Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Side 26
34 FIMMTUQAQURí 11., JÚLÍ; 1991. Afmæli Ásgrímur Hartmannsson Ásgrímur Hartmannsson, fyrrv. bæjarstjóri á Ólafsfirði, Aðalgötu 24, Ólafsfirði, verður áttræður á laug- ardaginn. Starfsferill Ásgrímur fæddist í Kolkuósi í Við- víkurhreppi og ólst upp í Kolkuósi. Hann stundaði nám við Alþýðuskól- apn á Eiðum, lauk gagnfræðaprófi frá MA1933 og stundaði sérnám í bókfærslu einn vetur. Á uppvaxtar- árunum vann hann landbúnaðar- störf, verlunarstörf og við árabá- taútgerð sem faðir hans rak. Þá var hann eitt sumar hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur sem þá rak smásölu og heildsöluverslun. Ásgrímur flutti til Ólafsfjarðar 1935. Hann var kaupmaður í Ólafs- firði 1935-63, bæjarstjóri þar 1946— 1974 og framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar hf. 1975763. Ásgrímur sat i hreppsnefnd Ólafs- fjarðar frá 1942 og síðar í bæjar- stjórn frá því bærinn fékk bæjar- réttindi 1945-78. Hann sat í stjórn Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. frá 1944 og var formaður stjórnar í fjölda ára til 1977. Hann var formað- ur fræðsluráðs Ólafsfjaröar um tíma, formaður Ungmennafélagsins Geisla í Óslandshlíð í Skagafirði 1933-34, sat í stjórn íþróttafélagsins Sameiningar í Ólafsfirði í nokkur ár, var einn af stofnendum Rótary- klúbbs Ólafsjarðar, var formaður stjórnar félagsheimilisins Tjarnar- borgar í mörg ár, formaður stjórnar Fjórðungssambands Norðurlands og í stjórn Samtaka kaupstaða á Vestur-, Norður- og Austurlandi í allmörg ár. Hann sat í stjómskip- aðri nefnd til að gera tillögu um staðsetningu opinberra stofnana úti um land, var skipaður í fasteigna- matsnefnd í Ólafsfirði 1962 og um- boðsmaður skattstjóra Norður- landsumdæmis eystra 1962. Ásgrímur var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar 1972 og er heiðursborgari Ólafsfjarðar frá 1985. Fjölskylda Ásgrímur kvæntist 23.5.1937, Helgu Jónínu Sigurðardóttur, f. á Vatnsenda á Ólafsfirði 22.3.1917, húsmóður, en hún er dóttir Sigurö- ar Jónssonar, b. og síðar landmanns við mótorbáta og verslunarmanns, og Sigríðar Vilhjálmsdóttur frá Höfn á Ólafsfírði, húsmóður, stofn- anda og fyrsta formanns kvenfé- lagsins Æskunnar á Ólafsfirði. Börn Ásgríms og Helgu eru sex. Þau era Sigríður, f. 4.2.1938, hús- freyja, gift Kristjáni Sæmundssyni, b. og hreppstjóra að Neðri-Brunná í Dölum og eiga þau sex börn; Krist- ín Þorbjörg, f. 10.12.1941, húsmóðir, gift Ólafi Sæmundssyni skipstjóra og nú hafnarverði í Ólafsfirði og eiga þau fimm böm; Þórgunnur Guðrún, f. 30.4.1946, fulltrúi hjá rík- isútvarpinu, gift Kristjáni Páli Ól- afssyni rafeindavirkja er starfar hjá Álverinu í Straumsvík og eiga þau tvö börn; Ingibjörg Hartmanns, f. 15.11.1949, fóstra í Ólafsfirði, gift Þorsteinni Ásgeirssyni skrifstofu- stjóra og eiga þau þrjú börn; Nanna Hartmanns, f. 10.3.1953, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi V. Haukssyni bifreiðarstjóra og eiga þau fimm böm; Hartmann, f. 7.8. 