Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. 7 Sandkom Fréttir Bíll hins reiða ökumanns fluttur burtu í lögreglufylgd. DV-mynd S Ævareiður bíleigandi: Tók bílinn úr Holta- porti og grýtti vörðinn lögreglan tók bílinn tvisvar Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa mikil afskipti af bifreið sem var færð í Holtaport í fyrradag. Eigand- inn stal bifreiðinni aftur og réðst að verði sem þar var. Stöðumælavörður lét lögregluna vita af Mözdubifreið sem var ólög- lega lagt við strætisvagnastöð og brunahana fyrir hádegið í gær. Bif- reiðin reyndist vera á nagladekkjum og óskoðuð. Lögreglan fékk krana- bifreið til að færa bíhnn í Holtaport. Skömmu eftir að kranabíllinn var farinn aftur Kom eigandinn. Hann fann bílinn sinn og gaf sig á tal við vörðinn. Sá kvaðst ekki láta bílinn af hendi fyrr en viðeigandi ráðstafan- ir yrðu gerðar. Varð bíleigandinn þá ævareiður og kastaði ýmsu lauslegu í vörðinn. Við svo búið settist hann upp í bíl sinn, sem númerin höfðu verð tekin af, ók af stað og ruddi nið- ur lokunarhliði á svæðinu. Ökumaðurinn fór með bíl sinn á bílastæðið viö Miklagarð og yfirgaf hann þar. Kom þá lögreglan í annað skiptið eftir sama bílnum og tók hann í sína vörslu. í þetta skiptið var bíllinn færður í lokað húsnæði. Mál- ið er til meðferðar hjá lögreglunni. -ÓTT Fjöldi lögreglumanna í höfuð- borgum Norðurlandanna 1985 Tillögur lögreglustjóra 1 flárlagagerð 1992 til dómsmálaráðuneytis: Vill 20 lögreglu þjóna til viðbótar - mun færri lögregluþjónar á hverja 1.000 íbúa en annars staðar á Norðurlöndum Halldór Blöndal og loðkanínumar Steingrimur J. Sigfússon varð frægui-aðen- dennunfyrir áhugasinná aðbúnaðiog kynlífisvina. Ax'ftnld hans í landbúnaðar- ráðuneytinu, Halldór Blöndal, vill ekki minni maður vera og hefur gefið út reglugerð um loðkaninurækt. í 1. grein segir: „Landbúnaðarráð- herra hefur yfirstjórn ailra mála er varða loðkanínur." Halldór ætlar vinum sínum allt hið besta, „Þar sem bústærð er yfir 100 dýr skal vera hólfað af piáss þar sem got og unga- uppeldiferfram.... Hitasigloðkan- ínubúa skal vera sem næst 6-12 gráð- um ograkastig á bilinu 60-70%... Húsin skulu vera laus við stækju og magn ammoniaks í loftinu ekki fara yfir 15 ppm/m3. Ljósstyrkur skal vera á bilinu 10-20 lux, en 75-100 lux við gegningar. Fóðurgeymslur skuiu vera hreinar, þurrai' og músa- og rottuheldar... Rottum, músum, flóm og flugum skal útrýmt úr loðkan- ínubúum ef þeirra verður vart. Bann- að er að hafa hunda og ketti í loðkan- ínubúum, nema þar sem brýna nauð- syn ber til að hafa kött vegna útrým- ingarámúsum. Saurogúrgangskal fjarlægjaúr búrum svo ekki valdi rakaeðaólofti.1' Kynlíf loðkanína íregiugerö Halldórser íjaliaðumsæð- ingarloðkan-; ína.Þarsegir m.a.: „Sæðis- takaogsæðing ioökanina skai faraframísér- stökum herbergjum sem eruein- göngu ætluð tfl þeirra nota þarrn tíma sem þessi starfsemi fer fram. í her- bcrginu skal vera upphitun þannig að hitastig geti verið 18-24 gráður, heitt og kalt vatn, niðurfall í gólfi, aðstaða til handþvotta, rafmagn, hitaplata, vinnuborð fyrir smásjá, pappírshandþurrkur og sérstakur sæðingarbekkur sem auðvelt er að þrífa. Við inngöngudyr skal vera að- staða til fata- og skóskipta og búnaður fyrir sótthreinsun á skófatnaði." Her- bergin „skulu vera vel hljóðeinangr- uð og þannig staðsett að sú starfsemi sem þar fer fram yerði fyrh- sem mimistu ónæði. Á sæðingarstöð skal vera afdrep fyrir þá sem koma með dýr til sæðingar sem og fyrir dýr þeirra(bíðstofa).“ Olafsvíkinga SturlaBöðv- arsson,l.þing- maðurVestur- ' lmids.teiurfrá loittaðÓlafs- víkingargeti sóttvinnuá Hellissandieða Rifiendaséu þeir6kmfráÓlafsvik. „Effólkþarf að sitja í rútu á morgnana á leið til vinnu og aftur heim þá verður þetta ósköp keimlikt því að búa á höfuð- borgarsvæðinu og hluti aðdráttarafls þess að húa í svona litlum bæ úti á landi hverfur." Sumarleyfið Guðtekursér sumarfriá hveijuárieins ogaðrirmenn. í sumar brá hinsvegarsvo viöaðhann vissiekkihvert _ hann ætti að fara. Því fór hann til Lykla-Péturs og spurði ráða. „Nú er ég búinn að lifa ansi lengi eins og þú veist og hklega komið á hvem einasta blett í alheim- inum oftar en einu sinni. Hvert á ég að fara núna?