Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 14
l-f' FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Árbær í Atlantshafi Við höfum svigrúm til að mæta afiarýrnun í sjávarút- vegi og öðrum erfiðleikum, sem steðja að efnahag og fjárhag þjóðarinnar um þessar mundir. Við þurfum bara að sætta okkur við tilhugsunina um, að sviptingar af slíku tagi kosta töluverða röskun á búsetu og atvinnu. Þar sem fiskveiðar eru í eldlínu þessara vandræða, er ljóst, að ekki verður unnt að leggja á þær meiri byrð- ar næstu árin. Þvert á móti verður að gera þeim kleift að laga sig að þrengri aðstæðum. Til dæmis geta þær ekki lengur staðið undir núverandi smábyggðastefnu. Treysta má stöðu fiskveiða með því að hna hömlur á útflutningi á ferskfiski. Nú er reynt að halda slíkum útflutningi í skefjum með skömmtun leyfa og með refsi- frádrætti á veiðikvóta. Þetta stríðir gegn efnahagslög- máhnu um mestan afrakstur af minnstri fyrirhöfn. Ennfremur má auka framleiðni 1 fiskveiðum með því að fækka skipum. Það gerist á sjálfvirkan hátt með því að draga úr hömlum á sölu aflakvóta, svo að útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn geti keypt nægan kvóta til að gera út beztu skipin, en öðrum sé lagt. Með útflutningsfrelsi og kvótasölufrelsi er tiltölulega auðvelt að búa til heilbrigðan ramma utan um fiskveið- ar. Ekki þarf peninga úr vösum skattgreiðenda, heldur bara afnema nokkrar reglur, sem hamla gegn, að við getum notað okkur breytta tækni og viðskiptahætti. Erfiðara verður að eiga við fiskvinnsluna, því að umtalsverður hluti hennar er orðinn óþarfur. Sumpart er frystingin að flytjast út á sjó, sumpart að leggjast niður og sumpart að færast yfir í neytendaumbúðir. Óhjákvæmilegt er, að þessu fylgi mikil röskun. Hingað til hefur það verið opinber ríkistrú og þjóðar- trú, að búseta og atvinnuhættir skyldu vera í einhverju fyrra ástandi, eins konar Árbæjarsafn í Atlantshafi. Efnahagsvandræði þjóðarinnar stafa miklu meira af, þessum trúarbrögðum en af samdrætti í þorskafla. í niðurgreiðslum, uppbótum, styrkjum og innflutn- ingsbanni eru brenndir 15-20 mihjarðar króna á ári í landbúnaði. Á síðustu árum hafa slíkar aðgerðir skotið rótum í sjávarútvegi og munu hafa hhðstæða bölvun í för með sér, ef ekki verður gripið strax í taumana. Smábyggðastefna er hornsteinn trúarbragðanna. í krafti hennar hefur verið raðað á ströndina hafnar- mannvirkjum og vinnslustöðvum, sem nýtast ekki nema að litlum hluta. Þessi sjávarpláss, vinnslustöðvar þeirra og þjónustufyrirtæki ramba nú á barmi gjaldþrots. Engir peningar eru til að leysa þennan vanda. Tíma- bili stjórnlausrar skuldasöfnunar er lokið. Th mála- mynda verður slett nokkrum hundruðum milljóna hér og þar, svo sem í fiskeldi og loðnubræðslur, en vandræð- in munu samt aukast. Aðstoðin verður til einskis. Þjóðin verður að horfast í augu við, að ísland er ekk- ert Árbæjarsafn, sem hægt er að frysta í einhverju fyrra ástandi. Búseta og atvinnuhættir verða að fá að raskast með eðlhegum hætti, svo að við getum fylgt öðrum þjóð- um eftir á vegi þeirra th velmegunar og farsældar. Svo vel vill th, að hugljómun á þessu sviði býr yfir tvöfóldum ávinningi. Annars vegar sparar hún stórfé og hindrar skuldasöfnun og skattahækkun. Hins vegar gerir hún sjávarútveginn í hehd og aðra mikilvæga at- vinnuvegi færa um að lifa góðu lífi í nýju umhverfi. Öh efnahagsvandræði hðandi stundar munu hverfa eins og dögg fyrir sólu, ef þjóðin og valdið sætta sig við, að röskun sé ekki bara nauðsynleg, heldur líka æskheg. Jónas Kristjánsson hefur reynsla milljóna kynslóða þurrkast út i hvert sinn er barnungi fæðist í heiminn?" Hvar er reynsla kynslóðanna? Einu sinni var svolítið spendýr að ráfa um Klettafjöllin í Ameríku. Það var ekki ósvipað litlu nagdýri en tennurnar voru 44, og alls ólíkar tönnum nagdýra. Þetta var heldur ekki nagdýr heldur augljóslega prímati og í einhverjum galsa hafa vísindamenn gefiö honum nafnið Purgatorius. Purgatorius litli mátti sín ekki mikils á þessum árum. Hann hefur vafalítið forðast að vera á ferli nema á nóttunni þegar hann var í friði fyrir rándýrum sem fannst hann mátulegur aukabiti fyrir háttinn. Þetta litla og umkomulausa dýr var aö snuðra um Klettafjöllin fyrir 65 milljónum ára, um það leyti sem skriðdýrin miklu voru búin að lifa sitt fegursta og hin stærri meðal þeirra útdauð. En við skulum ekki gera htið úr þessu dýri. Þótt Purga- torius væri ekki mikill fyrir