Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1991. 33 pv_________________________________________________LífsstlQ Verðsamanburður: Perlan - Hótel Holt - Grillið: Svipað verð á öllum stöðum - góð aðsókn á veitingastað Perlunnar Veitingastaðurinn á fjórðu hæð Perlunnar tekur 200-240 manns i sæti. DV-mynd JAK Fjörlegar umræður hafa jafnan verið um Perluna nýju á hitaveitu- tönkunum í Öskjuhlíðinni og hefur henni ýmist verið mæld bót eða fund- ið allt til foráttu. Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá opnun Perl- unnar hafa fjölmargir lagt leið sína á veitingastaðinn sem er á fjórðu hæð hússins. Veitingastaðurinn telst til betri veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu og áttu margir hálfpartinn von á því að verðlag yrði óviðráðanlegt fyrir venjulegt launafólk. En er veitinga- staðurinn Perlan dýrari en aðrir sambærilegir veitingastaðir á höfuð- borgarsvæðinu? Neytendasíðan gerði könnun á því hvernig verðlagið er í samanburði við Hótel Holt og Grillið á Hótel Sögu. Þeir matsölu- staðir hafa jafnan verið taldir með því besta - og dýrasta - sem boðið er upp á í mat og drykk á Reykjavík- ursvæðinu. Samanburðinn má sjá á töflunni hér til hliðar. Sambærilegir í mat og drykk Þeir liðir sem valdir voru af mat- seðli og vínlista og settir í töfluna, eru sambærilegir hvaö gæði varðar. Matsölustaðimir þrír buðu til dæmis allir upp á snigla í forrétt, andasteik- ur í aðalrétt og ostarétti í eftirrétt svo að eitthvað sé nefnt. Gæta verður þess að réttimir eru að sjálfsögðu ekki framreiddir á sama máta á veit- ingastöðunum. Þaö er samt sem áður álit blaðamanns að þeir séu sam- bærilegir í verði. Hvað vínlistann áhrærir fengust léttu vínin í töflunni á öllum stöðun- um. Eina undatekningin er rósavín- ið, Mateus rósavín fæst ekki í Perl- unni. Hins vegar er verðið á Trovad- or-rósavíni tekið í staðinn þar sem Neytendur aðeins munar 20 krónum á verði einnar flösku í ríkinu af Mateus og Trovador. Tvenns konar niðurstöður má lesa út úr töflunni hér á síðunni. í fyrsta lagi að Perlan er ekki á nokkurn marktækan hátt með hærra verðlag en Hótel Holt og Grillið á Hótel Sögu. Sumar tegundir matar eða drykkjar eru að vísu dýrastar í Perlunni en þar munar ekki miklu í verði og auk þess em hinir samanburðarstaöimir í jafnmörgum tilfellum með hæsta verðið. í annan stað er óhætt að segja að þetta er allt saman mjög hátt verð. Það kostar miklar upphæðir fyrir hjón að setjast niður og fá sér forrétt með fordrykk, aðalrétt með einni flösku af léttu víni og síðan eftirrétt. Gerum ráð fyrir að hjón geri sér dagamun og fari út að borða á ein- hverjum þessara þriggja veitinga- staða. Þau fá sér snigla í forrétt og portvínsstaup fyrir matinn. Síðan panta þau sér nautalundir sem aöal- rétt og drekka með því eina flösku af Chateauneuf du Pape rauðvíni. í eftirrétt fá þau sér disk með osta- vali. Fyrir þessi herlegheit greiða þau um það bil 12.500 krónur. Það eru 6.250 krónur á mann sem eru um tveggja dag laun verkamanns. Mun- ar þar einna mest um verðið á rauð- víninu en ein flaska af Chateauneuf du Pape rauðvíni kostar í ríkinu 1.460 krónur. Verðið á samanburðarstöð- unum er 3.702, 3.750 og 3.790 krónur. Það er ansi hressileg álagning að við bætist um 2.300 Krónur. Ekki er að efa að leiga er há á veit- ingastaðnum Perlunni og því þarf umsetningin að vera mikil. Blaða- maður leitaði upplýsinga hjá Hall- dóri Skaftasyni sem er veitingastjóri Perlunnar. „Veitingastaðurinn Perl- an rúmar frá 200 til 240 manns eftir borðaniðurröðun. í sérstökum tilfell- um er hægt að taka á móti 300 manns hér. Perlan var opnuð þann 21. júní síðastliðinn og aðsóknin hefur allt frá byijun verið framar öllum von- um. Það hefur verið fullt hér upp á hvem einasta dag,“ sagði Halldór. Á neðri hæðum Perlunnar er hægt að fá sér veitingar af léttari tegund- inni. Þar er ísbúð og kaffihús og er ekki að sjá annað