Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. Ert þú búin(n) að fara í sumarfrí? Gyða Eyjólfsdóttir, vinnur hjá DV: Já, ég er búin að taka eina viku en ég tek það sem eftir er í haust. Jóhanna Eyþórsdóttir fóstra: Ja, ég er búin að fara í vikufrí og tek síðan það sem ég á eftir í smáskömmtum. Katrín Rúnarsdóttir, vinnur í þvotta- húsi: Nei, ég fer ekki í sumarfrí. Ég er í skóla á veturna og er nú að vinna í þvottahúsi í sumar. Pétur Magnússon, vinnur á Borgar- spítalanum: Já, ég fór til MaUorca þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla í vor. Haraldur Ingason miðill: Ja, ég er nú eiginlegaífríi þvíégeratvinnulaus. Helgi Guðmundsson ríkisstarfsmað- ur: Já, ég er búinn að taka helming- inn af því. Ég fór í Húsafell og vestur á land. Lesendur Mengun og meg- inlandsveður Gunngeir skrifar: Eru ekki t.d. allir sammála um að gott veður sé betra en slæmt og að sumarhiti sé æskilegri en kalsaveð- ur? Nú höfum við íslendingar fengið, nánast alls staðar á landinu, hið ákjósanlegasta sumarveður, glamp- andi sól og þann hita sem við getum búist við að fá hæstan hér, allt upp í 30 gráöur þegar heitast var. Nú eru veðurfræðingar og aðrir sem telja sig „fræðinga", t.d. í meng- un og óhollustu, famir að hræða fólk með því að þetta orsakist af „meng- un“ frá meginlandi Evrópu. Núna frá Austur-Evrópu. Á þessu er hamrað dag eftir dag. Einn þulurinn á Stöð 2 bættist svo i hópinn sl. sunnudags- kvöld og útskýrði að líka mætti bú- ast við „súru regni“ frá Bandaríkjun- um. - Já, ekki spyr ég nú að! Ef þetta veöur orsakast af „meng- un“, megi hún þá bara haldast, segi ég. Við íslendingar fáum hvort eð er ekki svona veður nema stuttan tíma í einu. Og við hér á suðvesturhorni landsins svo sjaldan að það ætti ekki að skaða okkur. Hvað mega þá Evr- ópubúar segja, sem hafa mengunina viöloðandi allt árið? „Ef þetta veður orsakast af „mengun“, megi hún þá haldast," segir m.a. í bréfinu. Til vamar veiku fólki Guðný Svava Guðjónsdóttir skrifar: Hinn 3. júlí birtist bréf eftir Þor- stein Einarsson undir fyrirsögninni „Hálf þjóðin sjúklingar". Mig langar til að gera smáathugasemd viö þenn- an pistil. Vinkona mín, sem er öryrki vegna geðfötlunar, er haldin kvíða og þung- lyndi sem hefur m.a. gert það að verkum að hún hefur ekki getað menntað sig eins og hugur hennar og gáfur standa þó til. Einnig hefur hún lítiö getað unnið af sömu orsök- um og er þess vegna - eins og Þor- steinn segir í bréfi sínu - „ekki virk- ur og fullgildur þátttakandi í at- vinnulífi". Þar af leiðandi er hún ekki skattpínd (eins og Þorsteinn kveöur að þeir heilbrigðu séu), ein- faldlega af því að tekjur hennar eru það lágar að þær eru langt undir skattleysismörkum. Hún er einstæð móðir með 14 ára ungling á framfæri. Tekjur hennar eru 56.962 kr. á mánuði. Eg veit að ef hún mætti sjálf velja myndi hún frekar vilja tilheyra þeim helmingi þjóðarinnar sem mér skilst á grein Þorsteins að sé skattpíndur og sjái fyrir hinum aumari helmingi þjóðar- innar, sjúklingunum (t.d. hjarta- sjúklingum, asmasjúklingum, pso- rasisjúklingum, geðsjúklingum, áfengissjúklingum, að