Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991. 39 DV Veiðivon Ótrúlegt en satt: Dró fyrir í sinni eigin veiðiá - Flekkudalsá Misjafnt er veiðimannagaman þessa dagana við veiðárnar en í þær flestar vantar nú lax. í sumum þeirra eru laxamir kannski nokkir tugir og mættu vera miklu fleiri. í Flekkudalsá hefur veiðin ekki verið góð það sem af er veiðitíman- um, hafa veiðst 30 laxar og 10 punda sá stærsti. Fyrir nokkrum dögum var að finna fimm laxa í einum hylnum en þeir eru þar ekki lengur, því bóndinn á Harastöðum, Agnar Guðjónsson, gerði sér htið fyrir eitt kvöldið fyrir fáum dögum og dró á hylinn þar sem þessa fimm laxa var að finna. Agnar bóndi veiddi í netið fimm sinnum meira en hollið sem hætti fyrir fáum dögum í ánni. Það fékk aðeins einn lax. „Já, það er rétt að ég dró fyrir og fékk fimm laxa. Það var ekkert ann- að að gera en draga bara fyrir, ég hef ekki fengið peninginn fyrir leig- una. Veiðifélag Flekkudalsár hefur ekki greitt mér það sem ég átti að fá,“ sagði Agnar Guöjónsson bóndi í gær í miðjum heyskapnum. „Ég var ekki lengi að ná þessum fimm löxum, enda er töluvert af laxi að finna í ánni. Laxana seldi ég suður og það verður jafnvel meira af slíku ef ekki koma peningar bráðum.“ - Ætlarðu að bleyta netið aftur, Agn- ar, næstu daga? „Já, það verður gert innan fárra daga ef peningamir koma ekki á næstunni," sagði Agnar. „Maðurinn er búinn að fá sitt, hann fékk það greitt í öðru en peningum og hann á ekkert inni hjá veiðifélag- inu. Það er einn veiðistaður sem hann getur veitt í án þess að nokkur sjái hann,“ sagði Ólafur Pétursson, bóndi í Galtartungu, formaður Veiði- félags Flekkudalsár, í gær. „Við ræddum við sýslumann um málið og sjáum hvað setur. Það geng- ur ekki að menn dragi fyrir í ánni,“ sagði Böðvar S. Björnsson, formaður Stangaveiðifélags Akraness, í gær. -G.Bender Netaþjófnaður algengari en „veióimenn" halda Veiðin í mörgum veiðiám þessa dagana er ekki góð og sumar ár hafa ekki marga laxa að geyma. Fáir laxar hafa komið í árnar og veiðimenn eru allt annað en hressir þessa dagana. Netaveiði með ströndum landsins er meiri en margan grunar og fyrir fáum dögum fannst net fyrir utan Reykjanesið. í þessu neti voru tveir laxar, 25 og 16 punda. Einhver hafði lagt þetta net en enginn vitjað um það. Bóndi lagði net í Flekkudalsá fyrir skömmu og fékk fimm laxa. Lax með netasár í Laxá á Ásum í Miðfjarðará sveima tugir laxa um ána með netasár og eru miklu tregari að taka agn veiði- manna. Og í Laxá á Ásum hafa sést laxar með netasár eins og veiðimenn hafa greint frá. „Þetta er sama og við sáum á laxi í Laxá á Ásum, svona ljót sár. En þar vorum við við veið- ar fyrir fáum dögurn," sagði veiðimaður sem veiddi í ánni fyrir skömmu og sá þar laxa með netasár. Svo virðist sem þessi sár hafi sést í nokkrum veiðiám á þessu svæöi, eins og við höf- um greint frá í vikunni. „Ekki voru þetta margir laxar, einn sem við fengum til að taka var særður en það var ekki eins ljótt og í Miðfjarðaránni," sagði veiðimaður- innúrLaxááÁsum. -G.Bender Það er ekki nóg aö vatnsleysi herji á veiðiárnar þessa dagana heldur hafa netasár sést á