mann að sjá og mætti sín lítils í heimi risanna átti fyrir honum að liggja að verða ættfaðir og ættmóðir tegundar sem í ármilljónanna rás varð herra jarðarinnar. Purgatorius er elsti prí- matinn sem enn hefur fundist. Þrír aðalflokkar Hvaða skepnur eru prímatar? Það eru hálfapar, apar, mannapar og menn. Þessi skipting er ættuð alla leið frá sjálfum Linné, sem flokkaði dýr og jurtir eftir skyld- leika. Hann skipaði öllum dýrum í þijá aðalflokka og kallaði þá á lat- ínu Primates, Secundae og Tertiae, hina fyrstu, aðra og þriðju. í fyrsta flokknum voru menn og apar, og voru hálfaparnir þar taldir með, og svo leðurblökur sem dýrafræð- ingar hröktu úr þessum fríða hópi á öldinni sem leiö. Ekki verður með nokkurri vissu sagt hvort þessi hth prímati er for- faðir ahra þeirra tegunda prímata sem til hafa verið og þar með allra núlifandi tegunda þeirra. Við lok krítartímans er hann kominn til sögunnar og meðan ekki flnnast frændur hans á sama tímaskeiði telst hann nánasti ættingi okkar á þeim dögum. Hann er einn í hópi þeirra uppburðarlausu dýra sem ht- ið bar á meöan risar leðjunnar og hitans réöu lögum og lofum. Þessi feimnu dýr áttu þó eftir að nýta sér þurrlendið á fyrstu ármflljónum tertier-tímans og dreifast um alla jörðina. Það eru spendýrin. Fyrstu skrefin Af Purgatorius fara sem sagt ekki Kjallajinn Haraldur Ólafsson dósent miklar sögur, en fyrir um það bil 45 milljónum ára fer ættingjum hans að fjölga og fram á sjónarsvið- ið koma prímatar, stærri og kröft- ugri en hann, en það er þó fyrst á hinum svonefnda míósen-tíma, þ.e. á tímabihnu frá því fyrir 20-7 millj- ónum ára, að stórir og sterklegir prímatar láta til sín taka og er þar ef til vill um að ræða beina forfeður mannapa og manna. Homo er að feta fyrstu skrefin á þeirri braut sem liggur til nútímamannsins, okkar sem af miklu yfirlæti köllum okkur hina vitibornu menn. (Sagan segir að þegar Linné fór að velta fyrir sér hvaða nafn ætti að gefa tegundinni Homo hafi hann lent í vanda vegna þess að hann fann ekkert sem greindi svo augljóslega sundur menn og mannapa að óyggjandi væri. Þó var eitt sem honum fannst augljóst. Menn voru gæddir skynsemi, viti, og það greindi þá fremur frá dýrum en allt annað. Niðurstaöan varð: Homo sapiens sapiens). Enn eru margar eyður í sögunni af Purgatorius og frændum hans. Þær eru svo margar og langar að jafnvel getgátur eru varasamar ef reynt er að ímynda sér þróunina frá þessu htla næturdýri. Meira að segja er það einungis tilgáta að hann hafi einkum verið á ferh að nóttu til. Sú tilgáta styðst við það eitt að hálfapamir htlu, Lemur, Tarsier og Loris eru næturdýr, stygg og smeyk við hættulega veröld. Sé þróunarkenningin rétt í aðal- atriðum eigum við skyldulið óra- langt aftur í aldir og ármilljónir. Þessir frændur okkar og forfeöur hafa séð ægilegar umbreytingar á jörðunni. Meginlönd hafa risið úr hafi eða sokkið í sæ. Dýrategundir hafa blómstrað og horfið. Hnignun og hrun hefur fylgt uppgangi og sigrum. Geymum við ekki einhvers staðar í taugakerfi okkar alla reynslu forfeðranna, ótta þeirra, skelfingu gagnvart náttúruham- förum og vilhdýrum? Eða hefur reynsla milljóna kynslóöa þurrkast út í hvert sinn er bamungi fæðist í heiminn? Verðum við alltaf að byija upp á nýtt? Spurt um menningu Þetta eru spurningar sem verður að spyrja en óvíst er að npkkru sinni fáist fuhnægjandi svör. í raun og veru er verið að spyija um menningu, það sem gerir manninn að manni. Einar Benediktsson svaraði á sinn hátt: „Heilinn grein- ir skemmra en nemur taugin". En spumingin er líka hvort sú menning sé sú viðleitni okkar að afmá hið erfða og „dýrslega", að láta heilann ráða fremur en taug- ina, sigrast á hinum gamla Adam. Þetta kom mér í hug er ég nú í vikunni las lítið en efnismikið rit eftir Gunnar Dal þar sem meðal annars er fjallað um hugtakið menningu í svipuðum skilningi og mannfræöingar nota það. Bókin heitir Heimsmynd listamanns og kom út á þessu ári. En spurning- amar vakna og Purgatorius litli bankaði upp á hjá mér og spurði hvort ekki væri rétt að ég minntist þess að ef til vfll hefði þetta allt byijað hjá sér. Frekara spjall um menningarhugtakið hjá Gunnari Dal og mannfræðingunum verður því að bíða betri tíma. Haraldur Ólafsson „Geymum við ekki einhvers staðar 1 taugakerfi okkar alla reynslu forfeðr anna, ótta þeirra, skelfingu gagnvart náttúruhamförum og villidýrum?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.