ógleymdum þeim sem hafa orðið fyrir slysum af ýmsu tagi og eru sannanlega sjúkl- ingar af þeim orsökum). Mér ofbýður þessi forheimskun og fordómar! Á Þorsteinn við að sjúklingar verði að sanna að þeir séu sjúklingar? Og þá fyrir hverjum? Er ekki nóg að læknar sannfæri sjúklingana um að þeir séu veikir? Þorsteinn virðist halda að þeir einir séu sjúklingar sem bera þess greinilega merki með útliti sínu eða t.d. með veru sinni í hjólastóli. Hvað t.d. með sjúklinga eins og vinkonu mína? Á hún að vera með einhvers konar merki eða spjald um hálsinn til að sýna að hún sé sjúklingur? Fléiri eru sjúklingar en sem bera þess merki. Það væri kannski best fyrir hinn heilbrigða helming þjóðarinnar, sem sam- kvæmt kenningu Þorsteins „sér fyrir sjúklingunum", að þeir væru bara slegnir af? Þvílíkt og annaö eins hef- ur nú verið gert áður í árþúsundir, eins og allir vita. Þá myndu hinir heilbrigðu þegnar þjóðfélagsins vafalaust lifa skattlaus- ir og alsælir með sig og sína. Jafnvel geta haft það eins þægilegt og gott og sjúklingarnir hafa það í dag, sam- kvæmt áliti Þorsteins. Eru þeir þá ekki bara best settir sem eru „mátu- lega“ sjúkir til þess að kallst sjúkl- ingar, án þess að vera í raun spítala- matur eða farlama, en geta notið þeirra tryggingabóta og „hlunninda" sem svo margir virðast gera!! Útvegar músalokur Magnús H. Skarphéðinsson, forseti Músavinafélagsins, skrifar: Af tilefni fyrirspurnar á lesenda- síðu DV frá Ingu þann 18. júní sl. um hvar fáist músagildrur vill Músa- vinafélagið benda Ingu á, og öllum öðrum sem fá þessa smáu, knáu og fallegu gesti inn í hýbýli sín, að félag- ið flytur inn og selur svokallaðar músalokur. Lokur þessar eru þannig útbúnar músagildrur að mýsnar lok- ast inni í saklausu, gegnsæju skemmtilega útbúnu plastboxi þegar þær renna á matarlyktina.af því sem komið er fyrir inni í því, án þess að hljóta skaða af. Músavinafélagið bæöi selur eða lánar gegn tryggingu öllum þeim sem telja sig þurfa músalokur þessar hve- nær sem er. Gildran kostar þúsund krónur eða er lánuð gegn þúsund króna skilagjaldi, óháð hversu löng- um tíma músavinum allra staða hentar aö hafa þær fyrir sig og vini sína. Skilagjaldið er greitt til baka, svo fremi sem lokurnar eru óskemmdar af okkur mönnum, því mýsnar geta hvorki skemmt lokurn- ar né skaðað sjálfar sig í þeim. Þegar síðan mús er lokuð inni verð- ur auðvitað að losa hana helst sam- dægurs svo að músinni veröi ekki matar- og vatnsþurftarlega meint af búsetunni þar. Lokuna tekur maður einfaldlega, gengur með hana út fyr- ir húsgaflinn og hellir gestinum þar úr henni út í móa eða á annan stað þar sem best og öruggast þykir. Einnig tekur einn félagi í Músa- vinafélaginu að sér mýs í fóstur sem heimilisdýr þegar laus pláss eru hjá honum. Þessi þjónusta félagsins er hugsuð fyrir þá músavini sem ekki telja sig nógu harðbrjósta til að varpa gestum sínum á dyr eða út í móa. Músavinafélagið hefur rekið þessa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína og vini þeirra í tæpan áratug með góð- um árangri og þökkum skjólstæð- inga vorra. Síma þessa er að finna í símaskránni sem og faxnúmer. i i „AuAvelt er svo að hella músinni úr búrinu.