Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. 15 Þjóðarsátt! í fyrra var „svokölluð" þjóðar- sátt á vinnumarkaðnum. Hún dreif verðbólgu niður, stórkostlegasti árangur á efnahagssviðinu undan- fama tvo áratugi. Ég tel að ástæðan fyrir þeirri ótrúlegu þolinmæði, sem launþegar og allir viðkomandi aðilar hafa sýnt til að standast þetta samkomuiag, hafi verið vegna hins geysilega andlega áhuga sem var meðal þjóðarinnar í fyrra. Andleg vakning -andleg rækt Það að uppgötva að efnisleg gæöi gefa ekki nauðsynlega lífsham- ingju er mjög mikilvæg staðreynd. Það að þessi uppgötvun sé það sterk að hún standist efnislegar raunir í heilt ár er sannarlega merki um styrk hennar. Ég tel að við eigum að halda áfram á sömu braut. í fyrra var það þjóðarsátt á efnislega sviðinu, nú þarf hún að vera á andlegá sviðinu! Það að þjóðin öll sé sátt við sjálfa sig og lífið eins og það er, tel ég vera mikilvægasta markmið okkar íslendinga. Þessi sátt er innri til- finning; á hverju augnabhki að vera sáttur við allt, nákvæmlega eins og það er; sérhver andardrátt- ur, sérhvert klukkutif, sérhvert verkefni; dagurinn eins og hann er. Sáttur við að þurfa að vera inni að vinna þó úti skíni sólin; sáttur við að vera svona eða hinsegin. Andleg vakning gengur út á að vekja sjálfan sig til vitundar um lífið eins og það er. Með dýpkun á athygli fyrir sérhverju augnabliki færumst við dýpra inn á við og njót- um þess betur að lifa. Lífshamingj- an er ekki einhvers staðar utan við okkur; hún býr inni í okkur. Lífs- hamingjan býr ekki í dollaraseðlin- um, hún býr í að hafa nóg í sig og á. Ég tel að næsta verkefni okkar íslendinga eigi að vera að koma á andlegum ræktunarstöðvum til að við getum betur lært slík viðhorf. Kjallariim Rafn Geirdal skólastjóri Þetta þarf að rísa um allt land og þarf ekki að kosta mikið. Andleg rækt er tiltölulega ódýr, því hún gengur út á að lagfæra við- horf inni í sér, ekki að lagfæra heilu steinsteypuhalhrnar. Það er nánast ekkert sem þarf að breyta hið ytra en nær allt hið innra. Þetta er fín- leg vinna og krefst mikils aga, en er nær eina von mannkynsins. Skýrasta dæmi um andstæðu þess- arar vinnu er ræktun á illvilja, þar sem Saddam Hussein hefur verið í forvígi. Ef einhver einn maður hef- ur sigrað góðvilja mannkynsins þá er það hann og hans líkar. Þaö er með svona sem hægt er að steypa mannkyninu öllu á vonarvöl, bara með óttanum einum saman. Ég vona að við íslendingar þurfum aldrei að lenda í slíkum heljar- greipum. Mér er oft hugsað til þess hve við erum lánsöm sem þjóð. Við höfum bókstaflega aht sem við þurfum. Hvar sem ég lít hafa allir nóg í sig og á. Ég sé alls staðar sólskinsbjört andlit, skínandi falleg börn, gott veður, góðan efnahag. Það eru eng- in móðuharðindi, enginn horfellir, engar drepsóttir, engar ofsóknir; einungis smávægilegt náungakurr, smákæruleysi, bruðl hér og þar. Virt tekjulind Við íslendingar erum smá þjóð. Við erum aðeins um 250.000 ein- staklingar. Við erum eins og eitt borgarhverfi í stórborg. Við eigum mjög auðveldlega að geta skapað mjög fínar aðstæður til að hfa góðu lífi. Við höfum jarðhitann, mikið nf óspilltri náttúru, mjög góða menntun og tæknikunnáttu. Ég tel að okkar næsta skref eigi að liggja inn á andlega og líkamlega rækt