Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 17
FlMMÍUDAGUff 11/ JÚLÍ19EI1. 25 Iþróttir pMunum taka hverju sem er“ - sagöi Hörður Hilmarsson eftir sigur Blika á Vikingum ... „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Við lékum án tveggja sterkra leikmanna en það sýndi sig að við höfum sterkan og breiðan hóp. Það var gaman að fá Jón Þóri Jónsson aftur inn í hðið eftir árs tjar- veru vegna meiðsla. Mér er alveg sama hverja við fáum í næstu um- ferð, við munum taka hverju sem er,“ sagði Hörður Hilmarsson, þjálf- ari Breiðabliksmanna, eftir að lið hans hafði sigrað Víkinga, 2-0, í 16- hða úrslitum bikarsins í gærkvöldi. Það var greinilegt að Víkingar áttu í erfiðleikum á sandgrasvellinum því Blikar höfðu mikla yfirburði fyrsta hálftímann og sóttu þá stíft. Grétar Steindórsson skoraði fyrst á 8. mín- útu af stuttu færi eftir góða sendingu frá Arnari Grétarssyni. Varnarmenn Víkinga voru þar illa á verði og þeir sofnuðu aftur á 24. mínútu þegar Rögn’valdur Rögnvaldsson lék upp að endamörkum og gaf fyrir á Arnar sem skoraði snyrtilega. Bhkar voru nálægt því að bæta þriðja markinu við þegar Rögnvaldur komst í gott færi en Guðmundur Hreiðarsson í marki Víkinga varði. Aðeins nokkr- um sekúndum síðar björguðu Vík- ingar naumlega í horn eftir að Grétar hafði komist í gegn. Víkingar voru mun sprækari í síð- ari hálfleik en gekk afleitlega að komast í marktækifæri. Eina umtals- verða færið fékk Atli Einarsson und- ir lokin en skaut framhjá úr þröngri stöðu. Blikar bökkuðu aftar á völlinn og héldu fengnum hlut. „Við áttum í vandræðum í fyrri hálfleik enda ekki vanir að spila hér. Það er engin afsökun en það er slæmt að þurfa að spila á sandgrasi og sjá svo iðgrænan grasvöll við hliðina sem er ekki notaður," sagði Logi Ól- afsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Breiðabliksmenn léku prýðilega lengst af og héldu boltanum vel. í lið- ið vantaði markahrókinn Steindór Ehson, sem meiddist í baki rétt fyrir leik, og Guðmund Guðmundsson, sem var í banni, en það virtist ekki koma mikið að sök. Arnar Grétars- son var bestur í annars jöfnu liði. Víkingar voru mjög slakir í fyrri hálfleik en léku betur í þeim síðari. í DV-mynd GS ;ð sér gegn ÍA í gærkvöldi: [agamenn a úr leik úgur KRáÍA, 2-0, eftir framlengdan leik Þórsarar áfram norðanmenn unnu Keflvíkinga í vítakeppni Þórsarar tryggðu sér sigur á Kefl- víkingum í vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Akur- eyri í gærkvöldi. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu en í vítakeppninni skoruðu Þórsarar úr öllum 5 spyrn- um sínum en Keflvikingar misnot- uðu eina. Það var Friðrik Friðriks- son, markvörður Þórs sem var hetja hðs síns en hann varði vítaspyrnu Gests Gylfasonar og tryggði Þór þar með áfram. Leikurinn var ekta bikaralagur, hart barist og jafnræði með liðunum. Þó voru Þórsarar mun hættulegri og fengu fleiri marktækifæri. Strax á 10. mínútu fenbgu þeir vítaspyrnu en sagði Karl Þórðarson, fyrirliði IA, í sam- tali við DV eftir leikinn. Besti leikur Péturs í langan tíma Eins og oft áður í sumar voru vamar- mennimir í hði KR og Ólafur Gott- skálksson markvörður sterkir. Gunnar Oddsson og Þormóður Egilsson léku báðir geysilega vel og Ólafur öryggið uppmálað í markinu. Heimir Guðjóns- son átti góðar rispur og Pétur Pétursson átti einn sinn besta leik í langan tíma en manni fannst hann þó spila fullaftar- lega á köflum. Þá gerði Ragnar Mar- geirsson góða hluti en var þó fuheigin- gjarn. ÍA myndi sóma sér velM.deild Skagamenn gata engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór. Liðið lék á köflum stórvel og myndi sóma sér vel í 1. deildinni. Léttleikinn er í fyrirrúmi og