Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. A&næli Harald Unnar Haraldsson Harald Unnar Haraldsson, aðstoö- arvarðstjóri Lögreglu Kópavogs, Unufelli.27, Reykjavík, er fertugur ídag. Starfsferill Harald er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann útskrifaðist sem búfræðingur úr Bændaskólanum á Hvanneyri og síðar úr Lögreglu- skólanum. Hann vann hjá lögreglunni í Vest- mannaeyjum 1971-1973, í Keflavík 1973-1976 og á Raufarhöfn 1977-1978. Hann gerðist bóndi að Vesturkoti á Skeiöum árin 1978-1983. Harald fór aftur að vinna hjá lögreglunni árið 1983 er hann varð lögregluvarðstjóri á Grundarflrði. Vann hann þar til 1988 er hann fór að vinna hjá lög- reglunni í Kópavogi þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Harald kvæntist, 9.2.1971, Krist- ínu Grétu G. Adolfsdóttur, f. 14.6. 1952, húsmóður. Foreldrar hennar eru Adolf Theodórsson málara- meistar, hann lést 23.4.1991, og Margrét Ólafsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík þar sem Margrét býr enn. Börn Haralds og Kristínar eru: Unnur Gréta Haraldsdóttir, f. 3.3. 1972; Grettir Adolf Haraldsson, f. 29.10.1975; Kristinn Óskar Haralds- son.f. 16.3.1980. Harald átti einn son fyrir hjóna- band, Harald Óskar Haraldsson, f. 17.3.1970. Systkini Haralds eru: Sveinn Trausti Harldsson, f. 27.1.1946, gröfumaður, kona hans er Kristjana Helgadóttir. Þau eiga tvær dætur og eru búsett að Hraungerði í Aðal- dal; Jóhannes M. Haraldsson, f. 17.2. 1944, bóndi, kona hans er Kolbrún Úlfsdóttir, þau eiga saman einn son og Jóhannes átti eina dóttur fyrir hjónaband. Þau eru búsett að Rauðuskriðu í Aðaldal; Halldóra Guðrún Haraldsdóttir, f. 13.12.1948, ræstitæknir, maður hennar er Ein- ar Björgvinsson, þau eiga saman tvo Harald Unnar Haraldsson. syni og Halldóra á einn son frá því fyrir hjónaband, þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Haralds eru Harald Ragnar Jóhannesson, f. 4.8.1919, d. 23.3.1968, og Sveindís Sveinsdóttir, f. 11.11.1922, d. 6.1.1989, húsmóðir. Hún var ráðskona á Brjánsstööum á Skeiðum í mörg ár. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Harald verður að heiman á afmæl- isdaginn. Menning Tvíræður dúett í listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga voru haldnir söngtónleikar þriðjudagskvöldið 9. þ.m., þar sem Signý Sæmundsdóttir sópran, Björk Jónsdótt- ir messosópran og David Tutt píanóleikari tóku fyrir einsöngs- og tvísöngslög eftir Berg, Brahms, Mend- elssohn og íleiri klassísk-rómantíska meistara fyrir troðfullu húsi og viö mikinn fögnuð tónleikagesta. Það sakar ekki að geta þess hér strax, að tónleikarnir verða endurteknir í kvöld, fimmtud. 11. júlí, og að betra er að vera snemma á ferð en seint, ef menn vilja tryggja sér sæti. Signý hóf atlöguna með Sieben Fruhe Lieder Albans Bergs í espressífum síðrómantískum stíl frá æskuár- um þessa efnilega nemanda Schönbergs fyrir fyrri heimsstyrjöld, áður en Alban gaf sig örtæninu („atóna- lítetinu") á vald. Mér er ekki kunnugt um, að þessi sjö lög, þótt frem- ur stutt séu, hafi veriö í sérstöku uppáhaldi hjá íslensk- um einsöngvurum, enda auðheyranlega allkrefjandi í túlkun, aö ekki sé minnst á intónasjón. Og hvort sem mönnum líkar raddgerð Signýjar eður ei, þá er a.m.k. lítið út á hreinleikann að setja. Undirstöðuatriði - samt furðu fágætt - sem bendir til mikilla möguleika Signýj- ar á sviði nútímatónverka, þar sem meðalkalda- lónsknapinn mundi heltast úr lest við fyrsta niundar- stökkið. Auk þessa hefur Signý skýran framburð og glæsilega hæð, en mætti á hinn bóginn e.t.v. leggja ögn meiri rækt við lágu riðin og mörgu pé-in ásamt meiri stuðningi þarna á djúpmiðunum. Björk Jónsdóttir