mörgum löxum i Miðfjarð- ará. Þessi lax veiddist þar fyrir fáum dögum og er Ijótur ásýndum. FjöLmiðlar ísland er landid Aldrei þessu vant horfði ég á megnið af kvölddagskrá ríkissjón- varpsins í gærkvöldi. Ég veit eigin- lega ekki afhverju. Ég er ekki vanur að eyða heilu kvöldi í sj ón varpsgláp og ailra síst yfir hásumarið þegar dagskráin er með þynnsta móti. Þáttur Sigrúnar Stefánsdóttur, Hristu afþér slenið, jók enn á sam- viskubitíð yfir því að vera ekki hættur að reykja og farinn að skokka. En það var þó ekki fyrr en stjómandi þáttarins tók tali nokkur fótluð ungmenni sem skipa sund- landslið fatlaðra að ég fór að skammast mín í alvöru fyrir hóglífið og kyrrsetuna. Ég var ugglaust ekki eini sjónvarpsáhorfandinn sem sá þá í hendi mér það virðingarleysi og það vanþakklæti sem maður allt- of oft sýnir líkama sínum og heilsu meðan allt leikur í lyndi. Þýski jarðfræðiþátturinn um ís- land bar þess augljós merki að þar voru á ferð þremenningar sem kunnu til verka. Þeir höfðu m.a. vit á að koma við í Reykjanesi við Djúp þar sem hverir í fiæöarmálinu hafa skapað einstæö skilyröi fyrir sjávar- lif í fjöruborðinu og þar rétt fyrir utan. Þá var umfjöllun þeirra um Mývatn einkar athyghsverð. Einhver kynni að spyrja hvort ís- lendingar þurfi þýska fræðsluþætti um sitt eigiö land. Ég held hins veg- ar að svo geti vel verið ef um er að ræða vandaða þætti eins og í þessu tilfelli. Auk þess kitlar þaö alltaf óneitanlega íslenska hégómagirnd að heyra útlendinga viðurkenna það sem við sjálf höfum alltaf vitað, að ekkert land er merkilega en ísland. Þegar hér var komið sögu var dag- skráin tæmd þfegar frá eru taldar ellefufréttir og fremur bragðdauf bandarísk sjónvarpsmynd í léttum dúr sem ég sé ekki ástæðu til að getaum nánar. Kjartan Gunnar Kjartansson EFST Á BAUGI: I'SLI-XSIvA ALFRÆÐI OKDABOKIX kreppa: viðsk. stig hagsveiflu sem ein- kennist af meiri eða minni vannýtingu framleiðsluþátta samfara samdrætti í framleiðslu, minnkun fjárfestingar og ágóða, verðfaili vöru og þjónustu, sam- drætti í lánastarfsemi og tilfinnanlegu atvinnuleysi. kreppan mikla heimskreppan: al- þjóðleg kreppa í efnahagsmálum; hófst með verðhruni í kauphöllinni í New York 23. okt. 1929 og varð alvarlegust 1932-33 en stóð víða út áratuginn. í Bandar. var reynt að mæta k með New Deal. í Evr. misstu Bretar forustu í alþjóðaviðskiptum af völdum k og hún stuðlaði að uppgangi nasismans í Þýskal, Á ísl. stóð k til 1940 og kom fram í sölutregðu á útfiutningsafurð- um, gjaldeyrisskorti, samdrætti t at- vinnulifi og miklu atvinnuleysi. Veður i dag verður fremur hæg, breytileg eða austlæg átt á landinu. Viða bjartviðri um vestanvert landið en skýjað og sums staðar smávæta norðanlands og austan. Á Suðurlandi verður skýjað í dag en fer síð- an að rigna i kvöld. Hiti verður á bilinu 9-16 stig. Á hálendinu verður hæg, breytileg átt, skýjað og víða lítilsháttar rigning. Hiti verður á bilinu 7-10 stig. Akureyri súld 11 Egilsstaðir þoka 10 Keflavíkurflugvöllur lágþokubl. 