1955, tannlæknir í Vestmannaeyj- um, kvæntur Eddu Björk Hauks- dóttur og eiga þau sex böm. Systkini Ásgríms: Þorkell Björn, f. 4.4.1904, d. 6.4.1924, nemi; Sigur- mon, f. 17.11.1905, d. 1.2.1991, b. að Kolkuósi en ekkja hans er Haflína Marín Björnsdóttir, f. 24.11.1905 og era dætur þeirra þrjár. Fóstursystk- ini Ásgríms: Ingibjörg Jósefsdóttir, f. 17.5.1889, nú látin, hjúkrunar- kona, var gift Halldóri Gunnlaugs- syni, b. í Garðakoti í Hólahreppi, og áttu þau sex börn; Guðrún Hart- mannsdóttir Magnússonar, f. 17.12. 1913, d. 11.6.1918; Kristinn Harmann Antonsson, f. 8.9.1927, kvæntur Ragnheiði Thorarensen sem er látin en börn þeirra eru fjögur; Jónína Antonsdottir, f. 16.5.1920, gift Árna Rögnvaldssyni, bifreiðarstjóra á Sauðárkróki, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Ásgríms voru Hart- mann Ásgrímsson, f. 8.9.1874, d. 8.8. 1948, b., kaupmaður og oddviti í Kolkuósi, og kona hans, Kristín Símonardóttir, f. 16.10.1866, d. 21.4. 1956, húsfreyja. Ásgrímur Hartmannsson. Ætt Hartmann var sonur Ásgríms, b. í Hvammi Hjaltadal, Gunnlaugsson- ar, og Guðrúnar Ólafsdóttur, b. á Reistará ytri, Jónssonar, og konu hans, Guðlaugar Ólafsdóttur. Kristín var dóttir Símonar, b. í Brimnesi í Viðvíkurhreppi, Pálma- sonar, og Sigurlaugar Þorkelsdóttur fráSvaðastöðum. Ásgrímur verður ekki heima á af- mælisdaginn. Ómar Þór Helgason Ómar Þór Helgason vöruafgreiðslu- maður, Stórholti 19, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Ómar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hefur stundað ýmis störf tengdum vélavinnu ogakstri stórra bifreiða um áratugaskeið. Hann vann hjá Vöruleiðum hf. sem lyft- aramaður í þrj ú ár en árið 1985 hóf hann störf hjá Landflutningum hf. og vinnur þar enn. Fjölskylda Ómar kvæntist Sigurborgu Marí Jónsdóttur, f. 4.1.1941, þau skildu 1975. Þau eignuðust eina dóttur, Guðbjörgu Sóley, f. 13.5.1973. Hún hefur búið í Hollandi ásamt móöur sinni frá því hún var þriggja ára. Systkini Ómars eru Guðbjörg Jóna Olsen, f. 8.4.1932, búsett í Dan- mörku, gift Svend A. Ólsen, f. 30.6. 1920; Hafdís Helga, f. 12.11.1933, búsett í Reykjavík; Kristín, f. 5.8. 1935, gift Einari Torfasyni frá Vest- mannaeyjum, f. 23.4.1923; Hulda Elvý, f. 17.2.1940, húsmóðir í Reykjavík, var gift Ragnari Kristni Hjaltasyni; Kristján Hafþór, f. 12.1. 1945, fórst með flugvél sinni þann 27.10.1982, kaupfélagsstjóri Saurbæinga og síðar ísfirðinga, var kvæntur Guðnýju Kristjánsdóttur, f. 7.3.1945; Helgi, f. 7.10.1946, b. Og bílstjóri í Landeyjum, kvæntur Rós Óskarsdóttur, f. 6.2.1949. Foreldrar Huldu Elvýjar: Helgi Jóhannsson Hafliðason, f. 18.8.1908, d. 30.1.1965, bifvélavirki og kopar- smiður í Reykjavík, og Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 22.3.1905, húsfreyja í Reykjavík. Systur Helga: Mínerva, f. 20.6. 