“ Flugeftirlits- nefndfinnur ekkirök! Sigríður Magnúsdóttir skrifar: Það má alltaf skipa nefnd þegar mikið liggur við hjá hinu opin- bera. Þessar nefndir eru yfirleitt eitthvað ótilgreint apparat en samanstanda af mönnum sem fá greitt fýrir að gefa álit sitt til ráð- herra eöa annarra forsvars- manna í kerfinu svo að þeir þurfi ekki aö taka á sig ábyrgð. Henni fylgja nefnilega ómæld óþægindi. Nú hefur ein nefndin, „Flugeft- irlitsnefnd", sent frá sér þann „fagnaðarboðskap“ að það séu engin rök sem bendi til þess að frekari fargjaldalækkun verði í millilandaflugi. Búið sé aö lækka um 4% og það sé meira en nóg fyrir landann. Þetta ætlar nefhd- in, sem heyrir beint undir sam- gönguráðherra, að tilkynna hon- um þegar hann kemur að utan. - Vel að verki staöiö í fjarveru ráð- herra! Þeirþrífieftir hundasína íbúi í Grjótaþorpi skrifar: Hér í þessu gamla hverfi er nú að komast á allt annar og fallegri syipur en áður var. Götur hafa verið endurnýjaðar og gangstétt- ir og það er orðin hrein unun að koma út úr húsi við svona að- stæður. - Gangandi vegfarendum hefur fjölgaö hér til muna til aö skoöa breytingamar og er það bara ánægjulegt. Þeim sem eiga hunda og eru aö viðra þá á kvöldin hefur líka fjölgað. Ég vil ekki amast við þessum dýrum eða eigendum þeirra. Ég vil hins vegar gera þá kröfu til hundeigenda að þeir þrífi eftir hunda sína er þeir gera þarfir sínar hér í hverfinu sem og annars staðar i borginni. Það er ekki geðslegt að koma út og sjá hundaskít á stéttinni. Það eru m.a. svona uppákomur sem gera marga gagnrýna á hundahald hér í borginni. Ríkissfjórnin hverfurfráfyrir- heitunum Jóhannes Guðmundsson skrifar: Ég er einn þeirra sem stuðlaði að því að þessi ríkisstjórn komst til valda. Eða svo hygg ég að hafi verið, með því að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði mitt í kosningunum eins og ég hefi allt- af gert. Ég er þó ekki ánægöur með hvemig ríkisstjómin stend- ur að málum nú. i orðræöum hefur hver ráð- herrann á eftir öðrum boðað af- nám fyrirgreiðslna til gjaldþrota fyrirtækja í ríkiseign. Þetta hefur þó mest farið forgörðum og ríkis- sijómin hverfur óðfluga frá þeim fyrirheitum og lætur nú ríkis- bankana taka yfir gjaldþrota fyr- irtækin. - Þetta sýnir vanmátt en ekki styrk stjóraarinnar og ein- staka ráðherra hennar. Hvererþetta? Kona skrifar: Það er eitt atriöi í daglega lifinu sem m.a. fer svolítð i taugamar á mér. Það er þegar síminn hring- ir h)á mér og einhver spyr: Hver er þetta? Ég á þá venjulega bara eitt svar: Hvem viltu tala við? Þá er sagt „Afsakaðu", eða eitthvað í þá áttina, og siðan er tóhð lagt á. Oft liggur við að ég fai sam- viskubit yfir að hafa ekki sagt einhveijum bláókunnugum úti i bæ hvaö ég heiti. Ef ég nú hringdi og ókunnugleg rödd svaraði og ég ályktaöi að ég heföi ekki hringt í rétt númer myndi ég ekki spyrja þann sem svaraöi hvað hann héti. Að endingu þetta gamla góöa: Mikið er maðurinn skrýtinn, hann er ekki eins og ég!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.