Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Síða 8
FÖSTUDAGUR 2. ÁGtJST 1991. LífsstOl VINBER -7% SVEPPIR 0% 3 li 565 398 DV kannar grænmetismarkaðinn: Verðmismunur á vínberjum 232% - meðalverð á papriku hækkar um nær helming Neytendasíöa DV gerði að venju könnun á grænmetisverði í gær, fimmtudag. Kannað var verð í fimm verslunum: Fjarðarkaupi, Hafnar- firði, Bónusi, Skútuvogi, Miklagarði við Sund, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Hagkaupi í Skeifunni. Athygli er vakin á því að Bónus- búðimar selja grænmeti í stykkjatali en hinar búðimar selja það eftir vigt. Til að fá marktækan samanburð á milli þessara verslana er grænmetið í Bónusi því vigtað og umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Að venju eru nokkrar sveiflur á grænmetismarkaðinum. Verð á flestu grænmeti hefur eitthvaö lækk- að frá síðustu viku en verð á hvít- káh, gulrótum og tómötum hefur hækkað. Það sem vekur helst athygli er að verð á grænni papriku hefur lækkað að meðaltah um 42% frá fyrri viku og kostar nú að meðaltali 273 krónur kílóið í stað 457 króna áður. Papriku- verðið var hæst í Kjötstöðinni, þar sem þaö var 396 krónur kílóið, en lægst var það í Bónusi, eða 146 krón- ur kílóið. Mismunur á hæsta og lægsta verði er nokkuð mikill, eða 171%. Gulrætur hafa hækkað um 38% að meðaltah frá síðustu viku. Meðal- verð þeirra er 257 krónur kílóið. Hæst verð á gulrótum er í Fjaröar- kaupi þar sem kílóverð á gulrótum er 359 krónur. Lægst er verðið í Bón- usi, 146 krónur kílóið. Mismunur á hæsta og lægsta verði er 146%. Gífurlegur verðmismunur er á grænum vínberjum mhh verslana. Hæst er verðið í Miklagarði, 498 krónur kílóið, en lægst í Bónusi, 150 krónur kílóiö. Munurinn þarna á milh er heil 232%. Meðalverð grænna vínberja er 355 krónur og er það 7% lækkun frá síðustu viku. Það er nokkuð vandasamt að kaupa sér kartöflur þessa dagana. Flestar búðir bjóða bæði upp á gaml- ar kartöflur á lágu verði og nýjar sem eru mun dýrari. Best er að spyija afgreiðslufólkiö nákvæmlega um verðmismuninn og hvaða kartöflur eru nýjar því merkingum er iðulega ábótavant. DV bar saman verð á gömlum kart- öflum í tveggja kílóa pokum. Þar er Fjarðarkaup með lægsta verðið, eða 29,50 krónur khóið, og Kjötstöðin í Glæsibæ með hæsta veröið, eða 89 Það munar töluvert miklu á verði grænna vinberja í verslunum borgarinn- ar, eða 232%. krónur kílóið. Verðmismunurinn er mikill, eöa 201%. Meðalverð eldri kartaflna hefur lækkað um 16% frá síðustu viku. Verð á nýjum kartöfl- um er einnig afar mismunandi. Fjarðarkaup er meö ódýrustu nýju kartöflurnar. Þar kostar tveggja kílóa poki 150 krónur. Dýrastur er tveggja kílóa poki í Kjötstöðinni, 325 krónur. Verðmismunur á gúrkum milli verslana er 137%. Dýrastar eru þær í Kjötstöðinni á 298 krónur kílóið en ódýrastar í Bónusi á 126 krónur. Meðalverð gúrkna er 209 krónur kíióið og hefur það lækkað um 15% frá síðustu viku. Blómkál hefur einnig lækkað um 23% að meöaltah. Meðalverö þess er 219 krónur kílóiö. Dýrast