10 Kirkjubæjarklaustur þoka 9 Raufarhöfn þoka 8 Reykjavik rigning 11 Vestmannaeyjar þoka 10 Bergen skýjað 13 Helsinki skýjað 16 Kaupmannahöfn léttskýjað 16 Osló skýjaö 15 Stokkhólmur léttskýjað 16 Þórshöfn rigning 11 Amsterdam léttskýjað 20 Barcelona heiðskírt 21 Berlin léttskýjað 19 Chicago hálfskýjað 21 Frankfurt léttskýjað 21 Glasgow mistur 18 Hamborg léttskýjað 18 London mistur 20 LosAngeles alskýjað 17 Lúxemborg léttskýjað 21 Malaga heiðskírt 19 Mallorca heiðskírt 20 Montreal heiðskírt 13 Nuuk þoka 4 Paris léttskýjað 20 Róm þokumóða 24 Valencia heiðskirt 20 Vin heiðskírt 20 Winnipeg alskýjað 22 Gengið Gengisskráning nr. 129. -11. júlí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,060 63,220 63,050 Pund 102,312 102,571 102,516 Kan. dollar 54,909 55,048 55,198 Dönsk kr. 8.9861 9,0089 9,0265 Norsk kr. 8,9156 8,9382 8,9388 Sænsk kr. 9,6121 9,6365 9,6517 Fi. mark 14,4683 14,5050 14,7158 Fra. franki 10,2499 10,2759 10,2914 Belg. franki 1,6889 1,6932 1,6936 Sviss. franki 40,0763 40,1779 40,4750 Holl. gyllini 30,8747 30,9530 30,9562 Þýskt mark 34,7620 34,8502 34,8680 Ít. líra 0,04672 0,04683 0,04685 Aust. sch. 4,9410 4,9536 4,9558 Port. escudo 0,4010 0,4020 0,3998 Spá. peseti 0,5540 0,5554 0,5562 Jap. yen 0,45523 0,45638 0,45654 irskt pund 93,067 93,303 93,330 SDR 82,8009 83,0110 82,9353 ECU 71,4627 71,6441 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 10. júlí seldust alls 93,018 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,020 10,00 10,00 10,00 Grálúða 0,650 78,00 78,00 78,00 Karfi 3,742 29,00 29,00 29,00 Lúða 0,440 308,73 245,00 330,00 Lýsa 0,024 20,00 20,00 20,00 Saltfiskflök 0,100 45,00 45,00 45,00 Siginn fiskur 0,012 100,00 100,00 100,00 Skarkoli 0,060 27,00 27,00 27,00 Skötuselur 0,020 385,00 385,00 385,00 Steinbítur 1,114 49,97 47,00 51,00 Tindabikkja 0,025 5,00 5,00 5,00 Þorskur, sl. 76,261 84,01 77,00 91,00 Þorskur, smár 4,816 74,00 74,00 74,00 Ufsi 1,110 53,39 48,00 56,00 Undirmál 1,342 68.00 68,00 68,00 Ýsa.sl. 3,209 84,87 53,00 97,00 Ýsuflök 0,072 280,00 280,00 280,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 10. júlí seldust alls 139,391 tonn. Þorskur, stór 0,772 96,00 96,00 96,00 Smárþorskur 0,131 60,00 60,00 60,00 Smáufsi 0.491 53,00 53,00 53,00 Þorskur 48,859 83,53 80,00 84,00 Skötuselur 0,131 165,00 165,00 165,00 Ýsa 27,071 114,54 89,00 120,00 Ufsi 28,347 59,22 55,00 61,00 Steinbítur 0.781 47,22 47,00 49,00 Lúða 0,571 252,63 150,00 320,00 Langa 0,246 48,54 47,00 52,00 31,090 28,82 25,00 31,00 Blálanga 0,899 49,00 49,00 49,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 10. iúli seldust alls 93,400 tonn. 0,091 25,86 15,00 34,00 Hlýri/steinb. 0,097 15,00 15,00 15,00 0,020 1195,00 999,00 1195 0,073 73,62 73,00 77,00 Hlýri 0,037 46,00 46,«) 46,00 Sólkoli 0,060 66,00 66,00 66,00 0,248 48,77 48,00 52,00 1,331 70,00 70,00 70,00 Undirmál 0,156 48,31 30,00 54,00 0,506 48,60 45,00 50,00 0,262 295,51 100,00 440,00 0,553 264,83 140,00 400,00 1,181 58,68 55,00 60,00 7,571 32,40 30,00 35,00 Blálanga 1,241 49,71 49,00 50,00 1,044 36,66 33,00 40,00 Ufsi 37,743 58,81 35,00 62,00 4,553 101,88 76,00 117,00 35,440 89,15 30,00 100,00 I Blandað 1,193 41,63 28,00' 43,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.