Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. Útlönd Frelsishreyftng Assamhéraös í Norðaustur-Indlandi tilkynnti íyrir skömmu að sovéskur verkfræðingur, sem haföur var í haldi, heföi dáið í átökum er hann var að reyna að sleppa frá mannræningjunum. Stjóm Assamhéraðs lét í fyrradag sex forystumenn úr Frelsishreyfingu Assam lausa úr fangelsi en hreyfmgin haföi lofaö aö ef það yrði gert myndu þeir sleppa sovéska verkfræöingnum og 13 indverskum embættis- mönnum sem þeir rændu í síðustu viku. Sovéski verkfræöíngurinn dó á sunnudag en frelsishreyftngin hélt því leyndu þangaö til stjórnin var búin að láta foringjana lausa. í tilkynningu hreyfingarinnar var ekkert minnst á þaö hvenær hinum gíslunum 13 yrði sleppt. Stjórn Assamhéraðs í Norðaustur-Indlandi hefur ákveðiö að láta alls 757 manns, sem haldið er föngum samkvæmt hörðum hryðjuverkalögum, lausa. Stjórnin tílkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram að sleppa föngum þrátt fyrir dauða verkfræöingsins. Kókaínsmygl í Panama margf aldast Þrátt tyrir að Manuel Noriega hershöfðingi sitji nú á bak við lás og slá i Bandarikjunum helur fikniefnasmygl siður en svo farið minnkandi i Panama. Simamynd Reuter Yfirvöld í Panama lögðu hald á 5,3 tonn af kókaíni fyrstu fimm mánuði ársins sem er meira en allt síöasta ár. Þaö er merkilegt aö það magn fíkniefna sem lögreglan hefur lagt hald á nú er meira en tvöfalt meira en áriö 1989 áður en Manuel Noriega hers- höfðingja var steypt af valdastóli í innrás Bandaríkjanna í Panama. Noriega er talinn hafa verið aðalmaðurinn á bak við kókaínsmygl frá Kólumbíu, í gegnum Panama og til Bandaríkjanna. Bæði lögreglan í Panama og bandaríska fíkniefnalögreglan telja að umferð fíkniefha í gegnura Panama hafi stóraukist. Tahð er að um 90% alls kókaíns, sem smyglað er frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, fari í gegn- um Panama. írarnir notuðu konubyssu írsku skæruliðarnir tveir sem skutu sér leið út úr fangelsi í London á sunnudag notuðu konubyssu við flóttann sem annar þeirra hafði falið í þykkum sóla á öðrum hlaupaskó sínum. Flóttinn kom ríkisstjóm landsins í mikil vandræði af því að byssunni var smyglað inn í fangelsið í Brixton. Kenneth Baker innanríkisráöherra fyrirskipaði þegar endurskoðun á öryggismálum fangelsisins. Sérfræðingur í litlum vopnum sagði aö byssan, sem írarnir notuðu, heföi liklega verið meö innri pinna, svipað og svokölluö „Baby Brown- ing“. Hún er þekkt sem konubyssa af því að hún er svo litil aö hægt er að fela hana í veski. Milljónir slikra skotvopna eru í umferð. íramir skutu á einn vörð og særðu hann á flóttanum. Talið er að þeir séu i felum hjá stuðningsmönnum írska lýðveldishersins. Mulroney vill hjálpa Gorbatsjov Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, segir aö Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti eigi skilið aö fá aðstoö frá ríkustu lýöræðis- ríkjum heimsins og menn skyldu ekki búast viö kraftaverkum í sov- ésku efnahagslífi á einni nóttu. Mulroney lét þessi orð falla í við tali við írska dagblaðið Irish Times í gær. Þar sagöi Mulroney aö ertii t væri aö stjórna hvaða landi sem væri. Krfiðleikar Gorbatsjovs væru hins vegar enn meiri þar sem hann væri að snúa við 70 ára sögu. „Við erum ekki þeirrar skoðunar, eins og sumir, að aðstoð frá okkur ætti að vera háð þeim sldlyrðum