1903, og Karlotta Jónbjörg, f. 1904, dó ung. Ætt Bræður Sigurbjargar: Kristján, f. 1.9.1902, dó um tvítugt, og Guöjón Benjamín, f. 30.8.1906, nú látinn, bílstjóri í Reykjavík. Auk þess á Sig- urbjörg einn hálfbróður, Guðbjörn Ingvar.f. 15.10.1922. Helgi var sonur Hafliða Jóhanns, skipstjóra á Búðum í Eyrarsveit, Jóhannssonar, b. í Köldukinn í Holt- um, Þorsteinssonar, hreppstjóra í Köldukinn, Runólfssonar, prests á Skúmsstöðum, Jónssonar. Móðir Hafliða var Guðbjörg Filippusdóttir, hreppstjóra í Bjólu, Þorsteinssonar, vefara í Bjólu, Vig- fússonar. Guðbjörg var dótturdóttir Ámunda Jónssonar, snikkara í Syðra-Langholti, og konu hans, Sig- ríðar Halldórsdóttur, Torfasonar. Móðir Helga var Helga Jónsdóttir, b. á Fáskrúðarbakka í Miklaholts- hreppi, Gíslasonar og Sigurlaugar Þórarinsdóttur. 'Sigurbjörg, móðir Huldu Levýjar, er dóttir Jóns, b. í Smádalakoti og síðast í Framnesi í Holtum, Hall- dórssonar, b. á Ósabakka á Skeið- um, Vigfússonar, b. í Lambhúskoti, Vigfússonar. Móðir Halldórs á Ósabakka var Ingibjörg Halldórsdóttir. Móðir Ómar Þór Helgason. Jóns var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Unnarholti, Guðbrandssonar og Guðfinnu Jónsdóttur. Móðir Sigurbjargar var Guðbjörg Jónsdóttir, formanns í Einkofa á Eyrarbakka, Jónssonar, b. á Vind- heimum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Jóns í Einkofa var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðbjargar var Kristín Ólafsdóttir, b. í Eystra- Geldingaholti og Baugsstöðum í Flóa, Nikulássonar og Sólveigar Gottsveinsdóttur frá Steinsholti í Eystrihreppi. Ómar tekur á móti gestum að Fannarfelli 4 eftir klukkan 19.00 á afmæhsdaginn. Ásta Jónsdóttir Ásta Jónsdóttir húsmóðir, Afla- granda 40, Reykjavík, er sjötíu og flmmáraídag. Starfsferill Ásta fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hún hefur starfað nokkuð að félagsmálum, var m.a. stofnfélagi Kvenfélags Laugar- nessóknar og einnig stofnfélagi kvennadeildar Flugbjörgunarsveit- arinnar og var fyrsti formaður hennar en Ásta gegndi þar for- mennsku í tíu ár. Þá sat hún í Or- lofsnefnd húsmæðra og var formað- ur Landspítalasöfnunarinnar 1969. Fjölskylda Ásta giftist 6.10.1936 Sigurði V. Þorsteinssyni, f. 25.2.1913, fyrrv. aðstoðarlögreglumanni, en hann er sonur Þorsteins Sæmundssonar og Bjömínu Kristjánsdóttur. Börn Ástu og Sigurðar eru Óskar Sigurðsson, f. 11.10.1935, flugsfjóri, kvæntur Bryndísi Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn; Hörður Sig- urðsson, f. 22.3.1937, vélstjóri, kvæntur Sif Ingólfsdóttur og eiga þau tvö börn; Gunnar Sigurðsson, f. 3.5.1946, deildarstjóri, kvæntur Ellen M. Tryggvadóttur og eiga þau fimm börn; Marta G. Sigurðardóttir, f. 18.4.1948, húsmóðir, gift Magnúsi Sigsteinssyni deildarstjóra og eiga þau fjögur böm; Jón Sigurðsson, f. 18.2.1952, héraðsráðunautur í Aust- ur-Húnavatnssýslu, kvæntur Margréti Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Stjúpsonur Ástu er Sig- urður R. Sigurðsson, f. 6.6.1929, starfsmaður Landsbanka íslands, kvæntur Guðbjörgu Óskarsdóttur og eiga þau fjögur böm. Ásta Jónsdóttir. Foreldrar Ástu: Jón Meyvantsson matsveinn og Guðrún Stefánsdóttir húsmóðir. Ásta tekur á móti gestum í þjón- ustumiðstöðinni á Aflagranda 40 mihi klukkan 17.00 og 19.00 á afmæl- isdaginn. 