Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991. Fréttir Skuggaleg aökoma þegar 12 björguðust úr eldsvoða á Hverfisgötu 72 í nótt: Fólk á rishæð innilokað og hálf hékk út um glugga - björguðum þeim með stuttu stigaræksni, sagði Jón Ólafsson lögreglumaður „Ég kom einn á staðinn fyrst en syo bættust fleiri lögreglumenn við. Ég hafði séð reykinn og var eiginlega kominn aö húsinu áður en tilkynn- ingin kom. Þegar ég kom að logaöi stigagangurinn alveg bakatil og mik- inn reyk lagði út um alla glugga á hæðunum. Á efri hæðinni var fólk, 5 manns. Það var lokað inni. Fólkið kallaði út um gluggana Hverfisgötu- megin og hálfpartinn hékk úti. Fólk- ið var líka búið að brjóta rúðu til að fá loft. Sá yngsti var 12-13 ára. Ein- hverjum, sem var á neðri hæðinni, tókst að finna stigaræksni. Stiginn var ekki nógu langur og við þurftum að halda á honum í fanginu til aö hann næði upp til fólksins. Þaö hó- staði og ég tel að það hafi fengið reyk- eitrun,“ sagði Jón Ólafsson lögreglu- þjónn í samtali viö DV í morgun. 12 manns björguðust út úr logandi tvílyftu íbúðarhúsi við Hverfisgötu 72 á fimmta tímanum í nótt. Fimm var bjargaö af rishæð með stiganum, sem Jón nefndi, en 6-7 komust út af sjálfsdáðum af neðri hæðinni. Þar hafði gleðskapur verið í nótt. Fólkið af rishæðinni var allt flutt á slysa- deild með sjúkra- og lögreglubílum. Það hafði skorist á höndum og talið var að það hefði fengið reykeitrun. Taliö er að eldurinn hafi orðiö laus á neðri hæð hússins. Það mál er til rannsóknar. Ragnar Sólonsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, sagði að aðkoma hans með fyrsta slökkviliðsbílnum hefði Réttargeðdeild að Sogni: Ekkert kynnt mér deiluna - segtr Bogi Melsted, yfírgeðlækmr í Sviþjóð „Ég hef ekkert fylgst með þessari - Er Sogn aö þínu mati hentugt deilu um Sogn og veit ekkert um húsnæði fyrir þessa sjúklinga? það mál nema það sem kunningjar „Ég get ekki vitað það, ég hef og ættingjar hafa sagt mér,“ sagði ekki séð þetta og get því ekkert Bogi Melsted sem verið hefur yfir- sagt til um þaö.“ læknir geðdeildar vjð Vásterviks- - En miðað við það sem þú hefur sjúkrahúsið í Svíþjóð síðastliöin heyrt um þessa nýju réttargeð- tuttugu ár. deild, heldur þú að þetta sé skref í Bogi kemur til íslands öðru rétta átt? hvoru megin við helgina, að beiðni „Það veit ég ekkert um. Það er heilbrigðisyfirvalda, og verður hér náttúrlega fyrir stjómmálamenn- í nokkra daga. ina á íslandi að ákveða það. Það Talað hefur verið um að hann ernáttúrlegaeinlausnenþaðkem- verði stjómvöldum innan handar ur mér ekki við.“ um stofnun nýrrar réttargeödeild- - Hefur verið minnst á að þú takir ar að Sogni. þátt í uppsetningu þessarar deildar „Ég kem heim meðal annars eða jafnvel rekir hana? vegna þessara þriggja íslensku „Ég geri ráð fyrir aö þeir vilji sjúklinga, sem eru hér hjá mér í spyrjamigeitthvaðumdeildinaþví dag, til að ræða framtíð þeirra. Það ég er búinn aö vera yfirlæknir er í því sambandi sem ég kem inn slíkrar deildar, þar sem hámarks- í myndina. Ég hef alls ekki verið öryggis er gætt, í tuttugu ár svo ég með í þessum ráðageröum um Sogn ætti nú að vita hvað ég er að segja.