum um stór- hátíðir. Um páskana var víðar teflt en í New York. Skákhátíð var t.a.m. í Dortmund í Þýskalandi og í Hels- inki í Finnlandi voru þrjú alþjóðleg mót í gangi samtímis. Tvö þeirra voru opin en hið þriðja lokað, sem var annað mótið í röðinni sem haldið er í borginni með stuðningi Opybanka. Mótið var allvel skipað, af tíu þátttakendum báru sjö stórmeist- aranafnbót. Þeim er þetta ritar var boðið til leiks, m.a. svo hann fengi tækifæri til að sýna að hann gæti teflt í Finnlandi - eftir Norður- Sænska skákdrottningin Pia Cramling missti naumlega af áfanga að stórmeistaratitli karla á alþjóðlega mótinu í Helsinki um páskana. - af alþjóðamótunum í New York og Helsinki landa- og svæðismótið fyrir tveim- ur árum í Espoo, þar sem teflt var viö lítinn orðstír. Vissulega tókst mér að bæta frammistöðuna nú en framan af var þó útlitið svart, því að tveimur fyrstu skákunum tapaði ég, báðum afar slysalega. Eftir þaö tókst mér að klóra í bakkann og á endanum fékk ég 4 vinninga - vann 3 skákir, tapaði 4, en gerði 2 jafntefli. Stórmeistararnir Lembit 011 frá Tallinn og Anatoly Vaiser frá Novosibirsk deildu sigrinum með 6 v. Oll tókst að vinna Vaiser í síð- ustu umferð eftir æsispennandi skák og komast upp aö hlið hans. Öllum á óvart varð finnski stór- meistarinn Yrjö Rantanen í þriðja sæti með 5,5 v. sem er besti árangur hans í langan tíma en hann gerði sér lítið fyrir og vann fjórar síðustu skákirnar. Heikki Westerinen og Pia Cramling deildu fjórða sæti með 5 v. Markku Kosonen, forseti samein- aða fmnska skáksambandsins,.bar hita og þunga af mótinu sem var prýðilega skipulagt, þó svo aðstæð- ur á skákstað þættu heldur frum- stæðar á íslenskan mælikvaröa. Mótið þótti takast óvenjuvel að því leyti að ekki var neinum Helsinki- sáttmálum fyrir að fara milli kepp- enda. Jafnteflin voru aöeins 14 af 45 - Westerinen varð jafnteflis- kóngur með sex stykki en t.a.m. gerði Vaiser, annar sigurvegar- anna, ekkert jafntefli! Hann vann sex skákir en tapaði þremur, eða jafnmörgum og hann tapaöi á öllu árinu 1990. Sænska skákdrottningin Pia Cramljng, sem svo eftirminnilega vann hug og hjörtu íslenskra áhorfenda á Búnaðarbankamótinu 1984, var nálægt því að ná áfanga að stórmeistaratitli karla. Illu heilli Skák Jón L. Árnason tapaði hún í síðustu umferð fyrir finnska alþjóðameistaranum Máki eftir að hafa átt vinningsstöðu. Er þrjár umferðir voru til loka var Pia farin að eygja áfangavon. Ég var svo heppinn að mæta henni þá og að vonum komu upp í hugann ófá tækifærin sem ég lét fara for- görðum í áþekkri stöðu. Nú var gott að sitja réttum megin við borð- ið. Mér tókst að vinna Piu í þriðja skiptið í röð en enn tel ég mig þó eiga eitthvað inni hjá þessari skæðu skákkonu eftir „bakstur- inn“ á Búnaðarbankamótinu forð- um. Hvítt: Jón L. Arnason Svart: Pia Cramling Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. R13 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rf6 8. Khl Rxd4 9. Dxd4 Bc5 10. Dd3 h5 11. f4 Rg4 12. e5 d6!? Slæmt er 12. - Rf2 + ? 13. Hxl2 Bxf214. Re4 Bc5 15. Dc3 Bb616. Da3 o.s.frv. en 12. - b5 er algengari leik- máti. 13. exd6 Eftir 13. Re4 er 13. - d5! sterkt svar. 13. - Dxd6 14. Dxd6 Svartur á laglegan hnykk eftir 14. Dh3? RÍ2+ 15. Hxf2 Bxf2 16. Re4, nefnilega 16. - Db4! með mátógnun í borðinu. Einnig má svara 14. Dg3 með 14. - f5! er hvítur á óhægt með að þróa stöðu sína. 14. - Bxd6 15. Bf3 Hb8 16. Re4 Be7 17. Rf2 15?! Freistandi en hæpið frá stöðuleg- um sjónarhóli. Betra er 17. - Rxf2 18. Hxf2 b5 er svartur hefur alla möguleika á að jafna taflið. 18. Rd3 Bd7 19. a4 b6 20. Hel Hc8 21. He2 Hc7 Athyglisvert er 21. - Bc6, því að 22. Hxe6 Bxf3 23. gxí3 Hxc2 gefur svörtum góð gagnfæri. Nú verða stöðuyfirburðir hvíts augljósir. 