Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. Mengunarslysið: Sýnisuðurídag „Við erum að fá sýni frá mengunar- svæðinu suður um hádegisbil í dag. Þegar í ljós kemur hvað þetta er munu menn taka ákvarðanir í sam- ræmi við það,“ sagði Páll Halldórs- son hjá Siglingamálastofnun. Starfsmenn Siglingamálastofnun- ar héldu norður á Strandir í morgun til að skoða mengunarstaöinn á milli Bolungavíkur og Reykjaneshyrnu. Umrætt sýni veröur rannsakað á Hafrannsóknastofnun. Sagði Páll að vonir stæðu til þess að niðurstöður lægju fyrir í kvöld. -JSS Vílluráfandi laxa- torf a í Reykja- víkurhöfn Vart hefur orðið við laxatorfu í Reykjavíkurhöfn. Stekkur laxinn og buslar í yfirborðinu þar sem hann heldur sig, í suðausturhorni hennar. Að sögn starfsmanna Faxamarkaðar varð laxagengdar fyrst vart í höfn- inni fyrir nokkrum árum en hefur síöan ágerst með hverju árinu. Ekki er þó vitað til þess að hægt hafi verið að koma nokkrum þessara villuráf- andi laxa á land. Að sögn Árna ísakssonar veiði- málastjóra er nú mjög mikil laxa- gengd við suðvesturströnd landsins og sé það trúleg ástæða þess að lax- inn er að þvælast inn í höfnina. Hann segist þó ekki hafa trú á öðru en lax- inn stoppi þar stutt við - annað væri mjög óvenjulegt. Aðspurður sagði hann Reykvíkingum stranglega bannað að veiða þennan lax enda laxveiðar í sjó ólöglegar með öllu. „Þar fyrir utan býst ég ekki við að hann taki vel þarna í höfninni," sagði hann. -kaa Enginn umsækjenda erfráRaufarhöfn Á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi kom fram að 7 umsóknir hafa borist um stöðu sveitarstjórans á Raufar- höfn. Engin þeirra er frá innanbæj- armanni. Allir umsækjenda hafa óskað nafnleyndar. Ákvaröana í málinu er að vænta á næstu dögum. Eins og fram hefur komið í fréttum var Júlíusi Hjörleifssyni, sem ráðinn var sveitarstjóri frá og með 1. febrú- ar, nýlega gert að segja upp. Hann mun samkvæmt uppsögninni láta af störfum þann 31. ágúst. -ÓTT LeyfiSýnarskilyrt Útvarpsréttarnefnd ræðir nú við Sýn hf. vegna úthlutunar á rás _6. Samkvæmt samningsdrögum má ís- lenska útvarpsfélagið, sem rekur Stöð 2, ekki eiga meirihluta í Sýn eins og nú er. Póstur og sími úthlutar leyfinu. -pj LOKI Þeir munu vera grút- spældirá Ströndum! Sjómenn segja grútinn berast með hafísnum - æöarungar drepast unnvörpum meðfram Homströndum og Ströndum Ingibjörg Óðinsdóttir, DV, Hólmavík „Hér áður var óhemjumikiö fúgialíf en nú sést varla fugl,“ sagði Guðmundur G. Jónsson, hrepp- stjóri og bóndi í Munaðamesi, þeg- ar DV heimsótti hann í gær. í fjöru- boröínu við bæinn getur að líta ófagra sjón; dauða æðarunga og hvíta slikju sem hrannast upp og myndar þykkar klessur. Inni i sumum þeirra sést í dauðan æðar- fugl sem ekki hefur verið nægilega fljótur að forða sér. „Það er alveg hörmulegt að horfa upp á þetta," sagði Guðmundur. Hann sagði blaðamönnum að grút- urinn lyktaði eins og lýsi en þegar kona hans hefði reynt að bræða hann hefði þetta orðið að eins kon- ar rjóma. Sævar, sonm Guðmund- ar, varð fyrstur var við þennan ófögnuð er hann gekk rekann síð- astliðinn þriðjudag og sagðist hafa séð óhemiumagn af dauöum fugli í Qörunni. Enginn hefur getað sagt fyrir víst hvað hér er um að ræða. Rækjusjó- menn sögðu þetta hins vegar vera grút eða úrgang úr skipi sem borist hefði til landsins með hafisnum. Sjómennimir sögðust hafa séð hvernig hafísinn ryddi grútnum á undan sér til lands. Með honum hefur einnig borist mikill reki. „Rekinn kemur alla