í íslenskri móður náttúru; heilsubýli í stað bóndabýla, að hvatningu for- setans fyrir ræktun landsins, punktinn yfir i eftir verðlaun Norð- urlandaráðs fyrir umhverfisátak þjóðarinnar. Hvað gæti verið fall- egri hugsjón en að reisa heilsubýli og heilsulindir um allt land, bæði í byggð og sveit? Fyrstu sprotarnir eru þegar sýni- legir. Ég tel að við eigum að halda áfram á þessari braut, við öll sem þjóð. Ég tel að þetta geti orðið til „Ég vil minna á að það eru ekki lengur síðhærðir grænstakkar 1 forsvari; nú er það meira að segja breska þingið sem leggst gegn hvalveiðum.“ „Þá væri ekki úr vegi að bjóða okkar,“ segir'm.a. i greininni. mikillar hagsældar fyrir okkur öll því að þetta vinnur hvað með öðru: Ræktun landsins, ræktun fólksins, vel menntaðir starfskraftar, mikil heilsa sem skhar sér í auknum vinnuafköstum í öllum verkum. Þetta geta síðan orðið megintekju- lindir þjóðarinnar; virt tekjulind því vel menntaðar heilbrigðisstétt- ir yrðu meginstarfskrafturinn í fal- legri íslenskri náttúru, eitthvað sem er vandað, fínt og vel séð. Ég get ekki ímyndað mér annað á al- þjóðavettvangi. Næstu skref Að sama skapi eigum við að yfir- vinna barbarismann í okkur: Eng- ar hvalveiðar, takk fyrir! Engar kvala-veiðar! Það er á engan hátt ráðlegt þegar nú loksins er alþjóð- leg sveifla fyrir umhverfisvernd og dýravernd hvarvetna um allan heim. Við þurfum aö sveigja okkur í mýkt gagnvart öfgasinnuðum að- ilum innan þessarar hreyfingar í stolti okkar fyrir göfugri málstað. Ég vil minna á að það eru ekki leng- ur síðhæröir grænstakkar í for- breskum þingmönnum i heilsulindir svari; nú er það meira að segja breska þingið sem leggst gegn hval- veiðum; með þeim orðum, að af- staða okkar geti breytt því hvort við séum talin meðal siðmenntaðra þjóða eður ei! Ég verð að viður- kenna það, ég kýs frekar að vera talinn með í betri flokknum! En með því að sveigjast mjög svo með umhverfisvernd, dýravernd og heilsuvernd innanlands erum við í takt við þessa alþjóðlegu þró- un. Næstu skref eru alþjóölegar umhverfisráðstefnur í óspilltri ís- lenskri náttúru, þar sem öfgasinn- uðum grænfriðungum og „Sea Shephard" mönnum yrði einnig boðið, svo og háttvirtum breskum þingmönnum. Þá væri ekki úr vegi að bjóða breskum þingmönnum í heilsu- lindir okkar og gefa þeim smáskot, að vera ekki með þær ætlanir að fleygja geislavirkum úrgangi í sjó- inn, ef við eigum að telja þá meðal siðmenntaðra þjóða. Það er nú þannig sem smáu þjóðirnar sigra hinar stóru. Rafn Geirdal Fógetavald Fógetar landsins hafa sem emb- ættisskyldu að sjá um fjárnám, vörslusviptingu og nauðungarupp- boð. Þetta er væntanlega ekki skemmtilegasti hluti starfa þeirra en nauðsynlegur og óhjákvæmheg- ur hluti mannlegra samskipta sem fógetum er fahð að sjá um. Nauðung Ástæður þess að valdi fógeta er beitt við innheimtu og uppgjör skulda eru að sjálfsögðu hinar margvíslegustu. Ein skuld kann að vera innheimt með málssókn, fjárnámi, vörslusviptingu og að lokum með nauðungarsölu einung- is vegna þess að skuldara og kröfu- hafa kemur ekki saman um rétt- mæti viðkomandi kröfu. Önnur skuld er hugsanlega vangoldin af- notagjöld ríkissjónvarps og út- varps og hin þriðja kann að vera vanskil einhvers þeirra íjármála- manna sem stunda það að búa