Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Mikil umferö er um gatnamót Nýbýlavegar og Þverbrekku, sérstaklega á milli klukkan 17 og 18 og á morgnana þegar fólk fer til vinnu. Hraðinn er talsvert mikill. Austan gatnamótanna eru tvær akreinar en vestan þeirra aöeins ein. Engin beygjuljós eru fyrir ökumenn bila sem ætla að aka frá Nýbýlavegi að vestanverðu og til vinstri niður Ástún. DV-mynd S Varhugaverð urnferð á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku: 3 barnaslys á gatnamótunum á einum mánuði aðalatriðið að fólk virði stöðu götuvitanna, segir varðstjóri 03 03 S § _ brekku- ° ÁSTÚm TUN '>>'% mvdv, S—eRÆNÁTÚN KJARRHÓLMl nybylavegur O * > LUNDARBR. A, HVANNH. £>l g HUDBR. V arrh |/ö fagra-£ brekka Pq ^lfmólsvegur | \ fj * £frSTiHJALN SKEMMUVEGi *" “ ENGIHJALLI f 11 ? jJvÍn/1MI>inn A Lf»4inM r, v /Ivnninn Mm Mnlnn M Hringurinn á kortinu er dreginn um gatnamótin. Þrjú slys á börnum, sem ýmist voru á reiðhjólum eða gangandi, hafa orð- iö á gatnamótum Nýbýlavegar og Þverbrekku frá 1. júní. Sæmundur Guðmundssonar, lögregluvarðstjóri í Kópavogi, segir að gatnamót með þvergötum á Nýbýlavegi séu öll var- hugaverð - því sé ekki ástæða til að ætla að ofangreind gatnamót séu hættulegri en önnur: „Hraðinn á Nýbýlavegi er talsvert mikill og er umferðarþunginn mest- ur á milli klukkan 17 og 18 og svo á morgnana þegar fólk er að fara til vinnu. Hins vegar er á síðasta ári búið að klára frágang á götunni sem er mikið til batnaðar. En þess sem helst ber að gæta við þessi gatnamót sem önnur er að virða stöðu ljósa á götuvitum," sagði Sæmundur. Hann segir að á hinn bóginn sé þó ljóst að talsverö umferð barna frá Túna- og Grundahverfum sé að verslun fyrir ofan Nýbýlaveg - böm- in þurfi þvi að fara yfir gatnamótin við Þverbrekku og Nýbýlaveg. Þrátt fyrir að framangreind gatna- mót virðist hættulítil í fyrstu er ljóst að þau eru talsvert óvenjuleg við nánari skoðun. Við austanverð gatnamótin eru tvær akreinar á Ný- býlavegi en aðeins ein akrein vestan megin viö Þverbrekku. Þetta þýðir að bifreiðar, sem koma úr austri, þurfa verulega að hægja á sér þegar kemur að gatnamótunum - tvöfold bílaröð verður að skipast í eina þegar þangað kemur. Engin sérstök beygjuljós eru heldur þegar ekið er frá Nýbýlavegi að vestanverðu og niður að Ástúni. Þegar gengið er yfir gangbrautina frá Ástúni og í suður yfir Nýbýlaveginn er erfitt að koma auga á grænu og rauðu karlana - sá hluti götuvitans, sem þeir eru á, eru hálffaldir á bak við nálægan ljósa- staur. -ÓTT Lögreglan handtók rúmlega fertugan mann 1 Mjóddmni: Hræddi 12 ára stúlku - og veitti henni eftirför Lögreglan handtók á þriðjudag rúmlega fertugan karlmann í Mjódd sem hafði hrætt stúlku á tólfta ald- ursári mjög. Stúlkan var í strætisvagni þegar hún veitti manninum fyrst athygli. Hann horfði ákveðið á hana í tals- verðan tíma og olli þetta stúlkunni óþægindum. Hélt svo áfram um stund en stúlkan ákvað að fara úr strætisvagninum skammt frá stað í Mjóddinni þar sem hún þekkti fólk. Er stúlkan fór út úr vagninum tók hún eftir því að maðurinn veitti henni eftirfór. Stúlkunni tókst að forða sér en maðurinn hélt áfram að leita að henni. Starfsmaður í verslun stuggaði honum síðan í burt og var kallað á lögreglu sem handtók mann- inn skömmu síðar. Maðurinn gaf ýmsar vafasamar skýringar á athæfi sínu sem ekki eru í takt við raunveruleikann. Honum var