Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. Fréttir Reiknað með 3 prósent verðbólgu - kaupmáttur minnki um 0,5% Drög að þjoðhagsspa fyrir 1992: ; 20% Brúttó landsframleiðsla 1945-1994 -10% 1945 20% 15% 10% 5% -5% -10% 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1994 Grafið gerir ráð fyrir hámarksáhrifum ef farið verður að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar og lands- framleiðslan minnkar um 2% á næsta ári. Þjóðhagsstofnun reiknar með minni samdrætti. Síðan er stuðst við spá Þjóðhagsstofnunar um áhrif framkvæmda vegna álvers 1993 og 1994. „Að gefnu fóstu gengi og mati alþjóðastofnana um erlenda verð- bólgu fæst að framfærsluvísitalan muni hækka um tæp 6 prósent milli ársmeðaltala sem felur í sér um 3 prósent hækkun frá upphafi til loka ársins,“ segir í drögum að nýrri þjóðhagsspá fyrir árið 1992. Þjóðhagsstofnun lagði spána fram á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrra- kvöld. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði um þessa verðbólguspá í viðtali við DV í gær að 3 prósent verðbólga væri forsenda ef menn ætluðu að halda föstu gengi á næsta ári við minnk- andi landsframleiðslu. Þjóðhagsstofnun segir í spánni að gert sé ráð fyrir að kaupmáttur tímakaups verði rúmlega hálfu prósenti lakari 1992 en að meðal- tali á yfirstandandi ári. Laun, nafn- laun, hækki um rúmlega 5 prósent milli áranna 1991 og 1992. Þessi spá sé reist á tveimur stoðum. Annars vegar fæst þessi niðurstaða úr hag- líkani Þjóðhagsstofnunar en hins vegar samrýmist trauðla föstu gengi að almennar launahækkanir verði meiri, að sögn Þjóðhagsstofn- unar. Raungengi krónunnar miðað við verðlag mun samkvæmt spánni hækka um 1,5 prósent á næsta ári. Þessi drög að þjóðhagsspá fela í sér um 0,5 prósent samdrátt fram- leiðslu í landinu en stofnunin segir þó ennfremur: „Verði tillögum Haf- rannsóknastofnunar fylgt um fiskafla á komandi fiskveiðiári yrði samdráttur landsframleiðslu lík- lega á bilinu 1-2 prósent,“ sem sé allt að tveimur prósentum, eins og sést á meðfylgjandi graíi. í drögunum er gert ráð fyrir að nýtt álver verði reist og eru áhrif þess á hagvöxtinn, landsfram- leiðsluna, áætluð nema einu pró- senti á næsta ári. En mikill kippur kæmi síðan í hagvöxtinn árin þar á eftir. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að samdrátturinn í sjávarafla gangi til baka árin 1993-1995. Ál- framleiðsla er talin munu hefjast á síðari hluta ársins 1995. Lands- framleiöslan eykst um 5 prósent 1993 og 7 prósent 1994, sjá meðfylgj- andi graf. En samtímis verður við- skiptajöfnuður mjög neikvæður og verður hallinn á honum mestur árið 1994 eða um 10 prósent áf landsframleiðslu. Erlendar skuldir ná hámarki í árslok 1995 og verða þá um 61 prósent af framleiðslunni í landinu, þar af yrðu rúmlega 10 prósent skuldir Atlantsáls. 10-14% samdráttur aflaverðmætis Þjóðhagsstofnun segir að 10-14 prósent samdráttur aflaverðmætis felist í tillögum Hafrannsókna- stofnunar nú. Mestu veldur skerð- ing þorskafla um fimmtung en til- lögurnar gera einnig ráð fyrir minni ýsu-, ufsa- og grálúðuafla. í drögum aö þjóðhagsspá er reiknað með að aflaverðmæti minnki um 9-10 prósent. Samdráttur útflutn- ingsframleiðslu sjávarafurða veröi 8 prósent. Að öllum greinum sam- anlögðum reiknar Þjóðhagsstofn- un með því að útflutningsfram- leiðsla á árinu 1992 verði 4,5 pró- sent minni í heild en á yflrstand- andi ári. Viðskiptakjör við útlönd eru talin munu versna um 3,5 prósent milli áranna 1991 og 1992. Minni kaupmáttur ráðstöfunar- tekna eftir skatta er talinn munu leiða til þess að einkaneyslan minnki á næsta ári um 1,5 prósent en samneyslan, eyösla hins opin- bera, er talin munu vaxa um 2 pró- sent milli áranna 1991 og 1992. Reiknað er með að viðskiptahall- inn við útlönd verði 17,5 milljarðar króna borið saman við 13 milljarða á yfirstandandi ári. Þetta svarar til þess að hallinn fari úr 3,6 prósent af framleiðslunni í landinu í 4,6 prósent. -HH Jón Hjartarson skólameistari tekur fyrstu skóflustunguna að bóknáms- húsi. DV-mynd Örn Noröurland vestra: Fyrsta skóflu- stungan tekin aðfjölbrauta- skólanum Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum; Miðvikudaginn 3. júlí var tekin fyrsta skóflustungan að bóknáms- húsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauöárkróki. Það var skóla- meistarinn Jón Hjartarson sem tók fyrstu skóflustu; guna og lét þess getið við það tækifæri að nú rættist langþráður draumur starfsmanna skólans að sjá hilla undir bætta að- stöðu á flestum sviðum skólanum til handa. Áður en athöfnin hófst undirritaöi Ólafur B. Óskarsson, oddviti héraðs- nefndar V-Húnavatnssýslu, samning um aðild V-Húnvetninga að upp- byggingu skólans. Það er Byggingafélagið