Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. <9 Utlönd Bléðsugumunn- vatnnotaðílyf Fundist hefur eftii í munnvatni blóðsuguleðurblakna sem gefur vonir um aö hægt verði að leysa ýmis vandamál varðandi storkn- un blóðs í líkama fólks. Nýjar rannsóknir sýna að blóð- suguleðurblökur og önnur dýr sem lifa og nærast á fersku blóði framleiöa ákveðin mólekúl í muxmvatni sinu sem koma í veg fyrir storknun blóðs. Svo lengi sem blóðsugan sýgur opið sár fórnarlambs síns þá kemur þetta mólekúl í veg fyrir að blóðið storkni og því getur blóðsugan verið eins lengi og hún vill að matast. Tilraunir beinast nú að því að nýta þetta efni í lyf sem draga úr blóðstorknunarvandamálum í fólki. BorisJeltsínsver embættiseið Boris Jellsin sór eið í embætti forseta Russiands i gær með hönd á hjarta. Simamynd Reuier Boris Jeltsín, sem er fyrsti lýð- ræðislega kosni forseti lýðveldis- ins Rússlands, sór embættiseiö í formlegri athöfn í Kreml í gær. Veldi kommúnista í lýðveldinu er þar með hnekkt á táknrænan hátt. Jeltsín hafði hönd á hjarta og sór embættiseiðinn fyrir framan Sovétforsetann Mikhail Gorb- atsjov og hundruð aðra stjórn- málamenn og trúarleiðtoga. Gorbatsjov óskaöi honum vel- farnaðar í starfi og sagöist myndu styöja hann í forsetaembættinu. Samband þeirra Gorbatsjov og Jeltsín hefur einkennst af erjum en nú virðist allt vera á lygnum sjó. í ræðu sinni hnýtti Jeltsín þó örlítið í Sovétforsetann þegar hann sagði aö hálíkák leiddi óumflýjanlega til mistaka en hann hefur gagnrýnt Gorbatsjov fyrir að ganga ekki ákveðnum skrefúm í átt til umbóta. Það vakti athygli að kirkjunnar menn tóku fullan þátt í athöfn- inni. Patríarki rússnesku rétt- rúnaðarkirkjunnar, Alexei II, fordæmdi í ræðu sinni alræði kommúnistaflokksins í 73 ár og sagði að ábyrgö Jeltsíns væri mikil í alvarlega sjúku landi. Jeltsín hefur fengið skrifstofu- húsnæöi í Kreml. Vestræn salerni fyrirBush Tyrkneskir emhættismenn eru nú i óöaönn að undirbúa heim- sókn George Bush, forseta Bandaríkjanna, til Istanhul þann 21. júlí með því koma vestrænum salernum fyrir í Ottomanhöll- inni. „Herra Bush mun dvelja marg- ar klukkustundir í höllinni og það getur veriö erfltt fyrir hann aö nota okkar austrænu salemi. Við fengum því leyfi hjá yflrvöld- um og breyttum móttökuher- bergi haliarinnar í herrasalerni í vestrænum móö,“ sagöi embætt- ismaður í viðtali við tyrkneska dagblaöiö Hurriyet í gær. Reuter Bandarlkin láta af refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku: Leiðtogar blökku- manna mótmæla af- námi viðskiptabanns George Bush, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að Bandaríkja- stjórn hygðist aflétta fimm ára við- skiptabanni sínu á Suður-Afríku og hvatti aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Bush tilkynnti um ákvörðun sína í gær og sagðist vonast til að sem flestar þjóðir og fyrirtæki fetuðu í fótspor sín þar sem bæði hvítir og svartir Suður-Afríkumenn myndu njóta góðs af. „Undanfarin tvö ár höfum við orðið vitni að grundvallar- breytingum í Suður-Afríku. Ég trúi því statt og stöðugt að ekki verði snúið af þessari braut umbóta. Breyt- ingamar hafa verið hægar og oft sársaukafullar en framfarir hafa vissulega orðið. Ég mun hringja í F.W. de Klerk forseta og tjá honum að við búumst við því að framfarim- ar haldi áfram," sagði Bush. Suður-Afríka hefur samkvæmt mati Bandaríkjastjórnar nú uppfyllt þau fimm skilyrði sem sett voru og þurfti að uppfylla áður en viðskipta- banninu yrði aflétt. Síðasta skilyrðið var að öllum pólitískum fóngum yrði sleppt úr haldi. Margir þingmenn bandaríska þingsins, leiðtogar blökkumanna, Nelson Mandela og Feneyjar: BerthoSdbannad Skyrtulausir ferðamenn í Fen- eyjum geta átt það á hættu aö þurfa að borga allt aö 9 þúsund króna sekt samkvæmt ströngum klæðareglum fyrir feröamenn sem nýlega voru samþykktar. Nýju reglumar banna ferða- mönnum líka aö ganga um götur Feneyja í sundfötum og einnig er bannað að dýfa svo mikið sem einni tá ofan í sýki borgarinnar. Sá sem kom þessum regltuu á er lögmaður borgarinnar, Salvad- ori, en hann er einnig höfúndur laga sem banna gondólaræðurum að syngja lög eins og „0 Sole Mio“ á þeirri