Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. POMY 520 KR. 4.233 UP1DA 592 KR. 2.980 AnnA 507 KR. 3.984 Opið frá kl. 10-16 laugardaga VERKSMIÐJUVERSLUN SKJPHOLTI37 - SÍMAR 31515 OO 31516 SPORTFATNAÐUR Gott úrval af frábærum fatnaði á verði sem allir ráða við. Ath. Margar fleiri tegundir. Vatnsholt við Til sölu sumarbústaðalönd (eignar- lönd) á skipulögðu svæði í landi jarðar- innar Vatnsholts, suðaustan við Apavatn í Grímsnesi. i Apa- vatni er mikið af silungi og er það talið eitt besta veiðivatn landsins. Veiðiréttur fylgir ekki, en veiðileyfi eru fáanleg. Verslun, sundlaug, banki og félagsheimili (Aratunga) eru í Reykholti, Bisk. (8 km); verslun og heilsugæslustöð í Laugar- ási (8 km) og margskonar þjónusta að Laugarvatni (22 km). Að Skálholti eru 6 km. Jarðvegur er kjörinn til skógræktar og liggur Vatnsholtsland að skógræktarsvæði Skógræktar ríkisins að Mosfelli. Fjallasýn er stórkostleg og sést m.a. til Kerlingarfjalla. Kjörið göngusvæði. Upplýsingar: Ingþór Haraldsson, símar 44844 og 40284. Listskreyting í Ráðhús Reykjavíkur Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur auglýsir eftir listamönnum sem hafa áhuga á að taka þátt í lok- aðri samkeppni um listskreytingu innanhúss í Ráð- húsi. Um er að ræða tvö verk: A) Myndverk á vegg eða fyrir framan vegg í borgar- stjórnarsal. Veggurinn er lítið bogmyndaður, klæddur gifsplötum á trégrind og málaður grá- hvítur. Veggurinn er 6,2 m á hæð og 10-15 m að lengd, samtals 83 m2. B) Klæðistjöld úr verksmiðjuofnum ullardúk til að setja upp milli Tjarnarsalar og almennra göngu- leiða við sérstök tækifæri. Breidd teppiseininga er 4,2 m en hæð frá 4,3 til 5,6 m. Samtals 280 m2. Þeir sem hafa áhuga sendi umsókn sína ásamt upp- lýsingum um listferil til Ólafs Jónssonar, trúnaðar- manns dómnefndar, pósthólf 1115, 121 Reykjavík, fyrir 23. júlí nk. Heimilt er að láta myndir og skyggn- ur fylgja umsókn. Dómnefnd skipuð af Reykjavíkurborg og SÍM mun velja 3 til 5 listamenn úr hópi umsækjenda til að gera tillögur að hvoru verkefni í lokaðri samkeppni. Þátttakendum verða greiddar kr. 300.000 fyrir til- lögugerðina. Auk þess verða veitt tvenn verðlaun, kr. 300.000, fyrir bestu tillögu í hvoru verkefni fyrir sig og fá höfundar þeirra því alls greiddar kr. 600.000 hvor. Samkeppnisreglur SÍM munu gilda um sam- keppnina. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögur sem til þess eru fallnar að útfæra í fullri stærð. Ákvörðun verður tekin að lokinni samkeppni um hvaða verk verða valin til útfærslu ef um framkvæmd verka semst. Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum og samkeppn- islýsing liggi fyrir 1. ágúst nk„ tillögum verði skilað inn fyrir 30. sept. og dómi Ijúki í byrjun október. Stefnt er að því að verkin verði tilbúin á sínum stað í Ráðhúsinu í mars 1992. Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður í síma 681770 kl. 16-19. Utlönd Yf irgnæfandi meiri- hluti samþykkti friðaráætlunina - flugheriim hótar Slóvenum nýjum loftárásum Milan Kucan, forseti Slóveniu, ræðir við þingmenn áður en greidd voru atkvæði um friðaráætlun Evrópubandalagsins. Símamynd Reuter Þing Slóveníu samþykkti friðará- ætlun Evrópubandalagsins með yfir- gnæfandi meirihluta í gær. Atkvæði féllu þannig að 189 voru fylgjandi samkomulaginu sem var gert á Bri- onieyju í Adríahafi á sunnudag og 11 voru á móti. „Það sem þið ákveðið í dag mun hafa afgerandi áhrif á framtíðina og sjálfa tilveru slóvensku þjóðarinn- ar,“ sagði Milan Kucan, forseti Slóve- níu, við þingmenn þegar þeir gengu til atkvæðagreiðslunnar. Efasemdir voru uppi fram á síðustu stundu um hvort slóvenska þingið mundi samþykkja friðaráætlunina. Forsætisráð Júgóslavíu boðaði umsvifalaust til tveggja funda á föstudag með æðstu mönnum ríkis- stjómarinnar og forsetum lýðveld- anna sex til að finna leiðir til að halda friðinn. Ríkisstjórnin tilkynnti einnig að hún mundi halda fund með forsetum og forsætisráðherrum lýðveldanna en ekki var greint frá neinni dagsetn- ingu fyrir þann fund. „Ríkisstjómin biður stjómmála- menn lýöveldanna um að grafa stríðsöxina og leyfa íbúum Júgóslav- íu að lifa af næstu þrjá mánuði þang- að til komist verði að samkomulagi um hvemig hcdda eigi áfram,“ sagði í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu verða Slóvenar að láta stjóm á landa- mærum sínumn að Austurríki, Ung- verjalandi og Ítalíu í hendur sam- bandsstjómarinnar. Þá verða þeir að afvopna varnarsveitir sínar á sama tíma og sambandsherinn er kallaður til búða sinna. Slóvenía og Króatía hafa einnig samþykkt að aðhafast ekkert frekar í sjálfstæðismálum sín- um næstu þrjá mánuðina. Lojze Peterle, forsætisráðherra Slóveníu, sagði að þeir hefðu orðið að samþykkja friðaráætlunina til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Hann lagði hka áherslu á að þótt Slóvenía aðhefðist ekkert frekar í sjálfstæðismálum sínum næstu þrjá mánuðina mundi lýöveldið samt verða sjálfstætt ríki. Yflrmaður sambandsflughersins í Slóveníu hótaði nýjum loftárásum á lýðveldið ef ekki yrði farið eftir ákvæðum friðaráætlunarinnar. „Deildir flughersins eru reiðubún- ar að ráðast á ykkur á nóttu sem og degi ef þið hrindið Brioniáætluninni ekki strax í framkvæmd," sagði Ljubomir Bajic ofursti í bréfi til slóv- enska varnarmálaráðherrans. Sambandsherinn hefur tekið sér stöðu í Króatíu til að skilja á milli Serba og Króata sem hafa barist þar að undanfömu. Skærar milh þjóðar- brotanna hafa kostað tugi mannslífa á þessu ári. Króatískir embættismenn sögðu að í síðustu ofbeldishrinunni hefðu Serbar brennt þorpið CeUje til grunna á þriðjudagskvöld eftir að króatískir íbúar þess flúðu. Ekki var þó hægt að fá staðfestingu á því hverjir hefðu kveikt bálið. Hrvoje Hitrec, upplýsingamálaráð- herra Króatíu, sagði í gær að Króatar óttuðust nýjar árásir sambandshers- ins á lýðveldið til að brjóta á bak aft- ur tilraunir þess til að öðlast sjálf- stæði. Hann hvatti til þess að eftir- litsmenn Evrópubandalagsins yrðu sendir sem fyrst til Króatíu til að halda aftur af hernum. Fyrsti hópur eftirhtsmanna Evr- ópubandalagsins með friðarsamn- ingum er kominn til Júgóslavíu og í gær ræddu þeir við Stipe Mesic sam- bandsforseta og Budimir Loncar ut- anríkisráðherra. Búist er við að hóp- urinn fari fljótlega til Ljubljana, höf- uðborgar Slóveníu. Reuter AUKABLAÐ FERÐALÖQ imWiLATIDS Miðvikudaginn 24. júli mun innlent ferðablað íylgja DV. Meðal efnis: * Ferð á Hornstrandir * Ferð um Suðurnes * Hollráð frá Umferðarráði og FÍB * Gisting á Mývatnsheiði og Þórshöfn * Hallormsstaðaskógur * Útihátíðir um verslunarmannahelgina o.fl. o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í Ferðablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýs- ingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. ATH. Skilafrestur auglýsinga er til fimmtudags 18. júlí AUGLÝSIMGAR ÞVERHOLTI 11 - REYRJAVÍK Sími 27022 - Fax 27079

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.