75 ára Anna Halidórscíóttir, Sóihiið 7, Vestmannaeyjum. 70 ára Aðalheiður Guðnadóttir, FossvöUum 4, Húsavík. Þórunn Bergsteinsdóttir, Skúlagötu 66, Reykjavlk. Þórann verður að heiman á afmælis- daginn. 60 ára Erla Sigurjónsdóttir, Hæðarbyggð 7, Garðabæ. Karl Sigurðsson, Hvammstangabraut 7, Hvammstanga. _______,_,______s_______________ 50 ára Hallgrimur Svavar Gunnþórsson, Ægissíöu 16, Grenivík. ■; Sigrún Valgeírsdóttir, Bleiksárhlið 63, Eskifirðí. Kristín Guðiaugsdóttir, Skólavegi 78, Fáskrúðsflrði. Bryndís Óskarsdóttir, Gunnarsbraut 28, Reykjavik. 40 ára________________________ Ásta Karisdóttir, Borgarholtsbraut Í3a, KópavogL Ólafur Eggert Júlíusson, Skólavegi 36, Keilavik. Ingibjörg Jónasdóttir, Seiöakvisl 25, Reykjavík. ; Samúel Ingvason, Hávegi 1, Kópavogi- Sigriður Ólafsdóttir, Birkigrund 16, Kópavogi, Jón Ingvar Pálsson, Grundarvegi 17, Njarðvík. Indriði fvarsson, Sveighúsum 1, Reykjavík. Snorri Páll Snorrason, Víghólastíg 16, Kópavogí. Hjördis Óskarsdóttir, Staðarhrauní 18, Grindavík. Jón Ægir Jónsson, Víöiteíg 6e, Mosfellsbæ. Valdis Gunnlaugsdóttir, Skólavörðustig 44, Reykjavík. Guðbergur Rúnarsson, Grænuldíð 22, Reykjavik. Eriingur Bjartur Oddsson, Hvammi, Fáskrúðsflarðarhr, Lmeik Soley Loftsdottir Líneik Sóley Loftsdóttir, Bæ III, Drangsnesi, er fimmtug í dag. Starfsferill Sóley fæddist í Hólmavík og ólst upp í Vík í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Hún flutti að Bæ 1964 og hefur búið þar síðan. Sóley rek- ur nú ferðaþjónustu við heimili sitt. Fjölskylda Sóley giftist 18.8.1965 Bjarna Guðmundssyni, f. 13.1.1927, b. að Bæ III en hann er sonur Guðmund- ar Ragnars Guömundssonar, b. að Bæ II, og Margrétar Ólafar Guð- brandsdóttur húsfreyju. Böm Sóleyjar frá því fyrir hjóna- band era Heimir Berg, f. 12.7.1960, sjómaður, en sambýhskona hans er Sólrún Hansdótiir og eiga þau fjögur börn; Friðsteinn Helgi, f. 5.6. Sigurður H. Oddsson Sigurður H. Oddsson tæknifræð- ingur, Smyrlahrauni 54, Hafnarfirði er fimmtugur í dag. Kona hans er Hrafnhildur Lúthersdóttir. Þau taka á móti gestum í Haukasalnum við Flatahraun milh klukkan 18 og 21. 1962, sjómaður, en sambýliskona hans er Sigrún Jónsdóttir og eiga þaufiögurbörn. Börn Sóleyjar og Bjarna eru Loft- ur Vignir, f. 16.6.1965, kvæntur Signýju Friðjónsdóttur og eiga þau einn son; Margrét Ólöf, f. 3.3.1969, húsmóöir, en sambýlismaður hennar er Guðmundur Guðmunds- son; Guðmundur Ragnar, f. 22.8. 1973, nemi. Sóley átti tólf systkini og eru fiög- ur þeirra á lífi. Þau eru Guðbrand- ur, b. í Hveravík í Strandasýslu; Sigvaldi, sjómaður á Akranesi; Þorvaldur er stundar sjálfstæðan atvinnurekstur á Akranesi; Loftur, bifvélavirki í Garðabæ. Foreldrar Sóleyjar voru Loftur Torfason, f. 19.12.1892, d. 26.7.1965, b. í Vík, og Hildur Gestsdóttir, f. 20.9.1896, d. 30.6.1984, húsfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.