Hlynur hf. á Sauðárkróki sem er verktaki við byggingu bóknámshússins og er stærð hússins fyrirhuguð 2464 ferm. Samkvæmt útboði á húsið að vera fullbúið árið 1995 og lóð frágengin ári síöar, framkvæmdahraðinn ræðst þó endanlega af flárveitingum hins opinbera. Arkitektar að bók- námshúsinu eru Albína og Guðfinna Thordarson. Viðstaddir athöfnina voru starfs- menn Fjölbrautaskólans, fulltrúar í héraðsnefnd Skagaíjarðar og oddvit- ar héraðsnefnda Austur- og Vestur- Húnavatnssýslna. í dag mælir Dagfari______________ Áframhaldandi kreppa Isiendingar hafa búið við kreppu undanfarin þrjú ár. Kreppan hefur lýst sér í því að kaupmáttur launa hefur hækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum. Sjávarútvegurinn hefur náö sér á strik, verslunin hefur byggt nýja Borgarkringlu og landbúnaðurinn hefur gert nýjan búvörusamning þar sem ríkið hef- ur lofað nokkrum milljörðum á ári hverju í niðurgreiöslur vegna batn- andi ástands ríkiskjóðs. Bílainn- flutningur hefur aukist, ferðalög- um til útlanda hefur fjölgað og gasgrill seljast upp í hvert skipti sem sést til sólar. Kreppan hefur að vísu leitt til þess að nokkur fyrirtæki hafa farið á hausinn en það er bara betra að þau fari á hausinn og greinir sauð- ina frá höfrunum. Auk þess er það orðinn liður í endurhæfingu fyrir- tækja að gera þau gjaldþrota og sagt er að sumir hafi þaö að atvinnu að láta reksturinn fara yflr um til að hann komist á réttan kjöl. Enda er enginn bilbugur á starfsmönn- um slíkra fyrirtækja sem vilja ólm- ir leggja fé í áframhaldandi rekst- ur. Þannig hafa starfsmenn Álafoss látið í ljós áhuga á að yfirtaka fyrir- tækið og Landsbankinn ætlar að reka Álafoss áfram af því bankan- um flnnst það góður business þótt Álafoss sé að öðru leyti farinn á hausinn. Þessi stutta lýsing á ástandinu segir sína sögu um kreppuna. Hún hefur gengið vel og skapað góðæri til lands og sjávar. Þegar Stein- grímur lét af störfum sem forsætis- ráðherra sagði hann réttilega að engin ríkisstjórn á íslandi hefði tekið við jafngóðu búi enda ríkti kreppan mestallan þann tíma sem Steingrímur sat við stjórnvölinn. Það sama sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Hann benti á að verð- bólga væri komin niður í eins stafs tölu, viðskiptakjör hefðu stórbatn- að og innlendur sparnaður væri meiri en þekkst hefði áður. Þetta voru blómatímar, sagði Ólafur og var þar að lýsa afleiðingum krepp- unnar. Nú voru menn farnir aö óttast aö kreppunni linnti og efnahagur- inn væri að færast í eðlilegt horf. Álver var og er á leiðinni, Græn- landsþorskurinn var líka á leiðinni og evrópskt efnahagssvæði var sömuleiðis á leiðinni. Þetta leit allt heldur illa út. En þá komu fiskifræðingamir eins og frelsandi englar með nýja skýrslu og sjávarútvegsráðherra gat tilkynnt að takmarka þyrfti aflamagn við tvö hundruð og fimm- tíu þúsund tonna þorskveiöar sem samsvaraði níu milljarða tapi fyrir þjóðarbúið. Á sama tíma hélt ríkis- stjórnin fund og upplýsti að tuttugu milljarða króna vantaði upp á fjár- lög. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar gat flutt okkur þau gleðitíðindi að kreppan mundi vara áfram, fjórða árið í röð, og þetta yrði lengsta sam- dráttarskeið sögunnar. Allt eru þetta góðar fréttir og uppörvandi. íslendingar geta treyst því að kreppan er ekki búin. Viö megum enn eiga von á gjaldþrotum sem hjálpa atvinnulífinu til að komast á réttan kjöl og við megum enn búast við að þurfa að herða sultarólina til að geta lifað góðu lífi. Framtíðin er sem sagt björt í áframhaldandi kreppuástandi og nú er allt útlit fyrir að álver drag- ist á langinn, Grænlandsþroskur- inn hverfi og evrópskt efnahags- svæði sé úr sögunni. Enda hafa ris- ið upp samtök í landinu gegn Evr- ópu sem sýnir að íslendingar vilja ekki undir neinum kringumstæö- um skapa skilyrði fyrir tollfrelsi inn á evrópskan markað. Það mundi spilla kreppunni og bæta lífskjörin sem mundi aftur leiða til versnandi lífskjara. Davíð Oddsson var heppinn að taka við stjórnartaumunum í miðri kreppunni og mega svo eiga von á því að kreppan verði viðvarandi. Það hefði verið rothögg á nýja stjórn og nýja ráðherra ef krepp- unni hefði létt og allir hefðu farið að hamast í því að eyða umfram efni og hlaupa upp til handa og fóta með ótímabærar og óaðgengilegar kröfur. Þá hefði Davíð ekki ráðið neitt viö neitt. Nú getur hann sofið rólegur og komið til þjóðarinnar og sagt henni að ekkert sé að ótt- ast. Kreppan mun sjá til þess að þjóðin lifir áfram við góðæri krepp- unnar og ríkisstjórnin getur af- greitt fjárlög með halla af því allir skilja að ríkissjóður er á hausnum eins og annað þegar kreppan er annars vegar. Það er sannarlega bjart fram undan. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.