Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. Kvikmyndir Meistaraverk frá írlandi hann undir nafninu Ayatollah meöal starfsmanna meðan á myndatökunni stóð, bæði til gam- ans og til að undirstrika aðdáun þeirra á hve vel honum tókst að koma persónuleika Bull til skila. Sheridan ber Richard Harris einnig söguna vel. „Það var stór- kostlegt að vinna meö honum. Þaö er ekki annaö hægt en að bera virð- ingu fyrir mönnum sem geta leikið af svona mikilli ástríöu. Ég held einnig að fólk verði undrandi yfir hve vel Harris tekst upp í mynd- inni. My Left Foot flallar um heim- ilið, öryggi, ást og umhyggju en The Field um vitfirringu og hiö illa.“ Bandarískur athafnamaður Það er Tom Berenger sem leikur bandaríska aðkomumanninn. Hann á erfitt með að skilja ástríðu hins aldna bónda að eignast jörð- ina. Foreldrarhans áttu ættir sínar að rekja til þessarar grænu eyju sem hann langar nú til að kynnast nánar. Hann er þó mjög bandarísk- ur í sér því ætlun hans er kaupa jörðina til að byggja þar sements- verksmiðju ásamt því að „gera vegi um írland þvert og endilangt", eins hann komst sjálfur að orði. Það er einmitt þessi húgsanagangur sem verður honum að falli í myndinni. Berenger hefur viðurkennt að honum hafi reynst erfitt að ná tök- um á persónuleika Bandaríkja- mannsins. Hann átti að vera hulinn ákveðnum ævintýraljóma en Ber- enger fór til leikstjórans og vildi fá að vita eitthvað meira um þessa dularfullu persónu. Hann ímynd- aði sér síðan að þessi bandaríski athafnamaöur væri meö skrifstofu bæði í Dublin og í Boston. Á þess- um árum var verið að byggja upp vegakerfið í Bandaríkjunum og í það fór mikið af steypu. Banda- ríkjamanninum fannst skylda að taka þátt í uppbyggingunni á ír- landi vegna ættartengsla sinna en í raun þarf hann ekkert á þessari jörð að halda til að byggja sements- verksmiðjuna sína. Það er nóg úr öðru að velja. En þetta verða samt sem áður örlög hans. írskir Bandaríkjamenn Það eru fleiri úrvalsleikarar í The Field en Richard Harris. Þar má nefna John Hurt og Brenda Fric- ker. - Myndin er nokkuð íburðar- meiri en My Left Foot en getur varla talist nein stórmynd á banda- riskan mælikvarða. Hún var frum- sýnd í Bretlandi í sl. mánuði og fékk þar mjög góðar viðtökur. Það virðist því sem The Field æth aö slá í gegn líkt og My Left Foot. Þeir félagar Sheridan og Pearson eru þegar farnir að undirbúa næstu mynd fyrir Universal. Hún á að gerast um 1930 og fjalla um ungan mann frá írlandi sem er aö reyna að koma undir sig fótunum í Bandaríkjunum. Myndin verður kvikmynduö bæði í New York og Dublin. Það er ánægjulegt að sjá að írskur kvikmyndaiðnaður er að ná sér á strik. Þessi velgengni þeirra Sheridan og Pearson hefur virkað sem vítamínsprauta á kvikmynda- gerð i landinu. Það er þegar farið að spá Richard Harris óskarnum fyrir besta leik í karlhlutverki sem hann hefur þegar verið tilnefndur til. Þessi velgengi á listasviðinu er ekki einvörðungu bundin kvik- myndum því bæði Sinead O’Con- nor og U2 hafa gert það gott í tón- listinni. Til að kóróna allt saman hefur Dublin verið valin menning- arborg Evrópu 1991. Geri aörir bet- Ur. Helstu heimildir: Empire, Variety. Það er ahtaf erfitt fyrir smáþjóöir að hasla sér völl í kvikmyndagerð á alþjóðlegum vettvangi. Þetta eig- um við íslendingar einna best að vita. Þótt við höfum gert myndir sem ætlaðar voru fyrir alþjóðlegan markað eins og Átómstöðina þá höfum viö allavega hingað til ekki haft erindi sem erfiði. Þetta getur þó breyst á einni nóttu eins og gerð- ist hjá annarri smáþjóð, frændum okkar írum í fyrra. Þá slógu þeir eftirminnilega í gegn með