að Mikhaíl Gorbatsjov verði búinn Brian Mulroney, forsætisráðherra aö breyta sovéska efnahagskerfinu Kanada, segir að ekki eigi að bú- í fullkomna eftirlíkingu af því vest- ast við kraftaverkum i sovésku ur-þýska fyrir næsta sunnudags- efnahagslífi á einni nóftu. kvöld. Það geríst ekki,“ sagðí Mul- Teikning Lurie roney. Danir kanna ásakanir um mannréttindabrot Danski dómsmálaráðherrann, Hans Engell, sagði að óháð rannsóknar- nefnd væri að kanna hvað væri hæft í ásökunum Amnesty Intemational um illa meðferð á pólitískum ílóttamönnum í Danmörku. „Sú gagnrýni sem kom fram um illa meðferð pólitfskra flóttamanna og útlendinga í dönskum fangelsum varð til þess að skipuð var óháð rann- sóknamefhd í september 1990. Sú nefnd mun ákvarða hvort víssir yfir- menn fangelsismála veröa dregnir til ábyrgðar,“ sagöi dómsmálaráðherr- ann. í nýlegri ársskýrslu Amnesty komu fram ásakanir tveggja fangelsis- hjúkrunarfræöinga um að kynþáttahatur ríkti í garð flóttamanna í aðal- fangelsi Kaupmannahafnar, þeir fengju illa meöferð og væru jafnvel beitt- ir ofbeldi af starfsmönnum. Meira en 5000 útlendingar leituðu eftir póli- tísku hæll í Danmörku á síðasta ári, flestir þeirra voru Palestínumenn, Iranir eða tamílar frá Sri Lanka. Keuter og Bitzau Sólmyrkvinn í dag: Skýjafar hamlar sýn í Rómönsku Ameríku Allt útlit er fyrir að skýjafar og leið- indaveður komi í veg fyrir að íbúar víða í Rómönsku Ameríku fái barið augum almyrkvann á sólu sem verð- ur síðdegis í dag. Tunglið mun fara fyrir sólina á þremur klukkustund- um síðdegis og varpa skugga sínum á vesturhvel jarðar, frá Kyrrahafi yfir Mexíkó, Mið-Ameríku og allt til Kólumbíu og Brasilíu. Mörg hundruð áhugasamir stjörnuathugunarmenn eru komnir til Baja Kalifornía skagans í Mexíkó þar sem þeir munu rannsaka geisla- baug sólarinnar undir heiðbláum himni. Annars staðar í Mexíkó og Mið-Ameríku eru menn ekki eins heppnir þar sem regntímabilið er gengið í garð. Þeir hafa væntanlega bara sex mínútna hálfrökkur upp úr krafsinu, auk þess sem hitastigið mun falla um tíu gráður. José Antonio Moran, formaður sól- myrkvanefndar Mexíkó, sagði aö fullbókað væri á alla ferðamanna- staði og fornleifastaði á 227 kílómetra breiðu belti þar sem almyrkvinn mundi sjást í allri sinni dýrð undir bláum himni. í Mið-Ameríku hefur flestum opin- berum starfsmönnum og skólabörn- um verið gefið frí til að fylgjast með sólmyrkvanum. Rafael Calderon, forseti Kostaríka, tilkynnti að hann Þessi ætlar að horfa á almyrkvann á sólu þegar hann fer yfir vesturhvel jarðar í dag. Símamynd Reuter ætlaði að njóta hans í fylgd með opin- berum gesti sínum, Ion Illiescu, for- seta Rúmeníu. Þeir forsetamir ætla að horfa á sólmyrkvann á risastórum sjónvarpsskjá sem var komið fyrir í forsetahöllinni af þessu tilefni. Almyrkvinn í dag verður sá lengsti yfir Mexíkóborg frá því 1776 og hann verður ekki sleginn út fyrr en árið 2162, að sögn stjörnufræðinga. Ekki ætla þó allir að fylgjast með almyrkvanum. Margir frumbyggja Mexíkó ætla að fela sig inni í húsum sínum þar sem þeir líta á sólmyrkva sem fyrirboða um dómsdag og eyði- leggingu. Reuter Bandaríkj aforseti: íhugar árásir á kjarnorkubúnað íraka George Bush Bandaríkjaforseti er alvarlega að íhuga hernaðaraðgerðir gegn írak til að eyðileggja alla mögu- leika stjórnvalda í Bagdad til að framleiða kjarnavopn en