Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 31
LMJGARDAGljR APRÍJv jj)91.
í3
Sérstæð sakamáJ
Fylgdi bölvun
Lucan lávarði?
Lucan lávarður.
Sandra Rivett.
Þetta er spurning sem ýmsir á
Bretlandseyjum hafa velt fyrir sér
og sumir hafa viljað svara spurn-
ingunni játandi, bæði vegna örlaga
hans sjálfs og tveggja kvenna sem
voru bamfóstrur á heimili hans.
Morð fyrir mistök?
Oft er haft á orði að því að vera
af aðalsættum fylgi ákveðnar kvað-
ir, skyldur, og því er stundum talað
um að aðalsmaður hafi „brugðist“
þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá
manni með blátt blóð í æðunum.
Árið 1974 mun fáa hafa grunað að
nokkuð ætti eftir að fara úrskeiðis
hjá Lucan lávarði, sem var sá sjö-
undi í röðinni sem bar þann titil.
Hann var af kunnri aðalsætt og því
kom það mjög á óvart að hann
skyldi myrða eina af barnfóstrun-
um á heimilinu, Söndru Rivett, í
kjallaranum á húsi sínu í London.
Það kom svo líka á daginn aö það
hafði ekki verið ætlun hans að
myrða Söndru. Því tóku sér sumir
í munn orðin „morð fyrir misskiln-
ing“, en þau hafa þótt all sérstæð
því heldur er fátítt að fólk sé ráðið
af dögum fyrir misskilning. Svo
mun þaö þó hafa verið með Söndru
Rivett og vakti málið mikla athygli
á sínum tíma. Það er þó aðeins til
stuttrar umfjöllunar hér.
í rauninni var það ætlun Lucans
lávarðar að ráða konu sína, lafði
Veróníku, af dögum. Hann var ný-
skilinn við hana og stóöu þau í
deilum um foreldraréttinn yfir
börnunum tveimur sem þau áttu.
Morðið á Söndru Rivett var í raun
tvöfaldur sorgarleikur. Lávarður-
inn ruglaðist ekki aðeins á henni
og konu sinni í myrkrinu heldur
var það tilviljun að Sandra var í
húsinu þessa nótt. Ástæðan var sú
að ein af stúlkunum sem gættu
barna lávarðarins og konu hans
fyrrverandi, Christabel Mason,
sem var tvítug, hafði fengið Söndru
til að vinna fyrir sig þetta kvöld
því sjálf átti hún stefnumót úti í bæ.
„Enginn fær flúið örlög sín,“
segja sumir og það sýnist hafa kom-
ið fram á konunni sem hafði átt að
gæta barnanna þetta örlagaríka
kvöld en fengið Söndru Rivett til
að leysa sig af. Hún hét Christabel
Mason, eins og fyrr segir. Þegar lík
Söndru fannst var Lucan lávarður
horfinn og hefur ekki sést síðan.
Hann er sagður hafa flúiö og vera
á eilífum flótta síöan. Lafði Verón-
íka og Christabel þökkuðu hins
vegar sínum sæla fyrir að hafa
sloppið lifandi þessa nótt. Þó
reyndist það hins vegar svo að
Christabel hafði aðeins fengið frest
á þvi sem koma skyldi, að týna líf-
inu. Tíu árum síðar var hún myrt
og þá fóru sumir að velta því fyrir
sér hvort Lucan lávarði hefði fylgt
einhvers konar bölvun.
En um örlög sín vissi Christabel
að sjálfsögðu ekki neitt þegar hún
sagði lausu starfi sínu hjá lafði
Veróníku.
Rangur maður
Ekki leið langur tími frá því að
Christabel fór úr þjónustu lafði
Veróníku þar til hún kynntist ung-
um manni, Nicholas Boyce, sem
var þá tuttugu og fjögurra ára. Þau
virtust í fyrstu eiga margt sameig-
inlegt en hún var því vön frá heim-
ih Lucansfjölskyldunnar að ekkert
vantaði til neins. Þaö kom hins
vegar fljótt í ljós að Nicholas var
heldur fátækur af þessa heims
gæðum því hann hafði rétt ráð á
að borga húsleigu fyrir heldur lé-
lega íbúð í Bethnal Green hverfmu
í London.
Nicholas lét sig dreyma og megin-
viðfangsefni hans á þessum tíma
var heimspekinám en því miður
var það svo að hann virtist ekki fær
um að ljúka náminu. Og tekjur
hafði hann af því að gera hreint í
nokkrum nærliggjandi herbergjum
en það varð hann að gera á nótt-
inni. Tekjurnar voru þó litlar og
lenti það því á Christabel að sjá
fyrir þeim að mestu leyti.
Þegar hún hafði alið son árið 1981
kom það í hlut Nicholas að vera
heima á daginn og húgsa um barn-
ið. Christabel fékk sér fljótlega
vinnu og varpaði þetta skugga á
hjónabandið. Og ekki batnaði
ástandið þegar hún fæddi annað
barn aö ári. Má segja að þá hafi öll
hjónabandssæla verið á enda.
Christabel var stór og sterk kona
og það fór yfirleitt ekki á milli
mála hver var „húsbóndinn" á
heimilinu. „Hvers vegna flyturðu
ekki á heimili fyrir atvinnulausa í
staðinn fyrir að hanga hér?“ var
setning sem hún heyrðist æ oftar
segja. Og þar kom að hún fór að
hóta því að Nicholas skyldi fá að
kenna á reiði hennar svo um mun-
aði ef hann tæki sig ekki fljótlega
á. Hann reyndi að gera sitt besta
en það dugði ekki til. Það var sem
vísirinn á hjónabandsloftvoginni
vísaði á storm, eins og einhver
komst síðar að orði um ástandið á
heimilinu á þessum tíma.