forsendu að þau séu ekki frá Feneyjum. Eeuter Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti á blaðamannafundi i gær að hann hygðist aflétta viðskiptabanni á Suður-Afríku. Simamynd Reuter Honda 91 Accord Sedan 2,0 EX Afríska þjóðarráðið hafa mótmælt þessu og telja að enn séu þúsund pólitískir fangar í haldi í landinu. Bush og Nelson Mandela áttu síma- viðræður á þriðjudaginn þar sem Mandela latti forsetann til að aflétta viðskiptabanninu. „Ég sagði að þetta væri alltof snemmt þar sem ennþá er mörgum haldið til fanga fyrir póli- tískar skoðanir sínar. í öðru lagi þá sagði ég honum að aðskilnaðarstefn- an væri alls ekki að fullu upprætt," sagði Mandela í sjónvarpsviðtali í gær. Utanríkisráöherra Suður-Afríku, Pik Botha sagði að ríkisstjórn sín teldi að öllum pólitískum föngum heföi nú verið sleppt úr haldi. „Við eru að breyta og afnema undirstöður aðskilnaðarstefnunnar af hag- kvæmnisástæðum," sagði Botha. Reuter Afvopnunarviðræður: Sovéskir þungavigtarmenn til Washington Alexander Bessmertnykh, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, kom til Washington í gær til viðræðna við James Baker, bandaríska starfsbróð- ur sinn. Vonir standa til að ráðherr- unum takist að ryðja úr vegi síðustu hindrununum fyrir leiðtogafund risaveldanna í Moskvu innan fárra vikna. Ef bandarískum og sovéskum samningamönnum tekst að ná sam- komulagi um fækkun langdrægra kjarnavopna, sem kallað er START, verður hægt að halda fund þeirra Bush og Gorbatsjovs síðar í þessum mánuði. James Baker sagði fyrir komu Bessmertnykhs til Waslúngton að það lofaði góðu fyrir viðræðurnar hversu fljótur Gorbatsjov var að begðast við beiðni Bush um að æðstu samningamenn Sovétríkjanna yrðu sendir til Washington. Fundimir eiga að standa fram á föstudag. Baker haföi „áður gert lítið úr vangaveltum manna um að sam- komulag um takmörkun vígbúnaðar gæti bætti andrúmsloftið þegar Gorbatsjov hittir Bush og aðra leið- toga sjö helstu iðnríkja heims í Lon- don þann 17. júlí tii aö fara fram á efnahagsaðstoð. Baker útilokaði enn á ný að stjómvöld í Sovétríkjunum Kaifu, forsætisráðherra Japans, verður gestur hans. Við komu sína til Andrews herflug- vallarins við Washington sagði Bess- mertnykh við fréttamenn að viðræð- urnar yrðu umfangsmiklar og hann væri vongóður um að vel mundi miða í átt að lokasamkomulagi um START-samning. Reuter Verðfrá 1.432 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA E) VATNAGÖRÐUM 24 RVIK., SIMI 689900 Alexander Bessmertnykh, utanríkis- ráðherra Sovétrikjanna, kom til Washington í gær til að hraða gerð samnings um takmörkun lang- drægra kjarnavopna. Símamynd Reuter fengju víðtæka efnahagsaðstoð áður en þau hrintu í framkvæmd úrbótum í átt að markaðshagkerfi. Bush hittir Bessmertnykh að máh í dag áður en hann heldur í sumar- hús sitt í Maine þar sem Toshiki 15 farast er lögregla í Perú Að minnsta kosti 15 manns fórust er lögreglan í Perú skaut niður far- þegaflugvél sem var að hefja sig á loft af flugvelli í Amazon á þriðjudag. Flugvélin var á áætlunarflugi á leið til borgarinnar Pucaflpa og var kom- in um 20 metra í loftið af Bellavista flugvellinum í San Martin er lögregl- an hóf fyrirvaralausa skothríð á vél- ina. Vitni sagði sjónvarpsfréttamönn- um aö um 10 lögreglumenn heföu skotið fyrir framan flugvélina í til- raun til að fá flugmanninn til að lenda svo að þeir gætu leitað að eitur- lyfjum um borð í vélinni. Vitnið sagði að lögreglumennirnir hefðu setið við drykkju og heföu verið orðnir fulhr. Yflrmaður rannsóknarinnar, Barr- antes, staðfesti í gær að engin eitur- lyf heföu veriö um borð í vélinni. í héraðinu þar sem atvikið átti sér staö er mesta kókaínframleiösla Perú og vinstri sinnaðir skæruliðar eiga mik- fl ítök þar. Herlög gilda í héraðinu og vopnaðar sveitir ríkisstjómarinn- ar stjóma þar öflum málum. Reuter Kaupmannahöfn 6 daga 19.-24. júlí tívolíferð kr.28.70ft Flug - gisting - morgunverðarhlaðborð Vegna viðbótarsæta gefst þetta einstaka tækifæri til þess að njóta glaðra daga í kóngsins Kaupmannahöfn. — m1 iriFERÐlR = SOLRRFLUG Vesturgötu 12 - Slmi 620066 og 15331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.