Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. 3 Fréttir Útflutningur kannaöur á lifandi fé til íslama: Yrðu skornar á háls með höfuðið í átt til Mekka - 55 þúsund kindur Urðaðar í haust ef ekki tekst að koma þeim 1 verð „Það hefur verið illmögulegt fyrir okkur að selja þessum þjóðum sem aðhyllast íslamstrú kjöt vegna þeirra siðareglna sem þar ríkja. Dýrunum verður að slátra með því að skera þau á háls þannig að þeim blæði út. Viðstaddur verður að vera lærður eða leikinn trúmaður sem fer með bænir yfir skepnunum og tryggir að höfuð þeirra snúi í átt að Mekka. Að öðrum kosti vilja þeir fá dýrin lifandi til sín. Samkvæmt íslenskum lögum verður hins vegar að deyða dýrin með skoti þannig að það hafa ekki verið nema frjálslynd lönd á borð við Túnis og Egyptaland sem hafa viljað kaupa frosnu dilkana okkar,“ segir Jóhann Steinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Goða. Landbúnaðarráðuneytið og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hafa farið þess á leit við forsvarsmenn Goða hf. að þeir kanni í gegnum viðskipta- sambönd sín hvort mögulegt sé að koma þeim 55 þúsund rollum, sem fyrirhugað er að skera niður í haust, í verð. Kjötið má þó ekki fara til manneldis á innanlandsmarkaöi. Verði ekki hægt að koma því í verð erlendis eða til framleiðslu á kjöt- mjöli er ljóst að urða verður kjötið. Að sögn Jóhannesar er það ekki síst vegna umhverfissjónarmiða sem verið er að leita að mörkuðum fyrir þetta kjöt. Verði það urðað muni hljótast af því mikil umhverfisspjöll og óþrifnaður. Hann segir að víða erlendis, til dæmis í Svíþjóð, sé slík Landbúnaðarráðuneytið og Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa farið þess á leit við forsvarsmenn Goða hf. að þeir kanni i gegnum viðskiptasambönd sín hvort mögulegt sé að koma þeim 55 þúsund roilum, sem fyrirhugað er að skera niður i haust, í verð. meðferð á dýrum bönnuð. Hins vegar sé ekki hægt að búast við háu verði takist að selja kjötið. í besta falli muni það rétt duga fyrir slátur- eða flutningskostnaði. „Viö höfum kannaö það lítils háttar hvort mögulegt sé að selja þessar kindur lifandi til Norður-Afríku en enn höfum við þó ekki fengið full- nægjandi viðbrögð. Við vitum heldur ekki hversu mikil afföll yrðu á leið- inni en það er gefið að einhver hluti þessara kinda dræpist á leiðinni vegna þess hita sem er við Miðjarðar- hafiö. Við vitum heldur ekki hversu mikill áhuginn á kjöti af gömlum rollum er í raun. Það er alveg ljóst að þetta er ekki besti matur í heimi.“ -kaa ...fegurð, kraftur, fipurð, snerpa og. j“ áir bílar hafa verið jafn oft verðlaunaðir og þessi knái bíll og hann stendur fyllilega undir öllu því lofi sem á hann hefur verið boriö. Það eru kostir eins og sérlega góðir aksturs- eiginleikar, kraftmikil en eyöslugrönn vél, mikið innanrými og almenn tæknileg gæði, ásamt aðlaðandi útliti sem byggt hafa upp vinsældir og vegsemd Peugeot 205. . „Ekki sakar þaö heldur, að eyöslan er í kringum 5-7 Iftrar á hundraöi og vel undir 5 í þjóðvegaakstri. “ framúrskarandi lipur í innanbæjarakstri.“ „Hann er miklu meiri sportbíll, en sumir sem seldir eru undir slíku merki og eru tvöfalt eöa þrefalt dýrari." -úr Mbl. 2. marz 1991. Gísli S. Geriö verösamanburð á Peugeot 205 og öörum bílum juruit hh NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.