Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. Fréttir Kvennalistakonum gerð grein fyrir stöðunni í atvinnumálum: Menn lengdu um stund í snörunni með lánum - segir Davíð Oddsson um björgunaraðgerðir síðustu ríkisstjómar „Atvinnulíf landsmanna var á síö- asta ári nánast rekið á núlli og það finnst mér bera vott um afskaplega lélegan búskap. Þessi staða getur hvorki talist góður né farsæll grund- völlur að efnahagslífi. Hinn bitri og haröi veruleiki leiðir ennfremur í ljós að á næstunni munu falla á ríkis- sjóð milljarðar króna. vegna þeirra lána sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar endurlánaði til útflutn- ingsgreinanna haustið 1988. Hún tók milljaröa í erlend lán undir því yfir- skyni að hagræðing í rekstri fyrir- tækjanna myndi skila þessum fjár- munum til baka. Þeir sjóðir sem myndaðir voru með þessum hætti standa nú öfugir. Það sem gerðist var einfaldlega það að menn lengdu um stund í snörunni en nú er hins vegar komið að skuldadögunum,“ sagði Davíð Oddsson eftir fund með full- trúum Kvennalistans í gær. Um miðjan júní síðastliðinn óskaði Kvennalistinn eftir fundi með ríkis- stjórninni til að ræða stöðu atvinnu- mála og ábyrgðir ríkissjóðs vegna lánveitinga til einstakra fyrirtækja. Þessi fundur var síðan haldinn í gær. Af hálfu Kvennalistans mættu þær Kristín Ástgeirsóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson á fundinn en af hálfu ríkisstjómarinnar mættu þeir Davíö Oddsson og Jón Sigurðs- son. Að auki sátu fundinn Guðmund- ur Malmquist, forstjóri Byggðastofn- unar, og Þóröur Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. Eftir fundixm sögðust þær Kristín og Anna tiltölulega ánægðar með skýringar ríkisstjómarinnar á þeim erfiðleikum sem nú blasa við í at- vinnumálum þjóðarinnar. Þær kváð- ust hins vegar ekki hafa komið til fundarins með fyrirfram mótaðar skoðanir á því hvaö bæri að gera, til- gangurinn hefði fyrst og fremst verið að afla sér vitneskju um stöðuna. Báðar tóku þær fram að þó þær væru sammála mörgu af því sem fram hefði komið á fundinum þá væru þær ósammála öðru. þær sögðu að á næstu dögum og vikum myndu Kvennalistakonur fara yfir þau gögn sem þær fengu á fundinum. Að þeirri vinnu lokinni mætti búast viö tillög- um frá þeim um aðgerðir. -kaa „Þetta er skjalamappa úr pappir með handfangi, mjög handhæg en ég veit ekki hvað hún er endingargóð, ég hef ekki átt hana nema i mánuö. Þetta er finnsk framleiðsla og er úr 100% endurunnum pappír,“ sagði Eiö- ur Guðnason umhverfisráðherra um töskuna fínu sem hann fékk á umhverf- isráðstefnu í Finnlandi. DV-mynd JAK Menntamálaráöuneytiö: Tveggja milljarða niður- skurður í menntamálum - segir Ólafur G. Einarsson „Það eru engar einfaldar leiöir til að ná fram tæplega tveggja milljarða spamaði á sviði menntamála én þær eru auðvitað til. Um næstu mánaða- mót mun ég kynna fyrir samráðherr- um mínum tillögur um hvað sé „hægt“ að gera. Það er ljóst að þetta næst ekki einungis með því að þurrka út ný útgjöld heldur þarf að breyta gildandi lögum varðandi ýmis lögbundin verkefni. í þessu sam- bandi er útilokað annað en að benda á allt skólakerfið, jafnt leikskóla, grunnskóla sem framhaldsskóla. Einnig framlög til lista- og menning- armála. Það verður síðan ríkisstjóm- arinnar að ákveða hvort hún vill fara þær leiðir sem við bendum á,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra. Á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudagskvöldið var ákveðið að fela ráöuneytunum að skera niður tillögugerðir sínar vegna yfirstand- andi fjárlagagerðar. Stefnt skyldi að því að minnka fjárlagavandann um eitthvað á þriðja tug milljarða þannig aö fjárlagahalli næsta árs yrði ekki meir en fimm milljarðar. Á fundinum var meðal annars ákveðið að menntamálaráðuneytið gerði sjálft tillögur um tæplega tveggja milljaöra niðurskurð á út- gjöldum næsta árs. Fyrir fundinn hafði ráðuneytið farið þess á leit aö fá rúmlega 17 milljarða framlag úr ríkissjóði á næsta ári eða um tveim miHjöröum meira en fjárlög þessa árs gera ráð fyrir. -kaa Sama reglan gildir hvort sem þjóðartekjur fara hækkandi eða lækkandi - segir Einar Oddur Kristjánsson „Innan fárra vikna liggur fyrir sá rammi sem hægt verður að semja innan í haust. Þá verður sjávarút- vegsráöherra búinn að taka ákvörð- un um leyfilegt fiskmagn á næsta veiðitímabili, endurskoðuð þjóð- hagsspá mun liggja fyrir svo og flár- lagafrumvarpið. Þá fyrst vita menn um þá