“ Lykla-Péturhugsaði siglengiumogsagðisvo: „Afhverju ferðu ekki til jarðarinnar, þangað hefur þú ekki komið lengi." Guð fuss- aði og sagði, „Tiljarðarinnar, nei, þangað fer ég sko ekki. Ég fór þangað fyrir tvö þúsund árura, varð það á að barna eina dömuna ogþeir eru ennþá að tala um það." Umsjón: Pálmi Jónasson 3,5 Helsingfors Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, hefur sent dómsmála- ráðuneytinu fjárlagatillögur fyrir árið 1992 þar sem meðal annars er farið fram á fjölgun í lögregluliðinu um 20 stöðugildi. Þessi viðbótar- mannafli er hugsaður til almennra löggæslustarfa. Er talið að þessi fjölgun í lögregluliðinu miði aðeins að því marki sem brýna nauðsyn beri til þannig að hægt sé að halda úti eðlilegri starfsemi. Lögregluemb- ættiö bendir á að mun færri lögreglu- menn séu á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík en í öðrum höfuðborgum Nprðurlanda. í tillögunum kemur fram að þrátt fyrir fjölgun um 16 stöður í lögregl- unni árið 1990 sé nánast sami fjöldi lögreglumanna nú við almenna lög- gæslu og var fyrir 15 árum. Lögreglu- Stóri telur að þessi fjölgun hafi haft í for með sér gjörbreytta möguleika til að beita öflugri og markvissari aðgerðum varðandi gróf ofbeldis- verk. Þetta er stutt með tölum sem greinilega sýna að ránum í Reykja- vík -og meiðslum sem fylgja slíkum afbrotum fækkaði verulega frá árinu 1989-1990. Til rökstuðnings tillögum sínum um fjölgun í lögregluliði Reykjavíkur bendir lögreglustjóri á að aðeins 2,7 lögregluþjónar séu á hverja 1.000 íbúa í borginni. Þar með eru starfs- menn Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi meðtaldir. Til samanburð- ar eru 3,2 lögreglumenn á hverja 1.000 íbúa í Osló, 3,5 í Helsingfors, 3,6 í Kaupmannahöfn og 4,2 lögreglu- menn á hverja 1.000 íbúa í Stokk- hólmi. Inni í þessum tölum höfuð- borga Norðurlandanna eru rann- sóknarlögreglumenn ekki meðtaldir eins og gert er í tölunum sem snerta Reykjavík. Einnig er tekið fram að fjöldi skrifstofufólks, sem starfar hjá lögregluembættum hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum, sé þrisvar sinnum fleirienáíslandi. -ÓTT Reykjavik 3,2 Ósló Q Kaupmannahöfn V-Húnvetning- araðilarað Fjolbrauta- skóla Norðurlands ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Sauðárkr. Á vorfundi héraðsnefndar V- Húnvetninga nýlega var sam- þykkt að sýslan gerðist formlegur aðili að Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Það er því aðeins orðið formsatriði og tímaspursmál hvenær V-Hún- vetningar skrifa undir samninga um uppbyggingu skólans og þeir vei'ða líklega næstir Skagfirðing- um að undirrita byggingarsamn- ing um bóknámshúsið. Endanleg afstaöa liggur ekki enn fyrir hjá A-Húnvetningum og Siglfirðing- um. Magnús Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri héraðsnefndar Skagfirðinga, var því að vonum ánægöur þegar Ólafur B. Óskars- son, formaður héraðsnefndar V- Húnavatnssýslu, hringdiogsagði tíðindin. Nýlokið er einmitt að ganga frá samningum við Bygg- ingarfélagiö Hlyn og vonast er til að fyrsta skóflustunga bóknáms- hússins verði jafnvel tekin í þess- ari viku. Ólafur B. Óskarsson sagðist vonast til að ákvörðun héraðs- nefhdar yrði skólanum og hérað- inu til góðs. Menn litu á Fjöl- brautaskólann sem sinn heima- skóla og heimakstur nomenda um helgar væri mikils metið atr- iði. Við þaö héldust frekari tengsl unglinganna við heimaslóðir. Þá gæfi skólmn möguleika á fullorð- insfræðslu þótt þátttaka hefði ekki reynst nægjanleg ennþá til slíks. í framtíðinni væri hægt að reikna með fremhaldsdeild í hér- aðinu í tengslum við skólann. Sem sagt ýmislegt sem þessi sam- vinna innan kjördæmisíns í skólamálum gæti boöið upp á. Þess má geta að tvo þriðju at- kvæða þurfti til að tillagan feng- ist samþykkt. Greiddu sjö at- kvæði með tillögunni 1 héraðs- nefnd, einn var á móti og einn sat

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.