til fyrirtæki, mjólka út úr þeim fé og skha þeim loks til uppgjörs fógeta þegar hæfilega mikið hggur fyrir af kröfum um greiðslur. Fólk lendir í vanskilum af ýms- um ástæðum, t.d. vegna veikinda, atvinnuleysis, óhóflegrar bjart- sýni, slyss, dauðsfalls eða með fuh- kominni óskamfehni, svo sem fjár- málamennirnir sem blóðmjólka fyrirtæki sín uns engar eignir finnast í búinu. Allir skuldararnir eiga það sam- eiginlegt að fógetavaldi er beitt th þess að ná eignum þeirra og selja þær th að ná inn fé til greiðslu skuldanna. Það er og staðreynd að lengi geta skuldarar samið við Kjállariim Kristinn Snæland leigubí Istjór i (þó ekki án undantekninga) gert í eignum sem að verðmæti samsvara skuldinni. Skuldari hefur á öljum stigum innheimtunnar fengið mörg bréf frá fógetum og innheimtu- mönnum og ekki er sparað að tína til ýmsa kostnaðarliði. Nú er samt komið að lokapunkti, sjónvarpiö, báturinn, bhlinn, íbúðin eða húsið er selt. Borgarfógetinn, bæjarfóget- inn eða sýslumaðurinn andar létt- ar, þetta leiðindamál er úr sögunni - en athugar ekki að það versta er eftir. Svívirða Eins og áður sagði fær skuldari mörg bréf og skilaboð um viðkom- andi skuld, dráttarvexti og vaxta- vexti, lögtakskostnað, málskostn- að, vörslusviptingarkostnað, aug- „Eftir að uppboði er lokið, en það er framkvæmt á ábyrgð fógeta, fær skuld- arinn ekkert uppgjör. Hann fær ekki bréf um sölu eignarinnar.“ kröfuhafa og sölu eigna er frestað hvaö eftir annað, aðeins ef skuldari sýnir lit á því að reyna að greiða. Að loknum miklum og dýrum innheimtuthraunum, margs konar frestun og þolinmæðiþrautum ná innheimtumenn og skuldarar ekki lengra og kemur þá að uppboði. Nauðungaruppboð eru vitanlega margvísleg, enda fjámám yfirleitt lýsingakostnað, uppboðskostnað o.fl. o.fl. Fógetinn, hinn ríkisskipaði trún- aðarmaður skuldara, kröfuhafa og réttlætisins, bregst þegar hér er komið. Eftir að uppboði er lokið, en það er framkvæmt á ábyrgð fógeta, fær skuldarinn ekkert uppgjör. Hann fær ekki bréf um sölu eignarinnar, „Borgarfógetinn, bæjarfógetinn eóa sýslumaðurinn andar léttar.. .en athugar ekki að það versta er eftir“, segir m.a. i grein Kristins. á hvað hún var seld né heldur hvernig söluandvirðinu var varið. Ég hefi nægilega mörg dæmi um þetta til þess að geta fullyrt að hjá fógetum er reglan sú að skha skuld- ara ekki greinargerð um niður- stöðu uppboðs. Þetta er slík svívirða og mannfyr- irlitning að mér er orða vant. Fari ég í Hagkaup eða til litla kaup- mannsins míns á horninu og kaupi eina tannkremstúpu þá fæ ég kvitt- un og á henni sést dagsetning, verð vörunnar, upphæðin sem greitt var með og loks hvað gefið var til baka. Fógeti getur leyft sér að selja húseign að verðmæti 5 mhljónir króna, vegna t.d. afnotagjalds- skuldar útvarps og sjónvarps að upphæð 50 þús. kr„ án þess svo mikið sem að senda skuldara bréf sem í stæði „skammastu þín“. Þetta er væntanlega fullkomlega löglegt en það er hka andstygghega siðlaust. Þessu þyrfti að breyta og það ætti vissulega ekki að þurfa að skuldbinda fógeta með lögum til þess að skila skuldara uppgjöri. Það er einfaldlega siðferðisleg kurteisisskylda sem fógetar hafa þó brugðist th þessa. Breytið því. Kristinn Snæland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.