„Reiðikast"
Jólin 1984 voru versti tími sem
Nicholas Bouce hafði nokkru sinni
upplifað. Hann gaf konu sinni úr
,en í bræði fleygði hún því frá sér
og tróð á því á gólfinu. Hanh flúði
inn í barnaherbergið til þess að
geta verið einn með sorgir sínar en
Christabel hratt upp hurðinni, dró
hann með sér fram á gang og hellti
sér þar yfir hann fyrir að hafa eyði-
lagt fyrir henni ánægjuna af kvöld-
Lafði Verónika.
Christabel Mason.
Nicholas Boyce.
inu.
Nokkrum vikum síðar gerðist
þaö að Nicholas fór með son þeirra
á safn en kom heim með hann mun
seinna en um haföi verið talað. Á
því var fullkomlega eðlileg skýring
því lestin sem hann fór með haföi
bilað. Christabel var hins vegar
ekki í skapi til að hlusta á útskýr-
ingar hans og réðst á hann með
fúkyrðum og lúskraði þar að auki
á honum. Eins og ætíð þegar til rifr-
ildis eða átaka köm á heimilinu
reyndi Nicholas aðkoma sér undan
en í þetta sinn tókst það ekki og
endaði hann á gólfinu þar sem
hann varö að taka við spörkum
eiginkonu sinnar. Samt gerði hann
ekkert fyrr en hún kom með log-
andi vindling og gerði sig líklega
til að reka glóðina í hann. Þá var
sem sprenging yrði innra með Nic-
holas. í því sem hann nefndi síðar
reiðikast fór hann að sparka frá
sér. Og skyndilega kom yfir hann,
að eigin sögn, einhver ótrúlegur
kraftur. Hann réðst á konu sína,
yfirbugaði hana og áöur en hann
vissi af var hann búinn að kyrkja
hana. Það var fyrst þegar honum
var ljóst að hún var dáin að hann
flýtti sér inn til barnanna sem
höfðu ekki gert sér ljóst hvað hafði
gerst því þau voru nýsofnuð. Er
hann sá að þau sváfu varð honum
hugsað til lögreglunnar og þá tók
hann ákvöröun um að koma líki
Christabel undan.
Smápökkum dreift
Morguninn eftir hafði Nicholas
tekist að hluta Christabel í sundur
í baðkerinu. Hverjum hluta vafði
hann inn í blaðapappír.
Börnunum sagði hann að móðir
þeirra væri farin í ferðalag og
kæmi aldrei heim aftur. Næstu
daga fór hann svo vítt og breitt um
London með smápakka sem í voru
jarðneskar leifar konu hans og
þeim kom hann fyrir í ruslatunn-
um hér og þar.
Einn vandi var þó óleystur.
Christabel hefði aldrei yfirgefið
börn sín og það vissi vinkona henn-
ar sem kom til að spyrja um hana
þegar hún hafði hvorki heyrt hana
né séð í nokkra daga. Hún hlustaði
á sögu Nicholas en neitaði að trúa
henni og hótaði að fara til lögregl-
unnar. Þá játaði hann á sig morðið
og sagði alla söguna.
Dómurinn
Þegar réttarhöldin yfir Nicholas
Boyce hófust hélt saksóknarinn því
fram að morðið hefði verið skipu-
lagt og vísaði meðal annars til
læknisfræðirita sem fundust í
íbúðinni. Þar var að finna lýsingar
á því hvernig hluta ætti lík í sund-
ur og hafði sums staðar verið strik-
að undir þær með rauðum blýanti.
Verjandinn hélt því aftur á móti
fram að skjólstæðingur hans væri
blíður maður í eðh sínu en hann
hefði orðið fyrir of mikilli hörku
af hálfu konu sinnar um langan
tíma og'að því hefði komið að hann
missti stjórn á sér. Það var því það
sem hann nefndi pyntingar og sál-
rænar misþyrmingar sem ollu því
að hann myrti konu sína. Máliö
vakti mikla athygli og héldu sumir
því fram að Nicholas hefði sett á
svið þá atburðarás sem hann sagði
hafa átt sér stað á heimilinu þetta
örlagaríka kvöld. Var í því sam-
bandi aftur vísaö til læknaritanna
og þess að skammur tími virtist
hafa liðið frá morðinu og þar til
Nicholas byrjaði að hluta sundur
líkið. Þá þótti ýmsum sem það
stangaðist á við blítt eðli manns að
fara þannig með konu sína og veija
næstu dögum í að bera hana úr
íbúðinni í hlutum vöfðum inn í
dagblöð.
Dómarinn var hins vegar á sama
máh og verjandinn, að Nicholas
hefði komist alvarlega úr jafnvægi
og misst stjórn á sér vegna langvar-
andi líkamlegs og sálræns ofbeldis.
Dómurinn hljóðaði upp á sex ára
fangelsisvist fyrir manndráp, ekki
morð.
Til mikilla mótmæla kom vegna
dómsins enda voru ekki allir á
þeirri skoðun að Nicholas Boyce
hefði í einu og öllu sagt sannleik-
ann, eins og fyrr segir.
Aðrir létu sér nægja að hrista
höfuðið og segja að hvort sem Nic-
holas Boyce hefði ráðið konu sinni,
Christabel, bana eða ekki hefði hún
ekki geta umflúið örlög sín.