leiðfrá Rúss- landi, grúturmn gæti þvi verið kominn langt að,“ sagöi einn sjó- maðurinn. Björn Árnason á Ás- björgu ST 9 sagðist hafa séð hvítar perlur í sjónum í Húnaflóadýpi á leiðinni í land á þriðjudag. Fannst honum liklegt að perlurnar heföu legið i bugtinni á ísnum og safnast þar saman. Guömundur Órn Ing- ólfsson, sjómaður sem verið hefur á handfærum, hélt því fram aö hér væri um miklu meira magn að ræða en menn óraði fyrir. Grútsins hefur orðið vart allt frá Furufiröi til Kollatjarðar, sem er skammt norðan mynnis Hrútafjarðar. Guðmundur í Munaðarnesi sagð- ist eiga von á mönnum frá Siglinga- málastofnun í dag til að rannsaka grútinn. Þó enginn viti í raun hvað hér er á ferðinni ber öllum saman um að hér hefur átt sér stað hörmu- legt mengunarslys. -ÓTT Fjárhundar í Hrunamannahreppi limlesta og tæta fé: Hundarnir drápu 34 lömb og særðu tíu Hann er glaðbeittur að sjá þessi litli hestamaður sem Ijósmyndari DV rakst á í Laxnesi í góða veðrinu. Ekki vitum við um nafnið á reiðskjótanum en knapinn er tveggja ára og heitir Kristófer. DV-mynd S 34 lömb hafa fundist limlest og tætt á bæjunum Skipholti I og III og að Kotlaugum í Hrunamannahreppi í síðustu viku. 10 lömb til viðbótar, frá bæjunum Skollagróf og Hauk- holtum, hafa fundist slösuð. Ekki er þó víst að öll þau lömb lifi. Ljóst er að hundar í sveitinni eru sökudólgamir. Tveir hundar hafa þegar verið drepnir en talið er að fleiri hundar hafi átt i hlut og er þeirra leitað. Hér var um að ræða svokallaða Skotablendinga. Féð var á sameiginlegu en þó tiltölulega litlu og afmörkuðu beitarlandi bænda í hreppnum. Talsvert af fé á landinu er undanflæmt og einnig vantar lömb undir margar ær sem enginn veit um. „Lömbin voru mjög illa bitin. Ég hef tæplega séð lömb eins illa útleik- in eftir hunda. Auk þess er þetta óvenjumikið," sagði Loftur Þor- steinsson, bóndi og oddviti í Hauk- holtum, í samtali við DV. ,-,Hundarnir virtust hafa verið komnir upp á gott lag með að drepa. Þegar sást til hundanna virtust þeir vera tveir um hvert lamb. Annar beit í hálsinn á lambinu en hinn í lærin. Viö urðum fyrst varir við að hundar voru að tæta fé á miðviku- dagskvöldið 3. júlí. Eftir það fannst mikið af dauöum og særðum lömb- um. Þetta er orðið tilfinnanlegt tjón. Það er búið að drepa tvo hunda sem voru staðnir að verki en þó er greini- legt að fleiri voru valdir að þessu. Við höfum verið að lýsa eftir öðrum hundi," sagði Loftur. Hann segir að bændur í sveitinni telji sennilegt að skýringin á þessu uppátæki hundanna sé að þeir hafi verið á lóðaríi: „Það er ekkert óalgengt að hundar, sem safnast utan um tík, æsi hver annan upp. Þannig geta meinlausir hundar heima fyrir orðið valdir að svona löguöu þegar þeir komast í hóp,“ sagði Loftur. Lýsingin á hinum eftirlýsta hundi er eftirfarandi: Svartur, þó ekki tinnusvartur, frekar stór og þykkur með hvítt flangt lauf á nefi, nokkuð loðinn og örlítið snepplóttur aftan til á síðum og lærum, það er ekki alveg genginn úr hárum. -ÓTT Veðriðámorgun: Rigningfram undan í fyrramálið kemur úrkomu- svæði inn á austanvert landið úr suðri með austan- og norðaustan- átt. Búast má við talsverðri rign- ingu, fyrst suðaustanlands og síö- an norðaustanlands og norðan- lands. Skúrir verða sunnanlands en líklega verður þurrt á vestan- verðu landinu og sums staðar gæti sést til sólar. Hiti 8-15 stig. Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TMHUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.