“ en ég geri þó ráð fyrir aö þeir vilji - En hefur hvarflað að þér að koma spyrja mig eitthvað. Ég hef þó þrátt aftur til íslands ef þér byöist staða fyrirallttuttuguárareynsluímeö- hér? ferðþessarasjúklinga,“sagðiBogi. „Ég er sænskur embættismaður Bogi sagði að það væri ekkert og búinn að vera það í yfir tuttugu óvanalegt við það að hann væri ár. Ég sit í fastri stöðu og er að beðinn að koma til íslands, hann nálgast ellilaun svo ég get nú ekki hefði í mörg ár bjálpað til við sjúkl- séð hvaða skynsemi væri í því." inga sem ekki væri hægt að vista -ingo og sjá um á íslandi. verið skuggaleg. Var það nokkrum mínútum eftir að lögreglumenn komu á vettvang. „Stigagangurinn bakatil var alelda og fólkið hékk út um glugga á rishæö götumegin. Lögreglan var búin að reisa stiga og var að taka fólkið nið- ur. Þegar við sáum að þetta fólk var í góðum höndum lögreglunnar sinnt- um við slökkvistarfmu því viö óttuð- umst að fleiri gætu verið inni og gát- um einbeitt okkur að því aö ganga úr skugga um það. Þrír reykkafarar fóru inn. Það er ótrúlegt hvað eldur- inn hefur breiðst fljótt út. Slökkvi- starfið gekk þó vel og tókst vonum framar. Það gekk greiðlega að slökkva yfirborðseld en síðan rifum við einangrun með spónum og þakið rufum við til að vera öruggir. En efri hæðin er illa farin,“ sagði Ragnar. Þegar DV fór í prentun í morgun var slökkviliðsvakt ennþá við húsið. -ÓTT Tilviljun réð því að stiginn, sem er í forgrunni á myndinni, lá í nágrenninu þegar eldurinn kviknaði á Hverfisgötu 72 í nótt. Með þessum stiga, sem reyndar var of stuttur, var 5 manns bjargað af rishaeðinni. Lögreglumenn, sem komu fyrstir á staðinn, urðu að halda á stiganum í fanginu til að hann næði upp til fólksins. Slökkviliðsmenn komu í þann mund sem veriö var að bjarga fólkinu og gátu þeir einbeitt sér að slökkvistarfi og að senda reykkafara inn til að ganga úr skugga um að engir aðrir væru i húsinu. DV-mynd GVA Þrír menn játuðu hjá RLR á sig innbrotið 1 Dýraspítalann: Voru í vímu af dýralyfjum við handtöku - gátu ekki nafngreint þau lyf sem þeir höíðu tekið inn Þrír menn, 16, 20 og 26 ára, hafa játað aö hafa brotist inn í Dýraspít- alann aðfaranótt mánudags og stol- ið þaðan peningum og 25-30 lyfjaglösum, þar á meðal svæfinga- lyfjum sem notuð eru til að aílífa dýr. Hér var um að ræða mörg lífs- hættuleg stungulyf. Þau munu hins vegar ekki vera jafnhættuleg ef þeirra er neytt á annan hátt. Við handtöku, sem framkvæmd var af rannsóknarlögreglumönn- um í gær, voru tveir af þjófunum undir áhrifum lyfjanna sem þeir stálu. Tveir þeirra hafa áður komið við sögu RLR vegna innbrota og annarra afbrotamála. Einum mannanna var sleppt í gær en ákvörðun verður tekin um það í dag hvort krafist verður gæslu- varöhalds yfir hinum tveimur vegna rannsókna á málum sem hugsanlega tengjast þeim. Þremenningamir játuöu einnig að hafa brotist inn í Heyrnleys- ingjaskólann um helgina. Þar unnu þeir mikil skemmdarverk. Eftir innbrotið í Dýraspítalann völdu þrementúngamir þau lyf úr sem þeir þorðu ekki eða töldu sig ekki geta notað til að komast í vímu. Þeim var hent í Rauðavatn og fund- ust nokkru síðar. Þegar RLR yfir- heyrði mennina gátu mennirnir ekki nafngreint þau lyf sem þeir neyttu til að fara í vímu af. Miðað við verksummerki á inn- brotsstöðunum um helgina þótti ljóst að þar hefðu ekki verið menn meö réttri rænu á ferðinni. Talið var augljóst að þama hefði veriö fíkniefnafólk á ferðinni með mikla þörf fyrir vimugjafa. Málin, sem varða Dýraspítalann og Heyrnleys- ingjaskólann, eru talin upplýst. Hins vegar mun koma betur í ljós í dag hvort ástæða verður til að halda áfram stífri rannsókn á því hvort vímumenrúmir eigi hlut að fleiri afbrotum. Stöðugt ber meira á því að fíkni- efnafólk brjótist inn á ýmsa staði gagngert til að ná sér í lyf eða pen- inga til að kaupa sér fikiúefiú fyrir. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.