bættist við að loknum Berg í pólý- fónísku’m en ferskum dúett eftir Heinrich Schuts, Wie ein Rubin in feinem Golde (virðist einni kynslóð á undan samtímanum í allt að því Buxtehude-anda sín- um), og sungu þau Signý síðan annan tvísöng, Dite almeno eftir uppáhaldstónskáld Beethovens, Cherub- ini, með samstilltum glæsibrag, áður en Björk tókst á við þrjú lög eftir Brahms, Die Mainacht, Von ewiger Liebe og Stándchen (við ljóð Kuglers) með ágætum þokka og hvað varðar Eilífðarástina - með töluverðu drama. Þó að Björk virðist að öðru leyti nokkru óskól- aðri, þá hefur hún jafnari raddbeitingu á neðra sviði en Signý. Hvorug söngkonan virtist hins vegar leggja mikla áherslu á galdur hins „fölva“ hvíslsöngs, er toppnöfn- in í ljóðasöng beita með sláandi árangri, þegar textinn býður upp á eftirvæntingu og mystík. En kannski var einmitt lítið um það í textum prógrammsins. Sem aft- ur leiðir hugann að því, hvort ekki sé hægt að fara einhvern „ágrips“-meðalveg við gerð tónleikaskrár, þó að augljóslega sé varla hægt að prenta alla söng- texta í heild. Að ekkert skuli koma fram um innihald þeirra, verandi nær allir á þýsku og 30% auk þess alltaf óskiljanleg í söng, jafnvel á móðurmáli, er hins Signý Sæmundsdóttir, Björg Jónsdóttir og David Tutt. Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson vegar viss lítilsvirðing við áheyrendur og jafnvel flytj- endur, þegar slíkar aðstæður valda því, að ýmsir til- burðir söngvarans við textatúlkun fara fyrir lítið. í sambandi við styrkleikabreytingarleg („dýna- mísk“) tilþrif, eða skort þess arna, þá er kannski vert að skrá hjá sér, að þrátt fyrir ágætan hljómburð í Sig- urjónssafni virðist heyrðin í þéttsetnum sal í heldur þurrari lagi fyrir söng. Slíkt býður þeirri hættu heim, að söngvarinn treysti sér ekki niður fyir messopíanó af ótta við að týnast. David Tutt er að mörgu leyti ákjósanlegur meðleik- ari. Þó sakna ég tvenns: Meiri rytmískrar snerpu (N.B. ekki hraða) og skýrari kaílamóta, þegar tónskáldið breytir um áferð, s.s. sterkari tilfmningar fyrir formi og framvindu. Þó fylgdi hann söngkonunum oftast nær vel í allviðamiklu prógrammi. Þær stöllur enduðu söng sinn á þremur fallegum dúettum eftir Mendelssohn og tvísöngslagi Brahms við Die Schwestem eftir Mörike, sem eftir öllum sólar- merkjum að dæma hefur verið texti gamansamur, þó að ekki einusinni nærstaddur menntaskólakennari í þýsku í 30 ár treysti sér til að heyra allt sem átti að koma fram. Því þetta um nauðsyn textaágrips í tón- leikaskrá. En klappið varð samt mikið - og verðskuldað. Þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á einn eða annan hátt á 85 ára afmælinu þann 14.6. ’91. Guð blessi ykkur öll. Emíl Helgason Hrafnístu, Reykjavík. Myndgáta -wv- -vv 7* ' ' ^ANUAR. jq 8q T*l Xt 7**^ —>. ÞRÍf)3UDA&0R J V'Ulíí M f Q V l 'K U DAú- U R Huu '0*5 JV>- Andlát Tapað fundið Fress týndist í Hafnarfirði Svartur og hvítur, smágerður högni tap- aðist frá Hjallabraut 43 í Hafnarfirði á mánudagskvöldið sl. Hann heitir Jan Si- belius og svarar nafni. Ef einhver hefur orðið var við hann eða veit hvar hann er niðurkominn vinsamlegast látið vita í síma 53277 eða 620388. Elínborg Dagmar Sigurðardóttir lést þriðjudaginn 9. júlí. Jón Jónsson, Skagaströnd, lést í Landakotsspítala 9. júlí. Gróa Þorleifsdóttir, Skjólbraut la, (áður Óðinsgötu 16b), lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 10. júlí. Guðný Jónsdóttir, Hverfisgötu 39, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 9. júlí. Ásta Gestsdóttir, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést í Borgarspítalan- um 9. júli.