veröld sem þarf að vinna inn- an. Staðan mun því skýrast á næstu tveimur til þremur vikum," segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands Islands. Miðað við greiningu Þjóðhags- stofnunar á stöðu efnahags- og at- vinnumála er ekki hægt að búast við kaupmáttaraukningu hjá launþeg- um í næstu kjarasamningum. Þvert á móti segir Þjóðhagsstofnun að bú- ast megi við einhverri kaupmáttar- rýmun og í svipaðan streng hefur Davíð Oddsson tekið. „Við munum ræða stöðuna við við- semjendur okkar þegar við verðum búnir að fá útlínurnar af þessari ver- öld sem við lifum í. Okkar afstaða er alveg skýr. Viö höfum margsinnis lýst þeirri skoðun og ég hef ástæðu til að ætla að þorri verkalýðshreyf- ingarinnar sé okkur sammála, að hvort sem niðurstaðan verður sú að þjóöartekjurnar fari hækkandi eða lækkandi gildi sama reglan. Séu þær á uppleið þá eru líkindin til þess að við getum hámarkað kjarabæturnar sú að verðbólga sé hér nánast engin. Og nákvæmlega það sama ef þjóðartekjurnar em á niðurleiö, líkindin til að við getum lágmarkað kjaraskerðinguna er að verðbólga sé hér nánast engin. Launþegahreyfingin og vinnuveit- endur hafa fulla burði til meta stöð- una þegar hún liggur fyrir og þurfa ekki aðstoð ríkisvaldsins til þess. En þangað til hún liggur fyrir bíðum við og sjáum hvað setur,“ segir Einar Oddur. -J.Mar Ekkert nýtt að það komi hrakspár miklar þegar kjara- samningar eru f ramundan - segir Ásmundur Stefánsson „Það er ekkert glænýtt að það komi hrakspár miklar þegar kjarasamn- ingar eru framundan. Það má segja að það sé hefðbundinn liður á dag- skránni. Það er hins vegar ljóst að það eru alvarleg vandamál sem við stöndum frammi fyrir ef takmarka þarf fiskaflann í takt við það sem fiskifræðingar gera tillögur um. Eins er ljóst að ríkisfjármálin em í mikl- um vanda. Það er hins vegar of snemmt að nota einhver stór orð í sambandi við allt þetta því það er ekki búið að taka ákvörðun um það hvaða veiðikvótar veröa leyfðir. Það er í sjálfu sér ákaflega takmarkað uppi á borðinu um það hver staöa ríkisfjármálanna er,“ segir Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASÍ. „Erfiðleikar í efnahagslífinu ættu að vera mönnum hvati til að gera betur og efla þær greinar þar sem mögulegt er að auka framleiðslu og byggja upp atvinnurekstur, atvinnu- tækifæri og tekjur. En við verðum að muna það að í hálft annað ár. höfum viö búið við kjarasamninga sem höfðu það aö markmiði að koma hér á stöðugleika til aö gefa mönnum tækifæri á að byggja sig upp til framtíðar. Fólk hefur fylgt þeim samningum eftir í trausti þess að í haust komi kjara- bætur og kaupmáttur aukist. Það er enginn vafi á því að það er sterk krafa á meðal okkar félags- manna að þeirri kröfu verði fylgt eft- ir. Það getur gerst hvort sem er með hlutdeild í auknum tekjum eða breyttri tekjuskiptingu eða hugsan- lega blöndu af hvoru tveggju. Ég held að við hljótum að vinna á þeim grunni og hafa nokkurt traust á framtíðinni þrátt fyrir þær hrakspár sem við stöndumframmifyrirnú." -J.Mar Páll HaUdórsson, formaöur BHMR: Kaup okkar verður að hækka „Ég minnist þess ekki að Þjóðhags- stofnun hafi spáö öðru en versnandi þjóðarhag og kaupmáttarrýmun þegar kjarasamningar em framund- an. Það er dregin upp svört mynd þegar samningar em framundan en svo birtir yfirleitt yfir þegar um er liðið. Hver kaupmátturinn verður hlýtur að verða niðurstaða þeirra samninga sem launþegar gera viö atvinnurekendur - spár Þjóðhags- stofnunar geta aldrei stjómað þess- ari ferð. Ef svo væri þá væri kaup- gjald í landinu öllu lakara en það er og er það þó dapurt fyrir,“ segir Páll Halldórsson, formapur BHMR. Páll vill ekki spá neinu fyrir um niðurstööur komandi kjarasamn- inga en segist einungis vona það besta. Hann segir háskólamenn hafa kjarasamning sem feli í sér verulegar kjarabætur og því breyti engfn bráðabirgðalög. „Ákveðnar greinar þessa kjara- samnings, sem kveða á um leiðrétt- ingu á kjömm háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, em enn í fullu gildi og verða þaö áfram í nýjum kja- rasamningi nema um það verði sam- ið sérstaklega. Á næstunni hlýtur það að verða höfuðviðfangsefni okk- ar að vinna að því að þessi ákvæði verði virk. Það er hins vegar alveg ljóst að ef það á aö nást jöfnuður milli okkar og almenna vinnumark- aðarins verður kaup að hækka. Hvemig það yrði útfært yrði síðan bara samningsatriði. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.