Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Side 13
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1991. 13 Menning MR stofnar kvikmynda- sjóð Nemendasamband Mennta- skólans í Reykjavík hefur stofnað kvikmyndasjóð, Afmælissjóð 1996, til undírbúnings 150 ára af- mæli skólans. Er ætlunin að gera listræna heimildarkvikmynd um sögu skólans. Þann 17. júní síð- astliðinn var sýnd í sjónvarpinu kvikmyndin Aidarafmæli Menntaskólans í Reykjavík. Mynd þessi var tekin árið 1946 af funm kvikmyndatökumönnum og var í mörgum bútum. Að frumkvæði Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík var myndin klippt og hún skeytt sam- an í eina heild árið 1953. Sú út- gáfa var þögul en 1990 stóðu funmtíu ára stúdentar fyrir því að setja tón og tal á myndina. Einn þein-a, Jón Múli Árnason, valdi tónlistina, samdi textann og talaði inn á myndina. Handhafar höfundarréttar og flytjendur tón- listar í myndinni heimiluðu sýn- ingu myndarinnar án endur- gjalds svo að hægt yrði að stofha fyrmefndan kvikmyndasjóð og er það gert í minningu f'yrstu kvikmyndatökumanna okkar sem voru þarna á ferð með myndavélar sinar fyrir fjörutíu og flmm árum. Krampi á versta tíma: Þjóðsögur úr nútímanum Krampi á versta tíma er bók sem nýkomin er út hjá bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins. í bókinni er að fmna þjóðsögur úr nútímanum, sögur sem berast um allan heim með litlum breyt- ingum nema hvað þær tengjast gjarnan mismunandi nafngreind- um einstaklingum og stöðum eft- ir löndum. Að byggingu og inni- haldi svipar þjóðsögum nútímans oft til gamalla sagna. Þó er einn umtalsverður munur; þessar nýju sögur sýna manninn gjarn- an andspænis veröld tækni, iðn- aðar og umferðar og afhjúpa stundum öryggisleysí sem hann viðurkennir ekki einu sinni fyrir sjálfum sér. Krampi á versta tíma er eftir Rolf Wilhelm Brednich og er þýdd af Jóhönnu S. Sigþórs- dóttur blaðamanni sem einnig hefur bætt viö íslenskum sögum og sagnaafbrigðum. ísaQörður: Alþjóðlegt tónlistar- námskeið Inga Dan, DV, feafiröi: í síðustu vikunni í júní var haldið á ísafirði alþjóðlegt tónlist- arnámskeið og voru fengnir til kennslunnar tveir hollenskir meistarar, þeir WiIIem Brons píanóleikari og Joep Terwey fag- ottleikari, sem báöir eru þekktir tónlistarmenn og kennarar í Amsterdam. Hafa margir íslend- ingar numið hjá þeim. Kennslan var að mestu í svokölluðu „Mast- er Class“ formi, nokkurs konar opnum tímuro þar sem nemendur koma með æfð verk og njóta til- sagnar en áheyrnarnemendur fylgjastmeð. Auk þess sem kennt var á píanó og fagott var leiðsögn í kammertónlist á kvöldin. Mikil stemning var á námskeiðinu og leggja vai'ð heila helgi undir tón- leikahald. Auk þess komu fagott- leikararnir fram við setningu ísa- íjaröarhátíöarinnar. Þýskum ljósmyndara þótti mikið til koma að taka myndir af níu manna fag- ottsveit i fegurð Skutulsfjarðar- ins í væntarflega bók sína, enda er afar fátítt að ná saman svo stórri sveit fágottleikara. Listahátíð í Hafnarfirði: Vel heppnuð hátíð sem verður endurtekin - leiðsögn um sýningamar í kvöld Útilistaverkin eru stór og mikil og setja svip á miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur ekki farið fram hjá list- unnendum að undanfarnar vikur hefur staðiö yfir listahátíö í Hafn- arfirði mcð myndlistarsýningum, tónleikum og ýmsum uppákomum. Langstærsta sýningin er alþjóðleg skúlptúrsýning með þátttöku þrettán listamanna og prýða verk þeirra, sem öll eru stór í sniðum, miðbæ Hafnarfjarðar um þessar mundir. Hafa margir lagt leið sína þangað í blíðviðrinu til að líta þessi Hjð sérstaka verk, Barnæska mín, eftir Magnús Kjartansson sem er einn fjögurra islenskra skúlptúr- listamanna sem eiga verk á högg- myndasýningunni. DV-myndir JAK sérstöku sköpunarverk og hefur sitt sýnst hverjum. Verk þessi, sem sum hver eru eftir heimsþekkta listamenn, hafa verið gefin Hafnarfjarðarbæ og verða nú flutt í nýstofnaðan högg- myndagarð í Víðstaðatúni. Verður höggmyndagarðurinn vígður opin- berlega á laugardaginn en listahá- tíðinni lýkur þá um helgina. Það er samdóma áht allra sem staðið hafa að listahátíðinni að sér- lega vel hafi tekist til, enda veðrið verið með eindæmum gott og þvi hafa öll þessi stóru útiverk notið sín sérstaklega vel. Skipulögð leið- sögn hefur verið öll fimmtudags- kvöld um allar sýningarnar, sem í gangi hafa verið, og er síðasta leið- sögnin í kvöld. Það er Þorgeir Ól- afsson, listfræðingur og einn af þeim sem hafa staðið að fram- kvæmd listahátíðarinnar, sem hef- ur leiðbeint sýningargestum um sýningarsali Hafnarborgar og í kring þar sem skúlptúrarnir hafa verið staðsettir. í kvöld mun hann hafa síðustu leiðsögnina með hönd- um. Þorgeir mun segja frá mynd- höggvurunum og verkum þeirra, sem sýnd eru utan dyra, og síðan verður farið í Hafnarborg og greint frá málurunum sem þar sýna og verkum þeirra. Tilgangurinn með skipulögðum skoðunarferðum í fylgd kunnáttu- manns er einkum að veita áhorf- endum greiðari aðgang að lista- verkunum. Sum þeirra eru þess eðlis að þau þarfnast skýringa við og örlítil þekking á bakgrunni lista- mannsins hjálpar fólki oft til við að fá innsýn í verkin. Þótt önnur listastarfsemi hafi fallið dálítið í skuggann vegna hinnar viðamiklu skúlptúrsýning- ar þá hefur verið í gangi vönduð tónleikaröð í Hafnarborg, auk þess sem þar hafa sýnt í aðalsalnum verk sín málararnir Einar Garri- baldi, Sigurður Örlygsson, Guðrún Kristjánsdóttir og Sveinn Björns- son, allt þekktir listamenn. í Sverr- issal sýna hafnflrskir listamenn leirlist, höggmyndir, grafík, mál- verk, teikningar og textílverk. Listamennirnir eru Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Elín Guö- mundsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Ján- os Probstner, Jóna Guðvarðardótt- ir, Jónína Guðnadóttir, Kristberg- ur Pétursson, Kristrún Ágústsdótt- ir, Pétur Bjarnason, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Erla Guð- mundsdóttir og Sigrún Guðjóns- dóttir. Listahátíð Hafnarfjarðar er næst áætluð að tveimur árum liðnum. í þetta skiptið var lögð áhersla á höggmyndalist, næst verður annað listform sett í hásæti. -HK Bátsferðir í Viðey: KC 18.00 KL 19.00 KL 19.30 KL 20.00 Borðpantanir og upplýsingar í síma 681045 og 28470. Bátsferðir í CaruL KL 22.00 KL 23.00 KL 23.30 Opið 1. júní - 30. septemóer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.