knattmeðferð phtanna frá Skaganum gerist vart betri hér á landi. Kristján Finnbogason átti góðan leik í markinu og þeir Ólafur Adolfsson og Luca Kostic era sterkir í vörninni. Tvíburamir Arn- ar og Bjarki Gunnlaugssynir vom mjög sprækir og þá átti Haraldur Ingólfsson sinn besta leik í sumar. Elcki má gleyma hinum síunga Karli Þórðarsyni. Karl, sem er orðinn 36 ára, var mjög duglegur í leiknum og mataði félaga sína með góðum sendingum. -GH hðið vantaði Guðmund Inga Magnús- son og Guðmund Steinsson og munar um minna. Ath Einarsson var spræk- asturíhðinuíþessumleik. -RR Júlíus Tryggvason skaut föstu skoti hátt yfir. Ólafur Pétursson, mark- vörður Keflvíkinga .varði síðan stuttu síðar skot Halldórs Áskelsson- ar í þverslá og Ásmundur Arnarson skallaði rétt yfir markið í sömu sókn. Þórsarar náðu að skor á 57. mínútu þegar Halldór renndi boltanum á Ásmund sem skoraði með laglegu skoti í hornið. 20 mínútum fyrir leikslok fengu Keflvíkingar víta- spyrnu eftir að brotið hafði verið á einum leikmanni þeirra inn í vítateig Þórsara og Marko Tanacic jafnaði úr vítinu. Þórsarar voru nær sigri en Ólafur varði enn glæshega úr dauðafæri frá Ásmundi. • Heimir Guðjónsson og Karl Þórðarson taka létt dansspor við öllu búinn lengst til vinstri. leik KR og IA í gærkvöldi. Haraldur Ingólfsson er DV-mynd EJ Mjólkurblkarinn Stjarnan-KA S-0 (0-0) 1-0 Valdimar (70.), 2-0 Ingólfur (78.), 3-0 Ingólfur (87.). Lið Stjörnunnar: Jón Otti, Val- geir, Þór Ömar (Rúnar 86.), Heim- ir, Birgir, Bjarni B.,Ragnar, Svein- björn, Kristinn, Valdimar, Ingólf- ur. Lið KA: Haukur, Orn Viðar, Gauti (Ámi 19.), Halldór H. (Ámi F. 80.), Erlingur, Vandas, Sverrir, Einar, Páll, Steingrímur, Ormarr. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. Dómari: Kári Gunnlaugsson og dæmdl ágætlega. Áhorfendur: Ekki margir. Skiiyröi: Þokkalegur grasvöllur og sæmilegasta knattspymuveður. Þór-iBK 1-1 (0-0) (6-4 - vítaspyrnukeppni) 1-0 Ásmimdur (57.), 1-1 Tanacic (70.), 2-1 Júlíus, 2-2 Tanacic, 3-2 Birgir, 3-3 Georg, 4-3 Þórir, 5-3, Sveinn, 5-4 Kristinn, 6-4 Bjarni. Lið Þórs: Friðrik, Lárus, Þor- steinn (Birgir), Nói, Sveinn, Hall- dór, Júlíus, Ásmundur (Árni Þór), Þórir, Hlynur. Lið ÍBK: Ólafur, Jakob, Jóhann J., Kristinn, Ingvar, Georg, Jóhann S. (Sveinbjörn), Gestur, Kjartan, Tanacic, Kristján (Ólí Þór). Gul spjöld: Nói, (Þór), Birgir (Þór), Sveinbjöm (ÍBK). Rauð spjöld: Engin. Dómarí: Ari Þóröarson og var þokkalegur. Áhorfendur: 510. Skilyrði: Blankalogn og góður grasvöllur. UBK-Víkingur 2-0 (2-0) 1-0 Grétar (8.), 2-0 Amar (24.). Líð UBK: Eiríkur, Ingvaldur, Kretovic (Willum 56.), Kristófer, Valur, Sigurjón (Jón Þórir 73.), Arnar, Grétar, Hilmar, Rögnvald- ur, Gústaf. Liö Víkíngs: Guðmundur, Helgi Bjö., Helgi Bja., Þorsteinn, Helgi Sig., Bosjnik, Zhnik (Marteinn 79.), Hörður, Atli H., Atli E., Gunnar (Hólmsteinn 46.). Gul spjöld: Þorsteinn (Vík.), Ziln- ik (Vík.). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Gunnar Ingvason og var frekar slakur. Áhorfendur: 450. Skilyrði: Þokkalegt veður og sandgrasvöllur. KR-IA 2-0 (0-0) Lið KR: Ólafur, Gunnar, Þormóð- ur, Atli, Sigurður, Þorsteinn (Þor- steinn G.87.), Gunnar, Heimir, Pét- ur, Ragnar, Bjöm (Bjarki 45.). Lið ÍA: Krislján, Luca, Bjandur, Ólafúr, Alexander, Sigursteinn (Gísli 72.), Karl, Amar, Bjarki, Haraldur, Þórður. Gul spjöld: Engin Rauð spjöld:,Engin Dómari: Ólafur Sveinsson, dæmdi mjög vei. Áhorfendur: 2427. Skilyrði: Góðui' grasvöllur og ágætt knattspyrnuveöur. Dregið í dag Dregið verður í dag í 8-liða úrsht bikarsins og þau liö, sem verða í hattinum, eru: Valur, Víðir, FH, Leiftur, KR, Þór, Breiðablik og Stjaman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.