þeir reynd- ust vera miklu meiri en búist var við. Það var bandaríska sjónvarpsstöð- in NBC sem skýrði frá þessu í gær. Ónafngreindur háttsettur embættis- maður innan varnarmálaráðurieyt- isins sagði stöðinni að verið væri að fara yfir myndir frá njósnahnöttum af hugsanlegum 100 nýjum skot- mörkum þar sem talið er að írakar hafi faliö hluti í kjamavopn á meðan á Persaflóastríðinu stóð. Heimildarmenn sögðu jafnframt að árás á kjarnorkuáætíun íraka væri þó ekki yfirvofandi. Varnarmála- ráðuneytiö vildi ekki tjá sig um frétt- ina. NBC sagði að í óbirtri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kæmi fram að Saddam Hussein hefði að endingu ráðið yfir 20-40 kjarnasprengjum. Embættismaðurinn sagði að í stríð- inu heföu skotmörk þar sem nú er tahð að kjarnavopn séu falin ekki verið talin mikilvæg. Reuter Gífurleg flóð í Klna: Eitt þúsund haf a farist Gífurleg flóð eftir eins mánaðar úrhelhsrigningu hafa orðið um eitt þúsund manns að fjörtjóni í Kína og neytt fangelsisyfirvöld til að flytja burt fanga í einum stærstu þrælkun- arbúðum landsis. Opinberir fjölmiðlar skýrðu frá því gær að flóðin hefðu grandað lífi níu- tíu og sex manns til viðbótar í suður- hluta landsins. Opinber tala um fjölda látinna á þriðjudag var komin í 847 og tjón er metið á tæpa 200 millj- arða króna. Tölurnar eiga örugglega eftir að hækka þegar fregnir fara að berast frá afskekktum héruðum landsins. Embættismenn hafa sagt að flóðin í ár stefni í að verða þau mestu í áratugi. Japanir buðu fram 20 milljónir króna í hjálparstarf til viðbótar öðr- um 20 milljónum sem þeir höföu veitt Anhuihéraði í Austur-Kína. Þá hafa Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn boöið fram hjálpargögn sem yrði dreift af stofnunum Sameinuðu þjóð- anna. Flóðin eru mest í austurhluta landsins en ná allt norður til Mansj- úríu og suður til Búrma. Um fjögur þúsund fangar í Baihu fangabúðunum voru fluttir á brott undir ströngu eftirliti þann 5. júlí þegar stöðuvatn í grenndinni var að því komið að flæða yfir bakka sína. Að sögn dagblaðs í Kína slapp enginn fanganna á þeirri 40 kílómetra leið sem farið var með þá. Um hálf milljón hermanna og tvær milljónir varaliða hafa verið sendir til austurhéraðanna til að taka þátt í hjálparstarfinu frá því flóðin byrj- uðu snemma í maí. Fréttastofan Nýja Kína sagði frá „mannastíflu" sem hermennirnir mynduðu til að bjarga þorpi sem var ógnað af flóðunum nærri Wuxi í Jiangsuhéraði. „Það er enginn skortur á hetjusög- um,“ sagði fréttastofan. „Hermanna- sveit myndaði mannastíflu þannig að hægt var að gera við árbakkann áður en nokkrar skemmdir urðu.“ Þá hefur herinn einnig gefið tvö þúsund tonn af korni og hjálpargögn að andvirði um eitt hundrað milljóna króna. Og í sjónvarpsfréttum í gær sáust myndir af Jiang Zemin, aðalrit- ara kommúnistaflokksins, þar sem hann var að vaða í stígvélum á flóða- svæðunum. Á síðasta ári fórust um fjögur þús- und manns í flóðum í Kína. En úr- hellisrigningin byrjaði fyrr en venju- lega í ár og spáð er meira regni á næstu mánuðum. Vestrænir sér- fræðingar spá miklum skemmdum á uppskeru en eru tregir til að nefna nokkrar tölur í því sambandi. Reuter Vegfarendur í borginni Changzhou í Kína vaða vatnselginn sem er á götum borgarinnar eftir miklar rigningar að undanförnu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.