en að verðlagið þar sé á svipuðum nótum og á öðmm sambærilegum stöðum. Því er óhætt að mæla með því að fólk leggi leið sína í Perluna. Það þarf ekki að gera ráð fyrir að það sé dýrari staður en aðrir sambærilegir staðir - ef það á annað borð er vant verðlaginu frá þeim stöðum. ís Hótel Holt Hótel Saga Grilliö Perlan Forréttir Sniglar 837 1.090 820 Graflax 876 890 Aðalréttir Fiskur Rauðspretta 1.390 1.520 1.590 Humar 3.290 2.970 3.150 Blandaðir sjávarréttir 2.295 1.970 2.150 Aðalréttir Kjöt Lambalæri/lambahryggur 1.885 1.890 1.890 Andasteik 2.595 2.690 2.700 Nautalundir 2.386 2.670 2.200 Eftirréttir is 450 490 Ostaréttur 790 670 780 Vln Hochheimer Daubhaus 1.997 1.980 2.000 hvítvín Mateus/Trovador rósavín 1.754 1.670 1.685 Saint Emilion rauðvín 2.982 2.760 2.790 Chateauneuf-du- Pape 3.702 3.750 3.790 rauðvín Þessi fiskréttur, Cod Royales With Prawns, sem framleiddur er af dótturfyr- irtæki SH, fékk silfurverðlaun á samkeppni um nýja fiskrétti fyrir veitinga- hús og mötuneyti í Bretlandi. Dótturfyrirtæki SH í Bretlandi: Silfurverðlaun fyrir fiskrétt Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bretlandi, Ice- land Freezing Plants Limited, hlaut nú, annað árið í röö, verðlaun British Frozen Foods Federation fyrir tilbú- inn sjávarrétt. í ár fékk IFPL silfur- verðlaun fyrir „Cod Royales With Prawns" í veitingahúsapakkningu en í fyrra fengust gullverðlaun fyrir tilbúinn fiskrétt í neytendapakkn- ingu. Rétturinn Cod Royales With Prawns hlaut verðlaun í ár fyrir aö vera að mati dómnefndar „besti nýi aðalrétturinn" fyrir veitingahús og mötuneyti á breska markaðnum. í þessari pakkningu eru 12 þorsk- stykki í brauðmylsnu með rækju- sósu og vegur hún 170 grömm. Hægt er að framreiða réttinn annað hvort ofnbakaðan eða djúpsteiktan. Á Bretlandseyjum þykir mikil við- urkenning fyrir framleiöendur frystra matvæla að hljóta verðlaun frá BFFF og gerist það ekki oft að sami aðilinn hljóti verðlaun tvö ár í röö. Öskjurnar, sem notaöar eru undir umræddan rétt, eru framleidd- ar hjá Umbúðamiðstöðinni í Reykja- vík. Ferðaþjónusta FÍB Nú er tími ferðalaga og því vill Félag íslenskra bifreiðaeigenda vekja athygli á aukinni þjónustu. Félagsmenn, sem hyggjast ferðast í eigin bíl eða bílaleigubifreið erlendis, geta fengið ráðgjöf og leiðbeiningar viö skipulagningu ferðarinnar ásamt nytsömum ferðagögnum. Má þar nefna kort og leiðabækur sem erlend félög bifreiðaeigenda gefa út, tjald- búðaskírteini og alþjóða ökuskírteini sem fást á skrifstofu félagsins. Aðild FÍB að alþjóða ferðasamtök- um bifreiðaeigenda, AIT, tryggir fé- lagsmönnum margvíslega þjónustu og neyðarhjálp erlendis. Aðstoð ferðaráðgjafa er án endurgjalds fyrir FÍB-félaga og ferðagögnin fá þeir á félagsverði. Verðlag í ferðabæklingum: Ófullnægjandi upplýsingar Að undanfórnu haía aöilar i 27. grein laga nr. 56/1978 um verð- auglýsingum muni ráðið grípa til ferðaþjónstu birt villandi og ófull- lag, samkeppnishömlur og órétt- viðeigandi aðgeröa í samræmi við nægjandi upplýsingar um verð í mæta viðskiptahætti er bannað að heimildir í lögunum nr 56/1978. auglýsingum Uppgefið verð í aug- auglýsa með framangreindum Verðlagsráð telur aö upplýsingar lýsingunum hefur verið lægra en hætti. Óhjákvæmilegt er að gera um verð í auglýsingum séu mjög það verð sem viðskíptavinir hafa tilkall til þess að endanlegt verð mikilvægar fyrir neytendur og verið krafðir um greiðslu á. Er í komiframíauglýsingummiðaðvið þýðingarmikill þáttur í að örva sumum tilvikum um allverulegar nýlegt gengi. Jafhframt tekur verð- samkeppni á markaðnum. En þá fjárhæðir að ræða. lagsráðframaöhaldiaðilaríferða- verður jafnframt að vera tryggt að Af þessu tilefni vill verðlagsráö þjónustu áfram að birta villandi og upplýsingarnar séu réttar og að vekja athygli á því að samkvæmt ófullnægjandi veröupplýsingar í engum blekkingum sé beitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.