____________________ Jarðarfarir Kristín Sigurðardóttir frá Drápuhlíð, verður jarðsungin frá Stykkishólms- kirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14. Útfór Helgu Gúðrúnar Sigurðardótt- ur, Sólgötu 5, ísafirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði, aðfaranótt 5. júlí sl., fer fram frá ísa- fjaröarkapellu laugardaginn 13. júlí kl. 14. Útfór Þórarnar Jóhannssonar loft- skeytamanns, Hlíðartúni 37, Höfn, er lést 5. júlí, verður gerð frá Hafnar- kirkju laugardaginn 13. júlí. Útför Ólafs Þosteinssonar, Daltúni 29, Kópavogi, fer fram frá Bústaða- kirkju fóstudaginn 12. júli kl. 13.30. Guðrún Sveinsdóttir, sem lést í Landspítalanum laugardaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju, Mosfellsbæ, föstudaginn 12. júlí kl. 14. Soffia Alfreðsdóttir, Vallarbraut 15, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 14. Jón Hafliði Magnússon bóndi, Fornu- ströndum, Vestur-Eyjafjallahreppi, sem lést í Sjúkrahúsi Selfoss 7. júlí, verður jarðsunginn frá Stóradals- kirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14. Karl Friðrik Davíðsson, Látraseli 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 15.________________________ Tilkynningar Hjólreiðakeppni Hafnarfjarðar í dag, 11. júlí, verður haldin hjólreiöa- keppni í Hafnarfirði á vegum Æskulýðs- ■EVÞOR— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði í ft. Lausn gátu nr. 74: Kvenskörungur og tómstimdaráðs. Keppt verður í þrem- ur flokkum: 8 og 9 ára, 10 og 11 ára og 12 ára og eldri. Skráning fer fram við kirkjugaröinn í dag frá kl. 13 og keppnin hefst strax að skráningu lokinni. Hjólaö veröur sem leið liggur frá kirkjugarðin- um, fram hjá Hvaleyrarvatni og inn í Seldal. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum aldursflokki en þaö eru Olís og hjólreiðaverslunin Hvellur sem styrkja keppnina. Skipuleggjendur mótsins búast við um 150 þátttakendum og jafnri og spennandi keppni í öllum flokkum. Opið hús í Norræna húsinu í kvöld, 11. júh, kl. 19.30 verður sögustund í opnu húsi Norræna hússins. Eyvindur Eiríksson, sem er þekktur fyrir frásagna- hst sína, talar um og segir íslenskar þjóð- sögur. Hann talar á sænsku. Eftir kaffi- hlé veröur Sveitin milli sanda sýnd, kvik- mynd Ósvaldar Knudsens. Myndin er með norsku tali. Bókasafniö veröur opið til kl. 22. Fjöruhreinsun í Engey Náttúruverndarfélag Suðvesturiands stendur fyrir ferð út í Engey í kvöld, 11. júlí, til að tína upp rusl á strönd eyjarinn- ar. Sjálfboðaliðar óskast. Boðið verður upp á fríar ferðir fram og til baka og hressingu í lokin úti í eyju. Farið verður frá Miðbakka við Grófarbryggju kl. 20 og kl. 21. Komið verður í land um mið- nætti. Tónleikar Endurteknir Ijóðatónleikar í Listasafni Sigurjóns Mjög mikil aðsókn var að ljóðatónleikum Signýjar Sæmundsdóttur og Bjarkar Jónsdóttur við undirleik David Tutt í fyrrakvöld í Listasafni Sigurjóns á Laug- arnesi og varð fjöldi manns frá að hverfa. Ákveðið hefur verið að endurtaka tón- leikana í kvöld, 11. júlí, í Siguijónssafni og hefiast þeir kl. 20.30. Miðapantanir milh kl. 15-17 í síma 32906. Rokkabillyband Reykja- víkur á Púlsinum í kvöld, 11. júh, leikur hin eldhressa hfiómsveit, Rokkabillyband Reykjavík- ur, í fyrsta sinn á Púlsinum. Tónleikarn- ir verða hljóðritaðir með útgáfu í huga. í tilefni þess fá fyrstu 30 gestir kvöldsins frítt inn en miðaverði er stiht í hóf, að- eins kr. 300. Jafnframt verður „happy hour“ frá kl. 21-23. Eitt laganna, sem verður tekið upp um kvöldið, verður væntanlega gefið út fyrir verslunar- mannahelgina. Hfiómsveitina skipa: Tómas Tómasson, söngur, Sigfús Óttars- son, trommur, Hafsteinn Valgarðsson, kontrabassi, og Kristinn Svavarsson, saxófónn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.