komið til viðeigandi aðila á geð- deild. -ÓTT Flug og bíll • Flug og bíll I BALTIMORE 2 í bil. Ford Escort, i 2 vikur, kr. 55.800 á mann. AMSTERDAM 2 i bil. VW Golf. 1 vika. kr. 24.600 á mann. 2 vikur. kr. 34.800 á mann. Brottför á mánudögum og þriöjudögum i júli og ágúst. Siðasti söludagur 15. júli. __ LÚXEMBORG 2 i bíl. Ford Escort,'-1 vika, kr. 27.300 á mann. 2 vikur, kr. 34.100 á mann. Brottför á fimmtudögum og föstudögum i júii og ágúst. Siðasti söludagur 15. júli. Barnaafsláttur er veittur af öllu ofangreindu verði. Ef fleiri eru um bílinn LÆKKAR verðið. Sumarhús og íbúðir víðs vegar um Evrópu I tengslum við flug- og biltilboðin getum við bókað sumarhús og ibúðir viðs vegar um Evrópu í öllum verð- og gæðaflokkum. Dæmi um vikuverð. hús/ibúð; Þýskaland: kr. 37.490 Sviss: kr. 34.790 Austurriki: kr. 43.370 Frakkland: kr. 27.690 Ítalia: kr. 30.630 TUIMGUMÁLASKOLAR við allra hæfi í Englandi. Skotlandi, Frakklandi, Þýska- landi. á ítaliu, Spáni og í USA. _ Vörusýningar - viðskiptaferðir Nú er tíminn til að huga að ferðum á vörusýningar vetrarins. Við minnum á áhugaverðar sýningar á næstunni: Þýskaland: International Frankfurt Fair, Frankfurt 24.-28. ágúst. Alþjóðleg sýning á vörum til heimilisnota og prýði, svo sem borðbúnaði, postulini, Ijósum, lömpum, gjafavörum, skrifstofu- og pappirsvörum. Gafa - Spoga, Köln 1 -3. september. Alþjóðleg sýning á garðhúsgögnum, verkfærum til garðyrkju og sportvör- um, svo sem búnaði og fatnaði fyrir hestamenn og veiðimenn. IAA, Frankfurt 12.-22. september. Alþjóðleg bílasýning. Fólksbílar og varahlutir. GDS, Diisseldorf 20.-23. september. Alþjóðleg skósýning. Bretland: International Fashion Fair, Harrogate 18.-21. ágúst. Alþjóðleg tískufatasýning kvenna ásamt sýningu á bað- og undirfötum. Capital Gift Fair, London 1 -5. september. Borðbún., postulín, gjafav., pappírsvörur, skartgripir, leður og leikföng. International Jewelry and Silver Trade Fair, London 1 -5. september. Alþjóðleg sýning á skartgripum og silfurvörum. ICF, Harrogate 3.-6: september. Alþjóðleg gólfefnasýning. Teppi, mottur o.fl. International Boat Show, Southampton 13.-21. september. Alþjóðleg bátasýning, vélar og fylgihlutir. GLEE, Birmingham 22.-24. september. Alþjóðleg sýning á garðhúsgögnum og verkfærum til garðyrkju. Environmental Technology Exhibition, Birmingham 8.-10. október. Sorpeyðing, endurvinnsla, búnaður til varnar umhverfismengun, mæli- og rannsóknatæki. Frakkland: Paas Inteínational, París 6.-11. september. Alþjóðleg sýning á gjafav., húsþúnaði, húsgögnum, borð- og eldhúsbún- aði, grafíklist, skartgripum, keramik, leikföngum og baðherbergissmávörum. Sisel Sport, París 8.-10. september. Aþjóðleg sýning á sportvörum og fatnaði, útilegu- og fjallgöngubúnaði, reiðhjólum, golf- og tennisvörum o.fl. Við höfum þekkingu og reynslu í skipulagningu ferða á vörusýningar. Hafðu samband! BENIDORM Beint flug í sólina alla fimmtudaga 11. júlí - 7 sæti laus 8. ágúst - uppselt 18. júlí —. 15 sæti laus 15. ágúst-uppselt 25. júlí — 12 sæti laus 22. ágúst-8sæti laus 1. ágúst- 5 sæti laus 29. ágúst - uppselt Laus sæti ennþá í septemberferðirnar. Nú seljum við síðustu sætin í júlí, eina, tvær eða þrjár vikur. Pantaðu strax. Kynntu þér verðið hjá okkur Hafðu samband Sjáumst! FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 621-490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.