er blómkál- ið í Kjötstöðinni, 298 krónur, og ódýr- ast í Fjarðarkaupi, 147 krónur, og er mismunurinn 103%. Tómatar hafa hækkað að meðaltah um 5% frá því í síöustu viku. Meðal- talsverðið af kílói af tómötum er 310 krónur. Lægstir eru þeir í Bónusi á 228 krónur kílóið en hæstir í Kjöt- stöðinni, 349 krónur kílóið. Mismun- ur hæsta og lægsta verðs er 53%. Hvítkál hefur einnig hækkað um 16% að meðaltah. Mismunur á hæsta og lægsta verði er 40% en það er hæst í Miklagarði þar sem það kostar 250 kílóið og lægst í Hagkaupi á 179 krónur kílóið. Meðalverðið á hvitkáh er 221 króna kílóið. Sveppaverð reyndist mjög svipaö í öhum búðunum nema í Bónusi þar sem sveppir eru langódýrastir. Sveppimir voru dýrastir í Hagkaupi, á 565 krónur kílóið, næstdýrastir voru þeir í Kjötstöðinni, 564 krónur kílóið. Svo komu Fjarðarkaup og Mikligarður og var verðið á sveppun- um þar 545 krónur kílóið. í Bónusi var hins vegar hægt að fá sveppi á 398 krónur kílóið og munar 42% á hæsta og lægsta verði. Munur á með- alverði sveppa frá fyrri viku er hins vegar óverulegur. ' -BÓl Sértilboð og afsláttur: Grillkol og gos fyrir helgina I Bónusi er hægt að fá 1 'Á lítra af Sinalco á 79 krónur. Þar eru einnig Royal Oak grhlkol á sérstöku thboös- verði. Stór poki af kolum með 4,5 kílóum kostar 280 krónur. í Bónusi má einnig kaupa 1 kíló af Amo kom- flögum á 89 krónur og 390 gramma box af hrásalati frá Salathúsinu á 99 krónur. Kjötstööin í Glæsibæ býöur 20% afslátt á Cameha dömubindum af öhum stærðum. Þar er einnig hægt að kaupa 26 stykki af A-plus bleium fyrir 9-18 kílóa böm á 398 krónur. 20% afsláttur er á umhverfisvænu Gité þvottaefni. 3 kíló af þvottaefninu kosta 624 krónur. Á tilboösvegg Kjöt- stöðvarinnar er einnig boðið upp á 375 kg pakka af Havre Fras morgun- komi á 189 krónur. í Miklagarði eru Perri kartöfluhög- ur á sértilboði. 90 gramma poki kost- ar 99 krónur. Þar er einnig hægt að fá 800 grömm af Hy-Top tómatsósu á 99 krónur og 4 stykki af Tapir eld- húsrúllum á 189 krónur. Þar er svo og boðið upp á 500 gramma kafSpoka frá Cirkel, bæði rauða og brúna, á 169 krónur. Á thboðstorgi Fíaröarkaups er hægt að fá 4 bréf af Honig bollasúp- um fyrir útheguna á 77 krónur. Þar er einnig boðið upp á 100 gramma Tuc kexpakka meö ýmsu bragði á 39 krónur og Jacob’s fig roll, gráfíkju- kex, á 83 krónur. Samodan rauðkál er á tilboðsverði í Fjarðarkaupi og kostar 600 gramma glerkrukka 99 krónur. Hagkaup býður melónur á thboðs- verði þessa vikuna. Vatnsmelónur kosta 129 krónur kílóiö en gular melónur 139 krónur kílóið. 300 gramma dós af Maling sveppum kostar 69 krónur. í Hagkaupi má einnig kaupa kók og diet-kók í kipp- um. 18 hálfs lítra höskur kosta 1062 krónur, eða 59 krónur stykkið. Þar er að auki boðiö upp á háifan kjöt- skrokk í poka og kostar kílóið aðeins 339krónur. -BÓl Vfnber « 500 Verð í krómun A_____fi5 Jan. Feb. Mars Apríl Mai Júnl Juli Águst Paprika Veró í krónum 273 Jan. Feb. Mars April Mai Júni Júll Ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.