Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Eftir það svaf hann með prjón og startbyssu við hlið sér. Þjófnaðir eru mjög algengir á þessum slóðum og því nauðsynlegt að gæta að öllum eigum. Tjald einnar vinnukonunnar var skorið í sundur en þjófamir fundu enga peninga. Samverustund með kónguló Mikið var af alls kyns kvikindum á þessum slóðum og rotturnar voru á stærð við ketti. Ragnhildur kom að dauðum hundi en tvær slíkar rott- ur lágu yfir honum og átu. Þá var Guðrún eitt sinn á leið í kassann í atriðinu þegar Jörundur sker hana í sundur en þá var risakónguló í kass- anum. Tjaldið var troðfullt og Guð- rúnu leist ekki á að fara inn í kass- ann og vera þar í félagsskap með risakóngulónni en um annað var ekki að ræða. Hún var svo hrædd þær sjö mínútur, sem sýningin tók, að svitinn rann af henni í lækjum. „Moskítóflugurnar ætluðu alveg að drepa okkur fyrst,“ segir Jörundur. „Pöddumar voru risastórar og ein slík heimsótti okkur í hjólhýsið. Guð- rún úðaði á hana en þá datt þetta ferlíki á öxhna á henni með viðeig- andi ópum,“ segir Jörundur og á auðvelt með að hlæja að þessu nú þegar hann lýsir viðbrögðum Guð- rúnar. „Þið ættuð að sjá trúðsskóna hans Jörundar. Ég var í því að drepa pöddur með þeim,“ bætir Guðrún við. í sirkusbúðunum eldaði hver fyrir sig og þau Guðrún og Jörundur segj- ast hafa lært margvíslega matargerð af samstarfsfólki sínu. Sjálf gátu þau sýnt hinum íslenska matargerð. „Ég hef aldrei eldað saltfisk á jafnmargan hátt og í þessari ferð,“ segir Guðrún. „Hráefniö var mjög gott en margt af því jafndýrt og hér heima.“ Misjöfn laun - Er sirkusstarf vel launað? „Það er misjafnt eftir því í hvaða starfi menn eru. Stærstu númerin, t.d. þeir sem eru með dýr með sér, geta haft fjörutíu þúsund á dag en vinnufólkið er kannski með tvö þús- und. Síðan er aiit þar á milli. Við komum ekki heim með fulla vasa af peningum, enda fórum við ekki í þeim tilgangi,“ segja þau. „Það voru allmörg dýr í sirkusnum og við vorum í nábýli við fílana og önnur dýr, enda voru þau hluti af þessu lífi,“ segir Jörundur. „Maður vaknaði kannski á morgnana og fékk fílsrana inn um gluggann.“ Díana, sú sem var með slöngurnar og kóngulærnar hér á landi í fyrra, var ekki með í þessari ferð en þau ■heimsóttu hana á heimleiðinni í Þýskalandi. „Vegna kuldans geymdi hún dýrin sín inni í búri hjá sér,“ segir Guðrún sem leist ekki alveg á blikuna. Ragnhildur litla hafði mjög gaman af sirkuslífinu. Hinn liðamótalausi Sebastian kenndi henni margvísleg- ar æfingar og hún fer í splitt eins og ekkert sé. „Ég ætla að fara í fimleika og halda því við sem ég er búin að læra,“ segir hún. Ragnhildur fann líka lítinn hvolp sem hún tók ástfóstri við en hann er nú geymdur í sóttkví í París og vonast sú stutta eftir að fá hann heim. Mikill sóöaskapur Jörundur segir að. það hafi komið sér mjög á óvart hversu mikill sóða- skapur er á eyjunum þar sem þau dvöldu. „íhúar eyjanna fara illa með dýr. Maður tók sérstaklega eftir því.“ Einnig undrar hann sig á hvernig þau komust í gegnum þrjár sýningar á dag í þessum ofboðslega hita sem þarna var. „Ég haföi kynnst sirkus- hfi mjög vel hér heima þegar ég hef flutt sirkusa hingað þannig að þetta kom mér ekki svo mikið á óvart,“ segir hann. Guðrún starfaði sem áhugaleikari hjá Leikfélagi Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum og einnig lék hún í kvikmyndinni Nýtt líf. Að öðru leyti er hún byrjandi í skemmtanaheimin- um. Hún fékk þó þjálfun hjá hinni þýsku Díönu hér í fyrrasumar. Jör- undur fékk hins vegar leiðbeiningar hjá Baldri Brjánssyni sem einnig lán- aði kassann góða þar sem Guðrún var bútuð niður. Jörundur segir að það hafl stund- um verið skrýtið hversu allt var svart þegar eintómir svertingjar voru í salnum og ljósin voru slökkt. „Maður sá bara skína í hvítar tennur hér og þar,“ segir hann „Við getum ekki neitað að þessi tími hefur verið spennandi en erf- iður. Það er til dæmis mjög mikið mál að ferðast með sirkusinn milli staða, enda margt sem fylgir hon- um.“ - Hvað hafið þið lært af þessu? „Æth við séum ekki betri mann- þekkjarar." -ELA Lögmanns- & fasteignastofa REYKJA VÍKUR Skipholti 50C, sími 678844 Opið kl. 13-15 í dag - laugardag Fasteign er okkar fag Miðvangur, Hf. Prýðisgott rað- liús á tveimur hæðum. Fullb. Afh. fljótl. Miðbær Ágæt 60 fm íb. á 2. hæð á besta stað í bænum. Áhv. 2 millj. Verð 4,4 millj. Grafarvogur ]« m Vorum að fá í sölu þetta glæsil. tvíb. Efri hæðin er 154 fm ásamt bílsk. Neðri hæð er 140 fm ásamt bílsk. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Blikastígur - Álftanes Ca 200 fm einb. ásamt 40 fm tvöf. bíl- skúr. Húsið er fullb. utan. Frág. lóð. Að innan er húsið einangrað. Hitalögn og rafmagn að hluta. Húsið er á einni hæð. Ákv. sala. í Hafnarfírði 100 fm góð eign á jarðhæð í þríbýli. 2 stór svefnherb. Þvhús. Góð kjör. Verð 4,8 millj. Snæland Einstaklíb. á jarðhæð. Bræðraborgarstígur 3ja herb. mjög góð kjíb. Laus fljótlega. Laugarnes 2ja herb. kjíb. í rólegu og góðu umhverfi. Krummahólar 3ja herb. íb. með góðu útsýni, bílskýli. Laus fljótlega. Álfholt Ca 120 nr íbúð á 1. hæð. Afh. tilb. u. tréverk, sameign frágengin. Áhv. nýtt V.D., ca 4,9 m. Kópavogur Ca 90 m'2 íbúð í sambýl- ishúsi. Parket, bílskúr. Grænatún, Kópavogi a-4herb. risíbúð í tvíbýli. Smekkleg eign. Verð 5,6 m. Vantar Álftanes Höfum verið beðin um að útvega einbýli á Álftanesi fyrir Qár- sterkan kaupanda. Vantar eignir - miðbæ, austurbæ og vesturbæ Ólafur örn, Páll Þórðars., Jens Ágúst, Friðgerður Friðriksd. og Sigurberg Guðjónss. hdl. Mosfellsbær Einbýli, ca 180 fm, á einni hæð. Afh. tilb. u. tréverk og fullb. utan. Frábær staðsetn. ENN ATHYGLISVERÐARI ...ENN BETRA VERÐ Verð frá 677 þús. st.gr. Sendibifreið 568 þús. án vsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.