mynd- inni My Left Foot sem fjallaði um líf írska rithöfundarins Christy Brown. Myndin hlaut mikið lof um allan heim og var tilnefnd til fimm óskarsverölauna. Þegar upp var staðið hafði Daniel DayLewis hlotið óskarsverðlaun sem besti leikarinn í karlhlutverki fyrir frábæra túlk- un sína á Christy Brown svo og Brenda Fricker sem besta leikkona í aukahlutverki. Gott samstarf Leikstjóri My Left Foot var Jim Sheridan. Þetta var fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrði en Sheridan haföi lengið starfað við leikhúsið og öðlast þar mikla reynslu við leikstjórn og sviðsetn- ingu leikrita. Hann var einnig einn af stofnendum Project Arts Centre á sínum tíma. Velgengni My Left Foot opnaði Sheridan og félaga hans, framleið- andanum Noel Pearson, margar dyr. En upphaflega bauð Noel Pe- arson Sheridan að leika hlutverk Christy Brown í myndinni sem endaði þó með því að Sheridan tók að sér leikstjórnina. Þeir félagar geröu nýlega þriggja ára samning við bandaríska kvik- myndaverið Universal um gerð þriggja mynda. Nú hefur litið dags- ins ljós fyrsta myndin í þessum pakka sem ber nafnið The Field og gerist árið 1939 í írska þorpinu Carraigthomond. Mikill harmleikur Myndin er byggð á leikriti Johns B. Keane og fjallar um írska bónd- ann Bull McCabe sem Richard Harris leikur. Jörðin, sem hann hefur byggt upp höröum höndum, er sett á söluskrá. McCabe ætlar sér aö eignast jörðina en missir af henni þegar Bandaríkjamaður, sem er nýkominn til Carraigthom- ond, býður betur. McCabe tekur þessu endalokum illa og hefur í hótunum við hinn nýja eiganda ásamt sonum sínum. Þegar hann lendir í átökum við Bandaríkja- manninn verður hann fyrir því óhappi að bana honum óviljandi. Þetta er upphafið að miklum fjöl- skylduharmleik þar sem saga ír- lands gefur myndinni sterkan und- irtón. „Það sem vakti áhuga minn á þessari gömlu sögu var þráhyggja Bulls,“ var haft eftir Sheridan í viðtali við blaðið Empire þegar hann var spurður hvað hefði vakið áhuga hans á The Field. „Ég vildi fræðast betur um hvað var að ger- ast í kollinum á honum. Hann var bókstafstrúarmaður eins og svo margir aðrir. Bull vildi halda í þá- tíðina sem hann taldi heilsteyptari og haldbetri en nútímann." Enska og heimspeki Þegar bakgrunnur Jims Sheridan er skoöaður kemur í ljós aö hann lauk prófi í ensku og heimspeki frá háskólanum í Dublin fyrir nær tuttugu árum. Hann hafði þá engan áhuga á kvikmyndum en skellti sér af fullum krafti í leikhúsið eins og áður var sagt. Hann stofnaði meðal annars Bamaleikhúsið og feröaðist á milli framhaldsskóla þar sem hann setti á svið og leikstýrði allt að því framúrstefnuverkum af Atriði úr The Field. Hér eru þeir Richard Harris og leikstjorinn Sheridan. miklum skörungsskap. Sheridan fór síðan fljótlega að vekja athygli utan írlands fyrir leikstjórn sína, meðal annars með mjög frumlegri útgáfu á Purgatory sem sýnd var á Edinborgarhátíðinni 197S. Hann yfirgaf síöan írland 1981, eins og flestir listamenn á írlandi gera ein- hvern tíma á lífsleiðinni, og fluttist til Kanada ásamt eiginkonu og tveimur börnum þeirra. Þaðan lá leiöin til New York þar sem hann varð forstöðumaður Irish Art Cent- er þangað til Noel Pearson gat talað hann til að taka þátt i gerð My Left Foot. Stórkostlegur leikur Þaö er Richard Harris sem leikur hinn hvítskeggjaða Bull og er þetta fyrsta hlutverk hans í k.vikmynd í ein tíu ár. Þótt hann hafi virkað óöruggur í upphafi var hann fljótur að ná tökum á hlutverkinu og gekk Stærstu hlutverkin eru í höndum Harris og Berenger. Umsjón Baldur Hjaltason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.