22. b3 Bf6 23. Bb2 KÍ7 24. c4 a5 25. h3 Bc8 26. Hdl Hd7 8 JL I 7 E # i 6 Í ii 5 A Á Á 4 A : A 3 A th ,ÉL A 2 ÉL H ■ A: A B C D Á? E F G H 27. Bc6! Hd6 28. Bb5! Þessi tilfærsla biskupsins gefur hvitum vinningsstöðu, því að nú er mögulegt að drepa riddarann framsækna á g4. Hann kemst held- ur ekki undan, því að ef 28. - Rh6, þá 29. Be5 Hdd8 (29. - Bxe5 30. Rxe5+ Ke7 31. Rg6+ og vinnur) 30. Bc7 riðar svarta taflið til falls. Og ef 28. - Hhd8 29. c5! bxc5 30. hxg4 og vinnur, því að nú er riddarinn á d3 í biskupsvaldi. 28. - Bb7 29. Be5 Hdd8 30. Bxf6 Kxf6 Eða 30. - Rxf6 31. Ré5+ Ke7 32. Rg6 + Kf7 33. Rxh8 + og vinnur létt. 31. hxg4 hxg4+ 32. Kgl Hd4 33. Hdel! Bc8 34. c5 Hhd8 35. cxb6 Og svartur gaf. Ef 35. - Hxd3 36. Bxd3 Hxd3 37. b7 Bxb7 38. Hxe6+ Kf7 39. He7+ KfB 40. Hxb7 og tjald- ið fellur. Snorri varð efstur Keppni í áskorendaflokki og opn- um flokki á Skákþingi íslands fór fram um páskana. I áskorenda- flokki var teflt um tvö sæti í lands- liðsflokki. Hlutskarpastur varð Snorri G. Bergsson, sem hlaut 7 v. af 9 mögulegum, en Helgi Áss Grét- arsson og Áskell Örn Kárason feng- u 6,5 v. og verða að heyja einvígi um landsliðssæti. Árni A. Árnason varð i 4. sæti með 6 v. Þátttakendur voru 24 talsins. í opnum flokki sigraði Þröstur Þráinsson frá Akranesi, sem hlaut 7,5 v. af 9 mögulegum. Sigurbjörn Björnsson, Skákfélagi Hafnarfjarð- ar, Arnar E. Gunnarsson og Hann- es Hrólfsson, TR, fengu 6,5 v. og urðu í 2.-4 sæti. í opnum flokki tefldu 34 skákmenn. -JLÁ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 17 Menning Engin venjuleg annna Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi frumsýndi á skír- dag, 28. mars sl, barnaleikritið Amma þó eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Amma Guðlín er engin venjuleg amma og hún býr heldur ekki við neinar venjulegar aðstæður. Hún held- ur heimili með syni sínum, sem er ekkjumaður, og tveimur börnum hans, Fíu og Fjódóri. Pabbinn er trillukarl sem ekki hefur dregið bein úr sjó svo mánuð- um skiptir en er þó fullur bjartsýni um að betri tímar séu í vændum. En amma og börnin lifa ekki á bjart- sýni pabba. Húsaleigan verður ekki greidd með tómum niðursuðudósum né bjartsýnisvalsinn martreiddur oní tóman maga. Börnin dreymir um betri heim þar sem lífsgleði, friður og hamingja ríkir. En þetta er engin draumaveröld sem við búum í. Alls konar öfl koma í veg fyrir að draumarnir rætist og það kemur í hlut ömmu að kljást við þau og ráða fram úr vanda fjölskyldunnar. Innkoma ömmu Guð- línar er með glæsibrag og gefur tóninn - þannig að ekki verður um villst hvaða persónu hún hefur að geyma. Börnin eru ein heima og bíða eftir ömmu sem er úti í bæ í atvinnuleit þegar hún skyndilega kemur hjólandi á svo ólöglegum hraða að bremsufarið nær yfir alla stofuna. Atvinnuleitin hefur engan árangur borið og ofan á allt bætist að sú gamla er eftirlýst af lðgreglunni fyrir glannaskap á reiðhjólinu. Áhorfendum verður strax ljóst að amma er kona sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna. Hún bítur af sér lögregluna og þá félaga Braskara-Björn og Stúf sem sjá um að innheimta húsaleiguna fyrir aurasálina Salómon en hann á flest húsin í götunni og tekur fyr- ir okurleigu sem er auðvitað ekki í neinu samræmi við ástand íbúðanna. Braskara-Björn kemur ömmu samt í skilning um það að fjölskyldan verði borin út ef þau standa ekki í skil- um meö leiguna svo að hún grípur til ýmissa ráða til að afla tekna - en allt án árangurs. Hún reynir meira að segja að feta í fótspor Hróa hattar og tekst að sann- færa Fíu og Fjódór um að ekkert rangt sé við það að ræna þá ríku, þ.e. Salómon. Þegar það mistekst er fjöl- skyldan komin á götuna og allt annað en bjart fram undan. Hjálpin kemur svo úr óvæntustu átt eins og í öllum góðum'ævintýrum. í söngvum aðalpersónanna kemur fram þráin eftir betri heimi þar sem lífið er ekki metið á mælistiku auðs og valda, þar sem fólk leitar ævintýranna í brjósti sjálfs sín og gleymir ekki draumnum sem það eitt sinn trúði á. Að öðrum kosti er hætt við að veröldin fyllist af fýlupúkum og ég gat ekki séð að krakkarnir á frum- sýningunni hefðu sérstakan áhuga á því að það gerðist. Það telst alltaf til tíðinda þegar leikrit eru sett upp úti á landsbyggðinni. Þó er það gert á hverju ári og stundum fleiri en eitt stykki. Allir vita sjálfsagt hversu, fórnfúst starf áhugaleikfélaga er þar sem eini atvinnu- maðurinn er venjulega leikstjórinn en annað starfs- fólk sýningarinnar er fólk á öllum aldri sem leggur á sig æflngar svo vikum skiptir eftir vinnu og skóla. Þess vegna skapast alltaf sérstök stemning á frumsýn- ingu á stað þar sem allir leikararnir eru annaðhvort Úr sýningu Leikfélagsins Grímnis á Ömmu þó eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Leildist Eyþór Benediktsson frændur eða frænkur manns, vinnufélagar eða ná- grannar. Eftirvæntingin felst ekki síst í því að sjá sam- borgarana í óvæntum og nýjum hlutverkum. Aðalhlutverkið, ömmuna, lék Ingibjörg Hinriksdótt- ir. Langmest mæðir á henni og tókst Ingibjörgu að gera hana að eftirminnilegri og sannfærandi persónu. Hún var skemmtileg blanda af gamalli konu og prakk- ara, án þess að ofleika á nokkurn hátt. Fíu og Fjódór léku þau Anna S. Baldursdóttir og Jóhannes H. Smára- son. Líklega gera þessi hlutverk í leikritinu mestar kröfur til áhugaleikara þar sem Fía og Fjódór eru ósköp venjulegir krakkar og bjóða því ekki upp á neinn sprelligosa- eða trúðsleik. Þeim tókst þó vel upp báðum og sérstaklega hafði ég gaman af Jóhannesi sem ég veit ekki til að hafl fyrr leikið í „alvöru leikriti". Skúrkaparið Braskara-Björn og Stúf léku þeir Jón Þór Sturluson og Njáll Þórðarson. Björn er ísmeygileg- ur svikahrappur og illmenni sem glottandi féflettir fátæklinga og einfeldningurinn Stúfur er hinn hug- lausi aðstoðarmaður hans. Saman áttu þeir góðan leik og náðu vel til barnanna á fremstu bekkjunum sem skemmtu sér konunglega yflr ófórum þeirra. Þór Sig- urðsson lék Salómon og Sveinn Ingi Lýðsson pabba krakkanna. Það voru ekki stór hlutverk en þeir kom- ust þó báðir vel frá sínu. Þá var Siggeir Pétursson hrein óborganlegur í hlutverki lögregluþjóns. Smærri hlutverk voru öll í höndum unglinga sem voru að stíga sín fyrstu spor á fjölunum. Þar eru áreiðanlega nokkr- ir sem eiga eftir að láta meira að sér kveða ef leiklistar- bakterían hefur tekið sér varanlega bólfestu í þeim. Leikfélagið Grimnir i Stykkishólmi sýnir í Félagsheimili Stykk- ishólms AMMA ÞÓ! Höfundur: Olga Guðrún Árnadóttir Leikstjóri: Hörður Torfason Leikmynd: Þorsteinn Ólafsson Lýsing: Þorsteinn Jónsson Búningar: Ingunn Jakobsdóttir, Bára Jónsdóttir Förðun: Ingveldur Eyþórsdóttir, Gréta Bentsdóttir Tilboð Tilboð óskast í Baader 150 karfaflökunarvél í eigu þrotabús Hafíss hf., Kópavogi. Frekari upplýsingar gefur Rúnar Mogensen hdl., Hamraborg 12, Kópavogi, í síma 43900. AÐALFUN0UR Aðalfundur Olíufélagsins h.f. verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl 1991 á Hótel Sögu, Súlnasal og hefst fundurinn kl. 14.00. DAGSKRÁ 1 > Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillögur um breytingar á 4., 5. og 16 gr. samþykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aöalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18,4. hæð, frá og með 11. apríl, fram að hádegi fundardag. Stjórn Olíufélagsins h.f. Olíuf élagiö hf ENN FULLKOMNARI... ...ENN BETRA VERÐ Glæsilegur staðalbúnaður m.a.: Vökvastýri, rafdrifnar rúður fjarstýrðar samlæsingar o.fl.ofl. ... Verð frá 1.080 þús st.gr. (5 dyra) SYNING UM HELGINA: LAUGARDAG KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAG KL. 13.00 -17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.